Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2008, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Gísla Sigurðsson
gislisigurdsson@simnet.is
Það er svo bágt að standa í stað
og mönnunum munar
annaðvort afturábak
ellegar nokkuð á leið.
Jónas Hallgrímsson
Í
Lesbókargrein hinn 12. janúar síðast-
liðinn birti heimspekingurinn Stefán
Snævarr eitt og annað um eigin skoð-
anir og annarra á framförum og
raunar var fyrirsögnin Framfarafar-
aldur. Að tala um faraldur framfara
er eitthvað skrýtið; flestir setja faraldra í sam-
band við eitthvað neikvætt, en framfarir eru
ótvírætt jákvætt hugtak.
Greinarhöfundurinn kveðst vona hið bezta
en óttast hið versta. Gagnrýnir hann framfara-
dýrkunina harðlega og telur að framfarir hafi
orðið mun minni í heiminum á síðustu ártugum
en margir haldi.
Ég les ævinlega greinar Stefáns, ef ég sé
þær því hann er á sinn hátt að tala til allra
hugsandi manna. Fyrir eitthvað um þrjátíu ár-
um kom hann stundum við á Morgunblaðinu;
reiður ungur maður og hafði allt á hornum sér
og mér skildist þá að hann hataði íhaldið og
Moggann og alla þá útgerð. En Mogginn er þó
ekki verra blað en svo að þar kýs hann að birta
ádrepur sínar.
Alveg get ég heils hugar tekið undir ýmislegt
sem Stefán Snævarr segir um svokallaðar
framfarir. En annað er vafasamt, ef ekki bein-
línis rangt. Hann segir réttilega að moldarkof-
arnir sem Íslendingar bjuggu í forðum hafi
verið litlu betri íverustaðir en húsarústir. Síðan
segir hann:
„Samt hafði torfkofavistin (og hin illa fortíð)
sína kosti, gagnstætt því sem framfarasjúk-
lingarnir halda. Margir fátækir bændur á
Fróni voru glettilega fróðir og bókelskir en
seint verður borið á stríðalda nútímaunglinga
að þeir þjáist af lestrarást og fróðleiksfýsn.“
Voru torfkofarnir svona góðir?
Hvernig ber að skilja þetta, kæri Stefán? Ertu
að reyna að segja að þessir skelfilegu torfkofar
hafi stuðlað að því að íslenzkir bændur voru
fróðir og bókelskir? Ber að skilja þetta þannig
að skárri húsakynni, með upphitun og rennandi
vatni, salernum og tvöföldu gleri í gluggum hafi
síðar meir orðið til þess að bændur og ugglaust
flest annað fólk á Íslandi, hafi orðið minna bók-
elskt og síður fróðleiksfúst?
Ég er fæddur og uppalinn í sveit og tel mig
sveitamann öðrum þræði. Ekki kannast ég við
neina breytingu frá því sem var, eða að íslenzk-
ir bændur hafi með tímanum orðið ófróðari og
minna bókelskir en var til að mynda um 1940-
1950 þegar ég fór fyrst að gera mér grein fyrir
mönnum og málefnum. Síðar, þegar ég var í
rúma þrjá ártugi umsjónarmaður Lesbókar
Morgunblaðsins, var mér alla tíð aðdáunarefni
hvað oft var hægt að birta frábærar greinar
eftir bændur sem tjáðu sig um hvaðeina frá
höfundi Njálu til samtímans. Mér koma strax í
huga menn eins og Jónas í Stardal, Sigurður í
Hvítárholti og sveitungi hans, Helgi á Hrafn-
kelsstöðum. Einnig Björn Egilsson frá Sveins-
stöðum og Benedikt frá Hofteigi. Þeim hefði
áreiðanlega komið á óvart að sjá það í Lesbók-
inni að betur hefðu þeir búið áfram í torfkof-
unum.
En hitt sem Stefán nefnir er því miður nærri
lagi, að nútímaunglingar þjást hvorki af lestr-
arást né fróðleiksfýsn.
„heimsaugað hreina“
Allir þrá framfarir að því er virðist, en hitt er
svo annað mál að menn getur greint á um hvað
horfi til framfara af því sem við tökum okkur
fyrir hendur. Hér er í upphafi vitnað í ljóð eftir
Jónas Hallgrímsson, sem margir eru nú sam-
mála um að sé það stórskáld Íslendinga sem
hvað hæst ber. Ég segi nú vegna þess að þegar
ég lít aftur á bak til minnar eigin skólagöngu
fyrir fimmtíu til sextíu árum finnst mér að bæði
almenningur og skáldin í landinu hafi ekki haft
sömu tilfinningu fyrir snilld hans og yfirburð-
um og nú. Jónas var talinn afar gott skáld, á því
er enginn vafi, og við lærðum Gunnarshólma
utanbókar í barnaskólunum. Það reyndist afar
gott veganesti.
Þegar menn tala um „ástkæra, ylhýra“ og
meina vitaskuld móðurmálið, þá er ekki einu
sinni víst að þeir hinir sömu viti að þessi orð
eru úr ljóðlínu í einu fegursta ljóði Jónasar,
sem heitir Ásta. Mér finnst annað erindið í því
ljóði alger perla, svohljóðandi:
Veiztu það, Ásta, að ástar
þig elur nú sólin?
Veiztu, að heimsaugað hreina
og helgasta stjarnan
skín þér í andlit og innar
albjört í hjarta,
vekur þér orð, sem þér verða
vel kunn á munni
Líklega hafa ekki allir verið jafn sannfærðir
um ágæti þessa ljóðs. Í vel þekktri og yfirleitt
afbragðsgóðri Lestrarbók Sigurðar Nordals,
sem út kom 1947 er þessu ljóði Jónasar sleppt.
Í Íslenzku ljóðasafni, sem Almenna bókafélagið
gaf út 1975 og Hannes Pétursson og Kristján
Karlsson völdu, er það á hinn bóginn tekið með
í úrvalið. Ég nefni þetta til að sýna að ef til vill
líta hinir færustu menn ekki einstök ljóð sömu
augum þegar liðnir eru nokkrir áratugir.
Það er eiginlega að bera í bakkafullan lækinn
að fjalla um Jónas að nýliðnu 200 ára afmæl-
isári hans. Ég get þó ekki stillt mig um að
minnast þess með gleði og aðdáun þegar einn
af okkar fjölhæfustu listamönnum, Hallgrímur
Helgason, tók svo kirfilega af skarið að hann
valdi í sjónvarpsþætti fegurstu ljóðlínu í sam-
anlagðri íslenzkri ljóðagerð. Það var ljóðlína úr
Gunnarshólma Jónasar: „og skógar glymja,
skreyttir reynitrjám.“ Sú ljóðlína er vissulega
fögur en samt ekkert fegurri en margar aðrar
úr þessu sama kvæði.
Í nafni framfaranna langar okkur líklega til
að eitthvert nútímaskáld kæmist upp að hlið
Jónasar. En því miður eru ekki miklar líkur á
því, svo við skulum bara vera ánægð með að
hafa eignast annan eins snilling. Íslenzk ljóða-
gerð þarf ekki að vera í neinni kreppu eða aft-
urför þó að það takizt ekki að skáka Jónasi.
Munar ekki mest um innrætið?
Um 1940 var svo komið í minni heimasveit,
Biskupstungum, að örfáir torfbæir voru þar
eftir. En vel man ég ísúran moldarþef þegar
inn var komið. Mér fannst hann óhugnanlegur.
Ekki kemur mér í hug að kalla það neitt annað
en framfarir þegar fólk þarf ekki að hírast
lengur í slíkum húsakynnum.
Þó tel ég að mestu framfarirnar hafi átt sér
stað í innræti fólks, ef satt er allt það sem skráð
hefur verið. Ég á þar við þann ótrúlega níðings-
skap sem margir sýndu niðursetningum allt
fram á 20. öld. Þegar móðir eða faðir dóu frá
stórum barnahópi var eina úrræðið að jafna
þessari nýju ómegð niður á einstök heimili og
venjulega voru það þeir sem eitthvað voru skár
settir fjárhagslega sem tóku það að sér. Ótrú-
lega margir niðursetningar mættu engu öðru
en illsku; þeir voru niðurlægðir eins og hægt
var og fengu varla að éta. En jafnframt var
þeim ætlað ómælt erfði. Raunar þurftu börn
ekki að vera opinberir niðursetningar til að
lenda í þessari stöðu. Í nýrri bók sinni um
merkiskonuna Bíbí segir Vigdís Grímsdóttir
frá því að kornungri var móður Bíbíar komið
fyrir á bæ í Eyjafirði til skamms tíma vegna
þess að amman hafði látizt. En þarna var barn-
ið látið borða með hundunum og að flestu leyti
komið fram við það eins og hund.
Lengst virðist hafa lifað í glæðum mann-
vonzkunnar á unglingaheimilum eins og
Breiðavík, en ég vona að minnsta kosti að eitt-
hvað hliðstætt eigi sér ekki stað á Íslandi leng-
ur og það er þá mikil framför.
Ljóðin og leikhúsið
Stefáni Snævarr finnst slæmt hversu mjög
skák- og ljóðaáhugi hefur minnkað á Íslandi.
Hann segir: Frá mínu sjónarhorni er það aft-
urför af verri gerðinni. Ef þetta væri staðreynd
mætti vissulega taka undir það. En varla telst
það merki um minnkandi áhuga á ljóðum að ei-
mitt á nýliðinni jólabókavertíð voru gefnar út
fleiri ljóðabækur en í áraraðir á undan. Ekki
nóg með það, heldur fengu margar ljóðabækur
feikilega góða gagnrýni. Þegar bókmennta-
spekingar gerðu upp árið í sjónvarpsþætti,
virtust þeir álíta að heildin væri í meðallagi, en
að ljóðabókaútgáfan skæri sig úr. Þetta væri ár
ljóðsins. Sjálfur hef ég lesið margar af nýjustu
ljóðabókunum og tek undir að þar er margt eft-
ir unga höfunda sem lofar góðu. En mér kom á
óvart að það bezta sem ég hef enn fundið eru
nokkur ljóð í ljóðabók eftir miðaldra lækni, Ara
Jóhannsson. Yrkisefni hans er meðal annars
daglegt starf hans þar sem barizt er við að
halda lífi í dauðvona fólki. Mitt mat er að hvaða
merkisskáld sem er gæti verið fullsæmt af ljóði
eins og þessu:
Stofa 4:
Áður reið hann fífilbleikum hesti til móts
við veislur undir haustfjöllum.
Nú þolir biðukollurinn ekki að opnaður
sé guggi í suðvestanátt.
Hann hefur lagt söðul sinn á nef tímans
sem reynist ekki hafa söðulnef. Allt rennur
því fram með vaxandi hraða. Áin fyrir
neðan er hálfþornuð heilaslagæð í djúpu gili.
Blóðtappi lokaði spjallrásinni í síðustu viku.
Hann skortir því svo margt, til dæmis sum orð.
Sum orð eru torskilin leikmönnum
svo sem acetylkólín og serótónín.
Gegnum röntgengeisla grillir í fyrri æviskeið.
Yfir holtin berst ómur af söng í náttstað undir
veðruðum fjöllum. Enn er sungið á haustkvöldum
en lögin sitja föst í höfðinu, tónarnir eru sem
brak í illa stilltu útvarpstæki og allar nótur á
sama striki eins og hópur fugla á símalínu,
þeir nema engin orð, bara stöðugan sóninn …
Um meintan dauða
hámenningar
Um endalok leikhússins og og menningarinnar
yfirleitt segir Stefán:
„Ennfremur er talað um endalok leikhússins
og dauða sígildrar tónlistar. Menningin
drukknar í drullupolli gláps, glamurs og glam-
úrs. Er dauði hámenningarinnar enn eitt dæm-
ið um framfarir?“
Ég skal játa að ég varð svolítið hissa að lesa
þetta og hefði helzt viljað láta segja mér það
þrívegis eins og Njáll. Ekki hef ég hugmynd
um hvort þetta gæti átt við norsk leikhús, en
það er af og frá að það eigi við um leikhúsin hér
og frammistöðu þeirra. Ekki þarf annað en að
opna dagblað og virða fyrir sér lista yfir leik-
húsin í landinu nú í ársbyrjun til að sjá að fram-
boðið er ótrúlegt. Á skránni hjá Þjóðleikhús-
inu, Íslenzku óperunni, Iðnó,
Draumasmiðjunni, Borgarleikhúsinu, Íslenzka
dansflokknum, Hafnarfjarðarleikhúsinu, Leik-
félagi Akureyrar, Landnámssetrinu í Borg-
arnesi, Möguleikhúsinu, Stopp-leikhópnum og
Silfurtunglinu eru hvorki meira né minna en 36
verk á fjölunum. Vitanlega er það misgott sem
boðið er upp á en eitt er víst; við eigum fjölda af
úrvals leikurum og nokkra frábæra leikstjóra.
Af þessu verður að draga þá ályktun að þessi
niðurstaða prófessorsins um skort á fram-
förum sé sérlega óheppileg. Um meintan dauða
sígildrar tónlistar er það að segja að ekkert er
svo sígilt að það standi til eilífðar. Nýlega birt-
ist fróðlegt viðtal í Lesbók um ungt tónlist-
arfólk, sem eftir langt framhaldsnám í útlönd-
um var að gæla við þá hugmynd að snúa sér að
popptónlist, eða öllu heldur einhverskonar
sambræðingi, og töldu þau margt benda til
þess að það yrði ofan á í músíkheiminum.
Um hvað munar mest?
Þegar litið er yfir sviðið síðastliðna hálfa öld og
reynt að gera sér grein fyrir framförum og
hugsanlegri afturför einhvers staðar er dag-
ljóst að okkur hefur munað nokkuð á leið, svo
enn sé vitnað í Jónas. Hvað af öllu þessu sem
við njótum í daglegu lífi mundi mest muna um
ef það væri farið og horfið?
Ég hef reynt að íhuga svar við þessari spurn-
ingu og komizt að þeirri niðurstöðu að mest
mundi muna um rafmagnið. Ímyndið ykkur
bara hvernig allt lamaðist væri rafmagnið
horfð að fullu og öllu. Í annan stað vil ég nefna
samgöngur almennt og einkum þó vegakerfið.
Ekki þarf að fara ýkja langt aftur í tímann til
að sjá fyrir sér þá ömurlegu vegi sem lands-
menn urðu að gera sér að góðu, löngu eftir að
bílar urðu almenningseign. Miklar og góðar
framfarir hafa orðið í heilbrigðiskerfinu og
sjúkdómar sem áður voru banvænir reynast nú
fremur auðveldir viðfangs. Af því leiðir meðal
annars að íslenzkir karlar ná nú einna hæstum
aldri í veröldinni.
Nú heyri ég að einhverjir segja: Hann ætlar
þó ekki að gleyma tölvunum? Rétt er það að
vísu að tölvur hafa breytt mörgu í daglegu lífi.
En í grundvallaratriðum breyttu þær ekki
neinu og við sem munum veröldina tölvulausa
getum staðfest að öll þessi kerfi gengu án
þeirra.
Ekki er ég nærri því eins viss um framfarir í
fræðslukerfinu og ýmsu öðru, sérstaklega á
grunnskólastiginu, og frammistaða íslenzkra
nemenda er yfirleitt heldur dapurleg á al-
þjóðavísu. Þar er um að kenna sífellt minnk-
andi aga, segja kennarar, svo þar verð ég að
segja að okkur miði ekki áfram, heldur aftur-
ábak. Enn þá stærra skref aftur á bak og
þyngra en tárum taki er mjög vaxandi eitur-
lyfjaneyzla og allt það ofbeldi sem henni fylgir.
Áfram eða afturábak
Ljósmynd/Gísli Sigurðsson
Jónas Hallgrimsson 200 ára afmælismynd eftir greinarhöfundinn.
STEFÁN Snævarr skrifaði grein í Lesbók
fyrir skömmu um meintan framfarafaraldur.
Greinarhöfundur telur að niðurstaða Stefáns
um skort á framförum sé sérlega óheppileg.
Um margt hafi okkur miðað áfram en um
sumt afturábak, eins og skáldið sagði.
Höfundur er blaðamaður
og myndlistarmaður.