Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.2008, Page 1
Laugardagur 5. 4. 2008
81. árg.
lesbók
HVAÐ ER RAUNSÆI?
MEÐ FORSPÁRGILDI SKÁLDSKAPARINS Í HLUTFÖLLUM VIÐ AÐRA KRAFTA
MENNINGARINNAR ERUM VIÐ STÖDD Í SKÁLDSÖGU BRAGA ÓLAFSSONAR » 10
Það verður enginn ísbíltúr í dag: pabbi er þunnur » 2
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
Kjúklingalund „fajitas“ að hætti Google-manna, mexíkósk maíssúpa og súkku-laðiís. Þannig hljómaði matseðillinn í
mötuneyti Orkuveitu Reykjavíkur daginn sem
ljósmyndarinn Spessi tók myndirnar sem eru
nú komnar út á bók með þessu sama heiti.
Í bókinni birtast, auk uppskriftar að réttinum
fyrir 400 manns, ljósmyndir af matarbökkum og
diskum starfsmanna eftir að þeir hafa borðað af
þeim. Eftir sitja leifar matarins og ummerki
þess sem hefur athafnað sig á diskinum.
Myndirnar eru teknar ofan á bakkana og
diskana. Sjónarhornið er hið sama og þegar
teknar eru myndir af landi úr lofti. Landslagið
sem blasir við á þessum myndum er auðvitað
manngert. Grunnformin eru reglulegir fern-
ingar og hringir, en þau eru brotin upp á óreiðu-
kenndan hátt með matarleifunum og öðru sem
manneskjan, sem borðaði matinn, hefur skilið
eftir sig.
Táknmál myndanna er ákaflega sterkt og
auðlæsilegt. Það birtir í fyrsta lagi afhjúpandi
mynd af neyslumynstri nútímasamfélaga, að
minnsta kosti í hinum velmegandi vestræna
heimi. Nánast enginn klárar af diskinum sínum!
Leifarnar lýsa ofgnóttarsamfélagi sem hefur
tapað tilfinningunni fyrir verðmætum. Um leið
kallast þessir leifadiskar úr Orkuveitu Reykja-
víkur auðvitað á við leifarnar sem orkuiðnaður-
inn skilur eftir sig eftir að hafa fengið sér af
gnægtaborði náttúrunnar.
Landslag leifanna
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Þorvaldur Þorsteinsson Hann lýsir eftir þeim ómælisvíddum sem búa ókannaðar í okkur öllum og freistar þess að kynna þau verkfæri sem best hafa nýst honum í slíku landnámi. » 4