Vikublaðið - 28.07.1997, Page 3
28. júlí 1997
™[P30GD
Utvarpsstjóri á
kostnað
-Guðlaugur Þór veitir 12 rnilljón króna styrk til Fíns miðils. Fær stöðu útvarpsstjóra að launum
Guðlaugur Þór Þórðar-
son, formaður Sam-
bands ungra Sjáifstæðis-
manna hefur verið ráðinn
útvarpsstjóri fjölmiðlafyr-
irtækisins Fíns miðils frá
og með 1. ágúst næstkom-
andi. Fínn miðill er sam-
runi Útvarps FM hf. og
Aflvakans hf. sem reka út-
varpsstöðvarnar FM 95,7
og Aðalstöðina. Það sem
vekur athygli við ráðn-
ingu Guðlaugs Þórs er að
síðustu ár hefur hann ver-
ið formaður Menningar-
sjóðs Útvarpsstöðva og
þar með haft tögl og
hagldir í því hvaða aðilar
fá styrki til að framleiða
sjónvarps- og útvarpsefni
og á síðustu tveimur árum
hefur hann veitt 12 millj-
ónum króna til eigenda
Fíns miðils, síðast nú í vor.
Árin 1996 og 1997 var 35 millj-
ónum varið til framleiðslu á út-
varpsefni til fjórtán aðila úr Menn-
ingarsjóði Útvarpsstöðva. Þar af
hafa fyrirtækin sem nú standa að
Fínum miðli, vinnuveitanda Guð-
laugs Þórs, fengið 12 milljónir
króna í styrki úr sjóðnum. Þetta
þykja mönnum í bransanum ótrúleg
tíðindi og það var sama við hvem
Vikublaðið talaði, enginn átti orð til
að lýsa vandlætingu sinni á því að
Guðlaugur Þór skyldi hafa ausið fé í
þessa aðila og síðan verið ráðinn út-
varpsstjóri til þeirra þegar væri búið
að nota styrkina af opinberu fé til að
koma fótunum undir fyrirtækið.
Þann 9. maí veitti Guðlaugur Þór
fyrir hönd Menningarsjóðs Út-
varpsstöðvanna 7 milljónir króna til
Útvarps FM og Aflvakans. Með
öðrum orðum núverandi vinnuveit-
anda sínum; Fínum miðli.
„Slíkur fjáraustur til eins og sama
aðilans er nánast einsdæmi úr sjóð-
asukki íslendinga og í þokkabót er
sjóðsstjórinn ráðinn til aðilans.
Þetta er með bíræfnari og siðlausari
pólitískum fyrirgreiðslum sem ég
hef heyrt um. Og ekki hægt að kalla
þetta annað en glæpamennsku,”
segir þjóðkunnur útvarpsmaður sem
grannt hefur fylgst með úthlutunum
Menningarsjóðs útvarpsstöðva í tíð
Guðlaugs Þórs.
Fínn miðill,
fín fyrirgreiðsla
Eigendur Fíns miðils eru Ámi
Samúelsson, Bjöm Ámason og
Baldvin Jónsson sem aftur eru
„Það nær engri átt að
misnota með svo svívirði-
legum hætti almannafé til
að koma fram hefridum í
samkeppni á fjölmiðla-
markaðinum. Steininn tek-
ur úr með því að, að öllum
líkindum hefur hann verið
búinn að ráða sig til þeirra
á bak við tjöldin áður en
síðasta styrkveiting fór
fram. Fyrirgreiðslan er fín
en algjörlega siðlaus,” seg-
ir maður úr fjölmiðla-
heiminum.
helstu andstæðingar Jóns Ólafsson-
ar á afþreyingarmarkaðinum og hel-
stu keppinautar. Ekki síst eftir að
veldi Jóns gleypti Stöð 3 sem Ámi
Samúelsson og mörg gömlu kol-
krabbafyrirtækjanna stóðu að.
„Guðlaugur Þór er að ausa fé til
flokksbræðra sinna sem róa að því
öllum árum að koma höggi á Jón
Ólafsson og Islenska útvarpsfélagið
eftir niðurlæginguna í kringum Stöð
3. Þama eru hatursmenn Jóns Ólafs-
sonar að koma sér upp mótvægi við
útvarpsstöðvar hans og nota til þess
aðgang að opinberum sjóðum sem
þeir ausa óspart úr. Það nær engri
„Guðlaugur á undir
högg að sækja innan
ungliðahreyfingarinnar
og á von á skelli í for-
mannsslagnum í haust
þannig að hann mátti
ekki við þessu ofan á allt
saman. Þetta er það al-
varlegur karakterbrestur
að ég held að hann hafi
ekkert að gera í
pólitík.”
átt að misnota með svo svívirðileg-
um hætti almannafé til að koma
fram hefndum í samkeppni á fjöl-
miðlamarkaðinum. Steininn tekur
úr með því að, að öllum líkindum
hefur hann verið búinn að ráða sig
til þeirra á bak tjöldin áður en síð-
asta styrkveiting fór fram. Fyrir-
greiðslan er fín en algjörlega sið-
laus,” segir maður úr fjölmiðla-
heiminum.
Áfram í stjórn
Samkvæmt lögfræðiskrifstofu
Bjama Þórs Óskarssonar sem ann-
ast málefni Menningarsjóðs Út-
varpsstöðva þá situr Guðlaugur Þór
áfram í stjóm sjóðsins. Ekki var
hægt að fá staðfest hvort hann væri
áfram formaður sjóðsins eða ekki.
„Guðlaugur Þór er með þessu at-
hæfi sínu að grafa sína eigin gröf
pólitískt séð. Þó að mönnum hafi
liðist það hér á ámm áður að sukka
svona í opinberum sjóðum sjálfum
sér til framdráttar gengur þetta ekki
upp í dag. Þegar ungir menn verða
uppvísir af svona athæfi snemma á
sínum pólitíska ferli þá fylgir það
þeim alla ævi enda ber það vott um
mikla siðferðisbresti að hygla sjálf-
um sér með svo gróflegum hætti.
Það er þó skárra þegar menn eru að
liðka til fyrir öðrum en þetta tekur
öliu fram,” segir framámaður í
Sjálfstæðisflokknum sem vildi ekki
láta nafn síns getið vegna stöðu
sinnar innan flokksins.
Um stöðu Guðlaugs innan flokks-
ins segir hann: „Guðlaugur á undir
högg að sækja innan ungliðahreyf-
ingarinnar og á von á skelli í for-
mannsslagnum í haust þannig að
hann mátti ekki við þessu ofan á allt
saman. Þetta er það alvarlegur ka-
rakterbrestur að ég held að hann
hafi ekkert að gera í pólitík.”
Ráðamenn þegja
Þeir ráðamenn innan Sjálfstæðis-
flokksins sem inntir voru álits á
gjörðum Guðlaugs vildu ekki tjá sig
opinberlega um málið og sögðu að
farið yrði með það sem innanhús
mál Sjálfstæðisflokksins. Greinilegt
var þó á viðbrögðum þeirra að þeim
þótti málið hið vandræðalegasta og
umræðan um það óþægileg. Þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir Vikublaðs-
ins tókst ekki að ná sambandi við
Guðlaug Þór vegna málsins.
„Eg hélt að Guðlaugur myndi
komast skammlaust frá formennsk-
unni í SUS en það var ekki. Það er
leiðinlegt þegar ágætir menn falla í
gryfju pólitískrar spillingar og það
er vonandi að hann sjái að sér. Ann-
ars á hann enga framtíð í stjómmál-
um,” segir framámaður í Sjálfstæð-
isflokknum.
KLIPPT...
Vændi 1 Reykjavík
ítarleg og opinská umfjöllun tímaritsins
Mannlífs á vændi í Reykjavík hefur vakið
mikla athygli. í greininni er flett ofan af
vændihúsarekstri Ingu nokkurrar á Túngöt-
unni. Þar svala margir af virðulegustu mönn-
um bæjarins sínum lægstu hvötum og eru lýs-
ingar fyrrverandi vændiskonu á kúnnum sín-
um vægast sagt hrikalegar. Mannlíf vekur
þama enn og aftur upp umræður um mein
þjóðfélagsins sem annars em aldrei rædd á
vettvangi fjölmiðlanna. Það kennir margra
grasa í þessu nýjasta tölublaði Mannlífs og
má nefna viðtal við Jóhannes Bjöm rithöfund
þar sem fram koma sláandi upplýsingar um
þróun mála í eiturlyfjaheiminum og opinskátt
viðtal við Finn Jónsson handboltakappa þar
sem hann segir frá baráttu sinni við eiturlyfin
og íþróttimar.
Prestar æfir
Mikill barlómur er í prestum landsins um
þessar mundir. Eins og menn muna þá fengu
þeir mjög ríflega launahækkun fyrir nokkrum
ámm þar sem þeir fóm langt fram úr viðmið-
unarhópum sínum á borð við kennara. Fyrir
utan há gmnnlaun hafa prestar vemlegar
aukatekjur fyrir allar athafnir sem þeir fram-
kvæma. Á dögunum fengu þeir 4-8% launa-
hækkun samkvæmt úrskurði kjaradóms. Mun
meiri hækkanir en hinn almenni launamaður
og auka því prestar forskot sitt vemlega á aðra
opinbera starfsmenn. En ekki dugir þetta
blessuðum guðsmönnunum því mikill vill
meira. Þeir segjast æfir yfir úrskurði Kjara-
dóms og skilja ekkert í því af hverju laun
þeirra hækka ekki meira. Mörgum þykir orð-
ið nóg um barlóm prestastéttarinnar og þykir
kominn tími til að þeir snúi sér að andlegum
málefnum og sáluhjálp. Lítil von er þó um
breytingar úr þeirri áttinni og heyrst hefur frá
Hagstofunni að eftir þetta nýjasta upphlaup
presta hafi hrina úrsagna úr þjóðkirkjunni
riðið yfir.
Varkárir dátar!
Eins og menn vita em nú stundaðar heræf-
ingar af miklum móði hér á landi. Einn liður í
þessum æfingum er víst fólginn í því að senda
tugi fallhlífarhermanna úr flugvélum á Suður-
landi en þeirra takmark mun vera að setja upp
spítala með öllu tilheyrandi á jörðu niðri.
Sú saga hefur heyrst að forsprakkar Sam-
varðar, þ.e. æfingarinnar, hafi farið þess á leit
við íslensk stjómvöld að þau tækju rafmagns-
strauminn af Suðurlandi öllu á meðan á æf-
ingunni stæði. Fallhlífarmennimir em víst
hræddir um að lenda á háspennulínum.
Þessu var hafnað enda hefðu sunnlenskir
kúabændur vafalaust ekki verið hrifnir af því
að þurfa handmjólka sínar kýr á meðan dátar
sveimuðu í fallhlífum yfir bæjum þeirra.
Erótík og kynlíf
Sem kunnugt er var Davíð Þór Jónsson ráð-
inn ritstjóri tímaritsins Bleikt og Blátt. Fyrsta
tölublaðið undir ritstjóm Davíðs ber með sér
ferska vinda og hefur honum tekist að hrista
vel upp í blaðinu og er fjöldi skemmtilegra
greina og vandaðara erótískra mynd að finna í
blaðinu. Davíð er kjarkmaður og óhræddur
við að fjalla um tabúin í þjóðfélaginu og því
ljóst að ekki verður um neina lognmollu að
ræða þar á bæ.
Hreinsanir hjá
Útvarpinu
Eins og menn vita hafa undanfarið átt sér
miklar skipulagsbreytingar hjá Ríkisútvarp-
inu. Breytingamar, sem em hugarsmíð nokk-
urra sjálfstæðismanan, hafa haft í för með sér
umtalsverðar uppsagnir á fólki. Það hefur
vakið athygli að vinstri menn hafa umfram
aðra fengið reisupassann. Má þar nefna starfs-
menn eins og Sigurð G. Tómasson, Mariu
Kristjánsdóttur og Andreu Jónsdóttur. Ja, það
er illt að eiga ekki fulltrúa í útvarpsráði!
...OGSKOm