Morgunblaðið - 28.12.2007, Side 37

Morgunblaðið - 28.12.2007, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 37 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Almanak Þjóðvinafélagsins 2008 Höfundar: Þorsteinn Sæmundsson og Heimir Þorleifsson. Í Almanakinu er m.a. að finna upplýsingar um gang himintungla, messur kirkjuársins og sjávarföll. Í Árbókinni er t.d. fjallað um árferði, atvinnuvegi, stjórnmál, kosningaúrslit og verklegar fram- kvæmdir. Fjöldi mynda er í ritinu. Fæst í bókaverslunum um land allt. Heilsa Lr- kúrinn er tær snilld Léttist um 22 kg á 6 mán. Þú kemst í jafnvægi, sefur betur, aukin orka og grennist í leiðinni. www.dietkur.is/Dóra 869-2024 Húsnæði í boði 2 herb. íbúð í 101 Reykjavík Mjög góð 2 herb., 64 fm. íbúð til leigu á besta stað í 101 Rvk. Leiga 120 þúsund á mánuði, tveir mánuðir fyrir- fram. Uppl. í síma 864 4827. Sumarhús Til sölu sumahús Falleg sumarhús til sölu. Upplýsingar í síma 899 9667. Sumarhús - orlofshús . Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið PMC silfurleir Búið til módelskartgripi úr silfri - Til- valin jólagjöf, falleg gjafakort í öskju. Skráning hafin fyrir janúar og febrúar. Uppl. í síma 695 0495. www.listnam.is Til sölu Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 19 87 - 2007 M bl 9 41 83 7 Pipar og salt 20 ára Elsenham Ómissandi með jólamatnum Cranberry sósa Góð með villibráð og kalkún Myntuhlaup Gott með lambakjöti Cumberland sósa Góð með paté og kæfu Piparrótarsósa Góð með roast beef og reyktum laxi Þjónusta Raflagnir og dyrasímaþjónusta Setjum upp dyrasímakerfi og gerum við eldri kerfi Nýlagnir og endurnýjun raflagna. Gerum verðtilboð Rafneisti sími 896 6025 lögg. rafverktaki • www.rafneisti.is Ýmislegt SANDBLÁSTUR Góð áferð eftir granít-og glersand Sandblástur og pólýhúðun á felgum Sérhæfing í bílhlutum og stærri ein. Glerblástur á ryðfríu stáli o.fl., o.fl. HK-Sandblástur - Helluhrauni 6 Hafnarfirði Sími 555-6005 Mjög vel fylltur og flottur í ABC skálum á kr. 2.350,- buxur í stíl á kr. 1.250,- Flott snið í BCD skálum á kr. 2.350,- buxur í stíl á kr. 1.250,- Mjúkur, samt haldgóður og fer vel í CDEF skálum á kr. 2.350,- buxur í stíl á kr. 1.250,-” VMisty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán-fös 10-18, lau 10-14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is. Jeppar Nissan Patrol Elegance 2000, 35'' Árg. 2000, leður, ek 120 þkm, sj.sk, 35'' breyting. Ávallt þjónað af Toppi hf, Verð 1.990, Uppl: 8979812 Smáauglýsingar sími 569 1100 Smáauglýsingar sími 569 1100 Smáauglýsingar sími 569 1100 mennskuna í eitt ár. Þar með var ten- ingunum kastað. Það gerði Þráinn Valdimarsson. Þráinn varð framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins árið 1949. Þá var faðir minn formaður. Þráinn gegndi starfi framkvæmdastjóra til ársins 1983. Síðustu árin var ég for- maður flokksins. Samstarf okkar var þó langtum lengra, raunar allt frá árinu 1962 og sérstaklega náið árin, sem ég gegndi starfi ritara. Samstarf okkar var allt með miklum ágætum. Þráinn var einhver sá traustasti mað- ur, sem ég hef kynnst. Hann var afar víðsýnn og úrræðagóður, var ákveð- inn en þó sveigjanlegur, ef þurfti. Hann þekkti ótrúlegan fjölda einstak- linga um land allt, og allir virtust þeir vera hans kunningjar. Það kom sér oft vel. Ég, og raunar framsóknar- menn allir, eigum Þráni mjög mikið að þakka. Þráinn á með réttu skilið þau eftirmæli, sem mér þykja best: Hann var drengur góður. Um störf Þráins fyrir Framsókn- arflokkinn mætti rita langt mál. Það verður ekki gert hér. Þau störf voru öll með miklum ágætum. Fyrir það er þakkað. Ég minnist einnig með ánægju samverustundanna á golfvell- inum síðustu árin. Þráinn var ekki síðri félagi í leik en starfi. Með þess- um fátæklegu orðum kveð ég minn ágæta vin og samstarfsmann, Þráin Valdimarsson, og þakka frábær kynni. Við Edda vottum eiginkonu Þráins, Elise, börnum þeirra og afkomendum okkar dýpstu samúð. Steingrímur Hermannsson. Þráinn Valdimarsson var einn þeirra manna sem ég hef metið mest allra þeirra sem ég hef kynnst á lífs- leiðinni. Hann var heiðarlegur og gegnheill, orðvar var hann og umtals- góður um alla menn. Þung orð í garð einhvers féllu aldrei, nema ef sá hinn sami sem átti þau skilið að hans mati sæti fyrir framan hann og Þráinn teldi sér skylt að vanda um orð eða at- hafnir viðkomandi manns. Þá var tek- ist á af hreinskilni og gert út um mál- in. Þráinn var hreinn í lund, lífsglaður maður og hafði unun af að umgangast fólk og kynnast því. Ég var strákur að aldri þegar kynni okkar hófust. Vin- átta Þráins við föður minn færðist yf- ir til mín og ekki spillti að í gegnum móður mína vorum við frændur. Þrá- inn var alinn upp hjá afa sínum og ömmu austur í Holtum. Þar drakk hann í sig hugsjónir ungmennafélags- og samvinnuhreyfingar á miklum um- brotatímum í íslensku þjóðfélagi. Hann fór til náms í Héraðsskólanum að Laugarvatni og síðar í Samvinnu- skóla Jónasar frá Hriflu. Þráinn varð strax foringi í hópi ungs fólks og fór fyrir skólafélagi Samvinnuskólans. Þar lenti þeim saman, honum og Jónasi með þeim af- leiðingum að Þráinn hætti námi. Þrátt fyrir þetta, sem sýnir hvern mann Þráinn hefur haft að geyma, og öll átökin í Framsóknarflokknum bar hann Jónasi alltaf vel söguna og gerði hlut hans stóran. Hann taldi eins og menn eru nú sammála um að Jónas hefði verið mikilhæfur forystumaður og einstakur kennari. Það má kannski rekja sögulegar sættir við Jónas síðar í Framsóknarflokknum ekki síst til viðhorfa Þráins í hans garð. Þráinn gekkst hins vegar Her- manni Jónassyni og Eysteini Jóns- syni á hönd og varð farsæll og mik- ilvirkur framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins í 35 ár. Þráinn er einn áhrifamesti einstaklingur í ís- lenskum stjórnmálum síðustu aldar. Hann starfar með fjórum formönnum Framsóknarflokksins sem fram- kvæmdastjóri, er potturinn og pann- an í margri ákvarðanatöku flokksins og ekki síður ríkisstjórna þess tíma í sókn og sigrum Íslendinga. Fórnfýsi, félagslyndi og lífsgleði Þráins varð rómuð um allt land. Heimili hans og flokksskrifstofan stóðu öllum opin. Þar reyndi hann að leysa hvers manns vandræði. Hann var mikill mannasættir. Í deilum og átökum var hann fundvís á lausnir. Þar komu eiginleikar hans að góðum notum, að segja satt og bera öllum vel söguna og falla aldrei í þá freistni að ástunda það að taka undir illt umtal um samferðamenn sína. Þráinn var næmur og laðaði ungt fólk að flokkn- um, kunni að ala upp og leiðbeina ungur fólki. Því er það svo að í áratugi þjálfaði hann upp og lagði lið mörgum bestu félagsmálamönnum þjóðarinn- ar. Þráinn var mikill og góður funda- maður, ræðumaður í fremstu röð, hlýr í viðmóti og glæsimenni sem leiftraði af. Bestur þótti mér hann þegar honum hitnaði í hamsi í hita leiksins. Á góðri stundu var hann söngmaður sem lífgaði upp á sam- kvæmið, glettinn og gamansamur, góð eftirherma og fundvís á það sem gladdi menn og létti lundina. Þráinn naut ævinnar, var bæði golf- og sundmaður. Enn fremur hitti hann dag hvern sína öldungadeild í morgunkaffi á Veitingastaðnum Aski. Ég naut þess að koma öðru hvoru til félaganna og fékk þar áheyrn og gagnrýni hjá þeim köpp- um. Þráinn vissi að lífssól hans var að hníga til viðar, ævikvöldið roðað þakklæti og virðingu samferðamanna úr röðum allra stjórnmálaflokka. Mest eigum við Framsóknarmenn honum þó að þakka. Flokknum og fé- lagsmönnum hans var hann einstak- ur og þegar horft er yfir hans langa starfsferil var hann maðurinn sem smurði og hélt utan um mótorvélina á miklu aflaskipi Framsóknarflokksins sem fagnaði bæði sókn og sigrum á því tímabili sem Þráinn var fram- kvæmdastjóri. Í anda Þráins með heilindi hans og trygglyndi að leiðarljósi munum við Framsóknarmenn safna liðinu saman og endurreisa stefnufastan og einarð- an flokk á ný. Ég vil að leiðarlokum þakka Þráni Valdimarssyni fyrir hans mikilhæfa starf í þágu Fram- sóknarflokksins en ekki síður hvað hann var hverjum og einum fé- lagsmanni trúr og ráðagóður vinur. Eiginkonu og fjölskyldunni allri sendum við Framsóknarmenn inni- legar samúðarkveðjur. Góður og mikilhæfur maður er genginn á vit feðra sinna. Blessuð sé minning hans. Guðni Ágústsson. Mánuðirnir í aðdraganda tvennra kosninga, bæði til sveitarstjórna og Alþingis árið 1974, voru spennandi tímar í íslenskri pólitík. Margt var rætt og mikið deilt víða í samfélaginu, bæði á vinnustöðum og annars staðar, þar sem fólk kom sam- an. Ég var þá ungur kennari í ís- lenskri sveit umkringdur góðu fólki og ólýsanlegri fegurð: Við undum hag okkar vel og ekki stóð annað til, en að setjast að á þessum góða stað. Við fórum til Reykjavíkur snemma vors, en þá lokuðu skólar í sveitum fyrr en nú, svo börn gætu létt undir við sauð- burð. Ég var mjög spenntur vegna hit- ans í pólitíkinni og fór nánast á fyrsta degi eftir að ég kom í bæinn vestur á Hringbraut til að bjóða mig fram sem sjálfboðaliða til starfa fyrir Fram- sóknarflokkinn. Ég hitti fyrir glað- legan, laglegan og hlýjan mann sem kynnti sig sem Þráin Valdimarsson. Hann var fljótur að fá mér verk að vinna og unnum við saman ásamt mörgu góðu fólki að undirbúningi tvennra kosninga: Meðal samstarfs- manna okkar voru Sigurður Haralds- son frá Akureyri og Guðmundur Tryggvason, oft kenndur við Kolla- fjörð, en þeir eru báðir látnir, Sig- urður langt um aldur fram. Þráinn fór þess síðan á leit við mig að ég ynni einhverjar vikur eftir kosningar við ýmis verkefni og var það auðsótt mál. Skömmu síðar bauð hann mér fast starf hjá flokknum, sem ég þáði. Við þetta breyttust allar mínar framtíðaráætlanir og í stað þess að verða kennari í kyrrlátri sveit, hef ég eytt ævinni í skarkala borgarlífsins og spennunni sem ein- kennir pólitíkina. Á erfiðum stundum hef ég stundum velt því fyrir mér hvort þessi ákvörðun hafi verið rétt, en kemst raunar alltaf að þeirri nið- urstöðu að samferðin og samveran með mörgu því merkisfólki úr öllum flokkum sem ég hef hitt í gegnum stjórnmálin sé tvímælalaust svo rík og gefandi reynsla að ég megi prísa mig sælan fyrir tækifærið sem Þrá- inn Valdimarsson gaf mér í júnímán- uði 1974 . Raunar vildi svo skemmtilega til að konan mín, Þrúður Helgadóttir, sem er af sama blettinum í Holtunum og Þráinn, hafði ásamt systur sinni unn- ið í kosningum fyrir Þráin þegar þær voru táningar. Með okkur Þráni tókst ævilöng vinátta sem byggðist á örlæti og góð- semi hans, en ég var þakklátur þiggj- andi. Hann var minn besti kennari til allra hluta, bæði um stjórnmál og annað. Hann var snillingur í mann- legum samskiptum og þótti öllum gaman að heimsækja hann og var flokksskrifstofan eins og umferðar- miðstöð á köflum, gestir og gangandi komu og fóru allan daginn. Hans snilli fólst auðvitað í því að honum þótti vænt um fólk og hafði einlægan áhuga á hlutskipti þess. Þessi fölskvalausa velvild og áhugi ollu því að hann varð vinsæll maður og vina- margur: Hann lét mig oft njóta þess að vera með á fundum með áhuga- verðum gestum og var það ómetan- legt veganesti fyrir lífið, því margt af þessu fólki var svo merkilegt að það var mannbætandi að vera í fé- lagsskap við það. Við Þráinn unnum saman um langa hríð og bar aldrei skugga á okkar samstarf. Hann var geðgóður og skemmti- legur og sögumaður með afbrigðum og vinnan því ánægja fremur en kvöð. Sjaldgæft var að við værum ósam- mála, en það kom þó fyrir, en því tók hann vel og erfði ekki. Þráinn Valdimarsson var áhrifa- meiri íslenskum stjórnmálum en flestir vita. Flokkurinn var oftast í ríkisstjórn og engum ráðum var ráðið án Þráins, svo mikið er víst. Forystumenn flokksins voru oftast í daglegu sambandi við hann vegna ýmissa mála og vissu sem var að Þrá- inn var óskeikull áttaviti í öllu sem flokkinn varðar. Samband okkar varð slitrótt eftir að hann hætti störfum fyrir flokkinn, en við töluðum saman endrum og sinnum. Síðast hrindi ég í hann fyrir mánuði síðan. Þá var hann hress og kátur en slæmur í baki. Söm var þá hlýjan og vinsemdin í minn garð og alltaf áður. Ég er þakklátur fyrir að hafa feng- ið að ganga spöl af lífsgöngunni með afbragðsmanninum Þráni Valdimars- syni. Ég þakkaði aldrei sem skyldi vináttu hans og velvild en segi á þess- ari kveðjustund að fáum hafi ég átt ég meira að þakka. Konu hans, börnum og aðstand- endum öllum bið ég Guðs blessunar. Atli Ásmundsson.  Fleiri minningargreinar um Þráin Valdimarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.