Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2008, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Clarence E. Glad
c_glad@yahoo.com
Í
kynningu á nýrri biblíuþýðingu hefur
verið lögð áhersla á að tekið hafi verið
mið af stíl frumtextans eða með orð-
um biskups Íslands: „Hið íslenska
Biblíufélag lagði frá upphafi meg-
ináherslu á að vandað væri til íslensks
búnings hinnar nýju þýðingar ekki síður en að
nákvæmlega væri þýtt úr frummálunum og
jafnframt fyllsta tillit tekið til stíls frumtext-
ans.“2 Hvað Pálsbréfin varðar fæ ég ekki séð að
þetta geti staðist. „Þýðandi Nýja testament-
isins“ er ekki sérfræðingur í Pálsbréfum og
enginn slíkur hefur mér vitanlega komið að þýð-
ingunni. Af grein Jóns Sveinbjörnssonar í Les-
bók Morgunblaðsins 13. okt. 2007 („Aldamóta-
þýðing Biblíunnar“) má ráða að sú þýðing sem
við fáum nú af pistlum Páls sé ekki ný þýðing og
að við lokafrágang endurskoðaðs texta hafi
menn ekki lagt áherslu á að kynna sér nið-
urstöður nýlegra rannsókna á bréfum Páls post-
ula.
Bókmenntaform upprunatexta
Ekki er til neinn frumtexti af ritum Nýja testa-
mentisins og því er ofangreind áhersla HíB
óþörf. Allar þýðingar byggja á texta sem er að
finna í vísindalegum textaútgáfum. Elstu hand-
rit bréfa Páls eru í samfelldum texta án hefð-
bundinna greinarmerkja sem okkur er tamt að
nota. Textaútgáfur hafa þá þegar „túlkað“ þann
texta sem unnið er með. Fyrir það fyrsta verður
að skipta samfelldum texta handritanna upp í
sjálfstæðar setningar og setja inn greinarmerki
á „réttum“ stöðum. Þótt ýmislegt kunni að orka
tvímælis á þessu fyrsta stigi eru vafaatriðin ekki
mörg og getum við fyllilega treyst vinnu fær-
ustu sérfræðinga á sviðinu. Annað túlk-
unarstigið er afdrifaríkara. Það felst í því að
textaútgefendur viðhalda þeirri kaflaskiptingu
bréfanna sem Stephen Langton, erkibiskup af
Kantaraborg, kynnti til sögunnar í upphafi 13.
aldar og versaskiptingunni sem Robert Steph-
anus (Étienne) hafði í grísku og latnesku útgáfu
sinni á Nýja testamentinu árið 1551.3 Þá eru í
textaútgáfum og þýðingum misítarleg kaflaheiti
og lýsingar á smærri einingum textans sem
mótar viðhorf lesenda til textans og dregur úr
líkum á því að hann komist að sjálfstæðri nið-
urstöður. Þá geta kaflaskil rofið röksemda-
færslu höfundar með því að vera á röngum stað!
Ekki hefur vafist fyrir mönnum að sýna fram á
slíkt; þetta á t.d. við um kaflaskiptin milli 3. og 4.
kafla Rómverjabréfsins. Fjórði kaflinn ætti í
reynd að byrja á eftir öðru versi þess kafla!
Ytri umgjörð textans í textaútgáfum og þýð-
ingum skyggir því stundum á ýmis einkenni
gríska textans sem eru mikilvæg til fyllri skiln-
ings á honum. Þetta á við um bókmenntaform
samræðulistarinnar sem Páll beitir í ofan-
greindum köflum Rómverjabréfsins. Þar birtist
samræða höfundar við ímyndaðan andstæðing.
Almennt er nú viðurkennt að þetta bókmennta-
form og þau stíleinkenni sem því fylgja hafi sett
mark sitt á ýmsa texta Páls. Í biblíuútgáfum er
þó samtalið ekki brotið upp með hliðsjón af um-
ræðunni sjálfri heldur birtast þar fullyrðingar í
belg og biðu sem eru oft allmótsagnakenndar.
Ýmis einkenni á stíl grískunnar gefa vísbend-
ingar um það hvar samræðan hefst og hvernig
hún þróast. Þar að auki birtist stundum hnit-
miðuð fullyrðing – nokkurs konar slagorð – í
upphafi samtalsins sem einkennir viðhorf þeirra
sem síðan eru gagnrýndir. Slíkt samtal er t.d. að
finna í 1. Kor. 6.12-20 en í upphafi þess birtist
yfirlýsingin All er mér leyfilegt. Í framhaldinu
er sérstaklega fjallað um heimsókn til vænd-
iskvenna. Þessu mótmælir Páll. Samtalið er
hluti af stærra samhengi þar sem Páll fjallar um
siðferðileg álitamál er tengjast líkamanum og
samskiptum kynjanna. Önnur slagorð birtast í
hinu stærra samhengi ásamt ýmsum vísbend-
ingum í gríska textanum um ný efnisatriði í um-
ræðunni. Eitt þeirra kemur strax á eftir ofan-
greindu samtali í upphafi sjöunda kafla: Það er
gott fyrir mann að vera ekki við konu kenndur!
(1. Kor. 7.1). Afar mikilvægt er að átta sig á því
hvaða fullyrðing birtir skoðun Páls og hvaða
fullyrðingar birta skoðun þeirra sem hann er að
gagnrýna. Samræðuformið er dæmi um óað-
skiljanleg tengsl forms og innihalds texa.
Það er ugglaust langt í land að stjórnir bibl-
íufélaga hniki til hefðbundnum versum og
kaflaskilum í ljósi niðurstaðna rannsókna
fræðimanna jafnvel þótt þær byggi á stíl upp-
runatextans. Nokkrar erlendar þýðingar eru
þó farnar að taka mið af niðurstöðum fræði-
manna um fyrrnefnd slagorð og setja ýmis slík
innan gæsalappa. Þannig geta lesendur áttað
sig á að sumt að því sem Páll segir er ekki hans
eigin skoðun heldur skoðun þeirra sem hann
gagnýnir!
Félagssöguleg textarýni
Til að auka skilning okkar á hinum gríska texta
er gott að reyna að afhjúpa forsendur höfunda
með hliðsjón af samtímaviðhorfum sem höfðu
áhrif á orðanotkun þeirra. Ég bendi hér á nokk-
ur atriði er tengjast viðleitni Páls til að draga
mörk á milli samfélaga hinna heilögu og ann-
arra en í þeirri viðleitni nýtti hann sér ríkuleg-
an efnivið gyðinglegra staðalímynda um aðrar
þjóðir og útbreidd viðhorf hins grísk-
rómverska menningarheims til líkamans og
karlmennskunnar. Aðferð Páls fólst í aðgrein-
ingu hinna heilögu og réttlátu barna Guðs frá
„hinum“ – þeim óguðlegu og ranglátu. Þessi að-
greiningarhugsun í „okkur“ og „hina“ dregur
dám af hefðbundnum sjálfsskilningi Gyðinga
um sig sem útvalinn og heilagan lýð Guðs í and-
stöðu við aðrar þjóðir. Tiltekin trúar- og siða-
boð eru lýsandi viðmið „okkar“ í andstöðu við
lesti þjóðanna; hér ræður ríkjum ímynda-
sköpun hins annarlega þar sem ýmsar staðal-
ímyndir um aðrar þjóðir birtast.
Orðið sem Gyðingurinn Páll notar um aðrar
þjóðir er ethne/ethnesis en það er oft þýtt með
orðinu heiðingjar (1. Þess. 4.5; 1. Kor. 5.1; Ef.
4.17). Ýmsir aðrir möguleikar eru á að þýða
orðið, t.d. orðasambandið annarrar þjóðar mað-
ur, orðið útlendingur eða einfaldlega orðin
þjóð/þjóðir, sem eru sannarlega nær merkingu
gríska orðsins. En orðið heiðingjar er áfram
notað þrátt fyrir réttmæta gagnrýni eft-
irlendufræða. Hins vegar hefur orðasambandið
annarrar þjóðar maður ratað inn í þýðinguna
sem þýðing á orðinu hellen í Gal. 3.28. Orðið
hellen er einnig þýtt með orðinu Grikki (1. Kor.
12.13; Róm. 1.14), grískur maður (Kól. 3.11) eða
einfaldlega aðrir (Róm. 1.16). Páll þekkir einnig
gríska orðið barbaros/oi (Róm. 1.14; Kól. 3.11)
og er það þýtt með orðinu útlendingur/ar. Ég
er sáttur við þá þýðingu en hefði reynt að sam-
ræma þýðinguna á orðinu hellen með orðinu
Grikki og ethne með annarrar þjóðar maður.
Allmikið ósamræmi er í nýju þýðingunni; svo
dæmi sé tekið er ankannanlegt að orðið hellen
sem er notað þrisvar í einni og sömu skírn-
arformúlinni (Gal. 3.28; 1. Kor. 12.13 og Kól.
3.11) er þar þýtt á þrjá ólíka vegu, þ.e. annarrar
þjóðar maður, Grikki og grískur maður.4
Burtséð frá slíku ósamræmi er mikilvægt að
átta sig á því að þegar Páll er að fjalla um svo-
nefnda heiðingja er hann ekki að fjalla um þá
sem játa ekki kristna trú; því kristin trú eða
kristinn siður er ekki kominn til sögunnar á
þessum tíma. Páll er heldur ekki að fjalla um
heiðinn sið, hvorki ása- né vættatrú eða nokkuð
annað sem kann að tengjast slíkum sið í málvit-
und okkar. Hér er að finna gott dæmi um að í
sumum tilvikum er ómögulegt fyrir þýðendur
að verða við ósamrímanlegum kröfum í erind-
isbréfi HíB þess efnis að bæði sé tekið mið af
frumtexta og málhefð kirkjubiblíunnar.
Orðnotkun Páls birtir gyðinglegar staðal(í)–
myndir af öðrum þjóðum. Fyrir utan heimsku,
skurðgoðadýrkun og kynlífslesti (Gal. 5.19-20;
1. Kor. 5.10-11; 6.9-11) einkenndu ástríður eða
girndir aðrar þjóðir; í reynd voru þær und-
irliggjandi orsök bæði skurðgoðadýrkunar og
kynlífslasta. Þessum löstum eiga hinir heilögu
limir á líkama Krists að spegla sig í og varast. Í
stærra samhengi slagorðsins Allt er mér leyfi-
legt fjallar Páll um slíka kynlífslesti. Viðfangs-
efnin tengjast líkamanum, sjálfstjórn, kynlífi og
losta og þeim mörkum sem sett eru hegðun í
samskiptum kynjanna.
Gott hefði verið ef þýðandinn hefði áttað sig á
því að Páll leikur sér að ólíkum merking-
arþáttum orðanna vald, rétt og frelsi þegar
hann gagnrýnir viðhorfið sem birtist í slagorð-
inu Allt er mér leyfilegt. Það hefði til að mynda
gefið mönnum færi á að nota oftar orðin réttur
eða yfirráðaréttur í stað orðsins valds og þann-
ig rétta hlut Páls í lúterskri túlkunarhefð þar
sem hann hefur yfirleitt verið talinn kvenfjand-
samlegur. Þá hefðu menn áttað sig á því að Páll
gerir hlut kvenna oft meiri en títt var í menn-
ingu þess tíma.5
Um kynlíf í sambúð/hjónabandi
Í 1. Kor. 7. fjallar Páll um afmarkaðan rétt eig-
inmanna, eiginkvenna, ekkna, ógiftra, þræla og
þeirra sem hafa tekið sér heitmey. Eftir að hafa
fjallað um heimsókn til vændiskvenna endar
Páll á varnaðarorðunum Flýið kynlífslesti. Í
upphafi 7. kafla svarar hann síðan spurningum
Korintumanna með hliðsjón af slagorði þeirra:
Það er gott fyrir mann að vera ekki við konu
kenndur. Af grískunni er ljóst að Korintumenn
voru ekki að spyrja almennt um hjónaband –
eins og ætla má af fyrirsögninni Um sambúð í
útgáfunni 2007 – heldur um kynlíf (í hjóna-
bandi). Jafnframt fjallar Páll um ógifta karl-
menn og ekkjur með hliðsjón af hættum girnd-
arinnar og gefur kost á þeim möguleika að
slökkva ástríðurnar með því að ganga í hjóna-
band (v. 9: En hafi þau ekki taumhald á sjálfum
sér, þá gangi þau í hjónaband því að betra er að
ganga í hjónaband en að brenna af girnd).
Páll talar aldrei um girndir eða ástríður
(epithymia, pathos), öðruvísi en á neikvæðan
hátt. Þær einkenna hina stjórnlausu útlend-
inga. Þótt okkur kunni að finnast viðhorf Páls
allt að því óskiljanlegt leit hann á kynlíf í hjóna-
bandi sem leið til þess að slökkva bál girnd-
arinnar. Fyrir utan 1. Kor. 7 eru ýmsar aðrar
vísbendingar um þetta viðhorf hjá Páli, s.s. 1.
Þess. 4:3-5:
Það er vilji Guðs að þið verðið heilagir. Hann vill að
þið haldið ykkur frá kynlífslöstum, að sérhver ykkar
temji sér að meðhöndla líkami eiginkvenna sinna í
helgun og heiðri en ekki í ástríðufullri löngun eins og
þjóðirnar sem þekkja ekki Guð.6
Gríska orðið sem liggur á bak við orða-
sambandið líkami eiginkvenna sinna er ílátið
sitt en orðið ílát, hulstur eða hólkur var stund-
um notað um líkama kvenna í myndhverfðri
merkingu og um kynlíf. Í því ljósi er möguleg
þýðing: … sérhver ykkar temji sér að eiga mök
við eiginkonu sína í helgun og heiðri en ekki í
losta eins og þjóðirnar sem þekkja ekki Guð.
Páll hafnar hegðun fólks af öðru þjóðerni sem
stundar kynlíf og meðhöndlar eiginkonur sínar
í ástríðufullri löngun! Slíkar hugleiðingar eru
skiljanlegar í ljósi útbreiddra viðhorfa til lík-
amans og karlmennskunnar í samtíma heim-
speki og læknisfræði.
Um meyjarnar
Ein spurning Korintumanna snerist um heit-
meyjar karla. Ég taldi mig vita hvar Páll byrjar
að svara þeirri spurningu, þ.e.a.s. í 1. Kor. 7.25.
Því kom þýðingin á því versi mér á óvart (Um
einlífi …) en hún er skýrt dæmi um bæði ranga
þýðingu og ranga ályktun af umfjöllunarefni
textans (1. Kor. 7.25-38). Eldri þýðingar þýða
gríska orðasambandið réttilega Um meyjarnar.
Viðfangsefnið er ekki einlífi en tengist þó skír-
lífi þar sem Páll segir álit sitt á því hvort karl-
maður eigi að kvænast heitmey sinni eða halda
áfram að lifa skírlífi en bera samt áfram ábyrgð
á henni. Páll er hér að ávarpa karlmann sem er
tvístígandi í þessum efnum.
Orðasambandið ef hún/hann er hyperakmos í
versi 36 er óljóst þar sem frumlagið getur bæði
verið karl og kona. Orðið hyperakmos getur
annaðhvort vísað til aldurs eða til kynferð-
islegrar ástríðu. Möguleikarnir eru því fjórir:
(1) karlinn er of ástríðufullur; (2) karlinn er
kominn af sínu besta skeiði; (3) meyjan er of
ástríðufull; (4) meyjan er kominn af blóma-
skeiði sínu. Þrátt fyrir þessa möguleika er ým-
islegt sem bendir til að á dögum Páls hefði
þessi setning verið skilin sem vísun til meyj-
arinnar, að hún væri of ástríðufull og girndin
stofnaði líkama hennar í hættu og þar með lík-
ama samfélagsins (að skilningi Páls).
Orðið hyperakmos er sjaldgæft í forngrísku.
Læknirinn Sóranus, sem var því sem næst
samtímamaður Páls, notar þó þetta orð þegar
hann fjallar um blæðingar kvenna í riti sínu
Kvensjúkdómafræði. Af samhenginu að dæma
er líklegt að Sóranus vísi með orðinu bæði til
aldursskeiðs ungra kvenna sem eru að byrja á
blæðingum og ástríðna þeirra því á þessum
tíma var það útbreidd skoðun að á því tímabili
væru ungar konur fram úr hófi ástríðufullar.
Það aldursskeið sem þessar stúlkur eru komn-
ar yfir í orðanotkun læknisins er því kyn-
þroskaskeiðið. Í þessu ljósi er sennilegast að
Páll vísi með orðinu hyperakmos til við-
kvæmrar stöðu meyjunnar, annaðhvort vegna
þess að hún var komin yfir kynþroskaskeiðið
eða vegna þess að girnd hennar var um það bil
að fara úr böndunum. Í ljósi ríkjandi hug-
myndafræði má gera ráð fyrir að áheyrendur
Páls hafi skilið orð hans sem hvatningu til skír-
lífis, með þeirri undantekningu að hjónaband
myndi bjarga meyjum frá þeim hættum sem
þeim stafaði af skírlífi.
Páll ávarpar aðeins karlinn í 7:25-38, vilja-
sterkari aðilann í sambandinu og felur honum
þá ábyrgð að taka ákvörðun sem þjónar hags-
munum veikari aðilans best. Í versi 36 vísar
hann til (kvenlegs) karlmanns sem hefur ekki
stjórn á eigin girndum (þótt hann sé fremur
ókarlmannlegur er hann þó meiri karl en
kona). Sá sem ákveður að giftast heitmey sinni
vegna þess að hann hefur ekki stjórn á sjálfum
sér gerir vel. Viðkomandi mun slökkva girnd-
ina í gegnum hjónaband og kynlíf og getur ekki
annað. Sá sem ákveður að giftast ekki heitmey
sinni gerir þó betur. Hér gerir Páll ráð fyrir því
að viðkomandi nái tökum á girndum sínum án
hjónabands og lifi skírlífi en ber þó ábyrgð
áfram á heitmey sinni. Það er betri og karl-
mannlegri kostur! Þetta fellur vel að áherslum
Páls í upphafi kaflans.
Karlhórur, mjúkir menn og lauslátir
Í 1. Kor. 5-7 dregur Páll fram ýmis einkenni á
öðrum þjóðum sem eiga ekki við um hina heil-
ögu í ríki Guðs. Í þeirri upptalningu koma fyrir
orðin malakoi og arsenokoites en merking
þeirra orða hefur vafist fyrir mönnum. Margar
áhugaverðar tillögur hafa birst í íslenskri bibl-
íuþýðingarhefð á orðinu arsenokoites, s.s. þeir
sem skömm drýgja með karlmönnum (1540),
þeir sem leggjast með karlmönnum (1807),
mannhórur (1974), kynvillingar (1981) og karl-
maður sem notar aðra til ólifnaðar (2007; ger-
andinn). Arsenokoites kemur eingöngu tvisvar
fyrir í Nýja testamentinu og einhverra hluta
vegna var ákveðið að þýða það öðruvísi í 1. Tím.
1.10 (karlar sem hórast með körlum) en í 1.
Kor. 6.9. Samanburðarefni og orðsifjar taka
ekki af allan vafa um merkingu orðsins þótt lík-
legustu merkingarnar séu karlhórur og barna-
níðingar.
Margar áhugaverðar þýðingar hafa einnig
birst á malakoi í íslenskri biblíuþýðingarhefð,
s.s. sælgætingar (1540), mannbleyður (1859),
hórkarlar (1981) og þeir sem láta nota sig til
ólifnaðar (1. Kor. 6.9 (þýð. 2007); þolandinn).
Engar þessara tillagna hitta þó naglann á höf-
uðið því til eru samanburðartextar sem gefa
skýra vísbendingu um merkingu orðsins
malakoi. Það fer ekkert á milli mála hvað orðið
þýðir. Orðið þýðir kvenlegur maður samkvæmt
þeirra tíma mælikvarða. Ef við eigum að taka
mið af nánasta samhengi orðsins malakoi er
eðlilegasta ályktunin sú að orðið hafi kynlífs-
skírskotun eins og orðin sem standa sitt hvor-
um megin við það (þ.e. moixoi (e-r sem lifir í
hórdómi) og arsenokoites). Í því ljósi þarf að
leita skýringa á því hvers vegna talað er um
mjúka menn í slíku samhengi. Samkvæmt út-
breiddu viðhorfi var karlmennskan fólgin í
sæðinu; því oftar sem menn höfðu sáðlát því
mýkri urðu þeir og kvenmannlegri! Mjúkir
menn voru þeir sem stunduðu mikið kynlíf eða
sjálfsfróun, eða voru lauslátir og fjöllyndir í
ástamálum; þannig missa þeir þann kraft sem
tengist sæðinu og karlmennskunni. Þótt ein-
staka samanburðartextar gætu gefið tilefni til
að álykta að þessir karlar sængi einnig hjá öðr-
um körlum vísa allflestir textarnir til áhuga
karlanna að sænga með konum. Þeir eru ger-
endur en ekki þolendur. Við eigum alveg ágætt
íslenskt orð til að koma þessari merkingu til
skila, þ.e. fjöllyndir menn, þótt stakir sam-
anburðartextar gætu jafnvel réttlætt orðið gig-
goló (fylgdarsveinn)! Orðasambandið nautna-
fullir kynlífsseggir gæti einnig vel komið til
greina.
Í Róm. 1.24-27 birtast einnig staðalímyndir
af öðrum þjóðum en Gyðingum. En þýðingin
dregur úr þessum sérkennum og sér textann
sem tímalausa lýsingu á öllum einstaklingum.
Að Páll skuli nefna konur sem „breyta nátt-
úrulegum mökum (1.26) áður en hann nefnir
karlana er athyglisvert. Hugsanlega var það
vegna þess að Páli fannst það sérstaklega
ámælisvert að konur skyldu taka þátt í „óeðli-
legum“ kynlífsathöfnum. Páll gefur okkur ekki
neinar upplýsingar um „ónáttúru“ kvennanna.
Í ljósi þess sem hann segir um karlana, að þeir
laðist hverjir að öðrum, draga menn yfirleitt þá
ályktun að Páll sé að vísa til viljugs samræðis
kvenna. Þessi ályktun er möguleg en hugs-
anlega ekki sú líklegasta. Í gyðinglegum ritum
er kvenerótík ekki einu sinni nefnd á nafn með-
al lasta annarra þjóða.
Guðfræðingum fornkirkjunnar reyndist tor-
velt að skilja hvað Páll átti við þegar hann tal-
aði hér um að konur hefðu breytt kynlífi sínu.
Flestir þeirra litu þó svo á að tilvísunin til
kvenna væri ekki vísun til lesbískrar hegðunar
heldur til samræðis fólks af gagnstæðu kyni
þar sem konan hafði tekið á sig hið „karllega“
hlutverk, t.d. með því að hafa frumkvæði í ást-
arleikjum eða með því að vera ofan á mann-
inum. Það var sérstaklega ámælisvert fyrir
konu að vera í hlutverki gerandans í kynlífi. Í
þessu samhengi er jafnframt mikilvægt að átta
Ný þýðing biblíunnar?
Viðtökur nýrrar þýðingar biblíunnar hafa
verið afar gagnrýnar. Í þessari grein eru
færð ítarleg rök fyrir því að talsvert skorti á
nákvæmni og samræmi í þýðingunni á Nýja
testamentinu.1