Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.06.1968, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 13.06.1968, Blaðsíða 2
Hólsfjallamenn á íerðalagi í síSasta bla'Si var birtur stuttur kafli úr endurminning um Friðriks Guðmundssonar frá Víðirhóli á Hólsfjöllum. Hér kemur annar stuttur þáttur úr sama riti. Er þar brugðið upp skemmtilegri svipmynd af sérkennilegum manni. Þess skal getið, að Friðrik var 17 ára gamall þegar för sú var farin, sem hér segir frá. —O— í Hólsseli á Fjöllum bjó sá maSur, er Kristján hét, Jó hannsson. Hann var ættaSur úr Húnavatnssýslu, bróðir Lárusar þess, er kallaSur var prédikari heima á íslandi. Kristján var stillingarmaSur og karlmenni mikiS, snyrti- legur og fallegur. Framúrskar andi stjórnsamur og reglu- bundinn heimilisfaðir var hann og nærgætinn um föt og fæði heimilismanna. Hann var gestrisinn og skemmtileg ur heim að sækja. En þrátt fyrir þessa miklu kosti hans, kom hann sér heldur illa í nágrenninu, því hann var maður hnýsinn og afskipta- samur um annarra ráð og framferði, hæddi aSra og hafSi yfirsjónir þeirra aS um- tali. En mikill vinur vina sinna var hann og stórgjöfull þeim, sem hann tók að sér, enda fyrir sakir ráSdeildar, útsjónar og framkvæmdasemi mikill efnamaSur. Ég minnist hér ofurlítillar ferSasögu okkar Kristjáns Jó hannssonar, sem lýsir vel, hvernig eðliskostir þessa sér- kennilega manns gátu falizt nágrönnum og almenningi, sökum afskiptasemi og hæðni í þeim hlutum, sem honum komu ekki við. Árið 1878, um mánaðamót in september og október lögS um við þrír fjallamenn af staS meS hóp af sauðum til aS selja á markaSi, sem hald inn var í BárSardal. Við ferða félagar vorum þessir: Kristján Jóhannsson í Hólsseli, Þor- steinn Þorsteinsson í Nýjabæ og ég. Kristján var sjálfkjör- inn foringi fararinnar sökum vitsmuna sinna, karlmennsku og lífsreynslu. Hann átti og flesta sauði í hópnum og mest á hættu, ef illa tækist til. Ferð var löng fyrir bendi, en tíðin góS, sólskin á hverj um degi, frost á nóttum. Vandinn var einkum falinn í því, að vera nærgætinn og fara vel með sauSina, svo ekki legSu þeir mikiS af á leiSinni. Fyrstu nóttina urðum við aS liggja úti yfir sauðunum, litlu vestar en á miðjum Mý- vatnsöræfum. ViS höfðum búizt við aS verða aS liggja úti, og höfSum því meS okk- ur nógan og góðan mat. Ferð in gekk vel alla leið á mark- aSsstað, og sauðina seldum viS fyrir 21 krónu helming- inn af þeim og 22 krónur hinn helminginn, en þaS var meira verð en nokkurn tíma hafSi þekkzt áður. Nú var sauSum sleppt í stórt safn, sem hinn enski stórkaupmaS- ur Slimmon var þegar búinn að kaupa, og var svo öðrum mönnum fengin sú hjörð í hendur til að reka hana inn á Oddeyri, þar sem hún var tekin á skip. Hins vegar mátt um við ríSa lausir eins og herramenn til Oddeyrar og taka þar viS peningunum fyr ir sauSina, rauðagulli og reiðusilfri. Mjög var á dag- inn HSiS, og urSum við því auðsjáanlega að gista ein- hvers staðar á leiSinni. Kristj áni var alls ekki sama hvar við bærumst fyrir, vildi hitta á hreinlátt heimili og liafa góðan greiða, en borga þá heldur vel fyrir hann. Skyldi hann nú öllu ráSa sem fyrr. Fréttir hafði hann haft af vel efnuðum manni, er bjó tals- vert frá þjóSveginum; þang- aS vildi hann fara, og þá voru þaS lög. Loks komum við á þennan fyrirheitna stað í dynjandi rigningu og kol svarta myrkri, er komiS var fram á nótt. Kristján barði að dyrum, og eftir nokkrar atrennur kom út ung stúlka. Ekki gát- urn við séS í myrkrinu hvern- ig hún var ásýndum, en mál rómur hennar var hreinn og kærleiksríkur. Kristján var ástúSin sjálf, og bað hana að skila til húsbóndans, aS hér væru komnir þrír langferSa- rnenn, sem bæSu að lofa sér að vera um nóttina. Aum- ingja stúlkan fer inn og kem- ur aftur eftir nokkra stund meS sorg í rómnum og segir, að húsbóndinn telji ekki hægt að lofa okkur aS vera. — „Seg þú húsbóndanum, að við séum efnaðir bændur austan af Hólsfjöllum, og höf um veriS aS selja marga og feita sauSi á markaði í dag; viS séum því ekki komnir hér til að biSja að gefa okkur neitt, en viS látum engan út- hýsa okkur í húðarrigningu. Korndu svo með Ijós og sýndu okkur, hvar við eigurn að lúra í nótt. Ég vorkenni þér, stúlka mín, aS fara meS þetta allt á rnilli, en það er ekki annaS hægt, úr því viS erum svona brögðum beittir.“ ViS sprettum af hestum okkar og slepntum beim. Eft ir æðistund kom stúlkan aft- ur meS ijós og visaöi okkur inn í litla stofu öðru megin við bæjardyrnar. Kristján gerði aS gamni sínu viS stúlk una: „Það lá aS, aS ekki myndir þú vera samþykk þessu óvita-úrræði, aS ætla að úthýsa okkur, og það svona falleg stúlka. Hann heitir nú FriSrik, þessi pilt- ur. Hann er ekki nerna 17 ára. Þykir þér hann ekki fal- legur? Hann seldi líka 50 full orðna sauði í dag. — Ætl- arSu ekki aS gefa okkur að borSa.“ Aumingja stúlkan varS kafrjóð og reyndi ekkert aS segja. Hún skaraði í ljós- ið á borðinu og hvarf í sarna bili. Ég bað Kristján bless- aðan að stríða ekki stúlkunni, ef hún kæmi aftur, hún ætti þaS ekki skiIiS. — ViS vor- urn orðnir hræddir um aS við sæjum hana ekki frarnar, en þá kom hún meS stóran bakka hlaðinn af matardisk- urn. — „Honurn FriSriki lízt vel á þig, hann baS mig bless aðan að stríða þér ekki, svo ég ætla nú aS hætta því,“ segir Kristján. ViS fengum undur vel fram reiddan og góSan mat. — Stofurúmið var lítiS og aS- eins mátulegt fyrir einn, og sagSi stúlkan að tveir okkar ættu að sofa inni í baSstofu. Við Kristján urðum til þess að sofa inni. RúmiS, sem viS áttum aS sofa í, var rétt inn- an við baSstofudyrnar. Það var hreint og alls kostar þokkalegt. Við urSum þess varir, aS eitthvað fleira af fólki var á flakki en stúlkan okkar, og rétt þegar við vor- um háttaðir, kom inn gömul og hetjuleg kona. Hún var meS talsverSa trékollu í ann arri hendinni, og hvolfdi henni fyrir framan rúmið, sem viS vorum háttaðir í. AuSvitað var þetta vel rneint og ein af erfSafestum full- kominnar gestrisni. En hér sá Kristján sér leik á borði. Ég var lagstur á aSra hlið- ina og sneri bakinu að hon- um. Hann notaSi því tæki- færiS til þess að klípa mig ofurlítið í bakiS, og ég rak upp skellihlátur rétt þegar kerling var að snúa sér frá rúmi okkar. SagSi ég henni, aS það væri svo rnikill galsi í karlinum, sem með mér væri, að hann hefSi verið aS kitla mig, en auSséð var á svip konunnar, aS hún var ekki sannfærð. Við sváfum vel og vaknaSi ég við þaS að sólin skein i andlitiS á mér. Kristján hafði fariS snemma á fætur og voru þeir orðnir rnestu mátar hann og húsbóndinn, þegar ég kom til sögunnar. Þarna sátum \úS í veizlu um tnorg- uninn, og héldum svo okkar leið inn í höfuSstað NorSur- lands. Erindi okkar samferða- rnanna til Akureyrar og Odd- eyrar var heiðarlega og rétt afgreitt, og héldum viS aftur heirn á leið. Varð ekkert sögu legt viS þá ferS. En það lærSi ég af nánari viSkynn- ingu viS Kristján Jóhannsson, aS hann stóð íý msu þeirn mönnum frarnar, sem þó höfðu rnest á rnóti honurn. Engum manni hef ég orSið samferða á reið yfir landiS, sem hefur auSsýnt skepnum meiri nærgætni en hann, bæSi sauSurn og hestum. Hvar sem viS komurn, þar sem fyrir var loðinn og góð- ur hagi, varð að fara af baki, spretta af hnökkum og lofa hestunum aS hafa frjálsa stund. Hann skipaSi okkur ævinlega að taka hnakkana af, sem þó fáir gera, þegar stutta stund á að stanza, og sagSi hann aS hestum væri þaS á viS væna visk af grasi að fríska loftið fengi að leika um bakið á þeirn og aS þeir gætu velt sér. Þá er ég þess ávallt minnugur, hvernig hann kenndi mér aS skilja og meðhöndla þá duttlunga einstöku rnanna, sem reyndu að úthýsa öSrurn, þótt þeir sjálfir vildu láta taka vel á móti sér. Endurminningin um einbeittni Kristjáns undir þeim kringumstæSum kom mér mjög vel seinna á æv- inni. AS öllu öSru leyti var Kristján hinn ákjósanlegasti ferðafélagi, alltaf upphefj- andi og úrræðagóður. Hagstæðustu verð. Greiðsluskilmálar. Verndið verkefni íslenzkra handa. FJÖLIÐJAN HF. Sími 21195 Ægisgötu 7 Rvk. ADGLVSIÐ í FK.Í4F SRI f».FÓ» ÞEIR GÖMLU KVEÐA Um dauða mús í kírkju Ei er forvitnin öllum hent, einatt hún skaðar drótt, fallega músar fær það kennt feigðar áræðið ljótt. Skyldi hún hafa ævi ent eða drepizt svo fljótt, hefði ei skollinn hana sent í helgidóminn urn nótt? Fegurð kirkjunnar fýstist sjá, fór svo þar grandlaus inn. Kötturinn, sem í leyni lá og lézt vera guðrækinn, heiftarverk framdi henni á, hel.vízkur prakkárinn Ætti því stríða flenging fá fyrir þann strákskap sinn. Jón Þorláksson. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 13. júní 1968 2

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.