Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 3 W W W. I C E L A N DA I R . I S 49.300 KR. Verð á mann í tvíbýli frá + Nánari upplýsingar: www.icelandair.is/ithrottaferdir ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 93 26 12 /0 7 Icelandair er samstarfsaðili West Ham og býður ferðir á alla heimaleiki liðsins í vetur. Fjölmargir leikir framundan, s.s. á móti Blackburn, Portsmouth og Derby. 29. FEB. –2. MARS C H E LS E A stöðu. Þær slá flestar „flata“ bolta á mig og ég kann vel við það og get því smassað og komið þeim á óvart.“ Það eru ekki margir íslenskir íþróttamenn eða -konur í einstak- lingsíþróttum sem eru í sviðsljósinu allt árið um kring í alþjóðlegum keppnum. Ragna og kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson eru mest áberandi þessa stundina en Ragna segir að hún finni ekki fyrir neinni ut- anaðkomandi pressu. „Badminton hefur á undanförnum árum ekki verið mikið í fréttum. Fjöl- miðlar sýna okkur áhuga á Íslands- mótinu og fyrir utan það hefur lítið verið um áreiti. Það er fyrst núna á undanförnum mánuðum sem mér finnst áhuginn vera að vakna og það er bara fínt. Mér finnst allir vera já- kvæðir og í raun geri ég mestu kröf- urnar um árangur. Aðrir sem fylgjast með mér eru bara ánægðir með allt sem ég geri –þrátt fyrir að ég hafi ekkert getað í síðasta móti. Ég finn því ekki fyrir neinni pressu,“ sagði Ragna Ingólfsdóttir. Morgunblaðið/Golli Einbeitt Ragna Ingólfsdóttir er staðráðin í að komast á Ólympíuleikana í Peking á næsta ári. ÞAÐ fylgir því mikill kostnaður þeg- ar tekin er ákvörðun um að komast í fremstu röð í einstaklingsíþrótt og Ragna Ingólfsdóttir hefur á und- anförnum árum kynnst því að það gengur ekki vel að ná endum saman. „Ég væri ekki að æfa og keppa eins og ég geri í dag án aðstoðar einkafyr- irtækja. Úthlutunarreglur afreks- sjóðs Íþrótta- og ólympíusambands Íslands eru með þeim hætti að ég er á C-styrk. Samkvæmt þeirra reglum þarf ég að vera í einu af 10 efstu sæt- um heimslistans til þess að fá A- styrk og í 11.-40. sæti til þess að fá B- styrk. Þetta eru reglurnar en sem betur fer eru fyrirtæki og ein- staklingar sem styðja við bakið á mér. Það má ekki gleyma því að hjá ÍSÍ fæ ég aðgang að ýmsum sérfræð- ingum án þess að greiða fyrir það og munar mestu um sjúkraþjálfun, nær- ingarfræðinga og sálfræðinga.“ Ragna fær um 60.000 kr. á mánuði frá Ólympíusamhjálpinni, og um 40.000 kr. frá Afrekssjóði ÍSÍ. Hún fær 80.000 kr. á mánuði í afreksstyrk frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. „Badmintonsambandið og TBR hafa stutt vel við bakið á mér. Ása Páls- dóttir og Anna Lilja Sigurðardóttir hjá BSÍ eru með puttann á púlsinum hjá mér og aðstoða mig við ýmislegt sem tengist ferðalögunum. Að öðru leyti sé ég um allt sjálf. Ég fékk á dögunum óvæntan glaðning frá „Trukkunum“ sem er félagsskapur hjá TBR. Þau styrktu mig um 250.000 kr. og ég var ótrúlega glöð að þau skyldu styrkja mig með þessum hætti. Það eru fáir sem átta sig á því hve dýrt þetta íþróttabrölt er. SPRON er minn stærsti bakhjarl og án þeirra stuðnings væri þetta ekki hægt. Ég fæ mánaðarlega greiðslu frá þeim og samningurinn gildir til ársloka 2008,“ segir Ragna. Fær 40.000 á mánuði frá afrekssjóði rúmlega 2 tíma í einu. Ég var ekki með nein lóð eða þyngingar á fæt- inum fyrstu 8 vikurnar en smátt og smátt fór ég að auka álagið. Ég hef alltaf hugsað um þessi meiðsli sem „hindrun“ sem varð á vegi mínum í átt að Ólympíuleikunum og ég fann einu lausnina sem var í boði til að komast yfir þessa hindrun. Það er danskur sjúkraþjálfari sem starfar hér á landi sem hefur sett upp æfingaplan fyrir mig og hann hefur svo sannarlega gert sitt gagn. Ég fór í ýmsar mælingar þar sem vöðvastyrkurinn var mældur og frá þeim tíma hef ég farið reglulega í slíkar mælingar.“ Ragna hefur leikið með spelku á hnénu frá því hún sleit krossbandið. „Fyrsta spelkan var risastór og mér fannst ég vera að dröslast með mörg kíló. Þetta vandist smátt og smátt en í dag er ég með mun léttari spelku sem ég finn minna fyrir. Þessi hjálp- artæki eru nauðsynleg en ég hef fengið fína aðstoð hjá Össuri.“ Ragna lék á HM landsliða um 2½ mánuði eftir að hún sleit kross- bandið, í tvíliða- og tvenndarleik. „Ég var mjög hæg í því móti og ég gerði mér alveg grein fyrir því að þetta tæki tíma. Í júlí fór ég á tvö mót og þar lagði ég að velli helstu keppinauta mína og ég fann alveg að þær voru að reyna að hreyfa mig mikið á vellinum – þar sem þær vissu af meiðslunum hjá mér. Ég tók enga sénsa og ef ég fann að ég myndi ekki ná einhverjum bolta þá sleppti ég því bara,“ segir Ragna. ÞAÐ getur verið erfitt fyrir íþróttakonu í fremstu röð á heimsvísu að fá ögrandi verkefni til að glíma við frá degi til dags í litlu þjóðfélagi á borð við Ís- land. Ragna Ingólfsdóttir fann auðvelda leið til þess að fá meiri hraða og áreiti í æfingar sínar í einliða- leik í badminton. Hún spilar einfaldlega við bestu strákana og hefur oftar en ekki betur. „Ég tel mig fá meira út úr því að keppa við strákana. Þeir eru með öðruvísi leikstíl, smassa oftar og eru hraðari í leik sínum. Það sem einkennir kvennaleiki eru fleiri lang- ir boltar og hæg dropp rétt yfir netið og mitt spil er vissulega aðeins „strákalegra“ miðað við það sem gengur og gerist hjá stelpum. Vissulega spila ég við stelpur hér á Íslandi á æfing- um og þá eru þær oftast tvær á móti mér einni. Það er líka fín æfing.“ Ragna hefur lagt flesta karlfélaga sína úr TBR á æfingum en það er ein hindrun sem hún á eftir að yfirstíga. „Ég á eftir að vinna Helga Jóhannesson. Hann hefur enn yfirhöndina en ég á eftir að vinna hann,“ segir Ragna ákveðin og hún viðurkennir það fúslega að það fari nett í taugarnar á henni að ná ekki að vinna Helga. „Við vorum í keppni í gær þar sem hann hafði betur, 21:17 og 21:13. Og ég var ekki sátt.“ Það vildi svo vel til að Helgi var staddur í TBR- húsinu þegar viðtalið var tekið og þegar hann var spurður að því hvort hann ætlaði sér að halda áfram að sigra Rögnu brosti hann og sagði: „Þegar ég finn að ég hef ekkert í hana þá mun ég gera mér upp meiðsli og hætta í badminton,“ en Helgi hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari í einliða- leik. Vinnur bestu strákana ALÞJÓÐABADMINTONSAM- BANDIÐ uppfærir heimslistann á fimmtudögum allt árið og er Ragna Ingólfsdóttir í 55. sæti á listanum sem uppfærður var í síð- ustu viku. Íslandsmeistarinn hef- ur fallið um eitt sæti síðan í síð- ustu viku en hún er í 19. sæti ef aðeins er tekið mið af kepp- endum frá Evrópu. Fyrr á þessu ári náði Ragna 37. sæti heimslistans og 14. sæti á lista yfir leikmenn frá Evrópu en það er besti árangur hennar á þessu ári. Fram til 1. maí á næsta ári mun Ragna reyna að safna eins mörgum stigum og hún get- ur með því að taka þátt í alþjóð- legum mótum en á heimasíðu BSÍ er greint frá því að hún þurfi lík- lega að vera í 50.-60. sæti heims- listans þann 1. maí til að vinna sér þátttökurétt á Ólympíu- leikunum í Peking. Aðeins 10 bestu mótin hjá Rögnu á tíma- bilinu 1. maí 2007-1. maí 2008 telja þegar heimslistinn verður gerður upp 1. maí 2008. Heimslistinn ræður miklu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.