Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2008, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2008, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Eystein Björnsson eystb@ismennt.is ! Splunkunýtt ár er upp runnið og takk fyrir það gamla. Dag- skipunin er víst ORÐ. Ég ætla að byrja á að velja mér orð ársins 2007. Það er orðið FLOKKSRÆFILSHÁTTUR, sem er reyndar nýyrði smíðað af Davíð Þór Jónssyni og birt- ist, mér vitanlega, fyrst í einum af hans ágætu pistlum aftan á Frétta- blaðinu. Já, vel á minnst, einlægar þakkir til Fréttablaðsins. Án þess lífs- nauðsynlega mótvægis væri Morg- unblaðið illa á vegi statt. Hið sama á reyndar við um flesta hluti í mannlegu samfélagi. Án mótvægis er voðinn vís. Hinn sterki flokkur, hinn mikilhæfi leiðtogi, hið eina sanna PRAVDA. Allir vita hvað gerist þegar ein hreyfing eða einn maður verður alls ráðandi. Lýð- ræðið byggist að sjálfsögðu á því að reglulega sé skipt um stjórnvald og löngu orðið tímabært að löggjafinn skammti tvö kjörtímabil sem hámark á valdastóli. Valdið er sterkasta fíkniefn- ið eins og auðvelt er að lesa á spjöld- um sögunnar. Um leið og hinn sterki leiðtogi öðlast ótakmarkað vald gengur hann af göflunum og fer að taka and- stæðinga sína af lífi. Já, orðið flokksræfilsháttur er náttúrlega tær snilld og segir nánast allt sem segja þarf um höfuðvanda stjórnmálanna. Næstum má einu gilda hvað gerist í þjóðlífinu. Blessaðir stjórnmálamenn- irnir taka undantekningarlítið afstöðu út frá þröngum meintum hagsmunum flokksins. Það er beinlínis grátbroslegt að verða vitni að því hvað annars skyn- ugt fólk getur látið út úr sér við ýmis tækifæri. Að hlusta á mæta menn og konur hella sér yfir pólitíska andstæð- inga sína með skömmum og svívirð- ingum og ásökunum um illar hvatir, svik og óheiðarleika. En láta um leið í veðri vaka að þeir sjálfir séu hvít- þvegnir englar sem aldrei verði neitt á. Auðvitað vita allir sem vilja vita að manngildi og heiðarleiki fer ekki eftir flokksskírteini. Mig grunar að ef hægt yrði að gera manngildiskönnun kæmi í ljós að jafnræði væri með öllum flokk- um. Það sem gildir er hins vegar það að fólk nái að vinna saman að þjóð- þrifamálum þrátt fyrir mismunandi lífsskoðanir og hvaða leiðir skuli fara að settu marki. Þar stendur auðvitað hnífurinn í kúnni og oft mikið vanda- verk að komast að niðurstöðu sem samningsaðilar geta sætt sig við. Þar reynir mjög á samskiptagreind, sveigj- anleika, tillitssemi og umburðarlyndi. Besta leiðin til að ná árangri í að smíða málefnasamning er þó umfram allt að bera virðingu fyrir fólkinu sem maður ræðir við og skoðunum þess. Vísasta leiðin til að skapa sundrungu, úlfúð og óstjórn er hins vegar sú að gera lítið úr pólitískum andstæðingum, hæðast að þeim og gera þá tortryggilega. Auga fyrir auga og við verðum öll blind, sagði einhvern tíma góður mað- ur. Það hlýtur að vera keppikefli allra hugsandi manna, hvar sem er í heim- inum og hvar í flokki sem þeir standa, að horfið verði frá hinni gömlu skipan harðstjórnar og hefnda, kúgunar og arðráns. Fyrirmyndina höfum við í Suður-Afríku. Desmond Tutu sagði ný- lega í viðtali: „Íbúar jarðarinnar eru ein stór fjölskylda. Guð er ekki krist- inn. Hann er guð allra manna á plán- etunni jörð, óháð litarhætti, siðvenjum og trúarbrögðum. Hvernig dytti nokkr- um í hug að láta sprengjum rigna yfir bræður sína og systur og börn þeirra.“ Nákvæmlega hið sama gildir um ör- þjóð eins og okkur Íslendinga. Þótt við þykjumst hafa lýðræði í hávegum og tökum ekki fólk af lífi í bókstaflegri merkingu þá er líka hægt að leggja líf í rúst með orðum og koma með þeim illu til leiðar. Nýársheitið hjá mér er því að spara stóru orðin sem ég hef alltof oft gerst sekur um. Guð láti á gott vita. Orð Eftir Guðna Elísson gudnieli@hi.is Hvað binst við nafn? það blóm semnefnt er rós hefði jafn-ljúfan ilmmeð öðru nafni“ ályktaði Júlía Kapúlett eitt sinn úti í glugga í Verónsborg og reyndi þar að skilja í sundur nafnið og nafnberann, í anda þess sem póststrúktúralistar gerðu löngu síðar þegar þeir héldu því fram að hlutir öðluðust heiti eftir handahófskenndum leiðum. Söguþráður Rómeó og Júlíu bendir reyndar til þess að ásýnd hlutanna geti stýrst af heiti þeirra. Sönglagahöfundurinn Shel Silverstein hefði líklega gengið enn lengra í greiningu á mótandi áhrifum nafn- gifta. Í lagi hans sem Johnny Cash gerði frægt, „Drengur að nafni Sue“, leitar hörkutólið Sue uppi karlskrattann föður sinn, sem gaf honum kvenmannsnafnið Sue. Hvað binst við dreng sem ber stelpunafn? Að mati pabba Sue dauði eða karlmennska, því að strákar með stelpunöfn þurfa að læra að berja frá sér eigi þeir að lifa af í miskunnarlausum heimi. Nafnið er ávísun á herðandi einelti. Mannanafnanefnd er líklega svar ís- lenska ríkisins við þeirri þörf foreldra að styrkja börnin sín með nafninu sem þeim er ætlað að bera, en úrskurðir nefndarinnar þykja ávallt gott fréttaefni. Í „Meg- inreglum um mannanöfn“ segir m.a. að nafnið megi „ekki vera þannig að það geti orðið þeim sem ber það til ama“ og að stúlku megi „aðeins gefa kvenmannsnafn og dreng aðeins karlmannsnafn“. Á Íslandi hefði strákurinn Sue því hlotið karlmann- legra heiti og um leið líklega valið sér eitt af þeim störfum sem vekur værðartilfinn- ingu hjá almenningi, t.d. orðið bókmennta- fræðingur eða pistlahöfundur. Hann hefði sem sagt látið gott af sér leiða í stað þess að vera eilíft að lumbra á fólki út um allan bæ. Karlmanni sem heitir Skarphéðinn eða Hrólfur gefst meira næði til þess að komast í snertingu við kvenleikann í sjálfum sér en þeim sem ber nafnið Sue. Svona er tilveran flókin. Þó er ekki hægt að treysta Ríkinu fyrir því að setja saman nafnalög sem halda til streitu fullkominni aðgreiningu kynjanna því að samkvæmt „meginreglum“ manna- nafna eru millinöfn „eins og ættarnöfn að því leyti að bæði karlar og konur geta borið sama nafnið“. Á síðu Mannanafnaskrár er dæmi tekið um millinafnið Arnfjörð, Jón Arnfjörð Guðmundsson og Guðrún Arnfjörð Hallgrímsdóttir. Þó er það svo um dæmi af þessu tagi að þau eru löngum lýsing á hinu sjálfgefna, hið dæmigerða er undantekn- ingin sem best gengur upp, eins og sést ef önnur og vandmeðfarnari millinöfn eru skoðuð. Hvaða kynbundnu hugmyndir vekja t.d. millinöfnin Vald, Liljan, Ljós, Gull og Storm, en öll hafa þau öðlast viðurkenningu hjá mannanafnanefnd? Nafnið Guðni Ljós Elísson hefði t.d. á tuttugu árum breytt mér í góðkunningja lögreglunnar. Er eitt- hvað skárra fyrir karlmann að heita Guðni Ljós, en t.d. bara Dísa? Og hvað segið þið hálsar góðir um Guðna Gull Elísson? Það er algjörlega löglegt. En kalt nafn og karl- mannlegt er það ekki. Það er svo sem ýmislegt fleira sem ég skil ekki þegar kemur að kynbundnum nafnamuni Íslendinga. Ég skil t.a.m. ekki rökin að baki því að Ilmur sé konunafn en Blær geti ekki verið það og ég held það sé nánast sjálfgefið að strákar sem heita Blær verði að vera Stormur og geta kýlt frá sér. Við erum enn of bundin af útrásarhugmyndinni sem fæddi af sér nýrómantískustefnuna fyrir einni öld (og ýmislegt annað upp á síðkastið) til þess að samþykkja aðra eins heiðríkju í karlmanns- nafni og Blæ. Fremur vildi ég heita Hret þótt það sé ekki að finna á nafnaskrá. Mannanafnanefnd gæti reyndar aldrei stöðvað jafn rammíslenskt heiti, sem er í það minnsta nothæft millinafn. Guðni Hret Elísson. Ónotað en ekki ónýtt. En væri Ás- laug Hret Ólafsdóttir kannski of karlmann- legt? Og hvað um kynlausa millinafnið Loð- mfjörð sem hlotið hefur náð fyrir vökulum augun mannanafnanefndar? Ég mætti skýra dóttur mína Perlu Loðmfjörð. „Perla Loðmfjörð Guðnadóttir! Ég segi þetta bara einu sinni aftur. Loðmfjörð, farðu strax í ballettskóna!“ Það væri ekki tekið út með sældinni að heita Perla Loðmfjörð Guðna- dóttir. Það væri heldur ekki tekið út með sældinni að vera pabbi Perlu Loðmfjörð. Ég skil heldur ekki hvers vegna París er kvenmannsnafn á íslensku. Var París ekki sonur Príams Trójukonungs (og vonbiðill Júlíu í verki Shakespeares)? Er það Paris Hilton sem ber ábyrgð á þessu? Þó vísaði mannanafnanefnd kvenmannsnafninu Aríel réttilega frá fyrir einhverjum árum (ef mig rekur minni til), en þar ætluðu foreldrar líklega að skýra dóttur sína í höfuðið á litlu hafmeyjunni í Disney-ævintýri H.C. And- ersen. Þau áttuðu sig ekki á því að Aríel hefur á þriðja þúsund ár verið fremur ill- skeyttur og hefnigjarn erkiengill. (Kynusli er reyndar eitt af einkennum englahjarða ef marka má ákveðna anga guðfræðinnar, en það er engla siður að „yfirklæðast/hvörjum kyns hætti/ þeir helzt vilja;/ svo viðlíkjanlig/ er vera þeirra; /óblandin, lipr/ án liðamóta“ eins og segir í Paradísarmissi í þýðingu Jóns Þorlákssonar. Engilnöfn ættu því að vera kynlaus eða tvíkynja samkvæmt þess- ari kennisetningu.) Vissulega eru til aðrar leiðir að anda hörku í vöggubörn en að villa kyn þeirra með góðu nafni eða láta þau sofa við opinn glugga í miklu frosti eins og tíðkaðist í mínu ungdæmi hjá mæðrum sem höfðu les- ið yfir sig af Einari Benediktssyni. En fáar leiðir eru betri. Hvað binst við nafn? Heilt líf og stundum eitt kyn. Ekkert minna. Kynin og nöfnin Bleikt og blátt „Vissulega eru til aðrar leiðir að anda hörku í vöggubörn en að villa kyn þeirra með góðu nafni eða láta þau sofa við opinn glugga í miklu frosti eins og tíðkaðist í mínu ungdæmi hjá mæðrum sem höfðu lesið yfir sig af Einari Benediktssyni.“ FJÖLMIÐLAR »Hvaða kynbundnu hug- myndir vekja t.d. millinöfn- in Vald, Liljan, Ljós, Gull og Storm, en öll hafa þau öðlast viðurkenningu hjá manna- nafnanefnd? Nafnið Guðni Ljós Elísson hefði t.d. á tutt- ugu árum breytt mér í góð- kunningja lögreglunnar. Er eitthvað skárra fyrir karlmann að heita Guðni Ljós, en t.d. bara Dísa? Og hvað segið þið hálsar góðir um Guðna Gull Elísson? Það er algjörlega lög- legt. En kalt nafn og karl- mannlegt er það ekki. Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.