Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.2008, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.2008, Page 4
Eftir Jón B.K. Ransu ransu@mbl.is Á tímum þegar samruni list- greina er hafður í háveg- um og þeim hampað sem samræma tjáningarmiðla gegnir Þorvaldur Þor- steinsson vissu forystu- hlutverki, ekki bara vegna hæfileika til að tjá sig gegnum ólíka listmiðla heldur líka vegna þróunarferlis sem hann hefur fetað allt frá raunveruleikainnsetningum sem hann sýndi fyrir tæpum 20 árum til fyrirlestra, námskeiða og kennslu sem hann hefur einbeitt sér að und- anfarin ár. Með fyrirlestrum, námskeiðum eða kennslu er Þorvaldur engu að síður að sinna myndlistarsköpun nema hvað hún er í fjarveru hlutar og sjáanlegs viðfangsefnis og má jafnvel segja að raunveruleikainnsetningar hans séu ekki lengur settar á svið heldur er þeim nú hrint í framkvæmd. Á heimasíðunni www.kennsla.is má lesa um það helsta sem Þorvaldur hefur verið að sýsla á þessum vettvangi. Hins vegar eru þáttaskil í starfsemi Þorvaldar þar sem hann undirbýr, ásamt völdum hópi fólks, að koma hug- myndum sínum um skapandi kennsluaðferðir í framkvæmd undir yfirskriftinni „Tækifærið Ísland“. Þorvaldur segir þetta nýja verkefni allt eins geta heitið „Tækifærið manneskjan“, enda sé viðfangsefnið alþjóðlegt og snúi að umræðu sem eigi sér æ kröftugri málsvara um allan heim. Á næstu vikum mun birtast greinaröð eftir Þorvald í Lesbók Morgunblaðsins þar sem hann mun fjalla um verkfæri listarinnar í ljósi eigin verka og fyrrgreindrar umræðu. Þótti mér því ástæða til að heimsækja lista- manninn á skrifstofu hans við Hafnarstræti, fara yfir myndlistarferilinn og forvitnast nán- ar um verkfæri listarinnar og skapandi afstöðu til menntunar sem er Þorvaldi hugleikið. Jón B.K. Ransu. Ég kynntist verkum þínum fyrst þegar ég var í námi í Hollandi. Þú varst þá á snærum bæði Lumern Travo gallerís í Amsterdam og ZenoX í Antwerpen og varst að sýna á fullu. Minnisstæðast á þessum tíma er golfvöllur sem þú gerðir fyrir sýninguna „For real now“ í borginni Hoorn árið 1990. Þetta var 18 holu völlur samanþjappaður á einni flöt. Þorvaldur Þorsteinsson. Flötina hugsaði ég sem „klímaxið“ eða hápunkt leiksins, án leiks- ins. Þú þurftir bara að pútta. Taka síðasta höggið í 18 útgáfum. Golfvöllurinn rímaði við hljóðverk sem ég var nýbúinn að gera þar sem samfelld fullnæging hljómaði út úr símaklefa í þrjá sólarhringa. Þessi verk voru gerð fyrir heim þar sem enginn nennir að horfa á leikinn heldur bara sjá mörkin, heim þar sem enginn nennir að klífa fjallið og njóta þess að leyfa því að lyfta sér smám saman heldur fer með þyrlu á topp- inn. Þetta voru fyrstu samfélagslegu verkin sem ég gerði, þ.e. að efniviðurinn var sóttur beint úr veruleikanum sem ég var staddur í. J.B.K.R. Á þessum tíma var gríðarleg upp- sveifla í samfélagslega tengdri list. Sér- staklega í Hollandi, Þýskalandi og Belgíu og man ég eftir brautryðjandi sýningum sem Jan Hoet, þáverandi safnstjóri í Nútímalistasafn- inu í Gent, stóð fyrir sem miðuðust við að tengja listina íbúum borgarinnar, fá listamenn til að sýna í íbúðarhúsum eða fá íbúa til að láta eitthvað til safnsins sem listamenn gætu unnið úr. Þegar þú kemur heim frá Hollandi til Ís- lands ertu nokkuð inni á þessari línu, að sækja hráefni til fólksins og tengja listina út í lífið. Gott dæmi er „Verkaskipti“, þegar þú sýndir hversdagslega hluti sem þú fékkst að láni hjá almenningi og með hverjum hlut fylgdi saga sem útskýrði hvers vegna hluturinn væri ómetanleg gersemi í huga eiganda hans. Þess- ar sögur hlutanna breyta viðhorfi manns til þeirra. En það virðist gegnumgangandi í list þinni að vilja fá okkur til að horfa upp á nýtt og ég velti fyrir mér hvert megi rekja þessa til- hneigingu sem birtist svo skýrt í raunveru- leikainnsetningum? Þ.Þ. Það að horfa upp á nýtt má rekja til „fyrirmyndarmyndanna“ sem ég gerði í MHÍ. Þar gekkst ég við nánast einfeldningslegri ást minni á ævintýrum og dæmisögum úr daglegu lífi. T.d. af hundinum sem ég sá í barnablaðinu Æskunni og hlaut að vera góður hundur af því að undir myndinni stóð: „Góður hundur“. Svo fylgdi saga af því hvernig hundurinn bjargaði barni frá drukknun eða eitthvað álíka. Í kjölfarið varð til urmull vatnslitamynda og málverka með slíku myndefni, auk ótal texta- brota um bernskuárin á Akureyri. Þetta varð eins konar yfirlit eða skráning á flestu því sem gaf lífinu merkingu þegar allt kom til alls, hversu hallærislegt eða klisjukennt sem það virtist við fyrstu sýn. Þetta verður einna skýrast í verkinu sem þú nefndir; „Verkaskipti“. Þar voru hversdags- legir hlutir sýndir í upphöfnu samhengi lista- safnsins, ásamt texta sem afhjúpaði þá sem nokkurs konar töfragripi í lífi eigendanna. Þetta er verk sem segir við áhorfandann: „Sjáðu! Svona leynir tilveran á sér. Það er ekki allt sem sýnist.“ Þetta er eins konar tilbrigði við þessar andlegu vekjaraklukkur sem iðu- lega verða á vegi okkar; upplifanir eða upp- götvanir sem vekja til vitundar gagnvart því sem er fyrir framan þig. Allt þetta sem sof- andahátturinn og vaninn hefur gert þig blind- an á. J.B.K.R. Hér ertu kominn inn á athygl- isverða sérstöðu lista. En að vakna til vitundar er eitthvað sem gerist eingöngu gegnum upp- lifun. Og kemur myndlistin þá sérlega sterk inn þar sem myndlistarmaðurinn er markvisst að skapa vettvang fyrir upplifun. Þ.Þ. Það er akkúrat þarna sem listin hefur yfirburði í því að vekja og skapa vitund um virknina í hverjum einstaklingi. Í staðinn fyrir að útskýra allt með rökrænum hætti gefur list- in fólki færi á að upplifa inntakið eða orkuna í sjálfu sér. Þú sem listamaður segir ekki öðrum hvað þeir eigi að sjá eða skilja. Þú skapar að- stæðurnar en sá eða sú sem samþykkir að ganga inn í þær skapar sína eigin upplifun. En það er líka þarna sem samtímalistin er svo oft vanmetin. Þegar einblínt er á hana sem verðmerktan hlut eða sem fagurfræðilegt fyr- irbæri inni í stofu gleymist iðulega þessi stór- kostlegi eiginleiki hennar að geta verið vett- vangur upplifunar eða uppgötvana sem breyta sjónarhorni þínu á lífið, gefa þér brot af sjálf- um þér sem fylgir þér alla ævi. Upplifunin eða uppgötvunin er þá hafin yfir hlutinn og verður algerlega þín. J.B.K.R. Á sýningunni „Port of art“ í landa- mæraþorpinu Kotka í Finnlandi árið 1995 byggðir þú varðturn á miðju torginu. Þaðan bárust svo þakkir úr gjallarhorni til hvers ein- asta íbúa bæjarins fyrir framlag hans eða hennar til listarinnar. Þarna er listaverkið markvisst gert til að vekja til vitundar, en með því að nafngreina alla íbúana og þakka þeim fyrir framlag þeirra til listarinnar þá tengir þú listaverkið þeim sjálfum. Þ.Þ. Og geri þá líka ábyrga fyrir því. Með því að þakka einhverjum fyrir eitthvað gerirðu hann ábyrgan fyrir því. „Þakka þér fyrir fram- lag þitt til listarinnar“ er einnig áminning um að við séum partur af einni heild, að þitt fram- lag sé ekki síður mikilvægt en allra þessara „kostunaraðila“ sem iðulega eru nefndir til sögunnar í fínni lummuboðum. J.B.K.R. Árið eftir varðturninn í Finnlandi varst þú með einkasýningu í Listasafninu á Akureyri, þínum heimabæ. Þetta var umtöluð sýning og margir menningarvitar völdu hana bestu sýningu ársins jafnvel þótt þeir hefðu ekki séð hana, sem mér þykir táknrænt þar sem hluturinn sem slíkur fór hægt og sígandi að hverfa úr list þinni upp frá þessu. Hver var undanfari þess að hluturinn eða myndin fór hverfandi? Þ.Þ. Ég held að mitt fyrsta verk, þar sem viðfangsefnið birtist aðeins í huga áhorfand- ans, hafi verið á sýningunni „Fyrir ofan garð og neðan“ á Listahátíð árið 1990. Þetta var strompur með sjónvarpsloftneti sem stóð í miðjum garði og vísaði greinilega til þess sem ekki sást, þ.e. hússins undir. Þetta endurtók sig síðan í ýmsum myndum á næstu árum, eins og á sýningunni „Skúlptúr, skúlptúr, skúlptúr“ á Kjarvalsstöðum árið 1994 þar sem þú gast gengið í gegnum æf- ingaíbúð Slökkviliðsins í Reykjavík. Þar var allt að finna nema sjálfan eldinn. „Söngskemmtun“ sem varð til í sýning- arsalnum Tuttugu fermetrar árið 1998 og síðar endurgerð víða um Evrópu, er annað dæmi. Þar komum við að lokuðum dyrum söng- skemmtunar og við sjáum eingöngu yfirhafnir þeirra sem komið höfðu í tæka tíð. En gegnum vegginn ómuðu söngvarnir og inn á milli barst lófatak gestanna og kynningar kórstjórans til okkar sem úti biðum. Og þó þetta væri aðeins upptaka á geisladiski gat fólk auðveldlega séð fyrir sér salinn og sumir biðu á aðra klukku- stund eftir hléinu sem aldrei kom, í von um að komast inn. J.B.K.R. Eftir að vinna verk í fjarveru hlut- ar eða sjáanlegs efnis samræmdir þú mynd- listina öðru formi, þ.e. fyrirlestraformi, nám- skeiðahaldi og kennslu. Um leið ferðu opinberlega að gagnrýna kerfishugsun og að hvetja til skapandi hugsunar. Hvernig kom þetta til? Þ.Þ. Árið 2003 var ég beðinn að taka þátt norrænni sýningu í Rúmeníu sem átti að fjalla um framtíð landsins, hvorki meira né minna. Ég vissi álíka lítið um Rúmeníu og framtíðina og því var úr vöndu að ráða. En af því að lista- maðurinn þarf ekki að vita, bara treysta, þá varð útkoman eitt af mínum uppáhalds- verkum. Það heitir „Wanted“ (Eftirlýstur) og var unnið í samvinnu við 15 munaðarlaus ung- menni í borginni Iasi í norðausturhluta lands- ins. Það birtist í formi 15 auglýsinga frá lög- reglunni þar sem lýst var eftir krökkunum með svarthvítri mynd og texta undir. Textinn, sem að jafnaði fjallar um glæpinn sem viðkom- andi er eftirlýstur fyrir, reyndist hins vegar vera lýsing á helstu mannkostum unglinganna og hæfileikum, hvort sem það fólst í því að geta blístrað öðrum betur, hafa áhuga á arki- tektúr, vera frábær í stærðfræði eða fótbolta, góð við dýr eða traustur vinur. Þarna gastu lesið um hvað þetta unga fólk dreymir um að gera við líf sitt, hvað það hefur í raun af miklu að miðla og mikið að gefa. Lokasetningin; „Lýst er eftir Vladim fyrir framtíð Rúmeníu“ varð þannig mjög skiljanleg eftir að hafa lesið um Vladim í auglýsingunni. Það var verið að lýsa eftir einhverju sem sannarlega er til en hefur ekki fundið sér viðurkenndan farveg eða fengið tækifæri til að blómstra. Reynslan af að vinna þetta verk opnaði augu mín gagnvart einfaldri spurningu: Af hverju Rúmenía? Hvað með Ísland? Er ekki full ástæða til að við lýsum eftir sjálfum okkur þrátt fyrir alla okkar veraldlegu velmegun, eða kannski vegna okkar veraldlegu velmeg- unar? Erum við ekki öll meira eða minna týnd? Komum við ekki flest eins og ofureinfölduð kópía af sjálfum okkur út úr skólakerfinu? Lærum við ekki meira um málfræði en eigin mennsku í grunnskóla? Í kjölfarið fór ég að halda fyrirlestra og námskeið þar sem í raun er verið að lýsa eftir Tækifærið manneskjan „Tækifærið Ísland“ er yfirskrift verkefnis sem Þorvaldur Þorsteinsson myndlist- armaður er að undirbúa ásamt völdum hópi fólks, en þar er unnið að því að koma hug- myndum hans um skapandi kennsluaðferðir í framkvæmd. Þorvaldur segir að verkefnið gæti allt eins heitið „Tækifærið manneskjan“ enda sé viðfangsefnið alþjóðlegt og snúi að umræðu sem eigi sér æ kröftugri málsvara um allan heim. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Þorvaldur „Þegar hver skóladagur verður deigla nýrra viðhorfa og uppgötvana, jafnt hjá nemendum og kennurum, og ferðalagið sannarlega mikilvægara en áfangastaðurinn, þá förum við að sjá breytingar í samfélaginu öllu,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson. 4 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.