Morgunblaðið - 28.12.2007, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 28.12.2007, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þráinn Valdi-marsson fæddist á Ásólfsstöðum í Gnúpverjahreppi 9. janúar 1923. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 18. desember síðastliðinn. For- eldrar Þráins voru Valdimar Stefáns- son, múrari, f. 1.8. 1896, d. 25.4. 1988, og Guðrún Vil- hjálmsdóttir, hús- freyja, f. 13.2. 1901, d. 2.9. 1935. Systkini Þráins eru: Hörður, f. 9.2. 1925, d. 3.7. 2006, Vilhjálmur, f. 2.3. 1926, Stefán, f. 2.3. 1926, d. 3.7. 1927, Ásdís, f. 11.8. 1927, Erla, f. 26.10. 1929, Hrafnhildur, f. 12.2. 1931, Stefán Jóhann, f. 20.4. 1934, Sverrir, f. 3.5. 1935, d. 31.8. 1935, Haukur f. 3.5. 1935, d. 3.9. 1935. Þráinn kvæntist Elise Aare Jen- sen Valdimarsson snyrtisérfræð- ingi árið 1952. Hún lifir mann sinn. Elise fæddist í Danmörku 22. fræðaprófi. Þar var hann kjörinn til forystu meðal nemenda. Var hann m.a. formaður skólafélagsins í tvo vetur. Þráinn fór síðan til náms í eldri deild Samvinnuskól- ans veturinn 1946-1947 en hvarf frá námi eftir ágreining við skóla- stjórann, Jónas Jónsson frá Hriflu. Vorið 1947 gerðist Þráinn starfs- maður miðstjórnar Framsóknar- flokksins og starfaði hjá henni í tvö ár. Þá varð hann fyrsti fram- kvæmdastjóri flokksins og gegndi því starfi samfleytt í 34 ár. Þráni voru falin mörg trúnaðarstörf fyr- ir Framsóknarflokkinn. M.a. sat hann í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna 1948-1956, var varaformaður sambandsins 1948- 1952 og formaður 1952-1956. Þrá- inn var fulltrúi ungra framsóknar- manna í miðstjórn Framsóknar- flokksins 1950-1959. Hann sat í stjórn Byggingarsamvinnufélags Reykjavíkur 1963-1969 og var varamaður í Húsnæðismálastjórn 1966-1970 og aðalmaður 1970- 1984. Lengstum var hann varafor- maður stjórnarinnar en formaður í fjögur ár. Útför Þráins fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. nóvember 1921, dótt- ir hjónanna Ole Jen- sen, fógeta í Jyllinge, og konu hans Sigrid Sivertsen. Þau Elise og Þráinn eignuðust tvö börn, Örn örygg- isstjóra hjá Valitor, f. 2.5. 1953, giftur Helgu Hilmars- dóttur, f. 23.10. 1954, og Hildi iðjuþjálfa á Sóltúni, f. 18.5. 1956. Barnabörn Þráins eru fimm talsins og barnabarnabörn fjögur. Ársgamall fluttist Þráinn með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar og fluttu þau síðar til Reykjavíkur. Ungur að árum fór hann í vist til afa síns og ömmu, Vilhjálms Þor- steinssonar bónda og Vigdísar Gísladóttur húsfreyju í Meiri- Tungu í Holtum, Rangárvalla- sýslu, og ólst upp hjá þeim til tví- tugsaldurs. Þráinn stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Laugar- vatni 1943-46 og lauk þaðan gagn- Elsku afi. Það er sagt að maður þurfi að eiga til þess að geta misst, þig áttum við svo sannarlega á allan hátt og við telj- um okkur heppin að hafa fengið að njóta samveru þinnar í öll þessi ár. Birtan sem fylgdi þér hefur verið og verður áfram leiðarljós okkar sem höfum verið blessuð með nærveru þinni og mun það ljós ekki slökkna þó að þú sért kominn á betri stað. Við systkinin getum þulið upp endalaust af góðum minningum um tíma okkar saman en það sem lifir þó sterkast í okkur er hlátur þinn og kímni, stund- um finnst okkur við jafnvel heyra þig skella upp úr og samstundis verður til þessi sama hlýja sem þér fylgdi ævinlega innra með okkur. Það geta allir verið sammála um það, elsku afi, að þú hafðir þá hæfileika sem virðast gleymdir í ös nútímans, sem dæmi má nefna ólýsanlegt umburðarlyndi gagnvart hverju sem er, glaðlegt við- mót, hlýja framkomu þannig að öllum leið vel í návist þinni og síðast en ekki síst góðmennsku sem átti sér engin takmörk. Þú hefur aldrei átt óvini, og jafnvel þeir sem hafa verið á móti þér hafa örugglega á sama tíma verið með þér. Nú eigum við systkinin okk- ur þá ósk að fá að lifa nógu lengi til að endurgjalda þér á einhvern hátt óendanlega elskusemi þína sem þú gafst alltaf svo fús af þér og vonum við svo sannarlega að eiginleikar þín- ir renni um æðar okkar um komandi tíð. Það erum ekki bara við sem lítum upp til þín í þessum heimi og til þess að sýna þér hvað við eigum við eru hér orð sem eitt sinn voru um þig rit- uð og eiga svo vel við þig: Persónutöfrar hans og einstæður hæfileiki til þess að laða fólk að sér og kynnast því, glaðværð, vinsemd og nærgætni í senn gerðu það að verkum að öllum fannst þeir geta leitað til hans sem vinar. (Guðm. G. Þórarinsson) Elsku afi, það er ekki til nógu stórt blað til þess að rúma allar þær hugs- anir og minningar sem við eigum um þig svo við ákváðum að láta þig bara vita í bænum okkar um allt það sem við höfum að segja. Við erum stolt af því að hafa fengið að vera hluti af lífi þínu og kveðjum þig með því loforði að minning þín mun um aldur og ævi lifa í hugum okkar. Megi Guð varð- veita og veita ömmu styrk á þessum erfiðu tímum. Ástarkveðja og söknuður, þín barnabörn Elfa og Hilmar. Miðvikudagsmorguninn 19. des- ember ákvað ég að líta inn til karl- anna í kaffiklúbbnum á Aski. Það hef ég oft gert og haft ánægju af, enda umræður þar ætíð fjörugar. Þennan morgun var sæti Þráins Valdimars- sonar autt. Ég spurði hvort Þráinn væri ókominn. „Við vorum að fá þau skilaboð, að Þráinn hefði látist í gær,“ var svarið, sem ég fékk. Sjaldan hef- ur mér brugðið meir við slæm tíðindi. Það var þögull hópur, sem gekk frá borði þennan morgun. Þráinn var mikill örlagavaldur í mínu lífi. Það hófst haustið 1962. Þá deildu ungir framsóknarmenn hart um kjör formanns í félagi þeirra í Reykjavík. Seint um kvöld kom Þrá- inn til mín á Tjarnargötu 42 ásamt nokkrum ungum mönnum og til- kynnti mér að fallist hefði verið á þá tillögu hans að fela mér formennsku í félaginu. Ég hafnaði því, enda hafði ég ekki ætlað mér að gera stjórnmál að mínu lífsstarfi. Við ræddum málið góða stund af festu og fjöri og svo fór að ég féllst á að taka að mér for- Þráinn Valdimarsson ✝ Kristinn EnokGuðmundsson (Dengsi) fæddist á Klöpp við Brekku- stíg í Reykjavík 1. maí 1922. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ í Reykjavík 13. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Hjálmarsson vél- stjóri, fæddur að Sléttu í Sléttuh. N- Ís., 8. apríl 1889, d. í Reykjavík 11. ágúst 1964, og kona hans, Jóna Sigríður Guðjónsdóttir, fædd á Svarfhóli í Súðavík 11. júlí 1894, d. í Reykjavík 21. desember 1972. Systkini Kristins Enoks voru þrjú: Bróðir sammæðra, Kristján Karl Þórarinsson, f. 1913, d. 1990, Lára Ásgerður Guðmundsdóttir, f. 1917, d. 2002, og Guðrún Guð- munda Guðmundsdóttir, f. 1926. Hinn 5. apríl 1942 kvæntist Kristinn Enok Sigurrós Ingu H. Gunnarsdóttur, f. 2. september 1922, d. 7. mars 1989. Foreldrar hennar voru Gunnar Stefánsson, f. 22. apríl 1900, d. 4. desember 1973, og kona hans, Ásthildur S. Hann- esdóttir, f. 25. júlí 1903, d. 22. jan- úar 1971. Börn Kristins og Ingu eru: 1) Guðmundur Hanning, f. 5. desem- ber 1941, kvæntur Eyrúnu Þor- steinsdóttur, f. 1945. Þeirra börn Axel Örn Bragason. c) Jón, f. 1979, sambýliskona Aðalheiður Davíðs- dóttir. d) Aníta Rós, f. 1990. 6) Ing- ólfur, f. 4. júní 1958, sambýliskona hans er Jóhanna Ellen Valgeirs- dóttir, f. 1958. Dóttir Ingólfs og Sæunnar Erlingsdóttur er Rakel, f. 1986, sambýlismaður hennar er Styrmir Þór Einarsson. Sonur Ing- ólfs og Jóhönnu Ellenar er Valgeir Enok, f. 1993. 7) Anna Guðrún, f. 29. febrúar 1964, gift Jóhanni Snorra Jóhannessyni, f. 1961. Þeirra börn eru: a) Haukur, f. 1986. b) Inga Sara, f. 1989. 8) Lilja Björk, f. 29. febrúar 1964, d. 29. febrúar 1964. Barnabarnabörn Kristins og Ingu eru tuttugu og níu. Kristinn ólst upp í Reykjavík en dvaldi í sveit á sumrin, var m.a. í Flatey á Breiðafirði, í Eyrardal og á Svarfhóli í Álftafirði. Hóf ungur störf hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur og starfaði þar samfleytt í fimmtíu og tvö ár sem línumaður. Einnig hafði hann umsjón með Fé- lagsheimili Rafmagnsveitunnar við Elliðaár til margra ára. Auk sinna föstu starfa hafði hann einnig með höndum dyravörslu í Trípólí- og Tónabíói um árabil og ók leigubíl- um og rútum í afleysingum. Krist- inn og Inga bjuggu um ellefu ára skeið á Seltjarnarnesi, á þeim ár- um átti Kristinn trillubát og reri til fiskjar úr Bakkavör. Þau fluttust síðan í Sólheima 40 og bjuggu þar til ársins 1989 þegar Inga dó eftir erfið veikindi. Síðustu ár ævi sinn- ar bjó hann á Lindargötu 66 og 59 en var nýfluttur á Skógarbæ þegar hann lést. Útför Kristins Enoks fórr fram frá Langholtskirkju í gær, 27. des- ember. eru: Högni, f. 1970, sambýliskona Linda Björk Bjarnadóttir. b) Kristinn Hörður, f.1972, kvæntur Lilju Björk Jónsdóttur. c) Arnþór, f. 1974, kvæntur Ingveldi K. Ragnarsdóttur. 2) Gunnar Reynir, f. 23. maí 1944, dó af slys- förum 19. maí 1947. 3) Magnús Birgir, f. 2. nóvember 1945, kvæntist Jónfríði Loftsdóttur, f. 1949, þau skildu. Dóttir Magnúsar og Ei- ríku Ingu Þórðardóttur er Sigríður Þóra, f. 1965, sambýlismaður Hans Steinar Bjarnason. Börn Magnúsar og Jónfríðar eru: a) Kristinn, f. 1967. b) Loftur, f. 1970, sambýlis- kona Birna Óskarsdóttir. c) Berg- lind, f.1974. d) Sigurrós Hanna, f. 1981. 4) Sigrún Ásta, f.17. júní 1951, gift Ragnari Wiencke, f. 1950. Þeirra börn eru: a) Gunnar, f. 1973, kvæntur Guðrúnu Eygló Bergþórsdóttur. b) Elsa Rós, f. 1976. c) Bernhard, f. 1981, kvænt- ur Birnu Ýr Jónsdóttur. d) Inga Hanna, f. 1985. 5) Sigurður, f. 19. júlí 1954, kvæntur Önnu Jóns- dóttur, f. 1954. Sonur Sigurðar og Sigrúnar Magnúsdóttur er Magn- ús, f. 1971. Börn Sigurðar og Önnu eru: a) Kristjana Lilja, f. 1973, gift Skúla Bergmann Skúlasyni. b) Elva Björk, f. 1974, sambýlismaður Dengsa, eins og hann var jafnan nefndur meðal okkar vinnufélaga, kynntist ég á unglingsárum mínum þegar ég hóf störf hjá Rafmagnsveit- unni sálugu. Dengsi byrjaði störf hjá fyrirtækinu 1943 og starfaði þar næstu 50 árin, fyrst í Jarðstrengja- deild við tengingar, en færðist síðar yfir í Loftlínudeild. Einnig starfaði hann við kerfisvakt og var vaktmaður þar til starfstíma hans lauk. Dengsi var minnisstæður maður, góður vinnufélagi sem var hvers manns hugljúfi með sterka útgeislun og það var stutt í brosið. Það var því vandalaust að stofna til kynna við hann. Veturinn 1952 er talinn einn sá erfiðasti sem gekk yfir landið og var þá mest tjón á raflínu síðan rafvæðing hófst hér á landi. Dengsi var þá bif- reiðastjóri og línumaður í Loftlínu- flokki hjá Gunnari Stefánssyni, tengdaföður sínum, þegar þetta tjónaveður skall á. Dengsi minntist þessara tíma á eft- irfarandi hátt: Eftir að við höfðum lokið viðgerð á Sogslínu 1 og Reykja- línu störfuðum við á daginn í Kópa- vogi og bæjarkerfi Reykjavíkur, en í Vífilsstaðalínu var oftast unnið við að strekkja línur á þá staura sem menn Þórarins Péturs höfðu þá reist og menn úr flokki Einars Guðnasonar verkstjóra höfðu grafið fyrir. Það var langur vinnutími hjá öllum, en aldrei heyrði ég menn kvarta, þó vinnan væri erfið og veðrið slæmt. Verst var með alla aðdrætti því snjór var mikill og erfitt að koma þungum tækjum nærri. Það varð því oft að draga á sleðum og á sjálfum sér áhöld og efni. Í þessu fárviðri brotnuðu um 30 staurar í Vífilsstaðalínu, en frá þeirri línu fékk þá Kópavogsbyggð raf- magn. Þar var ástandið alvarlegast, því ekki tókst að koma rafmagni á fyrr en eftir 6 sólarhringa. Fólk með ungabörn varð að flýja á náðir ætt- inga sem bjuggu á höfuðborgarsvæð- inu og dæmi voru um að miðstöðv- arofnar spryngju. Sjálfsagt hefur engan grunað hvað framundan var næstu daga, því segja má að það hafi verið sannkölluð mar- tröð. Í tvær vikur var margur starfs- maðurinn sem ekki fór úr vinnufötum sínum, menn pokuðu í bílunum þegar svefnleysi var að yfirbuga þá, ein- staka fóru heim í smá tíma til að sofa og safna vinnuþreki. Hjálpsemi Dengsa og greiðasemi var einstök eins og eftirfarandi dæmi sannar. Nokkru eftir að Dengsi lauk störfum bjó hann í nokkur ár á Lind- argötu þar sem margir aldraðir búa. Að sögn þeirra sem best til þekkja þar var Dengsi nærgætinn og hjálp- samur við íbúana sem oft vanhagaði um ýmis viðvik sem hann leysti fyrir þá. Það sama var ef alvarleg veikindi komu upp hjá þeim, þá var Dengsi oft fyrsti maður á vettvang til að rétta hjálparhönd. Hans er því sárt saknað af íbúum húsanna við Lindargötu. Dengsi var líka mjög virkur í starfi aldraðra og veitti það honum mikla lífsfyllingu á seinni árum. Við vinir hans og samstarfsmenn munum minnast hans með þökk og virðingu. Guðmundur K. Egilsson. Elsku pabbi minn. Margar minn- ingar koma upp í hugann er ég sit hér og skrifa nokkur minningarorð um þig. Ég á þér svo margt að þakka. Allt- af varst þú til staðar fyrir mig og mína fjölskyldu. Stóðst þig svo vel í móður- og föðurhlutverkinu, varst bæði afi og amma. Ég gleymi ekki þegar Haukur fæddist og þú og mamma komuð með litlu mokkaskóna,þú varst svo monnt- inn af litla stráknum. Eftir að mamma dó gerðist svo margt, erfiðir tímar og líka skemmtilegir tímar. Við stóðum saman í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Þú fluttir úr Sólheimunum í Nökkvavoginn, þar áttum við góða vini, Guggu og Stebba. Og þá fæddist Inga Sara. Ekki vantaði heimsóknirn- ar, þú komst á hverjum degi, og ég þurfti á því að halda var að vinna mig út úr sorginni að missa mömmu. Síðan fluttir þú á Lindargötu 66. Þú varst svo ánægður með fallegu íbúðina þína. Á þessari jólahátíð er svo tómlegt án þín. En áramótin eru eftir og það er erfiðasti tíminn því þú varst alltaf van- ur að vera með okkur á gamlaárs- kvöld. Ég veit samt að þú ert hjá mömmu núna og þangað hefur þíg langað að fara svo lengi. Minningnar um þig eru svo margar að hægt væri að gefa þær út í bók í mörgum bind- um. Alltaf varst þú tilbúinn að hjálpa öllum. Máttir ekkert aumt sjá. Stutt var í glens og gaman hjá þér. Vildir alltaf sjá björtu hliðarnar á öllu. Þú sagðir svo oft við mig, Anna mín, þú veist að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Þú getur allt ef þú ert bara nógu ákveðin. Og ég veit að þetta var gott veganesti, ég held að ég sé sú ákveðnasta af okkur systkinunum. Margar voru ferðirnar í sumarbústaði yfir sumartímann og Haukur og Inga Sara eiga margar góðar minningar frá þessum ferðum bæði í Húsafelli og annarstaðar. Þau gleyma ekki þegar ísbíllinn kom og afi keypti allar sortir af öllu, bæði ís og pizzur. Þá var sann- kölluð hátíð í bæ. Og eftirminnilegast af öllu var þó þegar Snorri fékk þig í sundlaugina í Húsafelli, þú ósyndur maðurinn, það fannst mér frábært og á ég margar myndir af því. Ég vil þakkar þér fyrir hvað þú varst alltaf tilbúinn að flytja heim til okkar og vera hjá börnunum okkar þegar við vildum skreppa ein til út- landa. Og eiga þau margar góðar minningar frá þeim tíma. Eitt sinn voru þau hjá þér á Lindargötunni og gistu yfir nótt, þá var farið og þú verslaðir 10 ostborgarar til að hafa í alla mata. Oft og iðulega fóru þið í Kolaportið og fenguð ykkur hákarls- bita og harðfisk. Og svo var eitthvað keypt af sælgæti. Alltaf mættir þú í skólann þeirra á allt sem í boði var fyrir aðstandendur barnanna. Já, pabbi minn þú stóðst þig vel. Þú varst mikill dansari og elskaðir að fara að dansa á sunnudagskvöldum með eldri borgurum. Þar hittir þú svo marga og áttir marga góða dans- félaga. Þú elskaðir harmonikkutónlist og varst duglegur að ferðast með vin- um þínum, Gumma og Þóri, og Harm- onikifélaginu. Alla ævi varst þú duglegur að vinna. Fimmtíu og tvö ár hjá sama fyrirtækinu. Alltaf stundvís, alltaf að vinna aukavinnu hér og þar. Félags- heimili Rafveitunnar við Elliðaár var húsið okkar. Þú varst mikið þar og við mamma vorum í frágangi og þrifum. Já, flestar veislur fjölskyldunnar hafa verið haldnar þar. Síðasta veislan okk- ar var haldin þar 1. maí 2007 á 85 ára afmælinu þínu. Höfðum við lítinn tíma til að undirbúa veisluna og var fjöl- skyldan svo samhent að gera þennan dag sem eftirminnilegastan fyrir þig. Á Lindargötu 66 áttir þú margar minningar og varst þú duglegur að sendast fyrir alla sem ekki gátu farið sjálfir ferða sinna, og hjálpaðir starfs- fólki húsins við hin ýmsu störf svo og bingó og félagsvist. Þú kepptir í botsia og hafðir gaman af. Þú varst mikil fé- lagsvera og áttir erfitt með að vera einn, en varst duglegur að finna þér félagsskap hér og þar. Þú varst mikill Framari og varst duglegur að hvetja þína menn. Þú varst Fáksmaður og áttir skemmtilega klára. Eftir að þú lentir í slysinu og sjónin fór að versna áttir þú góðan vin sem vildi launa þér greiðsemina gegnum árin, það var hún Kristjana. Kona sem var sko vinur vina sinna, hellti upp á kaffi á hverju kvöldi og var alltaf til staðar til hjálpa þér og aðstoða okkur, hún var bakvaktin mín. Og vil ég þakka henni alla hjálpina án hennar hefði þú ekki getað verið svona lengi heima. Elsku pabbi minn, nú kveð ég þig, bið Guð um að blessa minningu þína og bið hann um að gefa okkur öll- um sem eftir lifa styrk og ljós í fram- tíðinni. Ég gleymi ekki síðustu orð- unum sem þú sagðir við mig áður en ég kvaddi þig síðasta kvöldið sem þú lifðir, og ég Þakka guði fyrir að hafa leyft mér að hátta þig og bursta í síð- asta sinn. Ég vil enda þetta á orðum þínum: Mamma er það besta sem þú átt. Og það er satt, en þú ert líka bestur! Ég elska þig. Þín dóttir, Anna Guðrún. Kristinn Enok Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.