Vikublaðið - 28.07.1997, Qupperneq 5

Vikublaðið - 28.07.1997, Qupperneq 5
28.júlí 1997 tpcDaaaata 5 Þorvaldur Þorvaldsson Endurfundur víð Albaníu Eg vissi að allt var ger- breytt. Allt gerólíkt því sem það var í fyrri skipti sem ég kom til Al- baníu á árunum 1978-86. Ég vissi meira að segja ýmislegt um þær breyt- ingar sem orðið höfðu. Samt var það áfall að upplifa breytingarnar. Eftir hrun sósíalismans í Albaníu í byrjun þessa áratugar var yfirleitt farið að tala um lýðræði í landinu, jafnvei endurheimt lýðræði. Enda kom fljótlega til valda flokkur sem kailar sig Lýðræðisflokk. Formaður hans Salih Berisha varð forseti árið 1992 og hóf hreinsanir í öllum áhrifastöðum til að koma sínum mönnum að. Gamli flokkurinn breytti sér hins vegar í krataflokk og tók sér nafnið Sósíalistaflokkur Al- baníu. Nýr Kommúnistaflokkur var stofnaður haustið 1991 en var bann- aður hálfu ári síðar. Fyrir rúmu ári náði Lýðræðis- flokkurinn endurkjöri með umfangs- miklu kosningasvindli sem staðfest var af alþjóðlegum eftirlitsstofnun- um. Þó var ekkert aðhafst í málinu og Salih Berisha naut velþóknunar á alþjóðavettvangi þar til í byrjun þessa árs voru lýst gjaldþrota nokkur fjárfestingafyrirtæki sem skipulega höfðu svikið fé út úr almenningi með loforðum um ævintýralega ávöxtun. Fjöldi fólks missti allar eigur sínar og mikil reiði braust út. Menn ná- tengdir forsetanum voru viðriðnir fjársvikin og talið var að þau hefðu að nokkru fjármagnað flokk hans. I lok febrúar voru fjölmennar mót- mælaaðgerðir í flestum borgum landsins. f borginni Vlora í suður- hlutanum snérust þær upp átök þar sem mannfjöldinn yfirbugaði lög- regluna og réðst inn í vopnabúr hers- ins. Fjöldinn vopnaðist og tók völdin í sínar hendur. Þetta ástand breiddist út um allan suðurhluta landsins. Uppreisnamefndir voru myndaðar og krafan var afsögn forsetans. Þann 9. mars hlupu Sósíalista- flokkurinn og aðrir stjómarandstöðu- flokkar undir bagga með forsetanum og mynduðu þjóðstjórn. Kosningar vom ákveðnar 29. júní. Fjölþjóðlegt herlið kom til landsins í apríl. Upp- reisnin fraus föst. „Allt getur gerst” Við þessar aðstæður stóðst ég ekki lengur mátið og gerði að veruleika gömul áform um að koma aftur til Albaníu. Þegar ég kom til landsins þremur dögum fyrir kosningar var enn mikil óvissa ríkjandi um fram- gang þeirra. Deilur voru uppi um hvort loka skyldi kjörstöðum klukk- an 6 eða 9. Sósíalistar óttuðust að ef kjörstaðir væru opnir til kl. 9 gætu menn forsetans spillt kjörgögnum í skjóli myrkurs. Stemmningin var augljóslega á bandi sósíalistanna en loft var lævi blandið. Viðkvæði flestra var: „Allt getur gerst. Ef Salih Berisha vinnur kosningarnar verður stríð”. Enginn reiknaði reyndar nteð því að Salih Berisha sigraði nema með kosninga- svikum. En fleira var í óvissu. Marg- ir óttuðust að forsetinn myndi hund- sa kosningaúrslitin og reyna að kynda undir frekari upplausn eins og síðar kom á daginn. Föstudagsmorguninn 27. júní lýstu Sósíalistaflokkurinn, Sósíal- demókrataflokkurinn og Flokkur lý- ræðisbandalags yfir bandalagi um stjórnarmyndun eftir kosningarnar. Þá var haldinn útifundur á Skander- begtorginu þar sem komu hátt á ann- að hundrað þúsund manns. Seinna sama dag hélt Lýðræðisflokkur Salih reyndu að falsa niðurstöðuna. Á há- degi sarna dag fylkti „kóngurinn” liði sínu sem gekk undir vopnum frá Skanderbegtorginu. Eftir hádegi skipaði forsetinn lífverði sínum í fulla viðbragðsstöðu vegna óstöðug- leika og lýsti yfir í sjónvarpi að hann væri tilbúinn til að efna til borgara- stríðs í landinu. Búist var við frekari ögrunum í tengslum við hátíðarfund Sósíalista og bandamanna þeirra seinna um daginn. Á annað hundrað þúsund manns komu til fundarins en ekki dró til frekari tíðinda. Daginn eftir fylkti „kóngurinn” hins vegar liði sínu á ný og gekk það undir vopnum að ráðstefnuhöllinni þar sem kjör- stjómin hafði aðsetur til að mótmæla meintum kosningasvikum. Þar kom til skotbardaga við lögreglu. Einn göngumanna féll og nokkrir særðust. Þessir atburðir ollu miklu uppnámi meðal almennings sem vissi að þessi öfl voru til alls vís. En stríðsáformin runnu út í sandinn. Næturskothríðin sem staðið hefur síðan í mars hélt þó áfram af litlu minni þunga. Oft var skotið mörgum skotum mjög nálægt þar sem ég bjó við Rruga Qemal Stafa og stuðlaði ásamt hitanum að stopulum svefni allar 10 nætumar. Allt var breytt Of langt mál væri að tíunda þær breytingar sem orðið hafa í Albaníu síðastliðinn áratug. Ibúafjöldinn í Tirana hefur tvöfaldast á um 15 ámm og ég sá ekki betur en fólk hefði Greinarhöfundur ásamt formanni Verslunarmanna- samtaka Albaníu, Hasan Shkalla t.h. og túlki. áróðri. Konungserfinginn, Leka Zogu auglýsti mikið í sjónvarpinu. þar lét hann kórónu svífa um ýmis Evrópuríki til að undirstrika vel- gengni konungsríkjanna. Ekki var hann þó nákvæmari en svo að kórón- an flaug í vænum sveig yfir sigur- bogann í Frakklandi og kannski hún hafi komið við í fleiri lýðveldum. Eini flokkurinn sem er bannaður er Kommúnistaflokkur Albaníu og gat hann því ekki tekið þátt í kosningun- um en talið er að fylgi hans hafi auk- ist talsvert eftir að uppreisnin hófst í suðurhluta landsins. Formaður flokksins sagði í samtali við undirrit- aðan að engir væru eins hættulegir og fymtm kommúnistar sem snérust yfir í andkommúnisma. Hann var þó nokkuð vongóður um að kosninga- sigur sósíalista yki líkumar á því að flokkurinn yrði leyfður og það ntyndi auðvelda starfsemi hans. Ögranir Þó að Salih Berisha játaði sig sigr- aðan á öðrum degi eftir kosningar var ekki öll sagan sögð. Hann gerði bandalag við Leka Zogu um að efna til stríðástands. Miðvikudaginn 2. júlí birti blað tengt forsetanum sögu- sagnir um að konungsveldi hefði fengið 54% atkvæða í þjóðarat- kvæðagreiðslunni en sósíalistar hreiðrað um sig undir áhorfendapöll- unum á aðalknattspymuleikvangin- um. Einnig er vatn skammtað styttri tíma á dag vegna þess að vatnsleiðsl- an frá vatnsbólinu í Selita er svo grönn. Tugir þúsunda bfla em í Tirana þar sem sárafáir voru áður en götunum er hins vegar lítt eða ekkert viðhaldið og hafa því verulega látið á sjá. Það afslappaða andrúmsloft sem áður einkenndi Tirana heyrir nú sög- unni til. Margir bera kvíðboga fyrir framtíðinni. það félagslega öryggi sem áður var er ekki lengur fyrir hendi. Einn viðmælandi minn orðaði það svo að formlega væri ókeypis aðgangur að sjúkrahúsum en ef þú átt ekki peninga er betra að verða ekki veikur. Líftð lýtur öðrum takti en áður og í miðborg Tirana er hver lófastór blett- ur notaður til að byggja kaffihús. Þar er frekar auðvelt að komast í sam- band við fólk svo fremi að tungu- málakunnáttan skarist. Þar á meðal eru atvinnulausir menntamenn, fóm- arlömb hreinsana Salih Berisha. Eftir er að vita hvort þeim vegnar betur undir nýrri stjóm sósíalista en rnikið þarf að gerast til að takst megi að vinna nokkuð á vandamálum þjóðar- innar á tiltölulega fáum ámm. fyrir stríð. Samhliða kosningunum nú var einnig greitt atkvæði um end- urreisn konungsveldis en því var hafnað. Formaður Fasistaflokksins Balli Kombetar, Abaz Ermenji er kominn til Albaníu eftir 50 ára út- legð í Frakklandi. Hann kallaði alla aðra kommúnista í sínum kosninga- Skriðdrekar eru algeng sjón á götum Tirana. Kosningaáróður Kosningaáróður flokkanna risti yf- irleitt ekki djúpt. Sósíalistaflokkur- inn og formaður hans Fatos Nano töluðu mest um að efla hinar lýðræð- islegu stofnanir rfldsins, koma á lög- Svo voru mættir á sjónarsviðið flokkar lengra til hægri, þar á meðal flokkar sem börðust með nasistum í stríðinu. Legaliteti berst fyrir endur- reisn konungsveldis í Albaníu sem reyndar stóð nú ekki nema í áratug Formaður Kommúnistaflokks Albaníu, Hysmi Mi- koshi, ásamt nokkrum ungum félögum. Útifundur Sósíalistafiokksins á Skanderbegtorgi. Berisha útifund á sama stað en mér var ráðið frá því að fara því að dag- inn áður var skotið á forsetann á fundi í Lushnja og 15 manns lágu í valnum. Af sjónvarpinu að dæma var fundur forsetans mun fámennari en sósíalistanna. um og reglu, berjast gegn ört vaxandi eiturlyfjavanda og ef efnahagsmál bar á góma þá vísuðu þeir gjaman til sósíaldemókrata annars staðar í Evr- ópu sem þar eru víða í stjóm. Flokk- ur Salih Berisha byggði sinn kosn- ingaáróður nánast eingöngu á upp- hrópunum gegn kommúnisma.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.