Morgunblaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 29
Er nýtt kvótakerfi í nánd? ALLT bendir til þess, að farið verði að versla með losunarheim- ildir á koli (carbon credit). Losun nú er 14-16 tonn á mann á Íslandi og samið verður um minnkun á næstu árum. Þá er eins víst að far- ið verði að líta á koltonnið sem ein- staklingsbundinn rétt eða kolkvóta. Við Íslendingar höfum svosem reynslu af kvótum, í sauðfjárrækt, mjólkurframleiðslu og í sjávar- útvegi. Kvótar í sjávarútvegi voru fyrst til skömmtunar á afla, en eru nú peningakerfi. Ef menn ætla að losa meira, þá verður að kaupa los- unarheimildir af öðrum. Því skyldu ekki fátækir fá að selja sinn rétt? Er það eitthvað ósiðlegra en kvóta- kerfið í sjávarútvegi? Svo geta menn notað heimildir sem jólagjaf- ir eða sem heimanmund. – Það á bara eftir að rífast um verðið, en það er hápólitískt mál. Ef fólk fer í eina venjulega utanlandsferð í sumarleyfi með flugvélum, þá kost- ar það u.þ.b. 1 tonn af koli á mann. Ef peningafurstar fara með einka- þotum sínum til nágrannalanda þá eyða þeir þreföldum árskvóta sín- um í einni ferð. Þetta gefur stjórn- lyndismönnum óteljandi mögu- leika. Kvótakerfið í sjávarútvegi er bara vögguvísa miðað við hið nýja, alltumlykjandi kvótakerfi og Or- well er í nánd, birtist úr óvæntri átt. Þá verður einnig unnt að friða þorsk með allt öðrum hætti en nú er gert. Veiðar með dregnum veiðarfærum, trolli og dragnót þurfa mest eldsneyti, en þær aðferðir eru þær skað- sömustu í lífríkinu. Með kolkvótum verður unnt að stýra veið- arfæranotkun að vissu marki og þá öðlast línuveiðar sína mestu ívilnun. Nú valda fiskiskipin íslensku um 1/5 af allri losun á koli og er það mjög mikið. Þá verður hægt að gjalda LÍÚ rauðan belg fyrir gráan fyrir yfirganginn og beygja þá til und- irgefni við umhverfisráðuneytið. Matvæli eru orka lífsins Matvæli eru eitt form orku. Áð- ur fyrr var smjör notað í við- skiptum, en það var vegna orku fit- unnar. Öll matvæli Vesturlandabúa eru framleidd með miklu meiri orku en er að finna í matnum sjálf- um eða um tíu sinnum meiri þegar á heildina er litið. En ýmiss konar iðnaðarmatur og ruslfæði kostar 100 sinnum meiri orku í fram- leiðslu og dreifingu en er í því. Um fimmtungur orkunotkunar og los- unar á Vesturlöndum er vegna matvæla. Hlutfallið er hærra í mörgum þróunarlöndum þótt minni orka sé notuð þar í landbúnaði. Já, landbúnaður losar víða meira kol en binst í honum sjálf- um. Þá er gengið á lífræn efni í jarðvegi. 20% af öllu gróð- urhúsalofti í heim- inum kemur frá land- búnaði, ótrúlegt nokk, en metan er 20 sinnum gróðurhúsvirkari en kol, en það myndast með ýmsum hætti í landbúnaði. Það er m.ö.o. gengið á lífrænar birgðir náttúrunnar. Fjöl- miðlar upplýsa næstum daglega hvað er að gerast í Norður-Afríku. Á Íslandi er uppblástur í gangi, en álitamál er hvort skógrækt nái að halda landinu í jafnvægi hvað losun snertir. Orkunotkun í íslenskum landbúnaði er mikil, olía, orkudýr áburður og ýmsir aðdrættir, en af- urðirnar skila bara broti af notaðri orku. Aðeins fáar tegundir mat- væla skila meiri orku en til fram- leiðslunnar er varið, en það er syk- urreyr í Mið- og Suður-Ameríku og nokkrar korntegundir svo og plöntuolíuframleiðsla í USA og víð- ar, en það er mismunandi frá ein- um stað til annars. Þar sem stund- aður er hjarðbúskapur er lítil orka notuð við eldi dýra, en á móti kem- ur oft rýrnun lands. Iðnaðarlosun Öllum iðnaðarvörum fylgir mikil losun. Ætli sé að renna upp sá tími þar sem allar vörur verði merktar með loseinkunn eða kannski tekin upp ný mynt, lostonn? Framleiðsla á einu tonni af steypustyrktarjárni kostar tvö lostonn og ef járnið er unnið í gæðajárn þá margfaldast losunin. Framleiðsla á einum bíl kostar mörg lostonn og kannski meira en árlega losun eins Íslend- ings. Við tökum þátt í iðn- aðarframleiðslu á áli og þá er los- un mikil vegna „brennslu“ kolaskauta en ekki má gleyma, að rafmagnið kostar líka losun, en álitamál er hvar losunin er talin verða og hvort hún á að vera á kostnað þess sem notar eða þess sem framleiðir. Með „íslenska ákvæðinu“ svokallaða fá Íslend- ingar nokkuð fríspil um losun vegna álframleiðslu. Menn skamm- ast út í USA fyrir mikla losun, en þau eru stærsta iðnaðarríki heims og framleiða auk þess mest mat- væli til útflutnings. Ef þau senda hveiti til Súdan er þá losunin þar eða hjá framleiðanda? Er það nokkur furða að USA dragi lappirnar á Balí? Og nú eru fyrirliggjandi upplýsingar um að Kína og Indland séu með áform um að byggja 800 ný kolaorkuver, en losun þeirra verður skelfileg. Það er bjálki í auga hatursmanna USA og þeir leggja allt á versta veg varðandi hlutverk þeirra í heimsviðskiptum og bíta sig í kreddufestu og hugmyndafræði um ábyrgð á losun. Það er aug- ljóst, að minnkun á losun í mörg- um iðnríkjum veikir þeirra sam- keppnisstöðu. Þess vegna er nauðsynlegt að finna sameig- inlegan grundvöll fyrir samstíga þrepum eða takti í minnkun los- unar án þess að eitt ríki hagnist óeðlilega á kostnað annarra. Og hvernig passar Kína inn í þetta dæmi? Þar er allt á fljúgandi ferð- inni og mikill orkuskortur fram- undan. Já, það er dýrt að vera til og engin framleiðsla eða neysla er án losunar, og ekkert atferli fólks yf- irleitt. Jónas Bjarnason skrifar um losunarheimildir » Líklegt er að verslaðverði með losunar- kvóta. Öll matvæla- og iðnaðarframleiðsla veld- ur losun. Með losunar- kvótum má stýra fisk- veiðum með línuívilnun. Jónas Bjarnason Höfundur er efnafræðingur. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 29 UMRÆÐAN Í NÓVEMBER árið 2006 voru 52 krossar reistir við Kögunarhól til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðarslysum á Suður- landsvegi, milli Reykjavíkur og Selfoss. Fjöldi fólks var við at- höfnina og hjálpaðist að við að reisa krossana. Í þeim hópi voru grunnskólabörn úr Hveragerði, bæjarfulltrúar, alþingismenn, ráð- herrar og fjölmargir aðrir. Hugmyndin að þessari athöfn var að hún mætti hafa þau áhrif, að vekja athygli á nauðsyn úrbóta og að vegurinn yrði tvöfaldaður en það væri stærsta skrefið til að minnka slysahættuna á veginum. Vinir Hellisheiðar sem grasrót- arsamtök höfðu þá gengið til liðs við Samstöðu um slysalaust Ís- land, sem eru regnhlífarsamtök fyrir áhugahópa sem vinna að slysavörnum í umferðinni. Fyr- irmyndina sækja þau til Suð- urnesja þar sem áhugahópur um örugga Reykjanesbraut hefur náð góðum árangri og barist fyrir tvö- földun Reykjanesbrautar, sem nú sér fyrir endann á. Skammtíma stöðvun framkvæmda þar sem nú stendur yfir er í skoðun hjá áhugahópnum svo tryggt sé að framkvæmdum ljúki á áætlun. Suðurnesjamenn fagna hins vegar því að baráttan um tvöföldun Suð- urlandsvegar sé að fara á fullt og heita því verkefni og tvöföldun Vesturlandsvegar að Borgarnesi, fullum stuðningi. Í dag, föstudaginn 28. desember kl. 14, munu 6 nýir krossar verða reistir við Kögunarhól við tákn- ræna athöfn, til að minnast þeirra sem látið hafa lífið síðan í nóv- ember 2006 á Suðurlandsvegi. Já, því miður er staðreyndin þessi, sem sýnir okkur enn og aftur að verk er að vinna og hve mikilvægt er að halda baráttunni áfram, því eitt slys verður alltaf einu of mik- ið. Á sama tíma, reyndar síðasta þrjú og hálft árið hefur enginn einstaklingur látið lífið á tvöfaldri Reykjanesbrautinni en voru því miður allt að sex á ári þar á und- an, sem samkvæmt tölfræðinni hefði getað þýtt 18-20 ein- staklingar á þessu tímabili. Skýr- ari samanburður á mikilvægi 2+2 vega er vandfundinn og hefur Samstaða nú auglýst á þessu ári sem nemur milljónum króna til að koma sínum skoðunum á framfæri. Það er stjórnvalda að fylgja eftir ákvörðun ráðherra um tvöföldun Suðurlandsvegar sem allra fyrst og stuðla þannig að fækkun slysa. Vegaframkvæmdir duga þó ekki einar sér því við öll berum ábyrgð í umferðinni og verðum að fara varlega. Við sama tækifæri munum við fyrir hönd Samstöðu og Vina Hellisheiðar heiðra eftirtalda aðila fyrir þeirra framlag: Lögregluna á Selfossi, sjúkraflutningamenn í Árnessýslu, Lögregluna í Reykja- vík, Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins, þyrlusveit Landhelgisgæsl- unnar, starfsfólk bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og Slökkvilið Hveragerðis. Kæru landsmenn, við skulum enn og aftur herða róðurinn og ná landi í baráttunni um 2+2 vegi út frá höfuðborginni til allra átta. Vilji ráðherra og þingmanna sem og annarra til fækkunar slysa dylst engum og baráttan heldur áfram. Fimmtán einstaklingar hafa látist í umferðinni á þessu ári sem er færra á einu ári en heilan áratug þar á undan, en 31 ein- staklingur lést í umferðinni á síð- asta ári. Látum árið í ár verða fyrsta skrefið í átt að slysalausri framtíð í umferðinni. Við skorum á alla að mæta við Kögunarhól kl. 14 í dag og sýna samstöðu og vilja til árangurs. Fyrir hönd Samstöðu – slysa- laus sýn. Baráttan fyrir 2+2 vegum og fækkun slysa heldur áfram Steinþór Jónsson og Hannes Kristmundsson skrifa um tvö- földun þjóðvega út frá höf- uðborginni » Vilji ráð-herra og þingmanna sem og ann- arra til fækk- unar slysa dylst engum og baráttan heldur áfram. Hannes Kristmundsson Steinþór Jónsson er hótelstjóri og bæjarfulltrúi en Hannes Krist- mundsson er garðyrkjumaður. Steinþór Jónsson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is VEÐUROFSINN sem dunið hefur á landsmönnum nú síðustu vikur ársins er slíkur að við sem komin erum á miðjan aldur þurfum að róta í minningum hugans til að muna annað eins. Þá er gott til þess að vita að ávallt er viðbúinn stór hópur sjálfboðaliða sem skipar hjálpar- og björgunarsveitir lands- ins. En eins og sagði í leiðara eins dagblaðanna fyrir jólin: „Þrátt fyrir að starfi þeirra sé fyrst og fremst haldið uppi með ótrúlega óeig- ingjörnu og fórnfúsu sjálfboðaliða- starfi þurfa björgunarsveitirnar líka beinharða peninga til ýmissa tækjakaupa. Þetta er ekki ódýr út- gerð.“ Við sem störfum í Hjálparsveit skáta í Reykjavík gerum það fyrst og fremst ánægjunnar vegna, en við finnum líka sterkt til ábyrgðar okkar. Samborgarar okkar treysta því að við séum ávallt á útkallsvakt. Ísland er land öfga, veður válynd, fjöll og firnindi á tíðum við- sjárverðar slóðir og villur margar. Til að geta sinnt skyldu okkar, hvort sem við erum kölluð á vett- vang, störfum í stjórnstöð eða sinn- um öðrum nauðsynlegum verkum þegar vá ber að dyrum, þurfum við að hafa rétta þjálfun til að geta tek- ist á við ólíkar aðstæður og metið þær rétt. Og við þurfum að reiða okkur á öflug farartæki, fjar- skiptabúnað og annað sem til þarf svo við getum brugðist skjótt og rétt við. Við vitum að allir landsmenn vilja eiga vel búnar hjálparsveitir. Það hafa þeir sýnt í verki í gegnum tíðina þegar þeir hafa tekið stefn- una á flugeldasölustaði hjálp- arsveitanna. Flugeldasalan er okk- ar stærsta tekjulind. Þegar himnaskreytingarnar ná hámarki á gamlárskvöld hlýnar okkur hjálp- arsveitarmönnum um hjartaræt- urnar, þá fáum við fullvissu þess að landar okkar kunna að meta störf okkar. Við sendum landsmönnum öllum, til sjávar og sveita, kveðju okkar og um leið þökkum við ómældan stuðning í gegnum árin. HELGI REYNISSON er í flugeldanefnd Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Ávallt á útkallsvakt Frá Helga Reynissyni Ein áskrift... ...mörg blöð Stórglæsileg tveggja herbergja íbúð við Krumma- hóla í Reykjavík. Eignin hefur fengið ærlega yfirhaln- ingu svo sem nýtt eldhús, bað og gólfefni svo eitt- hvað sé nefnt. Verð 16,9 millj. Guðmundur Sveinsson sölumaður Mikluborgar verður á staðnum. MIKLABORG KYNNIR OPIÐ HÚS MILLI KL. 17 OG 18 KRUMMAHÓLAR 2 m b l 9 5 2 6 8 2 F A S T E I G N A S A L A N MIKLABORG M E Ð Þ É R A L L A L E I Ð S . 5 6 9 7 0 0 0 w w w . m i k l a b o r g . i s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.