Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2008, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2008, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 3 lesbók Eftir Auði Styrkársdóttur audurs@bok.hi.is Þ egar fyrsta konan tók til máls í bæjarstjórn Reykjavíkur 19. mars árið 1908, reis upp einn af eldri bæjarfulltrúunum og mótmælti mál- flutningnum með þessum orðum: „Vel byrjar það. Var svo sem við öðru að búast. Ég tel hyggilegast að stemma á að ósi strax. Hér á ekki að líðast heimtufrekja. Ég er fyrir mína parta alveg mótfallinn þessari bón konunnar, og ég vænti þess, að það séu allir.“ Konan hafði farið fram á að bæjarstjórn samþykkti 150 króna fjárveitingu til að kenna stúlk- um í bænum að synda í sundlauginni, en bæjarstjórn veitti þá 450 krónum til að kenna piltum sund. Þessi kona var Bríet Bjarn- héðinsdóttir, en hinn 24. janúar verða liðin 100 ár frá því hún var kjörin í bæjarstjórn Reykjavíkur ásamt þremur öðrum konum. Kosningarnar voru fyrir margra hluta sakir afar merkilegar. Kosið skyldi um 15 fulltrúa, en fimm skyldu dregnir út með hlut- kesti annað hvert ár og fimm kjörnir í þeirra stað. Annars var kjörtímabilið sex ár (fram til 1930 að tímabilið varð fjögur ár fyr- ir alla 15 fulltrúana). Hlutfallskosningu var beitt í fyrsta sinn, þ.e. að kjörnir voru listar en ekki einstaklingar. Þá bar það til stórtíðinda að konur kjósenda í bænum voru komnar með kosn- ingarétt. Reykvíkingar voru óvanir svo miklu lýðræði en tóku því hins vegar fegins hendi. Ekki færri en 18 listar voru bornir fram í kosningunum. Einn þeirra var listi kvenfélaganna og á honum voru nöfn þeirra Katrínar Magnússon, húsfreyju og formanns Hins íslenska kvenfélags, Þórunnar Jónassen, húsfreyju og for- manns Thorvaldsensfélagsins, Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, rit- stýru og formanns Kvenréttindafélags Íslands, og Guðrúnar Björnsdóttur, mjólkursölukonu í Reykjavík. Skemmst er frá því að segja að listi kvenfélaganna féll í góðan jarðveg; hann hlaut flest atkvæðin, 345 að tölu, sem var tæplega 20 prósent atkvæða. Allar konurnar fjórar voru kjörnar í bæjarstjórnina, öllum að óvörum og kannski mest þeim sjálfum. Svo var a.m.k. um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, sem sat hin rólegasta heima á kjördag og fékk tíðindin gegnum símann og ætlaði varla að trúa eigin eyr- um. En hvernig stóð á því að konur í Reykjavík báru fram sér- stakan lista árið 1908 og síðan reglulega í hverjum kosningum til 1918? Nú ber þess að geta að kvennalistar komu einnig fram á sama tíma á Akureyri og á Seyðisfirði, en á báðum stöðum störf- uðu sterk kvenfélög og sterkar konur. Solveig Jónsdóttir var kjörin af kvennalista á Seyðisfirði árið 1910, fyrst kvenna þar á bæ, og Kristín Eggertsdóttir var kjörin af kvennalista á Ak- ureyri árið 1911, fyrst kvenna á Akureyri. Hvaðan kom konum þessi hugmynd? Áratugina kringum aldamótin 1900 rann kvennabaráttan fram eftir tveimur þungum straumum. Annars vegar fann hún sér far- veg í baráttunni fyrir kvenréttindum og ber þar pólitísk réttindi hæst. Hins vegar var svo fjöldi kvenfélaga sem voru stofnuð til þess að bæta velferð almennings á öllum sviðum, hvort heldur menntun, heilsufar, húsnæðismál, hreinlæti eða aðbúnað í vinnu – að ógleymdu almennu siðgæði. Þessir þungu straumar samein- uðust oft í einn farveg, bæði vegna þess að sömu konurnar voru gjarnan á báðum stöðum og svo hins að markmiðin voru í stærst- um dráttum hin sömu – að bæta samfélagið. Það er að sjálfsögðu grafalvarlegt pólitískt mál, þótt það hafi ekki verið rekið í þing- sölum á þessum tíma. Kannski má segja að framboð kvenfélaga til bæjarstjórna og seta þeirra þar hafi staðið í beinu framhaldi af margvíslegu starfi þeirra að líknar- og mannúðarmálum. Félög kvenna, svo sem Thorvaldsensfélagið, Hið íslenska kvenfélag, Hringurinn og Hvítabandið í Reykjavík, voru stofnuð með það markmið að bæta hag kvenna og þeirra er minna máttu sín í samfélaginu. Konurnar í félögunum söfnuðu fötum og pen- ingum til að gefa nauðstöddum og saumuðu jafnvel sjálfar bæði föt og sængurfatnað. Þær sendu hjálp inn á heimili þar sem þess var þörf og einnig stúlkur til að hjúkra veikum og lasburða. Thorvaldsensfélagið var stofnað árið 1874 í Reykjavík og eitt fyrsta verkefni þess var að gefa fátæklingum föt fyrir jólin. Fé- lagið beitti sér fyrir því að skýli fyrir þvottakonur var reist við Þvottalaugarnar árið 1888 og það rak saumaskóla fyrir stúlkur um margra ára skeið. Hvítabandið, sem stofnað var árið 1895 í Reykjavík sem bindindisfélag kvenna, varð fljótlega eitt stærsta líknarfélag landsins. Kvenfélagið Hringurinn, stofnað um alda- mótin til að berjast gegn tæringarveikinni, beitti sér sömuleiðis fyrir líknarmálum. Hið íslenska kvenfélag og Kvenréttindafélag Íslands lögðu velferðarmálum einnig lið. Þá er ónefndur hlutur kvenna í Hjálpræðishernum og Góðtemplarareglunni sem beittu sér í líknar- og velferðarmálum af miklum krafti. Öll kvenfélög um allt land sem stofnuð voru eftir aldamótin tóku einnig þátt í þessu mikla starfi með einhverjum hætti. Einstöku félög karl- manna lögðu þessum málum lið, svo sem Hjálpræðisherinn, Góð- templarar og Oddfellowar, en meginþunginn hvíldi á herðum kvenna. Með kosningaréttindum sáu þær sér leik á borði og stigu inn á vettvang stjórnmálanna beinlínis með það markmið að breyta og bæta samfélagið. Starf kvennanna í bæjarstjórn miðaði að því sama og starf kvenfélaganna utan bæjarstjórnar. Þær beittu sér fyrir auknum réttindum kvenna, svo sem að stúlkum yrði kennt sund eins og piltum og að kennslukonur hefðu sömu laun og kennarar. Bættur aðbúnaður og heilsufar barna í Barnaskólanum var þeim hug- leikið. Þær komu því til leiðar að fátækum börnum var gefinn hafragrautur og mjólk daglega í skólanum og að gólf skólans væru þvegin daglega en ekki einungis sópuð eins og verið hafði. Gólfþvotturinn var nauðsynleg varúðarráðstöfun í því sýkla- og pestarbæli sem Reykjavík óneitanlega var á þessum tíma. Fyrsti leikvöllurinn í bænum komst á fjárhagsáætlun árið 1911 fyrir til- stilli kvenna í bæjarstjórn. Féð var hins vegar naumt skammtað og fór að lokum svo að Kvenréttindafélag Íslands hóf fjársöfnun fyrir nýjum leikvelli og afhenti síðan bæjarstjórn að gjöf sem upp frá því varð að reka völlinn. Konurnar gerðu tillögu um að bæjarsjóður veitti fé til þess að skapa atvinnu handa þurfamönn- um bæjarins og var ráðningarskrifstofu fyrir verkamenn í bæn- um komið á fót árið 1912. Þær kynntu einnig ný viðhorf til ýmissa velferðarmála, eins og kom fram hér að ofan. Konur buðu fram krafta sína til bæjarstjórnar þegar Reykja- vík var óðum að breytast úr sveitaþorpi í bæ. Bæjarsjóður réðst í miklar verklegar framkvæmdir á þessum tíma. Vatnspípur voru lagðar í hús og gasi hleypt á gaspípur, höfn var byggð, vegir lagð- ir, göturæsi grafin og fyrsta gatan malbikuð. Ytri ásjóna bæj- arins breyttist að vonum mikið við þetta. En bæjarlífið hafði sín- ar skuggahliðar. Fólk streymdi til Reykjavíkur alls staðar að af landinu í von um atvinnu og betra líf. Börnum fjölgaði ört. Gam- almenni áttu ekki vísan samastað í skoti húsfreyju. Sjúkir og las- burða áttu ekki öruggt athvarf. Verklegar framkvæmdir hlutu byr í bæði segl með tilkomu verkfræðinga og verklega þenkjandi karlmanna í bæjarstjórn, en töluverður hluti bæjarbúa hélt áfram að eiga um sárt að binda. Konur settust inn í bæjarstjórn til þess að breyta þessum áherslum. Með starfi sínu innan og utan bæjarstjórnar og innan og utan þings síðar meir höfðu konur veruleg áhrif á fæðingu og þróun þess velferðarkerfis sem Íslendingar búa nú við, eins og reyndin var víða erlendis. Þær beittu sér fyrir viðurkenningu á því að velferðarmál og réttindi kvenna væru líka hluti af póli- tískri umræðu, rétt eins og verklegar framkvæmdir. Þótt hlutur þeirra í bæjarstjórn Reykjavíkur og almennt í sveitarstjórnum væri lítill fram eftir allri síðustu öld – og einnig á þingi – hélt hið lifandi starf grasrótar kvenna áfram. Þar var unnið sleitulítið að bættum aðbúnaði þeirra sem áttu sér fáa málsvara á hinu op- inbera sviði. Við sjáum það starf enn að verki og má þar minna á glæsilegan barnaspítala Hringsins.  Auður Styrkársdóttir: Barátta um vald. Konur í bæjarstjórn Reykjavíkur 1908- 1922. Reykjavík 1994. Auður Styrkársdóttir: From Feminism to Class Politics. Umeå 1998. Sjá einnig síður um fyrstu konurnar í bæjarstjórnum á vef Kvennasögusafns Íslands, www.kvennasogusafn.is Framboðslisti kvenfélaganna 1908 Frá vinstri: Katrín Skúladóttir Magnússon (1858-1932), læknisfrú og formaður Hins íslenska kvenfélags, skipaði 1. sætið, Þórunn Jónassen (1850-1922, læknisfrú og formaður Thorvaldsensfélagsins, skipaði 2. sætið, Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940), ritstýra og formaður Kvenréttindafélags Íslands, skipaði 3. sætið og Guðrún Björnsdóttir (1853-1935), mjólkursali, skipaði fjórða sætið. Þær komust allar í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1908. Þá var hlutfallskosningu beitt í fyrsta sinn og konur voru í fyrsta sinn með kosningarétt. „Vel byrjar það!“ 24. janúar voru 100 ár liðin frá því að konur náðu í fyrsta sinn kjöri í bæjarstjórn Reykjavíkur. Hér er sú saga rifjuð upp en þegar fyrsta konan tók til máls í bæjarstjórninni var þetta svar eins kallanna: „Vel byrjar það!“ Konur í bæjarstjórn í 100 ár Höfundur er forstöðukona Kvennasögusafns Íslands. LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið sunnudagskvöldið 3. febrúar, kl. 20 á Hótel Sögu, Súlnasal Á uppboðinu verður að venju gott úrval verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna. Boðin verða upp um það bil 100 listaverk. Öll verkin eru sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg föstudag 10-18, laugardag 11-17 og sunnudag 12-17. Hægt er að skoða uppboðsskrána með myndum á vefslóðinni myndlist.is. Rau›arárstíg 14, sími 5510400 · www.myndlist.is Jóhann Briem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.