Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2008, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2008, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Þegar átök múslima og kristinnaeru rædd benda ýmsir á að rót- in liggi hjá bókstafstrúarmönnum sem séu merkilega svipað þenkjandi alls staðar, hvort sem þeir fæddust í Texas eða Teheran. Nú hafa þessar náskyldu sálir loks náð saman og stofnað Meanwhile City, sem er sann- kölluð útópía bók- stafstrúarmanna, hvað sem öðrum kann að finnast. Umrædd borg er að vísu ekki til í raunveruleik- anum enn þá, en ef forspá kvik- myndarinnar Franklyn reynist rétt mun borgin rísa von bráðar. Þar hafa skilin á milli ríkis og trúar verið máð út en hverju fólk trúir skiptir þó ekki öllu, það er hins vegar bundið í lög að allir þurfi að játa einhverja trú, hvaða trú sem þeir svo velja. Það eru þau Ryan Phillippe, Eva Green, Sam Riley og Bernard Hill sem leika fjórmenningana sem eru í for- grunni mynd- arinnar. Íslandsvin- urinn Phillippe var raunar mjög glaður yfir því að fá loks tækifæri til þess að fá loks að notfæra sér kunn- áttu sína í sjálfsvarnaríþróttum á hvíta tjaldinu, en leikarinn hafði unnið sig upp í svarta beltið í tæk- vondó einungis ellefu ára gamall. Leikarinn er þó hulin mestalla myndina bak við sviplausa hvíta grímu. Gerald McMorrow leikstýrir hér sinni fyrstu mynd í fullri lengd en áður leikstýrði hann stuttmynd- inni „Thespian X“, um geimverur og vélmenni á atvinnuleysisbótum. Hann gengst fúslega við því að vera skilgetið afkvæmi Terry Gilliam og Tim Burton, sem ætti ekki að vera slæm blanda.    Kvenkyns leikstjórar eiga oft erf-itt uppdráttar í Hollywood og reka sig þar oft á ófáa veggi. Ferill Kimberly Peirce hefur lengi verið eitt besta dæmið um þá erfiðleika. Fyrir níu árum átti hún eina mögn- uðustu frumraun síðari ára, Boys Don’t Cry, sem fjallaði um grimm örlög klæðskiptingsins Brandon Teena en þó ekki síður lífið í útkjálkakrummaskuðum Bandaríkj- anna sem flestir hafa gleymt. Mynd- in aflaði aðalleikkonunni Hillary Swank bæði heimsfrægðar og óskarsverðlauna, en það er fyrst núna sem Peirce hefur komið ann- arri mynd alla leið á tjaldið. Myndin sú verður frumsýnd ytra eftir rúman mán- uð og nefnist Stop-Loss. Myndin fjallar um hermann, leikinn af góðkunningja okkar þessa vikuna, Ryan Phillippe, sem snýr heim frá Írak og tekst með mikilli elju að koma lífi sínu aftur á réttan kjöl – en er svo boðaður aftur til Bagdad. En hann neitar, enda búinn að sinna þeirri herskyldu sem hann samdi um, og slíkur mótþrói er Sámi frænda ekki að skapi. Nafn mynd- arinnar, Stop-Loss, er merkilegt nokk ekki ákall um að stöðva þetta stríð, sem virðist illmögulegt að sjá fyrir endann á, heldur þver- stæðukennd nafngift þess viðauka í samningi bandarískra hermanna sem kveður á um að hægt sé að framlengja samninginn án samráðs við hermanninn, viðauki sem dóm- stólar hafa sumir sagt að standist ekki lög. Í öðrum helstu hlutverkum eru Channing Tatum, Joseph Gordon- Levitt og Timothy Olyphant. KVIKMYNDIR Eva Green Joseph Gordon-Levitt Ryan Phillippe Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Um þessar myndir er verið að gefa útstórvirki Bernardo Bertolucci TheLast Emperor (1987) í viðhafn-arútgáfu á mynddisk. Þykir mörgum sem þessi mynd hafi nú loksins hlotið viðeigandi meðhöndlun en auk útgáfunnar sem sýnd var í kvikmyndahúsum og hlaut níu óskarsverðlaun fylgir í pakkanum lengri sjónvarpssyrpuútgáfa auk svo viðamikils ítarefnis að ekki duga minna en tveir diskar undir það. Ekki eru þó allir kvik- myndaunnendur á eitt sáttir og skýrist það að því sem verður að teljast vafasöm endurskoðun tökumannsins víðfræga Vittorio Storaro á útliti myndarinnar. Þannig er mál með vexti að á undanförnum árum hefur Storaro þróað nýja hlutfallsstærð þar sem breidd rammans er nákvæmlega tvöföld hæð hennar, en hefðbundin hlutföll geta verið frá 1,33:1 (hefðbundin sjónvarpsstærð) upp í 2,35:1 (og jafnvel enn breiðari hlutföll þekkjast). Storaro sér fyrir að hlutfallið sitt Univisium 2:1 leysi mörg samræmingarvandamál og ekki síst hvað varðar tilfærslu frá breiðtjaldi yfir í sjón- varp. En ekki er nóg með að Storaro sé farinn að fylgja eftir þessari framtíðarsýn sinni með því að mynda í Univisium heldur er hann farinn að umbreyta eldri myndum sínum svo að þær falli að þessari sýn hans. Criterion framleiðand- inn sem hefur veg og vanda af nýju útgáfunni af The Last Emperor auglýsir með stolti að Stor- aro hafi ekki aðeins blessað hana heldur hafi hann haft yfirumsjón með stafrænni endurgerð hennar. Samkvæmur sjálfum sér hefur Storaro skorið myndina sem var kvikmynduð í hlutfall- inu 2,35:1 og allajafna sýnd í 2,20:1 niður í 2:1, þannig að talsverðu efni til vinstri og/eða hægri í rammanum hefur verið fórnað. (Áhugasamir les- endur geta glöggvað sig á muninum með því að skoða samanburðarramma á síðunni www.dvdbeaver.com.) Á meðan Bertolucci sjálf- ur hefur blessað þennan niðurskurð, líkt og áður Francis Ford Coppola þegar Storaro gerði slíkt hið sama við Apocalypse Now (1979), þykir mörgum kvikmyndaunnendum hann æði vafa- samur (auk þess sem sumar telja að einnig hafi verið verulega hrært í litaáferð myndarinnar). Bent hefur verið á að líklega kæmust fáir töku- menn upp með slíkar síðbúnar breytingar og að þetta sé hreint og klárt dekur við meistara Stor- aro, sem sumir telja hreinlega að sé genginn af göflunum. Hér skal ekki ályktað um geðheilsu Storaro eða praktíst eða fagurfræðilegt gildi Univisium. Frá kvikmyndasögulegu sjónarmiði er málið næsta einfalt – sígilt verk er tekið og því breytt svo að ekki er lengur hægt að berja augum þá útgáfu sem upphaflega var sýnd í kvikmynda- húsum. Þetta er ekki aðeins miður fyrir unn- endur (upphaflegu) myndarinnar heldur alla þá er láta sig varða þróun kvikmyndalistarinnar – myndin birtist nú í formi sem þekktist einfald- lega ekki þegar hún var gerð. Þetta er auðvitað fjarri því að vera nýtilkomið vandamál, og það sem er fyrst og fremst nýstárlegt við The Last Emperor er að kvikmyndatökumaður skuli fremur en stúdíó eða leikstjóri standa á bak breytingunum, og ekki síður að þær snúa að hlutfallsstærð (sem varðar ekki tilfærslu yfir í sjónvarp). Til samanburður má nefna að þær fjórar útgáfur af Blade Runner (1982) sem ný- lega voru gefnar út í einum pakka voru allar í sömu hlutfallsstærð – breytingar sneru að öðr- um hlutum líkt og sögumannsrödd, uppröðun og úrfellingu atriða o.s.frv. Kosturinn við þá útgáfu er líka sá að upprunaleg útgáfa myndarinnar stendur áhorfendum til boða, en það er sjaldnast tilfellið þegar hrært er í frumsömdum textum sem þessum. Alræmdastur allra hvað þetta varðar er líklega leikstjórinn George Lucas sem hefur gjörbreytt fyrstu þremur Star Wars myndunum (1977-83) og þótt hann hafi um síðir samþykkt (eftir mikinn þrýsting) að gefa út upp- haflegu myndirnar á mynddisk var það í miklu minni gæðum, og enn þann dag í dag neitar hann að gefa út upprunalegu sýningarútgáfuna af THX-1138 (1971). Það er ljóst að mönnum er heitt í hamsi þegar Storaro er farinn að skyggja á sjálfan Lucas hvað varðar vafasama endur- skoðun á lykilmyndum kvikmyndasögunnar. Storaro og kvikmyndasagan SJÓNARHORN » Frá kvikmyndasögulegu sjónarmiði er málið næsta einfalt – sígilt verk er tekið og því breytt svo að ekki er lengur hægt að berja augum þá útgáfu sem upphaflega var sýnd í kvikmyndahúsum. Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is A UF der anderen Seite – Himinbrúin er ein róttækasta og áhrifaríkasta kvikmynd síðasta árs og var m.a. eitt lykilverka Alþjóðlegu kvik- myndahátíðarinnar í Reykjavík í sumar sem leið. Hún og leikstjór- inn, Faith Akin, hafa hvarvetna hlotið frábæra dóma og unnið til fjölda verðlauna og tilnefninga um allar jarðir, m.a. á Cannes og Evrópsku kvik- myndaverðlaunahátíðinni. Mestu máli skiptir að heimamenn í Tyrklandi (myndin er samvinnuverk- efni Tyrkja og Þjóðverja) tóku óvægnu og gagn- rýnu efninu yfirleitt af skilningi. Himinbrúin hlaut fimm Gullin glóaldin á aðalkvikmyndaverð- launahátíð landsmanna, Antalya Golden Orange Film Festival, þrátt fyrir ódulda ádeilu Akins á for- dóma og trúarkreddur feðra sinna og aðra þrösk- ulda sem skapa óróa þar sem menningarheimar múslíma og kristinna manna mætast. Leikstjórinn og handritshöfundurinn Akin þekkir átakasvæðið manna best, hann er Þjóðverji, sonur tyrkneskra innflytjenda, fæddur og uppalinn í Hamborg þar sem hann hefur búið frá fæðingu, árið 1973. Samskipti eða öllu frekar árekstrar hinna tveggja ólíku heima eru honum hugleikið yrkisefni og skemmst að minnast meistaraverksins Beint á vegginn (Head On/Gegen die Wand) (’04), sem sýnd var Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík fyrir tveimur árum og vakti þessi myrka og óvægna ástarsaga tveggja tyrkneskættaðra Þjóðverja sterk viðbrögð og mikla athygli. Vann m.a. Gullbjörninn í Berlín og evrópsku kvikmynda- verðlaunin. Báðar skjóta þær föstum skotum á þau dimmugljúfur sem blasa við í samanburði á al- mennum kvenréttindamálum múslíma og krist- inna; sögusvið beggja „nýja“ og „gamla“ landið en Himinbrúin tekur ekki síður á því breiða kyn- slóðabili sem virðist ríkja á meðal Tyrkja í hvoru landinu sem er. Það er fjörður á milli feðra og sona, mæðra og dætra, landa og trúarbragða. Myndin var ekki tilnefnd til Óskars, sem stafar af því að hún verður ekki frumsýnd fyrr en með vorinu í Vesturheimi. Í millitíðinni hefur Akin fetað í fótspor nokkurra landa sinna af sömu kynslóð (hann er fæddur 1973) og er að velta fyrir sér að stýra sinni fyrstu mynd í Bandaríkjunum. Bætast í hóp þeirra Olivers Hirschbiegels (The Invasion); Roberts Schwent- kes (Flightplan) og Mennans Yapos (Premonition) o.fl., en Akin hefur ekki enn dottið niður á handrit sem hann telur að hæfi sér, þótt margt hafi komið upp á borðið. Ein aðalástæðan er sú að Akin vill ekki fyrir nokkurn mun fást við stóra og dýra mynd sem gerð er í þeim eina tilgangi að hala inn peninga (sem var ætlunarverk framangreindra kollega hans). Akin vill hafa öll ráð í hendi sér; framleiða, skrifa og leikstýra, ráða útliti verka sinna í stóru sem smáu. Þess vegna er hann ekki kominn til Hollywood, heldur lét sér nægja New York, í bili a.m.k., þar sem hann er að leikstýra kaflanum Chinatown í myndinni New York, I Love You, e.k. framhaldi Paris, je t’aime, sem sýnd var hérlendis í fyrra. Akin vill byrja smátt í nýju landi og stíga varlega til jarðar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi einarði kvikmyndasmiður tekur á jafn ólíku og framandi viðfangsefni. Akin er ekki aðeins beittur penni og slyngur sögu- og sáttamaður með auga fyrir vandamál- unum sem steðja að einstaklingum með mismun- andi bakgrunn. Hann er málamaður sem talar reiprennandi tyrknesku, þýsku og ensku og einn af hæfileikum hans sem kvikmyndagerðarmanns er að ná sambandi á milli einstaklinga úr andstæðum áttum. Aðsetur hans er enn í Hamborg, þar sem Akin hóf ferilinn fyrir sléttum áratug með mynd- inni Kurz und schmerzlos – Short Sharp Shock, sem minnir á Mean Street eftir Scorsese. Hún seg- ir af vináttu þriggja manna af ólíkum toga; einn er Tyrki, annar Þjóðverji og sá þriðji Serbi en allir að berjast við sama markmiðið – að komast af í borg- inni með öllum tiltækum meðulum. Akin var innan við tvítugt þegar hann skrifaði handritið, fram að því hafði hann einkum sótt sitt lifibrauð í að leika skúrka og götustráka og var orðinn langeygur eftir skárra hlutskipti. Á þessum tímapunkti var Akin græningi í leik- stjórn, átti stuttmynd að baki sem hefði snarlega dáið drottni sínum ef hún hefði ekki borið því glöggt merki að hér var kominn ungur og áræðinn kvikmyndagerðarmaður sem fjallaði um við- kvæmt, fáséð efni, samband tyrknesks föður og óstýriláts sonar hans. Óvenjulegur tónninn í mynd- inni sannfærði framleiðandann um að hér væri ris- inn kvikmmyndahöfundur, óragur við að bera til- finningar sínar á tjaldinu. Það sannaði Akin enn frekar í næstu mynd, Im Juli (’00), rómatískri gam- anmynd um ungan Þjóðverja sem eltir tyrkneska stúlku til Istanbúl. Þar næst kom Solino (’02), þar sem Akin snýr sér að vanda ítalskra innflytjenda í Þýskalandi og vakti frekar lítil viðbrögð. Þá var röðin komin að fyrrgreindri Beint á vegg- inn, tímamótaverkinu sem færði leikstjóranum frægð og virðingu í kvikmyndasamfélaginu á einni nóttu. Myndin kom á réttum tíma, þegar Þjóð- verjar voru að endurskoða margflókin samskiptin við múslíma í landinu, sem fór sífjölgandi, aðeins þeir sem eru af tyrkneskum uppruna telja hátt í þrjár milljónir manna. Stjórnandi Berlínarhátíð- arinnar sagði eitthvað á þá leið við verðlaunaaf- hendinguna að þau gætu ekki fallið í betri hendur því þau sýndu í verki bæði breytingar á landinu og hugsunarhætti þjóðarinnar gagnvart fólki sem kemur frá öðrum löndum. Himinbrúin á margt skylt efnislega með Beint á vegginn og landfræðilegt umhverfi er nánast það sama, en nálgunin er þroskaðri. Börn og foreldrar eru í sviðsljósinu, sem stafar e.t.v. af þeirri stað- reynd að Akin eignaðist dóttur með konu sinni árið 2005. Sem fyrr tekur Himinbrúin upp umræðuna um menningarlega árekstra tyrknesku innflytjend- anna sem var lýst á magnaðan hátt í Beint á vegg- inn. Akin, sem er giftur konu af mexíkóskum ætt- um, telur að slíkt ástand sé alþjóðlegt, og bendir á að ókyrrðin á milli Mexíkóa og Bandaríkjamanna sé sami hluturinn. Verður hún næsta viðfangsefni Akins? Það gæti sannarlega orðið forvitnileg mynd. Brúarsmiður við trúmálagljúfur Nýjasta kvikmynd þýsk-tyrkneska kvikmynda- gerðarmannsins Faith Akin, Auf der anderen Seite – Himinbrúin, hefur vakið gríðarlega at- hygli og verið margverðlaunuð. Aikin vinnur nú að því að gera kvikmynd í Bandaríkjunum. Árekstrar Himinbrúin tekur upp umræðuna um menningarlega árekstra í Þýskalandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.