Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2008, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 11
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
Í sögubók Jóns Knúts Ásmunds-sonar sem ber heitið NESK
segir höfundur frá æskuævintýrum
á Norðfirði, piparsveinalífi í út-
hverfi á Stór-
Reykjavík-
ursvæðinu, stúd-
entalífi í enskum
háskólabæ og
vandamálum
héraðsblaða-
manna.
Bókin geymir
tuttugu og fimm
sögur og er um
að ræða eins
konar bloggbók
þar sem meginhluti efnisins kemur
úr bloggi höfundar síðustu fjögur
árin.
Jón Knútur ólst upp í Neskaup-
stað og hefur meðal annars fengist
við blaðamennsku á reykvísku götu-
blaði og verið ritstjóri héraðs-
fréttablaðs. Hann starfar nú sem
fréttamaður hjá svæðisútvarpi
RÚV á Egilsstöðum. NESK kom út
í desember síðasliðnum og það er
Mínerva - miðlun & útgáfa sem gef-
ur bókina út.
Glæpasagan Ógn er fyrsta út-gefna skáldsaga Þórarins
Gunnarssonar og kom nýverið út í
kiljuformi. Þarna
er sagt frá rann-
sóknarlögreglu-
manninum Axel
sem glímir við
óhugnanleg
morðmál í
Reykjavík nú-
tímans. Hvert
fórnarlambið á
fætur öðru finnst
myrt á hrotta-
fenginn hátt og
það er ljóst að morðinginn er klók-
ari og hættulegri en allir þeir mis-
indismenn sem Axel hafði áður átt í
höggi við. Skyggnst er inn í heim
haturs og brenglunar í æsifengnum
eltingaleik Axels við hinn haðrsv-
íraða morðingja. Atburaðarásin er
hröð og spennan fer stigvaxandi.
Ógn er gefin út hjá einkahluta-
félaginu CPU ehf. og er meðal ann-
ars fáanleg hjá Eymundsson.
Sigurður Harðarson hefur sentfrá sér bókina Beinar aðgerðir
og borgaraleg óhlýðni en hér er á
ferðinni inn-
gangur að heim-
speki og aðferð-
um í róttækri
grasrótarpólitík.
Í tilkynningu
stendur að bók-
inni sé ætlað að
vera „baráttu-
fólki innblástur
og vekja aðra til
umhugsunar um
aðra möguleika í
stjórnmálum en flokkakerfið“. Þá
er fjallað um beinar aðgerðir og
borgaralega óhlýðni sem verkfæri
þeirra sem vilja hafa áhrif í sam-
félaginu en hafa hvorki opinber völd
né áhuga á þeim. Bókin kemur út
undir merkjum Andspyrnu útgáfu.
The Monsters of Templeton nefn-ist frumburður bandaríska rit-
höfundarins Lauren Groff en bókin
hefur vakið heilmikla athygli vest-
anhafs, einkum vegna lofsamlegra
ummæla spennsagnakóngsins
Stephen King. Bókin sem hér um
ræðir er myrk spennusaga og
spannar sögutíminn tvær aldir.
Söguhetjan leitar í hús móður sinn-
ar Templeton í New York í kjölfa
mislukkaðs ástarsambands við gift-
an prófessor í fornleifafræði.
Skömmu áður hafði hún gert til-
raun til að myrða eiginkonu ást-
manns síns og telur sig auk þess
auk þess bera barn undir belti. Í
húsi móður sinnar reynir hún að
komast að sannleikanum um sjálfa
sig með því að afhjúpa sögu föður
síns.
BÆKUR
NESK
Beinar aðgerðir og
borgaraleg óhlýðni
Ógn
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
Kunningi minn benti mér nýlega ábloggsíðu Andrew Malcovsky(bajky.blogspot.com), sem er lærður íslavneskum fræðum og notar bloggið
til þess að birta þýðingar sínar á smáprósum
Karels Capeks sem skrifaðar voru í dagblöð og
ekki gefnir út á bók fyrr en að honum látnum.
Umræddur Capek er einn af mínum uppá-
haldshöfundum og þessi tékkneski millistríðshöf-
undur var eitt sinn með þekktustu höfundum
Evrópu en núorðið er hins vegar sjaldgæft að
sjá einhvern tjá sig um verk Capeks á ensku,
þótt átak hafi verið gert í að þýða hann. En þeg-
ar ég leit á prófíl Malcovsky komst ég að því að
hans Capek er allt annar en minn. Undir uppá-
haldsbókum stendur nefnilega þetta: „Karel Ca-
pek’s lighter and non-racially-dated prose.“
Fyrri hlutanum er ég einfaldlega ósammála, mér
finnst alvaran fara Capek miklu betur – eða
máski eldast gamansögur bara verr?
En seinni hlutinn er umhugsunarverður. Voru
sumar sögurnar rasískar, svona eftir á að
hyggja? Andstaða hans við hugmyndir nasista
var nægilega áberandi til þess að Gestapó setti
hann í annað sætið yfir óæskilega íbúa Tékkó-
slóvakíu – en það eina sem Malcovsky gæti
mögulega verið að vísa í eru birtingarmyndir sí-
gauna í verkum Capeks. Tvenns konar birting-
armyndir sígauna í slavneskum bókmenntum eru
raunar langalgengastar; sem þjófóttir útlagar
eða sem lífsglaðir tónlistarmenn og nautnasegg-
ir, stundum jafnvel hvort tveggja. En þriðja út-
gáfan hefur einnig verið nokkuð algeng, meðal
annars í verkum höfunda á borð við Capek og
Bohumil Hrabal, og það eru sígaunar sem tákn
fyrir hið óþekkta, sem eins konar hliðarsjálf að-
alpersónanna – hliðarsjálf sem þær þurfa að
gera upp við sig hvort standi fyrir þeirra
dekkstu sálarkima eða sé þeirra raunverulega
sjálf.
Ágætt dæmi er undir lok sögu Capeks Venju-
legt líf, en þar er sögumaður bókarinnar, sem
upphaflega ætlaði að skrifa ævisögu hins venju-
lega manns, farinn að gera sér grein fyrir því
hversu mikið af þessari venjulegu ævi hafi verið
lygi. „Aðeins einu sinni var það algerlega raun-
verulegt; það var þegar þú varst átta ára gamall
með þessari litlu sígaunastúlku; þá féll eitthvað
inn í líf þitt sem kannski átti ekki heima þar. Og
frá þeirri stundu, tja: ávallt reyndirðu að henda
því út, og ávallt var það enn þar. Ávallt vildirðu
upplifa það einu sinni aftur, og aldrei gerðist það
aftur.“
Þetta er þráin eftir hinu óþekkta, jafnvel þráin
eftir eymdinni, þráin eftir lúsum. En þótt það sé
aðdáun í þessu og ákveðin rómantík má vel vera
að það sé eitthvað til í því að hugsanlega geti
hrifning á öðrum kynþætti einnig innihaldið
ákveðnar gerðir rasisma, hversu vel meinandi
sem fólk kann að vera. Því stundum getur fylgt
sú krafa að hinir óþekktu uppfylli stereótýpuna
sem þú ert svo skotinn í – þeir mega ekki verða
of líkir þér og „hinu eðlilega“. Þá eyðileggja þeir
tilgátuna, tilgátuna um hina undirokuðu – jafnvel
þótt þeir afsanni hana ekki heldur séu aðeins
undantekningin frá reglunni.
Ágætis dæmi er stórfurðuleg gagnrýni margra
á forsetaframbjóðandann Barack Obama þess
efnis að hann sé „ekki nógu svartur“. Ástæðan
er ekki að hann sé blandaður, sonur hvítrar
móður og svarts föður, heldur ýmist sú að hann
ólst upp í miðstéttarfjölskyldu en ekki gettói –
eða sú að hann sé ekki bandarískur svertingi því
faðir hans hafi verið frá Kenýa. Við þessu er
varla til betra svar en svar sígaunanna við borg-
arhliðið í Hringjaranum frá Notre Dame þegar
þeir eru krafðir um vegatoll fyrir að vera útlend-
ingar: „Þú komst hingað í gær, ég kom hingað í
dag.“
ERINDI » Ágætis dæmi er stórfurðuleg
gagnrýni margra á forseta-
frambjóðandann Barack
Obama þess efnis að hann
sé „ekki nógu svartur“.
„Léttur og rasismalaus prósi“
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
É
g hef ekki áhuga á að skrifa bækur
um okkar kynslóð eða menningar-
ástand samtímans, ég er einfald-
lega of eigingjörn. Í bókum mín-
um er ég fyrst og fremst að skoða
mitt eigið líf, ég er að skrifa út frá
reynslu minni. Síðan kemur stundum í ljós að það
sem hrjáir mig, það sem gengur á í mínu lífi er
veruleiki sem aðrir kannast við.“
Danski rithöfundurinn Kirsten Hammann hefur
á undanförnum árum skrifað bækur sem hafa
sterka skírskotun til menningarlegs og pólitísks
ástands í vestrænum samtíma. Ein bóka hennar,
Frá gósenlandinu, kom út í íslenskri þýðingu
Hjalta Rögnvaldssonar á síðasta ári og í kjölfarið
var hún gestur á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík
síðastliðið haust. Bókin fór ekki mjög hátt hér-
lendis en óhætt er að vekja sérstaka athygli les-
enda á þessum höfundi sem hefur slegið í gegn í
heimalandi sínu á undanförnum árum.
Ein að hugsa
Frá gósenlandinu segir frá Mette sem í byrjun bók-
ar er í fyrirmyndarhjónabandi með fyrir-
myndareiginmanni og býr í fyrirmyndarhúsnæði á
besta stað í fyrirmyndarborginni Kaupmannahöfn í
fyrirmyndarlandinu Danmörku. Allt er eins og best
verður á kosið. En síðan breytist allt. Mette skilur
við eiginmanninn og heimur hennar hrynur.
Ég spyr Hammann hvort þetta sé hennar saga.
„Ég þekki þessa sögu, ég veit hvernig það er
þegar heimurinn hrynur,“ svarar Hammann, „en
Mette er ekki ég, ég er manneskja, hún er söguper-
sóna. Hún er algerlega einangruð en ég er það ekki.
Og kannski hef ég einungis dregið fram einmana-
leikann í mér í þessari sögu, kannski er Mette sú
sem ég er þegar ég er ein að hugsa, að horfa á
heiminn ein míns liðs – líkt og við erum öll. Ég
trufla ekki þetta sjónarhorn sögunnar með fjöl-
skyldu, vinum og vinnu. Ég hef bara áhuga á þess-
um tiltekna einstaklingi í þessum stóra heimi. Við
horfum á þennan heim og finnum að eitthvað er að
en höfum ekki hugmynd um hvernig hægt er að
laga það. Aðstæðurnar eru í raun yfirþyrmandi.
Ellefti september, hungrið og fátæktin í Afríku,
fólk að giftast, fólk að skilja, fólk að borða dýra
málsverði. Og við fylgjumst með.“
Bestur allra heima
En þetta er ekki bara saga um þessa manneskju
heldur líka um ákveðið fólk í ákveðnu samfélagi, í
góðu, gömlu og velmegandi Skandinavíu.
„Já, þetta er mynd af og gagnrýni á skandinav-
íska módelið. Á dönsku heitir bókin Fra smørhullet
en við köllum Danmörku yfirleitt því nafni. Allt frá
því að við vorum í leikskóla hefur okkur Dönum
verið sagt að Skandinavar séu ríkastir, fallegastir,
sanngjarnastir, réttlátastir allra í heiminum. Og
það er rétt, við búum við ótrúleg lífsgæði og forrétt-
indi. Og það er svolítið sorglegt að við skulum bara
taka því eins og sjálfsögðum hlut og gefa skít í alla
hina. Og það er skrýtið að okkur tekst bara ágæt-
lega að lifa með þessu sinnuleysi. Mette gerir það,
ég geri það, þú gerir það. Við sýnum samkennd
öðru hverju, lýsum samúð okkar með aumingja
fólkinu sem ekki býr við hið góða skandinavíska
kerfi en það hefur afar litla merkingu. Og þeir sem
tala um fátæktina og eymdina í heiminum á hverj-
um degi eru yfirleitt taldir skrýtnir, þeir eru pirr-
andi, óþolandi. Við reynum að losa okkur við slíkt
fólk, kaupum okkur frið með því að gefa því pening,
leyfa því að tala í fjölmiðla.“
Bókin fjallar um þetta beinlínis, að við tölum ekki
um þessa hluti, en á sama tíma nefnir hún þá. Trú-
irðu á mátt bókmenntanna til þess að koma málum
inn í umræðuna eða jafnvel til þess að ráða bót á
meinsemdum?
„Ég vona að bókmenntir geri gagn með þessum
hætti,“ segir Hammann. „Og kannski gera þær það
vegna þess að þær eru allt annars konar vett-
vangur en fjölmiðlarnir. Ég hef aldrei notað fjöl-
miðla til þess að koma skoðunum mínum á fram-
færi. Ef ég væri sérfræðingur í þeim myndi ég gera
það, en í bók þarftu ekki að vera sérfræðingur, þér
nægir að segja frá tilfinningum þínum og skoð-
unum. Og kannski er það einmitt það sem fólk vill
heyra. Bækur hafa áhrif á einstaklinga. Fá okkur
til þess að hugsa. Þar byrja hlutirnir. Sjálf er ég að
lesa Öreindirnar eftir Michel Houellebecq og hef
orðið fyrir miklum áhrifum. Hún fær mig til að
hugsa um þennan klikkaða samtíma okkar.“
Eins og Houellebecq ert þú stundum svolítið
predikunargjörn í sögu þinni. Var það ætlunin?
„Já, að vissu leyti. Mette er mikið niðri fyrir.“
En bókmenntir samtímans virðast forðast að
benda á lausnir þess vanda eða ástands sem þær
lýsa. Þær vilja helst bara draga upp mynd af
ástandinu.
„Já, það er rétt. En ég er viss um að ef höfundar
hefðu einhverja lausn myndu þeir segja frá henni.
Það er kannski lítið annað hægt að gera en vekja
athygli á stöðunni.“
Ekkert gerist
Á nokkrum stöðum í bókinni segir þú að hún sé í
raun ekki skáldsaga vegna þess að ekkert gerist í
henni. Þú hefur áður leikið þér svolítið að skáld-
sagnaforminu.
„Já, og ég lít kannski ekki á mig sem skáldsagna-
höfund. Fyrsta „skáldsagan“ mín, Vera Winkilvir,
samanstendur af mörgum prósaljóðum um þessa
konu. Þar er heldur ekki nein frásagnarframvinda.
Hún gerist í illhöndlanlegu núi. Þetta eru smá-
myndir. Ég legg mikið upp úr leik að tungumálinu.
Og persónunni sem ég skrifa um.
Í bókinni sem ég er að skrifa núna er reyndar
meiri frásagnarframvinda en í nokkurri annarri
bók eftir mig. Mig langaði til þess að gera eitthvað
nýtt, en ég er ekki viss um að ég hafi mikinn áhuga
á því að segja sögu. Kannski kemur það til af því að
ég skrifa mjög persónulegan texta. Mér finnst ég
ekki búa til sögur. Bækur mínar hafa ekki upphaf,
miðju og endi. Ekki frekar en lífið sjálft. Að
minnsta kosti er mitt líf eins og seigfljótandi massi.
Það gerist aldrei neitt. Og mér þykir það ögrandi
verkefni að segja frá einmitt því í bók.“
Veruleiki sem aðrir kannast við
Kirsten Hammann er einn af áhugaverðustu rit-
höfundum Dana. Á síðasta ári kom út í íslenskri
þýðingu skáldsaga hennar Frá gósenlandinu
sem dregur upp sterka mynd af skandinavískum
samtíma. Í stuttu viðtali segir hún frá skáldskap
sínum og umfjöllunarefni.
Kirsten Hammann „Ég þekki þessa sögu, ég veit hvernig það er þegar heimurinn hrynur.“