Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.2008, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.2008, Side 3
Mótmælt Frá mótmælum í Wakefield, Masschusetts, í Bandaríkjunum 29. október 1967. Ljósmynd/© Bettmann/CORBIS William Matthews (1942-1997) er eitt af þekktari ljóðskáldum Bandaríkjanna á seinni helmingi síðustu aldar. Hann hlaut ýmiss konar viðurkenningu fyrir ljóðlist sína, m.a. National Book Cri- tics Circle Award árið 1995. Ljóðið birtist fyrst í bókinni Ruining the New Road (1970). Vegna þess að við hömumst innan gömlu markanna, eins og ung stelpa sem segir skilið við kirkjuna, en óttast foreldra sína. Vegna þess að okkur dreymir öll um að bjarga vísundinum með stríðhærðan, klepraðan feldinn og skýla hjörðinni með líkömum okkar. Vegna þess að sorgin sameinar okkur, eins og elgi með samanlæst horn sem deyja á hnjánum í pörum. William Matthews Guðni Elísson þýddi. Af hverju erum við ein þjóð MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 3 Háskólaútgáfan gefur út fjölbreytt frumsamin og þýdd ritverk er varða rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands og stofnanir hans. Háskólaútgáfan gefur að jafnaði út um 60 rit á ári hverju ı Háskólabíó við Hagatorg ı 107 Reykjavík ı Sími 525 4003 ı Fax 525 5255 ı hu@hi.is ı www.haskolautgafan.hi.is ı www.haskolautgafan.is Inngangur að miðöldum Handbók í íslenskir miðaldasögu Gunnar Karlsson Inngangsbindi að fræðilegu yfirlitsriti um íslenska mið alda sögu.Hér er vísað á leiðir til að finna rit um viðfangsefnið, skrifað yfirlit um miðaldahugtakið, ásamt fleiri hugtökum um tímabil í Íslandssögu miðalda, farið er yfir rannsóknarsögu og birt stutt yfirlit yfir evrópska miðaldasögu. Lengsti hluti bókarinnar er svo yfirlit um heimildir íslenskrar miðaldasögu - fornleifar, sögur, lög, skjöl og annála. Loks er gerð grein fyrir mælieiningum og tímatali miðaldafólks. 386 bls. Kr. 5.200,- Fjölmenning á Íslandi Hanna Ragnarsdóttir, Elsa Sigríður Jónsdóttir, Magnús Þorkell Bernharðsson Bókin fjallar á gagnrýninn hátt um ýmsa þætti fjölmenningarsam- félagsins. Kaflarnir eru tengdir nýlegum rannsóknum í viðkomandi fræðum, bæði á Íslandi og í öðrum löndum. Meðal efnis eru þróun fjölmenningarlegs samfélags og skólasamfélags, straumar og stefnur í fjölmenningarfræðum, tvítyngi og móðurmál, íslenska sem annað mál, staðalmyndir og fordómar, sjálfsmynd, menning og trúarbrögð, menningarlæsi og íslenskar rannsóknir, m.a. á stöðu og reynslu barna og fullorðinna í fjölmenningarsamfélagi. Enn fremur eru í bókinni svonefndir gluggar um líf innflytjenda á Íslandi, svo og valin ljóð er tengjast viðfangsefninu. 360 bls. kr. 3.900,- Heilagra karla sögur Sverrir Tómasson, Bragi Halldórsson og Einar Sigurbjörnsson sáu um útgáfuna Heilagra karla sögur eru sögur 12 dýrlinga frá mið- öldum, flestar þýddar eða endursagðar úr latínu eða lágþýsku, en kirkjulegar bókmenntir af þessu tagi eru einn gildasti þáttur íslenskra fornbókmennta. Bókin hefur að geyma lífssögur heilags Nikuláss, Marteins, Rochusar og Ágústinusar kirkjuföður og píslarsögur Ólafs helga, Vitusar og Stefáns frumvottar og auk sögur af einsetumönnunum Páli og Maurusi. Í bókarlok er svo sagan af frægasta syndara miðalda, Gregoríusi á klettinum. Þetta er í fyrsta sinn sem helgisögur af þessu tagi eru gefnar út á Íslandi. 364 bls. kr. 4.900 Almanak HÍ 2008 Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur reiknaði og bjó til prentunar. Auk dagatals eru margvíslegar upplýs- ingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla, yfirlit um hnetti himingeims- ins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og tímann í höfuðborgum þeirra. 96 bls. Kr. 1.285,- Afburðaárangur Agnes Hólm Gunnarsdóttir og Helgi Þór Ingason Um stjórnunaraðferðir sem grund- vallast á gæðastjórnun og rann- sóknir á fyrirtækjum sem náð hafa afburðaárangri. Hvaða aðgerðir og aðferðir eru líklegar til að stuðla að afburðaárangri í rekstri fyrirtækis eða stofnuna. Í þessari bók er leitast við að skapa yfirsýn yfir nokkrar vel þekktar rannsóknir á þessu sviði, sem og nokkrar vinsælar stjórnunaraðferðir. 139 bls. Kr. 3.990,- Hegravarpið Lise Tremblay Smásagnasafn sem vakið hefur mikla athygli í heimalandi höf- undar Kanada fyrir einfaldan og beinskeyttan stíl. Sögurnar lýsa lífi íbúa í smábæ í Québec-fylki, sem byggja afkomu sína á veiðimönnum, fuglafræðingum og borgar- börnum í leit að ró. Fyrir þetta verk hlaut höfundurinn ein merkustu bókmenntaverðlaun sem veitt eru í Kanada. Kr. 2.800,- Ljóðmæli Einars Sigurðssonar í Eydölum Einar Sigurðsson var höfuðskáld þjóðarinnar í árdaga lúthersks siðar hér á landi.Bókin skiptast í þrjá hluta. Inngangur fjallar um sálma- kveðskap í lútherskum sið og ævi Einars í Eydölum. Þá tekur við kveðskapur Einars, alls 45 sálmar og kvæði. Í síðasta hluta, Skýringum og athugasemdum, er gerð rækileg grein fyrir einstökum sálmum og kvæðum og varðveislu þeirra. Bókinni fylgja heimildaskrá, handritaskrá og nafnaskrá. Kr. 5.600,- Villa á öræfum / Allein durch die Einöde eftir Pálma Hannesson Tvímála útgáfa á sívinsælum hrakningasögum Pálma Hannessonar, f.v. rektors MR og alþingismanns. Þær leika meira að segja hlutverk í glæpasögum Arnaldar Indriðasonar þar sem söguhetjan Erlendur er sífellt að lesa þær og má kannski halda því fram að þær gegni því hlutverki þar að undirstrika íslensk sérkenni þessa rannsóknalögreglumanns. Bókin er á tveimur tungumálum, íslensku og þýsku, og er mikill fengur að þessu verki fyrir áhugamenn um hálendið og þessar hrakningasögur sem hafa verið ófáanlegar árum saman. Kr. 3.300,- Söngvarnir frá Písa Ezra Pound Söngvarnir frá Písa teljast til stórvirkja í ljóðabókmenntum Vesturlanda og eru að margra mati hápunkturinn í hinu mikla æviverki Ezra Pound sem hann nefnir Cantos. Ljóðaflokkurinn er ortur í fangabúðum Bandaríkjahers norðan við Písa á Ítalíu 1945, en þar sat Pound um nokkurra mánaða skeið, ákærður fyrir landráð og með dauðadóm vokandi yfir sér. Hann gerir upp líf sitt og les brot úr því saman við rústir Evrópu sem og við leiftur úr liðinni sögu og þá goðsagna- kjarna sem hann taldi óforgengilega. Kr. 3.400,- Leitin lifandi Líf og störf sextán kvenna Sextán konur, sem allar hafa lokið doktors- námi við erlenda háskóla, eiga kafla í bókinni. Þær starfa við ýmsa háskóla landsinss og hafa allar, um lengri eða skemmri tíma, stundað eigin rannsóknir og miðlað þeim ríkulega í ræðu, kennslu og riti. Í bókinni greina konurnar frá eigin fræða- og rannsóknarsviði, hvernig áhugi þeirra á því vaknaði og hvernig þeirra eigin lífssaga og persónuleg reynsla hafði áhrif á starfsval þeirra. Þær fjalla einnig um hugmyndafræðilega þróun innan síns fræðasviðs og hvernig hún hefur endurspeglast í lífi þeirra, störfum og rannsóknum. Kr. 3.500,-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.