Morgunblaðið - 28.12.2007, Side 18

Morgunblaðið - 28.12.2007, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI SJÓVARNIR við Ánanaust í Reykjavík verða lagfærðar á næsta ári. Einnig eru uppi áform um aukn- ar landfyllingar þar fyrir utan síðar meir. Þessar breytingar hafa vænt- anlega einhver áhrif á legu göngu- stígsins með ströndinni og verður hann líklega færður heldur fjær sjónum en hann liggur nú. Ólafur Bjarnason, aðstoðarsviðsstjóri Framkvæmdasviðs Reykjavíkur- borgar, sagði haft í huga að þessar framkvæmdir við Ánanaust ættu ekki að hafa áhrif á útsýni. Landbrot á Kjalarnesi „Við þurfum að styrkja þarna sjó- varnir. Þær fóru illa í mars síðast- liðnum og við erum byrjaðir að safna þarna grjóti og munum halda því áfram,“ sagði Ólafur. Hann sagði að hugmyndin væri einnig að fylla upp þarna fyrir framan og því myndi ströndin færast út, en landið á samt ekki að hækka frá því sem nú er. Á fundi borgarráðs 13. desember síðastliðinn lögðu borgarráðsfulltrú- ar Sjálfstæðisflokks fram tillögu vegna mikils landbrots á Kjalarnesi, á svæðinu allt frá Móum að Norð- urkoti. Það hefði einkum orðið á síð- asta áratug. Lagt er til að umhverfis- og samgöngusvið geri tillögur um aðgerðir til að stöðva þetta landbrot. Aðspurður sagði Ólafur að land- brotið á Kjalarnesi væri óskylt land- broti við Ánanaust. Hann sagði að Framkvæmdasvið hefði skoðað land- brot við Klébergsskóla og Grundar- hverfi á Kjalarnesi. Ráðgert væri að bregðast við landbrotinu á því svæði en ekki þar fyrir utan á Kjalarnesi. Ólafur sagði fyrst og fremst horft til þess að verja mannvirki og byggð. Varnir gegn landbroti við Grundarhverfi á Kjalarnesi í undirbúningi Sjóvarnir bættar við Ánanaust Morgunblaðið/Valdís Thor Sjóvarnir Varnir gegn sjógangi við Ánanaust verða efldar á næstunni. Ströndin færist út vegna uppfyllingar HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ZONTAKLÚBBUR Akureyrar færði Akureyrarbæ Nonnahús að gjöf í gærmorgun, en þar hafa Zontakonur rekið safn til minn- ingar um Jón Sveinsson, Nonna, í hálfa öld. Minjasafnið á Akureyri tekur við nú við rekstri hússins fyrir hönd bæjarins. „Við treystum Akureyrarbæ fullkomlega til þess að reka safnið með sóma í framtíðinni og þá væntanlega með líku sniði og verið hefur,“ sagði Anna. G. Thor- arensen, formaður Zontaklúbbs- ins, m.a. þegar hún afhenti bæn- um húsið formlega að gjöf, við athöfn í Nonnahúsi í gærmorgun. Anna notaði tækifærið og nefndi frumkvöðlana, Ragnheiði O. Björnsson, fyrsta formann klúbbs- ins og aðstoðarkonur hennar. Þær „unnu ómetanlegt brautryðj- endastarf í sambandi við Nonna fyrir hálfri öld en óvíst er að Nonnahús og safn væri til ef þeirra hefði ekki notið við.“ Zontaklúbbur Akureyrar var stofnaður árið 1949 og fljótlega kom upp sú hugmynd að heiðra minningu Nonna. Bernskuheimili hans í gamla innbænum var orðið mjög hrörlegt og lá undir skemmdum þegar Zontaklúbb- urinn eignaðist húsið, skv. frásögn á heimasíðu safnsins. Hófust þá miklar framkvæmdir við að koma húsinu í sitt fyrra horf og segir á síðunni að Zontakonur hafi lagt á sig mikla vinnu og unnið baki brotnu við að koma minning- arsafni um Jón Sveinsson á fót. Safnið var opnað 16. nóvember 1957, á afmælisdegi Nonna og Zontakonur hafa alla tíð séð um rekstur þess. Anna G. Thorarensen sagði við Morgunblaðið í gær að því fylgdi vissulega söknuður að láta húsið af hendi. „Það er tregablandið en við munum áfram huga að Nonna; hollvinafélagið verður áfram starf- andi og við viljum áfram sýna honum þá virðingu og þann mikla áhuga sem frumkvöðlarnir í klúbbnum sýndu Nonna.“ Sigrún Björk Jakobsdóttir bæj- arstjóri veitti gjöfinni viðtöku í gær en auk hússins gefur Zonta- klúbburinn bæjarfélaginu alla safnmuni sem þar eru. „Þetta er lítið hús en stórt af minningu,“ sagði Sigrún þegar hún ávarpaði Zontakonur og gesti þeirra. Bæj- arstjórinn sagði tilefni samkom- unnar í gær ákaflega ánægjulega. „Ég skil vel söknuð ykkar yfir þessu litla húsi og vona að við eig- um ykkur að sem hollvini Nonna- húss og getum leitað í ykkar reynslubrunn í framtíðinni.“ Sigrún Björk sagði kannski erf- itt fyrir fólk nú á tímum, „okkur sem lifum í Google- og Wikipedia- heimi, að gera okkur grein fyrir vinsældum Nonna og áhrifum hans á heimsbyggðina og hve mörgum hann sagði frá Eyjafirði, Akureyri og Íslandi.“ Bæjarstjóri sagði mjög vel hafa verið staðið að safninu til þessa og sagði ekki annað standa til en að svo yrði áfram. „Nonni var ótrú- lega merkilegur maður og við sáum vel í ferðinni til Köln um daginn hve mikils hann er metinn þar; þar er Nonnagata og Nonna- brunnur. Við eigum þetta ómet- anlega hús, en ennþá enga [Nonna]götu, en vonandi verður breyting á því ef bærinn heldur áfram að stækka. Við eigum að sýna hvað okkur þykir vænt um þennan mann og minnast hans með sóma,“ sagði Sigrún Björk við Morgunblaðið. Hún sagði starf Zontakvenna á Akureyri með ólíkindum; „að þær skuli hafa átt húsið og rekið safnið í öll þessi ár. Þær hafa í raun fengið ótrúlega lítil framlög frá ríki miðað við að þetta er ein af þjóðargersemunum okkar.“ Brynhildur Pétursdóttir, Zonta- kona og safnstjóri Nonnahúss, sagðist í gær þakklát fyrir að hafa fengið að sinna því starfi í sex ár. „Reksturinn hefur vissulega verið erfiður og það er erfitt fyrir kven- félag að standa í þessu. En við treystum bænum fullkomlega til að taka við og gera þetta jafn vel áfram.“ Sögur Nonna hafa komið út á bókum síðustu ár í endursögn Brynhildar, en hún heldur mikið upp á Jón. „Okkur hefur tekist að koma honum aftur á blað og það er engin vanþörf á að halda því starfi áfram; Nonni er einn þekkt- asti Akureyringurinn, hann er heiðursbogari bæjarins og við eig- um að halda minningu hans á lofti áfram,“ sagði Brynhildur. „Eigum að sýna hvað okkur þykir vænt um þennan mann“ Zontaklúbbur Ak- ureyrar hefur fært Akureyrarbæ Nonnahús að gjöf Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gleði og söknuður Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri og Anna G. Thor- arensen, formaður Zontaklúbbs Akureyrar, í Nonnahúsi í gær. Bærinn gaf Zontakonum myndina af Nonna en hana gerði séra Bolli Gústavsson. Í HNOTSKURN »Jón Sveinsson, Nonni, fædd-ist 16. nóvember 1857 á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann lést í Köln í Þýskalandi 16. október 1944 og er jarðsettur þar. »Nonnahús er númer 54 A viðAðalstræti. Eigendur húss- ins, hjónin Sigríður Davíðsdóttir og Zóphónías Árnason, gáfu það Zontaklúbbnum árið 1952. »Fjölskylda Nonna flutti íhúsið þegar hann var 7 ára og hann bjó þar til 11 ára ald- urs. Bless Brynhildur safnstjóri lokar dyrum Nonnahúss í gærmorgun. ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka til- boði Tréverks á Dalvík í fram- kvæmdir við 4. áfanga Háskólans á Akureyri. Um er að ræða verk upp á rúmar 620 milljónir króna, en það eru um 120% miðað við kostnaðar- áætlun. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist á næstu mánuðum og að verkinu ljúki sumarið 2010 að sögn Þorsteins Gunnarssonar, rektors HA. Eins og áður hefur komið fram voru tilboð í framkvæmdir við 4. áfanga Háskólans á Akureyri opn- uð 25. september sl. Í þessum áfanga verða hátíðarsalur og fyr- irlestrarsalir, auk smærri kennslu- rýma. Einnig er gert ráð fyrir bíla- stæðum og háskólatorgi. Fjögur tilboð bárust í verkið og var þeim öllum hafnað þar sem þau þóttu óviðunandi. Ákveðið var að fara svokallaða samningskaupaleið en við athugun á fjárhagsstöðu og reynslu bjóð- endanna fjögurra kom í ljós að tveir þeirra uppfylltu ekki kröfur út- boðsgagna og var þeim því ekki boðið til samningskaupanna. Þeir tveir bjóðendur sem uppfylltu öll skilyrði voru Tréverk ehf. og Ístak hf. og var þeim boðið til samnings- kaupa, sem þeir báðir þáðu. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 516 milljónir króna, Tréverk bauð tæpa 621 milljón og Ístak rúmar 733 milljónir. Samið um 4. áfanga háskólans EINBÝLISHÚS neðarlega við Brekkugötu er stórskemmt vegna heitavatnsleka. Svo virðist sem blöndunartæki á efri hæð hússins hafi gefið sig en húsið er tvær hæðir, ris og kjallari. Enginn hefur verið í húsinu undanfarna daga og lekinn uppgötvaðist ekki fyrr en í gær er nágranni veitti því athygli að ekki var allt með felldu. Húsið er mjög mikið skemmt af völdum vatns og gufu, bæði innbú, veggir, gólf, hurðir og gluggar, að því er segir á heima- síðu Slökkviliðsins á Akureyri. Blöndunar- tæki biluðu og hús soðnaði ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.