Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
Eftir Sigurð Víðisson
HK vann afar auðveldan sigur á
ÍBV, 36:22, þegar liðin mættust í
úrvalsdeild karla í handknattleik
í Digranesi í gær. HK er þar með
komið með 17 stig og er í öðru
sæti deildarinnar, tveimur stigum
á eftir toppliði Hauka, en á leik
til góða á Hafnfirðingana. Eyja-
menn sitja sem fyrr á botni deild-
arinnar með aðeins tvö stig.
Jafnræði var með liðunum til
að byrja með en HK náði fljótlega
undirtökunum, komst í 7:3 og síð-
an 13:7, og þar með var mót-
spyrna Eyja-
manna brotin á
bak aftur.
Staðan var
19:10 í hálfleik
og munurinn
jókst jafnt og
þétt í seinni
hálfleiknum og
varð mestur 16
mörk skömmu
fyrir leikslok.
Eins og tölurnar gefa til kynna
og búast mátti við var mikill
munur á liðunum á flestum svið-
um handboltans. HK-ingar notuðu
allan sinn hóp vel í leiknum og
lykilmenn eins og Augustas
Strazdas voru mikið utan vallar.
Ragnar Hjaltested var í aðal-
hlutverki hjá Kópavogsliðinu og
skoraði 10 mörk á fjölbreyttan
hátt.
Nýja rússneska skyttan í liði
Eyjamanna, Sergei Trotsenko, er
greinilega góður liðsauki fyrir
þá. Trotsenko var allt í öllu í
sóknarleik ÍBV og skoraði 12 af
22 mörkum liðsins í leiknum.
Markvörðurinn Kolbeinn Aron
Ingibjargarson stóð sig líka með
prýði og varði vel allan tímann.
HK lagði Eyjamenn auðveldlega
Ragnar
Hjaltested
SNORRI Steinn Guðjónsson lék í 20
mínútur með heimsúrvali hand-
knattleiksmanna í gær þegar það
mætti landsliði Egyptalands í Kaíró í
tilefni af 50 ára afmæli handknatt-
leikssambands Egyptalands. Snorri
skoraði tvö mörk í jafnmörgum skot-
tilraunum en leikurinn þótti ágæt
skemmtun þótt e.t.v. tækju menn
hann ekki mjög alvarlega þar sem
um sýningarleik var að ræða.
Heimsliðið vann með einu marki,
40:39. Ólafur Stefánsson meiddist á
dögunum og gat ekki leikið með
heimsúrvalinu en hann hafði verið
valinn til þátttöku.
Á laugardaginn
var Snorri Steinn
í aðalhlutverki
hjá GOG þegar
liðið lagði Bjerr-
ingbro/Silkeborg,
31:27, í undanúr-
slitum dönsku
bikarkeppninnar.
Snorri skoraði
tvö mörk fyrir
GOG en Ásgeir
Örn Hallgrímsson var markahæstur
með sjö mörk. Klukkan þrjú aðfara-
nótt sunnudagsins hélt Snorri síðan
til Kaíró frá Kaupmannahöfn.
Snorri lék með í Kaíró
Snorri Steinn
Guðjónsson
Magnús Þormar, knatt-spyrnumarkvörður úr Kefla-
vík, gekk um helgina til liðs við
Grindavík, nýliðana í úrvalsdeild-
inni. Magnús er 23 ára og á 9 deilda-
leiki að baki með Keflavík en hann
lék með Stjörnunni í ár og spilaði 15
leiki með Garðabæjarliðinu í 1. deild.
Þá samdi Scott Ramsay að nýjuvið Grindavík, til fjögurra ára,
en hann átti frábært tímabil með lið-
inu í 1. deildinni í
ár. Ennfremur
samdi Jóhann
Helgason við
Grindavík til
þriggja ára.
Hann fór frá
Grindvíkingum til
Vals fyrir síðasta
tímabil en var síð-
an lánaður aftur til þeirra og lék með
þeim allt sumarið.
Björgvin Björgvinsson varð í 17.sæti af 108 keppendum á svig-
móti Evrópubikarsins í Are í Sví-
þjóð á laugardaginn. Aflýsa þurfti
síðari ferðinni vegna veðurs. Í gær
var keppt á ný í Are en þá féll Björg-
vin í fyrri ferðinni og var þar með úr
leik. Björgvin er á leið til Geilo í
Noregi þar sem hann keppir í stór-
svigi í Evrópubikarnum í vikunni.
Logi Gunnarsson skoraði 9 stigog lék í 17 mínútur þegar Gijon
sigraði Cornella, 82:62, í spænsku 2.
deildinni í körfuknattleik á laug-
ardaginn. Gijon er í toppbaráttunni
og hefur unnið níu af fyrstu ellefu
leikjum sínum.
Hollenski knattspyrnumaðurinnDion Esajas sem er til reynslu
hjá Fylki lék með Árbæingum á
laugardag þegar þeir biðu lægri hlut
fyrir HK, 1:2, í æfingaleik í Kórnum
í Kópavogi. Esajas, sem er fram-
herji, náði ekki að skora. Halldór
Hilmisson kom Fylki yfir en Her-
mann Geir Þórsson og Almir Cosic
svöruðu fyrir HK. Esajas leikur aft-
ur með Fylki í kvöld, gegn ÍR.
Hannes Jón Jónsson skoraði tvömörk fyrir Fredericia HK og
Gísli Kristjánsson eitt þegar lið
þeirra tapaði fyrir Kolding, 26:24, í
slag nágrannalið-
anna í undan-
úrslitum dönsku
bikarkeppninnar
í handknattleik á
laugardag en
leikið var í Fre-
dericia á Jót-
landi. Fannar
Þorbjörnsson lék
einnig með Fredericia HK. Hann
skoraði ekki en stóð sig afar vel í
vörninni að vanda eins og Gísli gerði
reyndar einnig.
Hreiðar Guðmundsson þóttileika vel í marki Sävehof þeg-
ar það vann Ystad, 35:24, í sænsku
úrvalsdeildinni í handknattleik í
gær.
Fólk sport@mbl.is
Leikurinn var í járnum nær allan leik-
tímann, ef undan eru skildar um tíu
mínútur upp úr miðjum fyrri hálfleik
þegar Haukar náðu þriggja marka
forskoti. Þá kom Fannar Friðgeirs-
son sprækur til leiks og skoraði þrjú
mikilvæg mörk á stuttum kafla og
kom Valsmönnum inn í baráttuna á
nýjan leik. Í síðari hálfleik munaði
aldrei meira en einu marki en þrjár
mínútur voru eftir er Valsmenn náðu
tveggja marka forskoti, 21:19. Leik-
menn Hauka reyndu hvað þeir gátu
til að jafna en Ólafur reyndist þeim
óþægur ljár í þúfu í marki Vals. Það
var svo Ingvar Árnason sem skoraði
23. og sigurmark Vals 12 sekúndum
fyrir leikslok þegar hann stakk sér á
milli tveggja varnarmanna Hauka
eftir sókn sem virtist vera renna út í
sandinn.
Annars var leikurinn afar
skemmtilegur og spennandi allan tím-
ann og ljóst að bæði lið ætluðu að selja
sig dýrt til þess að komast í undan-
úrslitin og þar af leiðandi einu skrefi
nær úrslitaleik bikarkeppninnar í
mars nk. Það var sigurreifur þjálfari
Vals, Óskar Bjarni Óskarsson, sem
stóð uppi sem sigurvegari og hann
langar svo sannarlega í úrslitaleikinn
enda brátt tíu ár síðan Valur varð síð-
asta bikarmeistari.
„Dauðlangar í Höllina“
„Mig dauðlangar í Höllina í úrslita-
leikinn. Það verður erfitt og að sjálf-
sögðu stefnum við þangað en það
verður erfitt, sama hvaða liði við mæt-
um í undanúrslitum,“ sagði Óskar en
bætti því jafnframt við að enn væri
langur vegur í úrslitaleikinn því eftir
væri að leika til undanúrslita. „Það
eru tíu ár síðan við vorum þar síðast.
En við verðum að gera okkur grein
fyrir að við verðum að taka eitt skref í
einu. En við ætlum okkur í Höllina,“
sagði Óskar.
„Þetta var baráttuleikur eins og
viðureignir þessa liða hafa verið í
deildinni í vetur. Ég er því afar stoltur
yfir að hafa náð að vinna að þessu
sinni og leggja það lið að velli sem sit-
ur afar sanngjarnt í efsta sæti úrvals-
deildarinnar. Það er erfitt að eiga við
Haukaliðið sem leikur afar skynsam-
lega og gerir fá mistök og hleypur vel
aftur í vörnina. Þar af leiðir að við
fengum við fá hraðaupphlaup. Þessi
sigur okkar sýnir ákveðinn styrkleika
í okkar röðum og ég viss um að lið
mitt er á réttri leið um þessar mund-
ir,“ sagði Óskar Bjarni.
Fórum illa með opin færi
„Þetta var fyrst og fremst hörku-
leikur tveggja góðra liða sem börðust
hart fyrir sínu. Varnarleikurinn og
markvarslan var í aðalhlutverki eins
og sést á að aðeins voru skoruð 45
mörk í leiknum. En við féllum fyrst og
fremst á því að við létum Ólaf mark-
vörð verja alltof mikið frá okkur úr
opnum færum,“ sagði Aron Krist-
jánsson þjálfari Hauka í leikslok.
„Við létum verja alltof mikið frá
okkur úr opnum færum. Í stöðunni
18:18 fóru þrjú opin færi hjá okkur
forgörðum og slíkt er mjög dýrt í jöfn-
um leik. Á þessu atriði töpuðum við í
jöfnum hörkuleik,“ sagði Aron og við-
urkenndi að það væri gremjulegt að
falla úr bikarkeppninni. „Við ætluð-
um okkur í Höllina en því miður tókst
það ekki. Nú er bara næsta mál og
það er að vinna þá titla sem við getum
krækt í héðan af,“ sagði Aron Krist-
jánsson, þjálfari Hauka, er hann gekk
til búningsklefa í leikslok.
Úrslitin voru ráðin
í hálfleik
Úrvalsdeildarlið Akureyar átti ekki
í vandræðum með að leggja Aftureld-
ingu 2 (Jumboys) í hinni viðureign
átta liða úrslita bikarkeppninnar þeg-
ar liðin mættust í gamla íþróttasaln-
um að Varmá. Lokatölur 39:20, fyrir
Akureyri sem var 16 mörkum yfir í
hálfleik, 20:4. Leikmenn Akureyrar
sýndu Mosfellingum enga miskunn
og notuðu hvert tækifæri til þess að
fara upp í hraðauppahlaup og nýta
sér veikleika í sókn Aftureldingar-
liðsins sem komið hefur á óvart með
tveimur sigrum í keppninni á fyrri
stigum, m.a. sló liðið út úrvalsdeild-
arlið ÍBV.
Morgunblaðið/Kristinn
Barátta Andri Stefan, leikmaður Hauka, komst lítt áleiðis gegn Erni Hrafni Arnarsyni og Fannari Friðgeirssyni, leikmönnum Vals, sem gáfu ekkert eftir
í vörninni enda fór svo að Valsmenn fögnuðu sigri og sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar ásamt Akureyri. Í kvöld kemur í ljós hvaða lið fylgja Val og
Akureyri eftir þegar Fram mætir Stjörnunni í íþróttahúsi Fram og Þróttur úr Vogum leikur við Víkinga í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
Stórleikur Ólafs Hauks
fleytti Valsmönnum áfram
MARKVÖRÐURINN Ólafur Hauk-
ur Gíslason átti einn stærsta þátt-
inn í að tryggja Val sæti í undan-
úrslitum bikarkeppni HSÍ,
Eimskipsbikarnum, með sigri á
Haukum, 23:22, í sannkölluðum bik-
arleik í íþróttahúsi Vals síðdegis í
gær þar sem Íslandsmeistararnir
mættu efsta liði úrvalsdeildar
karla. Ólafur varði 21 skot og hélt
sínum mönnum svo sannarlega á
floti því ekki var sóknarleikur Vals-
manna upp á marga fiska lengst af.
Valsmenn voru marki yfir í hálf-
leik, 12:11.
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is