Vikublaðið - 24.02.1997, Blaðsíða 2
2
IDíJjMMI)
24. febrúar 1997
Útgefandi
Tilsjá ehf. Ritstjóri og ábm.: Friðrik Þór Guðmundsson Blaðamenn: Arndís Þorgeirsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson og Róbert Marshall
n Hönnun, umbrot og ljósm.: Ólafur Þórðarson Markaðsstjóri: Helena Jónsdóttir
Próförk: Arndís Þorgeirsdóttir
1 Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar
Laugavegi 3 (4. hæð), 101 Reykjavík
m m' Sími: 552-8655. Fax: 551-7599
5 Netfang: vikubl@tv.is
Markaðsvæðing
einkarekstursins
Nú fyrir helgi gengu ófáir forstjórar og frammámenn í stjórnarflokkunum
hnarreistir um í Perlunni með einkavæðingarheit á vörum. Haldin var
ráðstefna og heiðursgestur hennar var Václav Klaus, forsætisráðherra
Tékklands, merkur þjóðarleiðtogi.
Allir hugsandi menn eru sammála því að ríkið eigi að draga sig út úr
rekstri þar sem það á ekki lengur heima. Margir hafa áhuga á því að
þetta sé framkvæmt af skynsemi og þannig að hagsmunir skattborgar-
anna séu tryggðir. En leiðtogar Sjálfstæðisflokksins hafa eingöngu
áhuga á því að koma ríkisfyrirtækjum og hlutabréfum ríkisins í hendur
einkavinanna í Kolkrabbanum. Á meðan Klaus framkvæmir markaðs-
væðingu í sátt og með samkomulagi við alþýðu manna framkvæmir
Davíð Oddsson einkavinavæðingu í blóra við hagsmuni alþýðunnar. Á
sama tíma og Klaus lætur almenna borgara fá ávísun á eignir til að ráð-
stafa að vild lætur Davíð útvalda forstjóra og sægreifa hirða eignir og
auðlindir landsmanna.
Á íslandi er til brýnni þörf en á stórfelldri einkavæðingu. Hér er þörfin
mest á markaðsvæðingu einkarekstursins. Hér á landi ríkir nefnilega
ekki eðlilegur samkeppniskapítalismi. Hér einkennist markaðurinn eink-
um af einokun og fákeppni.
í vestrænum ríkjum er löggjöf um samkeppni, einokun og hringamyndun
með þeim hætti að markaðsráðandi staða fyrirtækja á borð við Eimskip
og Flugleiðir væri bönnuð. Samkeppnisstofnanir í vestrænum ríkjum
væru búnar að taka þessi fyrirtæki og búta þau í sundur. Það væri búið
að úrskurða að fákeppni olíufélaganna og tryggingafélaganna bryti í
bága við lög. Það væri búið að úrskurða hið sama um samþjöppun eign-
arhalds á fjölmiðlum og í tónlistarútgáfu. Enn má nefna að líkast til hefði
Hagkaup verið bannað að gleypa Bónus og Flugleiðum að gleypa
Ferðaskrifstofu íslands.
í Tékklandi fékk alþýða manna eignavottorð eða nokkurs konar hlunn-
indabréf í hendur til að ráðstafa að vild. Á íslandi felst einkavæðingin í
því að afhenda Kolkrabbanum og sægreifaveldinu almenningseignir á
silfurfati til frjálsrar ráðstöfunar á vernduðum fákeppnisvarkaði. Hinir
svokölluðu frjálshyggjumenn í Sjálfstæðisflokknum gætu margt lært af
forsætisráðherra Tékklands. Ef þeir hefðu áhuga á þvi.
Hinn langi vinnutími
Fólagsmálaráðherra hefur loks skilað af sér skýrslu sem Margrét Frí-
mannsdóttir bað um á fyrstu dögum þingsins í haust, skýrslu um afleið-
ingar langs vinnutíma. Ekki er um merkilega ritsmíð að ræða. Einhvern
veginn virðist allt vera afstætt, umdeilanlegt eða ómælanlegt þegar
spurt er um hvað óhemju langur vinnutími hefur í för með sér. Að hætti
skriffinna er komist að þeirri niðurstöðu að það skorti gögn um raunveru-
legan vinnutíma - sem er með ólíkindum. Skýrslan ber einnig með sér
að nú sem fyrr skoði menn helst afkomu fyrirtækja, framleiðni og lengd
kaffi- og matartíma þegar sú einfalda ósk er borin upp að vinnutími lang-
þreyttra launamanna styttist án þess að laun skerðist.
Skýrsluhöfundar vísa frá sér mikilvægum spurningum eins og um áhrif
langs vinnutíma á fjölskyldulíf. Þeir segja að það kosti of mikinn pening
að taka saman almennilega skýrslu. Staðreyndin er hins vegar sú að
stjórnvöld hafa engan áhuga á því að kanna málið.
Allt frá því kvótakerfi var tekið upp
við stjóm fiskveiða hefur stjómmála-
flokkunum gengið illa að setja fram
stefnu sem svarar þeirri miklu gagn-
rýni sem komið hefur fram á kerfið.
Eitt helsta vandamálið varðandi
kvótakerfíð er hvernig tryggja megi
eignarhald þjóðarinnar á fisknum í
sjónum, sem annars er bundinn við
skip og eigendur þeirra. Þá hefur
framsal útgerðarmanna á kvótanum
leitt til mikils óöryggis í sjávarútvegs-
byggðum landsins og mikillar eignar-
tilfærslu sem fært hefur fámennum
hópi manna mikinn auð.
Þegar ríkið ræðst í stórar fram-
kvæmdir þykir sjálfsagt að þær séu
boðnar út á almennum markaði og
þegar framkvæmdimar eru mjög stór-
ar verður að bjóða þær út á öllu
evrópska efnahagssvæðinu. Ekkert út-
boð á sér hins vegar stað þegar stærs-
ta framkvæmd ríkisins á í hlut, það er
þegar færa á sameign þjóðarinnar,
fiskinn í sjónum, að landi.
Eignarhald staðfest
Utboð ríkisins á fiskveiðiheimild-
um hefur ýmsa kosti. Með útboði er
eignarhald þjóðarinnar á fisknum,
sem kveðið er á um í 1. grein fisk-
veiðistjómunarlaganna, tryggt. Það
má hugsa sér að veiðiheimildir séu
boðnar út til fjögurra ára í senn en
ekkert eitt útgerðarfyrirtæki geti boð-
ið í meira en tiltekinn hundraðshluta
af heildarveiðiheimildum. Annar
kostur við útboðskerfið er að með þvf
væru möguleikar þeirra sem ekki
komast með góðu móti yfir veiði-
heimildir í dag auknir. En í dag sitja
þeir sem „áttu” veiðiheimildir í upp-
hafi yfir bróðurpartinum af kvótanum.
I útboðskerfi sem þessu yrðu út-
gerðarmenn sem ekki gætu nýtt heim-
ildirnar að skila þeim til baka til ríkis-
ins og leyfi til veiða gætu ekki erfst
milli kynslóða innan útgerðarfyrir-
tækja og væru ekki eign fyrirtækis við
gjaldþrot. Þá gætu útgerðarfyrirtæki
ekki selt veiðiheimildimar til annarra
útgerðarfyrirtækja. Veiðiheimildir
sem útgerðarfyrirtæki getur ekki nýtt
yrðu einfaldlega boðnar út af ríkinu á
nýjan leik. Það er úrlausnarefni Al-
þingis hvort veiðiheimildimar yrðu
boðnar út á evrópska efnahagssvæð-
inu eða bara á íslandi. Sjálfur er ég
sannfærður um að íslenskrar útgerðir
stæðu mun betur að vígi í útboðum en
evrópskar útgerðir. Hvor leiðin sem
yrði farin, þá er sjálfsagt að binda það
í lög að öllum fiski sem veiddur er á
íslandsmiðum sé landað á íslandi og
Heimir Már Pétursson framkvæmdastjóri Abl
hann settur á almenna uppboðsmark-
aði. Þannig yrði fiskvinnslufyrirtækj-
um, bæði þeim sem em í hefðbund-
inni vinnslu eins og við þekkjum hana
í dag og þeim sem kysu að fara í full-
vinnslu, tryggður aðgangur að hráefni
á jafnréttisgrundvelli. Þó má hugsa sér
að Alþingi gefi sjávarútvegsráðherra
heimild til að setja reglugerð um að
tilteknum hluta heildaraflans megi
landa í útlöndum, eða flytja með öðr-
um hætti ferskan og óunninn á erlenda
markaði.
Frumbyggjaveiðar
smabata
í kerfi sem þessu þarf að huga sér-
staklega að smábátaútgerð. Það er
eðlilegt að dregin verði lína umhverf-
is landið, þannig að sérstakt útboðs-
kerfi gildi fyrir smærri báta sem veiða
fyrir innan þriggja til fjögurra mílna
mörkin. Útgerð smábáta hefur átt í
vök að verjast á undanfömum ámm
vegna kvótakerfisins. Slík útgerð hef-
ur hins vegar verið og getur verið
burðarásinn í atvinnulífi smærri byg-
gða. Slíkar veiðar má líka skilgreina
sem „frumbyggjaveiðar” þar sem
lengst hefð er fyrir þeim af öllum
veiðiskap við landið.
Hvort sem veiðiheimildir yrðu ein-
ungis boðnar út á Islandi eða ekki, þá
yrði að tryggja að eftirlit með veiðun-
um væri alltaf í höndum fslendinga og
að reglur um veiðarfæri, meðferð afla,
aðbúnað um borð og réttindi sjó-
manna yrðu samkvæmt íslenskum
lögum. Islendingar hafa forskot í pær
öllum þessum málum í dag og því for-
skoti má ekki glata því það tryggir
öðru fremur sjálfsforræði þjóðarinnar
í sjávarútvegsmálum.
Þessar hugmyndir eru settar fram
sem tilraun til að rjúfa þann þann víta-
hring sem umræðan um kvótakerfið
hefur verið í allt frá því það var bund-
ið í lög. Þann vítahring verður að rjúfa
þannig að koma megi þessu stærsta
hagsmunamáli þjóðarinnar í það horf
að flestir geti vel við unað. Óskipu-
lagðri gagnrýni á kerfið þar sem lítið
er um tillögur til úrbóta verður að
ljúka, þannig að hægt verði að leið-
rétta það óréttlæti og óöryggi sem nú-
verandi kerfi hefur í för með sér, Það
er vægast sagt óeðlilegt að bjóða yerði
út teppalagningu í Þjóðleikhúsinu, en
stærsta eign þjóðarinnar sé færð út-
völdum hópi á silfurfati með þeim
hætti að hann og almenningur fer að
venjast þeim hugsanahætti að fiskur-
inn í sjónum sé framtíðareign þessa
hóps.
klippt...
Andfélagslegir
forystumenn
Á dögunum voru birtar í fjölmiðlum
heilsíðuauglýsingar um „ísland án eitur-
lyfja árið 2002” með undirskriftum 23 nafn-
togaðra forystumanna ým-
issa samtaka. í öllum til-
fellum nema tveimur var
um að ræða félagslega
kjöma formenn samtaka. í
tveimur tilfellum var um
ráðna framkvæmdastjóra að ræða; Vinnu-
veitendasambandið lét Þórarin V. Þórarins-
son framkvæmdastjóra skrifa undir, en ekki
formann sinn og Vinnumálasambandið lét
Jóngeir H. Hlinason framkvæmdastjóra
skrifa undir en ekki formann sinn. Einum
viðmælanda Vikublaðsins þótti þetta tákn-
rænt fyrir lýðræðisást vinnuveitenda.
DT-Alþýðublaðið
Okkur á Vikublaðinu þykir þessa dagana
lýsandi spádómur felast í því þegar Dagur-
Tíminn er tekinn upp á morgnana. Inni í
pakkann er búið að koma Alþýðublaðinu
tryggilega fyrir. Með öðmm orðum hefur
Alþýðublaðið verið „innlimað” í Dag-Tím-
ann. Vonandi heldur þróunin ekki áfram á
þessari braut, þannig að Alþýðublaðið renni
alfarið saman við stóra bróður.
Voða sniðugt andleysi
„Þjóðviljinn” heitir heimasíða nokkurra
stuttbuxnadrengja úr Valhöll á alnetinu
(þeir kenna sig við andríki). Aðalmarkmið
aðstandenda er að hnýta í vinstrafólk, en að
öðru leyti þykjast drengimir vera fyndnir
með stuldi sínum á nafni fyrrum dagblaðs
Alþýðubandalagsins. Tilburðimir em í senn
aumkunarverðir og andlausir og kannski til
marks um hvers vegna félagslega sinnuðu
ungu fólki vegnar mun betur í þjóðfélags-
umræðunni þessa dagana en nýfrjáls-
hyggjuliðinu. Nefna má stofnun Grósku og
yfirburðasigur Röskvu á Vöku í sjöundu
háskólakosningunum í röð. Ekki einasta
sigraði Röskva heldur fékk framboð félags-
hyggjufólks í Háskólanum nær 80% meira
fyigi en framboð hægrimanna. Það fer því
ekki á milli mála hver þjóðviljinn er - og
einstaklingsviljinn.
Deng Xiaoping is dead!
Það vakti athygli viðstaddra á blaða-
mannafundi sem forsætis-
ráðherrar íslands og Tékk-
lands héldu á miðvikudag-
inn að forsætisráðherra Is-
lands reis skyndilega úr
sæti sínu og hvarf af fund-
inum. Skömmu seinna
birtist hann aftur og tilkynnti blaðamanna-
fundinum eins og um úrslit í íþróttaleik
væri að ræða að Deng Xiaoping væri látinn.
Orðalag Davíðs á ensku var stuttaralegt svo
ekki sé meira sagt: „Deng Xiaoping is
dead.” Sem útleggst á íslensku: „Deng Xia-
oping er „daujur”.” Svo mörg voru þau orð.
Reiðar Kvennalistakonur
Fréttir fjölmiðla í síð-
ustu viku um hugsanlega
stofnun græningjaflokks
vöktu upp mikla reiði í
herbúðum Kvennalistans.
Kristín Einarsdóttir hefur
um langt skeið verið primus motor í
Kvennalistanum og var nafn hennar ítrekað
nefnt sem eins af frumkvöðlum hins nýja
flokks. Þegar fréttimar af græningjaflokkn-
um bárust út varð allt vitlaust innan
Kvennalistans og var Kristínu borið á brýn
að vera að kljúfa Kvennalistann. Sú heift
sem nú ríkir innan Kvennalistans hefur um
leið skerpt línumar um það í hvaða áttir
forsprakkar hans stefna. Til dæmis lýsir
Guðný Guðbjörnsdóttir yfir stuðningi við
Grósku í auglýsingu í Morgunblaðinu á
föstudaginn var. Eins þykir mikil framsókn-
arslagsíða vera á Kristínu Ástgeirsdóttur og
er hún orðuð við framboð fyrir Framsóknar-
flokkinn í Austurlandskjördæmi fyrir næstu
kosningar.
Örvænting á Stöð 2
Samkeppnin á hinum íslenska sjónvarps-
markaði fer sífellt harðnandi. Til marks um
það er nýr kvöldfréttatími
á Stöð 2. Annars berast nú
þær fréttir að Stöðvar 2
menn hafi nýlega flutt inn
heilan gám af 14° sjón-
varpstækjum. Ætlunín er
að ginna fólk til þess að gerast áskrifendur
að Stöð 2 og Sýn á þeim forsendum að það
fái sjónvarpstæki á slikk í kaupbæti.
... 06 SmiÐ