Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.2008, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.2008, Side 5
þeim ómælisvíddum sem búa ókannaðar í okk- ur öllum og freista þess að kynna þau verkfæri sem best hafa nýst mér í slíku landnámi. Þar eru fremst í flokki hin ólíku verkfæri sköp- unarferlisins, sem allir geta nýtt sér, þó oftast sé talað um þau sem einkaeign þeirra sem feta braut viðurkenndra listgreina. J.B.K.R. Í sömu andrá og þú minnist á mik- ilvægi þess að við lýsum eftir okkur sjálfum nefnir þú skólakerfið. En í fyrirlestrum þínum hefur þú harkalega gagnrýnt skólakerfið og látið óspart í ljós óánægju með stöðu mennta- mála á Íslandi. Þ.Þ. Sú krafa liggur í loftinu að við endur- skoðum skólakerfið og það er tímabært að við- urkenna að kennurum er ekki gert kleift að starfa samkvæmt sinni bestu vitund. Það eru til ótal akademískar rannsóknir sem staðfesta það. Sem er mikil synd, því við eigum marga frábæra kennara og skólastjórnendur sem hafa gert ótrúlegustu hluti innan þess þrönga ramma sem prófafarganið og námskráin setur þeim. Og ekkert sem ég hef að segja hefur ekki verið sagt áður. Ég held varla fyrirlestur án þess að einhver bendi mér á að það sem ég var að segja hljómi vel en hafi komið fram áður og vísar þá til eldri kenninga eða rannsókna. Það finnst mér alltaf góðar fréttir, en þegar ég spyr hvers vegna þetta sé ennþá í bókinni, möppunni eða mastersritgerðinni, af hverju menn séu ekki að nýta það, er fátt um svör. Helst að bent sé á Waldorf-skólann og sam- bærilegar stofnanir sem skilað hafa góðum ár- angri, rétt eins og tilvist þeirra nægi til að fría sig allri ábyrgð. J.B.K.R. Á móti þessari kröfu um endurbætt og skapandi skólakerfi eru samt aðrar kröfur í loftinu sem rýra enn frekar möguleikana á skapandi hugsun í kennslu og miðast við að byrja að kenna börnum að lesa fyrr, reikna fyrr o.s.frv. Þ.Þ. Um leið og manneskjan fer að kveinka sér undan úreltu hugmyndakerfi og það mynd- ast samstaða um að eitthvað gangi ekki upp, eins og raunin er með skólakerfið, þá er eins og að takið sé hert. Það þarf líka að tryggja hagkerfinu nýja neytendur, undirbyggja skortinn frá byrjun, gæta þess að við verðum hvorki sjálfbjarga né sjálfum okkur nóg. Gera okkur háð einkunnagjöf, reglugerðum, tölum og titlum. Hinar svokölluðu fréttir staðfesta svo þessa heimsmynd á hverjum degi: Þú ert ekkert nema það sem þú mælist í samanburði við aðra og það sem þú gerir er einskis virði nema það sé lóð á vogarskál „samkeppnishæfni“ þinnar. J.B.K.R. Ég man að fyrir síðustu alþing- iskosningar var Framsóknarflokkurinn ein- mitt að birta svona samanburðarmælingar í dagblöðum þar sem fram kom að Ísland væri í öðru sæti yfir samkeppnishæfustu þjóðir heims og í fjórða sæti yfir ríkustu þjóðir heims. Ég hugsaði þegar ég sá þessar auglýs- ingar hve gaman væri ef Ísland væri nefnt í hópi samkenndarhæfustu eða kærleiksríkustu þjóða heims. En slíkt er auðvitað ómælanlegt og þannig er einmitt myndlistin og sem slík gengur hún í berhögg við kerfishugsunina. Ég get samt vel séð listina vera leiðandi í mennta- kerfinu því fyrir mitt leyti get ég sagt að ég hafði aldrei áhuga á að læra fyrr en ég byrjaði að stunda myndlist. Þá fyrst vaknaði hjá mér áhugi á að dýpka skilning minn á umhverfinu. En hann var fyrst og fremst í ljósi myndlist- arsköpunarinnar. Þ.Þ. Samtímalist sýnir okkur m.a. hvernig uppgötvun á einu vekur áhuga á öðru og að uppgötvun á því smæsta getur orðið lykillinn að því stærsta. Þetta er eitt af verkfærum list- arinnar. Að vinna með hvað sem er, skapa tengingar og uppgötva það augljósa. Með því að nota slík verkfæri í almennri kennslu er nemandanum kennt að treysta á sjálfan sig og að hann sé alltaf á réttum stað. Hann þarf ekki að vera annarsstaðar en hann er því það er hér og nú sem hann uppgötvar. Með skapandi af- stöðu áttar hann sig á því að það eru engin svör, bara möguleikar. J.B.K.R. En hvar stendur þá kennari sem notar verkfæri listarinnar í kerfislægum heimi, eða þú sjálfur sem fyrirlesari sem kenn- ir út frá persónulegri upplifun og reynslu? Hvernig ert þú varinn fyrir kerfinu? Þ.Þ. Mér er sýnt ákveðið umburðarlyndi af því að ég er listamaður og veit ekki betur. Ef ég væri titlaður akademíker væri líklega búið að slá mig af fyrir löngu. Menn ættu þó ekki að vanmeta áhrifamátt listarinnar í þessu sam- bandi. Ég er viss um að kennarar sem fá tæki- færi til að skapa vettvang fyrir upplifanir og uppgötvanir með verkfærum listarinnar muni verða okkar helstu málsvarar. Þegar hver skóladagur verður deigla nýrra viðhorfa og uppgötvana, jafnt hjá nemendum og kenn- urum, og ferðalagið sannarlega mikilvægara en áfangastaðurinn, þá förum við að sjá breyt- ingar í samfélaginu öllu. Og hver veit? Kannski, einn daginn, hættum við að spyrja börnin okkar hvað þau ætli að verða og sjáum í raun hvað þau eru. Hér og nú. Þá þarf ekki að lýsa eftir þeim. En það þarf að lýsa eftir okkur hinum. Hjá því verður varla komist. Fjarvera sjáanlegs efnis Í verkinu “Söngskemmtunkomu gestir að lokuðum dyrum söngskemmtunar og sáu eingöngu yfirhafnir. En gegnum vegginn ómuðu söngvar og lófatak þeirra sem höfðu komið í tæka tíð. Höfundur er myndlistagagnrýnandi við Morgunblaðið. Fyrirlestur á myndbandi Á sýningunni Bæ, bæ Ísland, sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri, birtist Þorvaldur sem fyrirlesari í tæplega klst. löngu myndbandi, þar sem hann talar um verkfæri listarinnar og ónýtta möguleika innan menntakerfisins. Myndir: Örn Ingi Gíslason Þakklæti og ábyrgð Úr varðturni þakkaði listamaðurinn öllum íbúum Kotka með nafni fyrir framlag þeirra til listarinnar og gerði þá um leið ábyrga fyrir verkinu. » Samtímalist sýnir okkur m.a. hvernig uppgötvun á einu vekur áhuga á öðru og að uppgötvun á því smæsta getur orðið lykillinn að því stærsta. Þetta er eitt af verkfærum list- arinnar. Að vinna með hvað sem er, skapa tengingar og uppgötva það augljósa. Með því að nota slík verkfæri í al- mennri kennslu er nemand- anum kennt að treysta á sjálf- an sig og að hann sé alltaf á réttum stað. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 5 Sumar 2008Fífunni í Kópavogi 4.–6. apríl 2008 Upplifðu sumarið með okkur á sýningunni í Fífunni 4.-6. apríl! Kynningar, fræðsla og skemmtun fyrir alla fjölskylduna Sýningin er opin sem hér segir: Föstudag 4. apríl kl. 16:00 – 19:00, laugardag 5. apríl kl. 11:00 – 19:00 og sunnudag 6. apríl kl. 11:00 – 18:00 Tugir sýnenda, hundruð áhugaverðra hluta og þúsundir hugmynda

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.