Vikublaðið - 24.02.1997, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 24.02.1997, Blaðsíða 10
[Bi&lDlJID 24. febrúar 1997 Námsmenn í einn dag Fyrir nokkrum dögum buðu náms- menn við Háskóla Islands Bimi Bjarnasyni menntamálaráðherra að kynnast af eigin raun aðstæðum namsmanna með því að vera náms- maður í einn dag. Birni var ætlað að ganga í gegnum þær hremmingar sem því fylgir að kría út yfirdrátt í banka og snæða nestið í anddyri Þjóðárbók- hlöðunnar þar sem það er bannað að snæða nestið í matstofu bókhlöðunn- ar. Bjöm þekktist boðið ekki og því var Margréti Frímannsdóttur og Hjálmari Ámasyni boðið að kynna sér aðstæður námsmanna á sama hátt ásamt eftirhermunni Jóhannesi Krist- jánssyni sem skellti sér í gervi Bjöms Bjamasonar. „Þetta var mjög lærdómsríkt þótt þetta væri stuttur tími. Það kom mér á óvart hvað aðstæður hjúkrunarfræði- nema em slæmar og allur aðbúnaður þeirra slæmur. Við fómm í heimsókn til ungra hjóna og þar kom í ljós að framfærslulán hennar dugir engan veginn fyrir húsaleigu og bama- gæslu, þó hélt ég að íbúðir á Stúd- entagörðunum væru ódýrari en á al- mennum markaði. Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson fór sjðan yfir réttinn til námslána og þá sannfærðist ég end- anlega um mikilvægi þess að lækka endurgreiðsluhlutfall á lánunum og þörfma á því að taka upp samtíma- greiðslur. Eins finnast mér gerðar óraunhæfar kröfur um námsfram- vindu, það gerir mörgum erfitt fyrir sem standa til að mynda í barnaupp- eldi og slíku samhliða náminu,” segir Margrét Frímannsdóttir um þessa lífsreynslu. Steingrímur J. Sigfússon og Ogmundur Jónasson: Kynslóðareikningar móti rammofiárlög Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson hafa lagt fyrir Alþingi þingsályktunartillögu um svokallaða kynslóðareikninga, en tillagan hljóð- ar svo: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hefja undirbúning að gerð svonefndra kynslóðareikninga. Slíkir reikningar verði framvegis hafðir til hliðsjónar við gerð rammaQárlaga til lengri tíma, opinberra áætlana og fjárlagagerð eftir því sem við getur átt.” í greinargerð með tillögunni segir meðal annars: „Öll opinber útgjöld verður fyrr eða síðar að greiða eins og aðra eyðslu, annaðhvort samtím- is af þeirri kynslóð sem nýtur góðs af útgjöldunum eða að einhverju leyti síðar, af komandi kynslóðum, ef útgjöld eru umfram tekjur og mis- munurinn er brúaður með lántökum. Þessi einföldu sannindi hafa auðvit- að lengi verið öllum ljós en síður hið flókna samspil núverandi afkomu hins opinbera við ýmsa aðra þætti. Þættir eins og breytt aldurssamsetn- ing (hærra hlutfall aldraðra), at- vinnuástand, vextir, fyrirkomulag lífeyrismála o.fl. munu hafa afger- andi áhrif á aðstöðu kynslóðanna til að standa straum af opinberum út- gjöldum og/eða njóta góðs af þeim.” Síðar segir: „Kynslóðareikningar eru reikningsaðferðir til að reikna út og spá fyrir um líklega eða væntan- lega nettóskattbyrði núlifandi og komandi kynslóða, óhjákvæmilega að gefnum ýmsum forsendum. Reikningamir fela í sér að reynt er að spá fyrir um og reikna út útkomu hverrar kynslóðar allt lífshlaupið hvað varðar greiðslur (skatta) til og tekjur (endurgreiðslur og bætur) frá hinu opinbera. Reikningamir em til- raun til að mæla heildaráhrifin af fyrirkomulagi og samspili helstu þátta sem áhrif hafa á stöðu kynslóð- anna í þessu sambandi.” Enn segir í greinargerðinni: „Eng- an þarf að undra að á tímum halla- reksturs velflestra ríkissjóða á Vest- urlöndum hefur útkoman yfirleitt sýnt að skattbyrði komandi kyn- slóða yrði að óbreyttu óhjákvæmi- lega þyngri en hún er hjá núlifandi kynslóðum. Sú varð eðlilega útkom- an í Bandaríkjunum þar sem alríkis- sjóðurinn hefur verið rekinn með miklum halla. Hafa kynslóðaút- reikningamir þar komið töluvert við sögu í pólitískri umræðu og valdið deilum um hversu hratt eigi að minnka ríkissjóðshallann. Jafnvel í Noregi þar sem umtalsverður af- gangur er orðinn á fjárlögum gæti skattbyrðin samt átt eftir að þyngjast þegar breyttrar aldurssamsetningar verður farið að gæta af fullum þunga. Fljótt á litið gæti þetta skilist þannig að böm okkar og bamaböm væra dæmd til lakari lífskjara en við. Málið er þó ekki alveg svo ein- falt því þróun efnahagsmála að öðra leyti, t.d. hagvöxtur, ræður einnig miklu. Aftur er rétt að minna á alla þá fyrirvara sem nauðsynlegt er að hafa vegna þess að útreikningamir byggja á fjölmörgum gefnum for- sendum. Það er því ástæða til að vara við oftúlkun eða mistúlkun á niðurstöðum. Kynslóðareikningar era, eða geta a.m.k. líklega orðið, gagnleg tæki til að spá fyrir um til- hneigingu, líklega þróun að gefnum fjölmörgum forsendum og ekkert umfram það.” Loks er rétt að minna á að kyn- slóðareikningar í einföldustu mynd byggjast á meðaltölum, þ.e. þeir mæla meðaltalsútkomu kynslóð- anna, en ekki er þar með sagt að sú verði reyndin, þ.e. að allir deili byrðunum jafnt. f Bandaríkjunum hafa lífskjör ófaglærðra og lægri millistétta versnað á sama tíma og þeir tekjuhæstu hafa bætt stöðu sína. Það er með öðrum orðum síður en svo gefið að byrðamar af líklegri aukninni skattbyrði, til að standa undir velferðarkerfi framtíðarinnar, dreifist jafnt eða réttlátlega á alla sem tilheyra viðkomandi kynslóð.” Guðrún Sigurjónsdóttir: Þjónusta sjúkrahúsa verði endurskipulögð Guðrún Siguijónsdóttir, Margrét Frí- mannsdóttir og Svavar Gestsson hafa lagt fyrir Alþingi þingsályktunartillögu um endurskipulagningu á þjónustu inn- an sjúkrahúsa. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjóm ís- lands að láta endurskipuleggja þjónustu sjúkrahúsa svo að þjónusta sem veitt er sé í senn sem hagkvæmust og uppfylii þarfír sjúklinga sem best á öllum stig- um sjúkdóms. Verkefnið verði unnið í sameiningu af sjúkrahúsum landsins undir forystu heilbrigðisráðuneytisins.” í greinargerð með tillögunni kemur meðal annars fram eftirfarandi: 1. Þann 27. janúar sl. voru á bráða- deildum Landspítalans 27 sjúklingar sem höfðu lokið meðferð. 21 þeirra komst ekki heim vegna fæmiskerðingar sem hægt hefði verið að meðhöndla á endurhæfingardeild. Hinir þurftu um- önnun, en höfðu ekki þörf fyrir að vera á bráðadeild. í þessum hópi voru hvorki aldraðir né hjúkrunarsjúklingar. Endur- hæfingardeildir eru mun ódýrari í rekstri en bráðadeildir. 2. Reynsla erlendis sýnir að sjúkra- deildir sem taka við sjúklingum af bráðadeildum um leið og ástand þeirra er orðið stöðugt (,,sub-akut”-deildir) kosta a.m.k. 50% minna í rekstri en bráðadeildir. Á íslenskum heilbrigðis- stofnunum eru yfirleitt ekki slíkar deildir. „Sub-akuf’-deildir taka við sjúklingum þegar þeir eru komnir af bráðastigi sjúkdóms eða aðgerðar. Ástand þeirra er þá orðið stöðugt og minni þörf fyrir eftirlit með sjúkdómi þeirra en meðan hann er á bráðastigi. 3. Þjónusta við sjúklinga verður markvissari á öllum stigum sjúkdóms. Markmiðið á „sub-akuf’-deildum er að gera sjúklinga sem mest sjálfbjarga eða gera viðeigandi ráðstafanir þurfi þeir á aðstoð að halda heima við eftir útskrift. Á bráðadeild er markmiðið fyrst og fremst að grípa inn í bráðaástand og að annast mikið veika sjúklinga. And- rúmsloftið á slíkri deild er ekki hvetj- andi íyrir þá sem eru á leið út í lífið eft- ir að bráðameðferð er lokið. Umhverfismál og járnblendið Hjörleifur Guttormsson hefur lagt fram fyrirspum til umhverfisráðherra um umhverfismál jámblendiverk- smiðjunnar í Hvalfirði: 1. Hvemig hefur verið staðið að rekstri jámblendiverksmiðju í Hval- firði með tillíti tii 11. greinar laga nr. 18/1977? 2. Hvaða meginkröfur um tak- mörkun á losun mengandi efna er að finna í starfsleyfi verksmiðjunnar? 3. Hvemig hefur verksmiðjan upp- fyllt sett skilyrði, m.a. með viðhaldi á mengunarvamabúnaði? Frávik frá eðlilegum rekstri mengunarvama- búnaðar óskast tilgreind, t.d. sl. 5 ár. 4. Hvemig hefur eftirliti með ákvæðum starfsleyfis verksmiðjunn- ar verið háttað frá upphafi og þar til nú? Hafi eftirliti verið ábótavant, hverjar eru þá ústæður þess? 5. Hefur verksmiðjan uppfyllt kröfur samkvæmt starfsleyfi undan- farin misseri? 6. Hvers vegna hefur starfsleyfið ekki verið endurskoðað? Spurt um upplýs- ingasamfélagið Hjörleifur beinir einnig fyrirspum til forsætisráðherra um framkvæmd á „framtíðarsýn ríkisstjómar íslands um upplýsingasamfélagið”. 1. Með hvaða hætti ætla stjórnvöld á næstunni „að gera almenningi auð- veldara en nú er að fylgjast með starf- semi opinberra aðila, ná í þær upplýs- ingar sem sjálfsagt er. að opnar séu landsmönnum . . . “, eins og segir í Framtíðarsýn ríkisstjómar íslands um upplýsingasamfélagið? 2. Hversu mikið af gögnum Stjóm- arráðsins, sem aðgengileg eiga að vera fyrir almenning lögum sam- kvæmt, eru lauslega áætlað þegar fyr- irliggjandi á vef alnetsins, t.d. miðað við gögn sem urðu til a. fyrir árið 1990, b. frá árinu 1990 að telja og c. á árinu 1996? 3. Eru slík gögn Stjómarráðsins, sem aðgengileg eiga að vera almenn- ingi lögum samkvæmt, nú færð í tölvutæku formi til miðlunar á vefn- um? 4. Með hvaða hætti verður mótuð heildarstefna um fjárveitingar af op- inberri hálfu til að hrinda í fram- kvæmd þeim markmiðum sem snúa að opinberum aðilum og sett hafa verið fram í Framtíðarsýn ríkisstjóm- ar íslands um upplýsingasamfélagið? Liggja nú þegar fyrir vísbendingar um hver þörfin gæti verið í þessu skyni, t.d. næstu þrjú ár? okkar fólk Símon Jón Jóhannsson er draumspakur Hafnfirðingur og situr í stjóm Al- þýðubandalags- félags Hafnar- fjarðar. Hann er kennari við Flensborgarskól- ann og er í menningarmálnefnd Hafnarfjarðar. Símon er giftur Hallfríði Helga- dóttur og á tvær fósturdætur ásamt einu bami frá fyrra sambandi. Sím- on hefur gefið út og skrifað nokkr- ar bækur og má þar nefna Islands- dætur, Stóru draumaráðningarbók- ina og Stóra tilvitnanabókina. Helstu lífsmottó Símonar era heið- arleiki, vera sjálfum sér samkvæm- ur og að taka tillit til núungans. Hann tekur þátt í pólitík vegna þess að honum er ekki sama um mann- inn við hliðin á sér og hann vill sjá hér rísa betra og réttlátara samfé- lag.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.