Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2008, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 13
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
H
ann heitir John Speight, og
skiljanlegt að fólk verði hissa
þegar það heyrir hann ávarp-
aðan: „Tony“ eftir millinafn-
inu Anthony. Það er bók-
staflega ekki hægt að ávarpa
hann Mr. Speight að enskum sið, því hann er
búinn að búa á Íslandi í vel á fjórða áratug; er
rótgróinn Álftnesingur. Samt er hann Breti í
húð og hár. En hér hefur hann samið öll sín
stærstu verk, þau smæstu líka, sönglög, ein-
leiksverk, kammerverk, óratoríu, messu, verð-
launaverk, alls konar verk. Hann hefur líka
samið sinfónísk verk, og það er Sinfónía nr. 4
sem verður frumflutt á tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitarinnar á fimmtudagskvöldið.
„Það er tilviljun að það er sinfónían sem verð-
ur flutt á tónleikunum nú.
Í fyrra stóð til að frumflytja Sellókonsertinn
minn. Þá veiktist Gunnar Kvaran, en konsert-
inn var saminn fyrir hann. Gunnar sendi kons-
ertinn til Erlings Blöndals Bengtssonar í Dan-
mörku og bað hann að finna einhvern til að spila
verkið. Erling sá konsertinn og ákvað að spila
hann sjálfur og frumflytja á tónleikunum núna.
En þá veiktist hann. Ég tek það fram að það er
ekki músíkin sem veldur þessum veikindum. Þá
var ákveðið að flytja fjórðu sinfóníuna en ég
kláraði hana í fyrra.“
Stríðsverk í fimm þáttum
Hvernig verk er sinfónían?
„Hún er í fimm köflum. Reyndar eru þeir
fjórir, en annar kaflinn er endurtekinn, og svo-
lítið öðruvísi fluttur í seinna skiptið. Hún á það
sameiginlegt með annarri sinfóníunni minni að
vera um stríð. Mér finnst að frá því að stríðið í
Írak byrjaði sé óöryggið í heiminum orðið mik-
ið. Maður finnur fyrir undirliggjandi ofbeldi.
Það er þung undiralda. Þetta finnst mér mjög
óþægilegt því ég hef alltaf verið mikill stríðs-
andstæðingur. Stjórnmálamenn eru stöðugt að
reyna að tala okkur til og sannfæra okkur um að
ástandið nú sé miklu betra en það var, en það er
það ekki. Ástandið er miklu verra en það var.
Og stríðið gegn hryðjuverkum – það er tómt
bull að mínu mati. Ég fann fyrir mikilli löngun
til að skrifa stærra verk til að tjá mig um þetta.
Fyrir vikið er músíkin svolítið ofbeldisfull
stundum. En hún er líka á köflum friðsæl, eins
og í þriðja þættinum, sem er afskaplega róleg-
ur. Undiraldan er þar samt – ógnin; hræðslan.
Sinfónían var í smíðum frá 2003 til 2007. Það
tók langan tíma að semja hana, en að vísu var ég
að semja margt inn á milli.“
Þú nefndir að einn þáttur sinfóníunnar væri
endurtekinn. Er það ekki sérstakt?
„Annar kaflinn er ofbeldisfullur og ágengur.
Það koma samt rólegir sprettir inn á milli. En
þegar kaflinn er endurtekinn, er hann allur
mjög „aggressívur“ og áreitið mikið. Það var
kannski fyrst og fremst formið sem kallaði á að
hann væri endurtekinn. Þetta er ekki ósvipað og
risastór og afkáralegur menúett og tríó.“
Þú segir að sinfónían sé um stríðið. Er þetta
einhvers konar saga?
„Nei. Nema ef væri tilfinningalega. Sinfónía á
að vera einhvers konar skáldsaga, í yfirfærðri
merkingu. Ef ég vildi skrifa skáldsögu myndi ég
gera það. Sinfónían er tilfinningalegur skáld-
skapur, sem þarf ekki að vera saga eða pró-
gramm. Ég held að fólk skynji óöryggið og
ónotalegheitin. Sérstaklega þegar við erum að
fara til útlanda. Þá erum við stöðugt að hugsa
um hvort við séum búin að setja réttu hlutina í
plastpoka, finna vegabréfið, þetta er orðið mjög
óþægilegt. Kannski að annar kaflinn sé eins og
lífið á Íslandi, fyrir utan pólitík.“
Eða kannski í kyrrðinni hér á Álftanesinu?
„Já, eða á Álftanesinu. Annars getur nú allt
farið í háaloft í pólitíkinni hér líka.“
Óviðjafnanlegt að semja fyrir hljómveit
Er það skylda tónskálds að semja sinfóníu?
Mér finnst það freistandi að semja stórt
hljómsveitarverk. Sinfóníuhljómsveit er ein af
stærstu uppgötvunum mannsins. Hún er fyr-
irbæri. Að fá áttatíu, hundrað eða jafnvel enn
fleiri til að spila saman verk eftir sig, og til-
brigðin og möguleikarnir í útfærslu óendanleg,
það er auðvitað óviðjafnanlegt. Þegar ég byrjaði
í Guildhall-skólanum í London 1964 var umræð-
an svona: „ljóðlistin er dauð, málverkið er dautt;
það gerir enginn svona núna; skáldsagan er al-
veg búin er að vera; sinfóníur oj“. Það var pró-
fessor sem sagði við mig að eftir fimmtán til
tuttugu ár yrði ekkert nema tölvutónlist. Sem
betur fer hafði hann rangt fyrir sér. Sinfón-
íuhljómsveit býður upp á óendanlega mögu-
leika. Ef maður skoðar sinfóníska formið; Moz-
art, Beethoven, Mahler, Penderecki. Þetta form
er óendanlega breytilegt. Það er bókstaflega
eins og lifandi vera, sem ummyndast til þess að
lifa af. Hans Werner Henze samdi fullt af sin-
fóníum. Jafnvel avant-gardisti eins Luciano
Berio samdi sinfóníur, og Penderecki. Það eina
sem sinfóníunni stafar hætta af eru prógramm-
nefndir hljómsveitanna – verkefnavalsnefnd-
irnar og listrænir stjórnendur sem þora ekki að
setja ný verk á efnisskrá hljómsveitanna. Á sjö-
unda og áttunda áratugnum fór að bera á mjög
sérkennilegri hugmynd. Það var eins og fólk í
þessum nefndum þyrfti að gera eitthvað til þess
að rétta hlut nýrrar tónlistar. Þá var farið að
flytja stutt verk, ekki lengri en tíu mínútur, eins
og það væri ekki hægt að bjóða hlustendum upp
á meira af svoleiðis „óhljóðum“. Þetta var ekki
rétt. Fólki er einfaldlega ekki gefið tækifæri til
að hlusta á lengri verk. Ef maður sýnir verk-
efnavalsnefnd verk sem er lengra en fjörutíu
mínútur, þá er sagt „Ó, ó, ó, þetta á eftir að
kosta mikið“. Einn og hálfur tími af Mahler er
hins vegar í lagi, því hann er samþykktur. Sin-
fónískum verkum og sinfóníuhljómsveitinni
stafar mest hætta af þessu.
Ég segi fyrir sjálfan mig að ég fer æ sjaldnar
á sinfóníutónleika. Ég er búinn að heyra þetta
allt ótal sinnum. Hvað er hægt að hlusta oft á
fimmtu sinfóníu Beethovens? Hún er flott, en ég
er búinn að hlusta hana í fimmtíu ár. Mér finnst
að það verði að vera meira af nýjum verkum á
efnisskrám sinfóníuhljómsveita, og þá ekki bara
tíu mínútna verk, flutt af skyldurækni. Svona
finnst mér staða sinfóníunnar í dag. En það er
nú samt ótrúlega freistandi og gaman að hafa 40
mínútur til að tjá sig með þessu frábæra hljóð-
ræri sem sinfóníuhljómsveit er.“
Finnst þér hljómsveitir haldnar ótta við nýj-
ungar – er þetta bara íhaldssemi?
„Ja, það er sagt að fólk vilji ekki hlusta á nýja
tónlist. Ég veit ekki hver ákvað það. Það er sagt
að það mæti engir á slíka tónleika, og þá sé tapið
svo stórt. Eiga tónskáld að hafa áhyggjur af
því? Hljómsveitir eru bara ekki tilbúnar til að
leggja peninga í það að flytja nýja tónlist. Ég
skil ekki hvernig hægt er að óttast tónlist. Ef
það er eitthvað á tónleikum sem mér líkar ekki
eða mér finnst leiðinlegt fæ ég mér einfaldlega
bara dagdraum eða fer að hugsa um eitthvað
allt annað. Oftast er það nú samt þannig að það
er skemmtilegt að heyra eitthvað nýtt.“
Ég vil taka hlustandann með mér
Nú hefur verið sagt um verkin þín að þau séu
aðgengileg og auðvelt að hlusta á þau. Hugs-
arðu um hlustandann meðan þú ert að semja?
„Ég sem ekki í dúr og moll en ég byggi efni-
viðinn svolítið eins og með legókubbum. Græni
kubburinn lítur allt öðruvísi út ef þú ert með
blátt í kringum hann en ef þú ert með rautt í
kringum hann. Þetta er samt ennþá græni
kubburinn þótt hann fái nýja merkingu. Ég
reyni mitt besta við að setja verkin mín saman
þannig að þau séu skiljanleg. Ég gæti verið að
tjá mjög flóknar hugsanir en maður verður
samt að reyna að tjá þær á þann hátt að þær séu
skiljanlegar. Ég sé ekki neinn tilgang með því
að segja eitthvað sem er óskiljanlegt. Ég tjái
mig með tónlist, skáld tjáir sig í skrifum. Stór
sinfónía er einhvers konar ferðalag sem maður
fer í gegnum. Ég vil taka áheyrendur með mér í
þetta ferðalag. Mitt verk er að sýna þeim veginn
sem við ætlum að fara. Tónlistin er minn tján-
ingarmáti. Ég get ekki skrifað bækur og ég get
ekki málað myndir, en ég held að ég geti eitt-
hvað í tónlist. Þar fæ ég útrás fyrir mína sköp-
unarþörf en ég vil hafa fólk með mér í þessu
ferðalagi. Þess vegna legg ég hart að mér að
gera mig skiljanlegan.“
Hugsarðu um hefðina meðan þú semur?
„Nei. En fólk sem týnir sambandi sínu við
það sem á undan er gengið er sjálft týnt. Það
sem ég tek frá hefðinni er formið. Ekki form
eins og sónötuformið heldur form í sjálfu sér.
Það þarf að vera form í tónlist. Bygging-
arramminn skiptir miklu máli. Mér finnst form-
laus tónlist leiðinleg. Formið er mér vegvísir,
eitthvað til að grípa í. Fyrsta sinfónían mín er í
þremur köflum, og undir áhrifum frá altaristöfl-
unni í Bessastaðakirkju eftir Mugg. Hún er þrí-
skipt. Sú næsta var í tveimur köflum, með mikl-
um andstæðum. Sú þriðja var í einum kafla.
Þessi er í fimm köflum, og ég vona að hlust-
endur skynji formið og skilji hvað ég er að fara.“
Sinfónían er ferðalag
Árvakur/Árni Sæberg
John Speight „Mér finnst formlaus tónlist leiðinleg. Formið er mér vegvísir, eitthvað til að grípa í.“
» Sinfóníuhljómsveit býður
upp á óendanlega mögu-
leika. Ef maður skoðar sinfón-
íska formið; Mozart, Beetho-
ven, Mahler, Penderecki, það
er óendanlega breytilegt, bók-
staflega eins og lifandi vera,
sem ummyndast til að lifa af.
Sinfóníuhljómsveit Íslands frumflytur Sinfóníu nr. 4 eftir John Speight á tónleikunum á fimmtudags-
kvöldið. Tónskáldið segir sinfóníuna fjalla um stríð og þann óróleika og óöryggi sem það skapar okkur.
Og jafnvel í friðsældinni liggur undiralda ógnarinnar undir yfirborðinu. John Speight segir sinfóníuna t
ilfinningalegan skáldskap; ferðalag sem hann vill bjóða áheyrendum með sér í