Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2008, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2008, Blaðsíða 1
Laugardagur 16. 2. 2008 81. árg. lesbók FJÁRMÖGNUN MENNINGAR HVERJIR GREIÐA FYRIR MENNINGUNA? HVERJIR GRÆÐA Á MENNINGUNNI? GRÆÐIR MENNINGIN? » 3 Nafnið Guðni Ljós Elísson hefði á tuttugu árum breytt mér í góðkunningja lögreglunnar » 2 Breskt stúlknapopp Adele þykir ein efnilegasta söngkona Breta um þessar mundir, en hún er ekki enn skriðin yfir tvítugt. Arnar Eggert Thor- oddsen segir frá nýrri stúlknapoppsstefnu í Bretlandi sem gerir meira út á hæfileika en útlit. Að sönnu byltingarkennd hugsun! » 7 Maðurinn er illur. Það fer ekki ámilli mála. Það er engu líkaraen skrattinn hafi náð tökum áhonum. Þegar hann talar má heyra hvernig það kraumar í víti. Þegar hann drepur má sjá frygðina í augum hans. Nýjasta kvikmynd Cohen-bræðra No Country For Old Men fjallar um það hvern- ig heimurinn er að fara til fjandans. Ofbeld- ið er yfirgengilegt. Blóðið rennur. Það rennur í svo stríðum straumum að það brýst út tauga- veiklunarkenndur hlátur. „Stundum er ekki annað hægt en hlæja,“ segir lög- reglustjórinn Ed Tom Bell sem Tommy Lee Jon- es leikur af ná- kvæmni. Ed hef- ur verið lögreglustjóri frá því hann var 25 ára en er nú að hætta. Hann er enda hættur að skilja þennan heim og glæpina: „Segja má að það sé mitt starf að berjast gegn þeim en ég skil ekkert í þeim lengur. Og raunar vil ég ekki skilja þá. Maður myndi þurfa að leggja sál sína að veði. Maður yrði að segja, allt í lagi, ég skal taka þátt í þessu.“ En það er illfyglið Anton Chigurh sem stelur senunni í þessari mynd, morðóður, siðblindur, yfirþyrmandi. Javier Bardem leikur þennan mann af nánast óviðeigandi þokka. Cohen-bræður hafa búið til einn besta vestra sem sést hefur á hvíta tjaldinu lengi. Andrúmið minnir stundum á Kill Bill eftir Tarantino en ljóðrænan ristir dýpra í myndmáli Cohen-bræðra. Og skáldskapur Cormacs McCarthy, sem bræðurnir byggja myndina á, snertir okkur meira. Illmennin vaða uppi í þessum heimi. Og ekkert er hægt að gera. Ed Tom Bell er hættur. Anton Chigurh leikur lausum hala. Anton Chigurh Þegar hann talar má heyra hvernig það kraumar í víti. Þegar hann drep- ur má sjá frygðina í augum hans. Ed Tom Bell er hættur Anton Chigurh leikur lausum hala MENNINGARVITINN Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.