Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.2008, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 7
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Hljómsveitin Steely Dan hefurverið æði virk undanfarið,
mannkyni til heilla. Plötur sveit-
arinnar á áttunda áratugnum
standa sem ein tilkomumesta plöt-
uruna rokksögunnar, þar sem eitt
meistarastykkið rak annað. Það
merkilega er að endurkomuplötur
Dan hafa og verið stórgóðar (Two
Against Nature (2000) og Everyt-
hing Must Go (2003)). Þessi mikla
uppvakning hefur spillst yfir á
sólóumsýslan leiðtogana tveggja,
þeirra Donald Fagen og Walter
Becker og gaf sá fyrrnefndi út
hörkuplötu árið 2006, Morph the
Cat. Þess má geta í framhjáhlaupi
að allar þrjár sólóplötur Fagen
komu út í boxi síðasta haust sem
The Nightfly Trilogy og sam-
anstendur það af The Nightfly
(1982), Kamakiriad (1993) og áð-
urnefndri Morph the Cat.
En nú er röðin komin að Walter
Becker, en fyrsta sólóplata hans í
fjórtán ár, Circus Money, kemur
út seint í maí eða snemma í júní á
hans eigin merki, 5 Over 12, sem
er undir hatti Mailboat Records,
útgáfu sem var stofnuð af Jimmy
Buffett árið 1999.
Síðasta plata Becker, 11 Tracks
of Whack, kom út árið 1994. Sóló-
plötur Dan–bræðra hafa fylgt lín-
um hljómsveitar þeirra nokkuð ná-
kvæmlega verður að segjast en
það má búast við þónokkrum
sveigjum og beygjum á Circus
Money, samanber viðtal sem Bec-
ker átti við Billboard fyrir stuttu.
Þar segist hann hafa verið að
hlusta mikið á jamaíska döbb-
tónlist frá áttunda áratugnum og
áhrif frá henni munu án efa gera
vart við sig á plötunni. Becker
mun mögulega fylgja plötunni eitt-
hvað eftir en fyrst eru það nokkrir
Steely Dan-tónleikar í sumar og í
haust. Ekkert er hins vegar að
frétta af nýrri hljóðversplötu frá
henni.
„Við túruðum í fjóra eða fimm
mánuði á síðasta ári sem er ansi
mikið fyrir menn á okkar aldri,“
segir Becker. „Það eru engar
áætlanir uppi um plötu. Ég veit
ekki einu sinni hvort við erum
lengur á mála hjá einhverri út-
gáfu. Ég vona ekki!“
Black Francis (áður FrankBlack, áður Black Francis.
Rétt nafn: Charles Michael Kitt-
ridge Thompson IV), leiðtogi Pixi-
es og höfundur skrilljón sólóplatna
hefur gefið út
nýtt sjö laga
sett sem kallast
Svn Fngrs. Um
einslags tema-
plötu er að
ræða, en heitið
(Seven Fingers
þegar það er bú-
ið að afrugla
það) vísar í hina
goðsagnakenndu
írsku hetju, Cúc-
hulainn, sem átti hafa haft sjö
fingur og sjö tær. Platan kemur út
í kjölfar Bluefinger (2007) sem
fylgdi svipuðu formi, en þá var
umfjöllunarefnið hollenski lista-
maðurinn Herman Brood. Francis
hefur lítið gefið upp um ástæð-
urnar fyrir þessum fingratemum,
og yfirlýsingar í fjölmiðlum eru
dularfullar og lyklaðar. Fólki gefst
þó færi á að leggjast yfir þetta
með meistaranum í San Francisco
25. apríl, en það eru einu tónleik-
arnir sem hafa verið staðfestir á
þessu ári.
TÓNLIST
Black Francis
Walter Becker
Eftir Svan Má Snorrason
sms@utopia.is
Íslenska hljómsveitin Soma gaf út sína fyrstuog einu plötu árið 1997 og bar hún nafniðFöl. Nokkur lög af henni fengu spilun í út-varpi og þá sérstaklega Grandi Vogar 2
sem heyrðist ótt og títt sumarið þetta sama ár og
var alveg þrælgott og grípandi. En það var miklu
meira spunnið í þessa hljómsveit en þetta eina
vinsæla lag.
Föl með hljómsveitinni Soma er verk sem und-
irituðum finnst hafa týnst eftir að það kom út fyrir
ellefu árum sé mið tekið af þeirri músík sem
heyrðist hvað mest á þessum tíma. Og kannski
fannst verkið aldrei. Föl er meira en prýðileg
áheyrnar og hefði átt skilið að fara víðar og heyr-
ast meira en hún gerði. Fékk gripurinn til að
mynda góða dóma í Morgunblaðinu hjá Árna
Matthíassyni tónlistargúrú.
Nafn hljómsveitarinnar er fengið úr hinu út-
ópíska skáldverki Aldous Huxley Veröld ný og
góð (Brave New World) en þar er Soma heiti á al-
gleymislyfi sem er dreift til almennings með sam-
þykki yfirvalda. Hver tafla framkallar þægilegt
algleymi án sérstakra aukaverkana – nema þeim
að halda skoðunum og viðhorfum almennings
niðri. Hvort það sé aukaverkun eða ekki verður
hver að gera upp við sjálfan sig.
En aftur að hljómsveitinni Soma. Hana skipuðu
Guðmundur Annas Árnason söngvari, Snorri
Gunnarsson gítarleikari, Halldór Sölvi Hrafnsson
gítarleikari, Þorlákur Lúðvíksson hljómboðsleik-
ari, Kristinn Jón Arnarson bassaleikari og
trommuleikarinn Jónas Vilhelmsson.
Tónlist Soma er á stundum nokkuð þunglynd-
isleg en án þess þó að vera niðurdrepandi. Það er
stutt í rokkið og áttu þeir félagar auðvelt með að
keyra upp alvöru rokk og fara þaðan niður í
dökkbláan dapurleikann. Hygg ég að meðlimir
hafi tekið sig og tónlist sína nokkuð alvarlega,
enda kunnu þeir meira en vel til verka. Voru aldr-
ei leiðinlegir eða tilgerðarlegir, metnaðurinn mjög
mikill og þeir Somadrengir sýna á Föl að þeir
gátu margt. Þótt undiraldan sé þung er spila-
mennskan til fyrirmyndar. Söngurinn er mjög
góður og ég er hissa, jafnvel svekktur að söngv-
arinn sé ekki þekktari en raun ber vitni. Guð-
mundur Annas er miklu betri söngvari en flestir
þeir sem tröllriðu tónlistarsenunni árið 1997 og
reyndar má segja að í heildina sé hann ekkert
annað en fantagóður söngvari. Hann er með breitt
raddsvið, er ófeiminn í tjáningu án þess að örli á
stælum eða getuleysi földu í hljóðversgöldrum.
Það er líkt og hljómsveitin Soma hafi stokkið
fram alsköpuð árið 1997 – algjörlega tilbúin í slag-
inn eins og glöggt má heyra á Föl. Í heildina eru
lagasmíðar sterkar og fjölbreyttar, textarnir hins
vegar misjafnir að gæðum og hefði hljómsveitin
haft yfir að ráða góðum textahöfundi hefði Föl
orðið frábært verk. Lög eins og Bram Stoker, tit-
illagið og nokkur önnur geta ekki talist neitt ann-
að en góðar tónsmíðar sem flestar hafa borið ald-
urinn vel. Útsetningar eru smekklegar og lausar
við alla tilgerð.
Þeir sem myndu heyra tónlistina í dag og ekk-
ert vita útgáfuár hennar myndu kannski segja að
söngvarinn væri á vissum stöðum að herma eftir
Magna Ásgeirssyni, söngvara Á móti sól. En þetta
er nokkru áður en Magni slær í gegn og hins veg-
ar ekki ólíklegt að Magni hafi hlustað á Soma og
lært eitt og annað af Guðmundi Annasi.
Platan Föl með Soma er poppklassík þar sem
finna má tónlist sem hefur staðist tímans tönn og
hún er klárlega eitt af bestu byrjendaverkum ís-
lenskrar rokkhljómsveitar.
Algleymi án aukaverkana
POPPKLASSÍK
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
E
itt þjóðarbrotanna í Belís er Ga-
rifuna, fólk af afrískum, ara-
wakskum og karíbskum upp-
runa – ein sagan, og sú
rómantískasta, segir að það sé
afkomendur þræla sem urðu
skipreika á eynni St. Vincent 1635 og hrökkl-
uðust undan Bretum til Hondúras 1797 og það-
an til Níkaragva, Gvatemala og loks norður yfir
Sabún-fljót til Belís í upphafi nítjándu aldar.
Punta og puntarokk
Garifunsk tónlistarmenning er allfrábrugðin því
sem almennt tíðkast víðast í Mið-Afríku, en
þekktasta form hennar kallast punta, sem þjóð-
leg tónlist, og puntarokk, þegar búið er að
stinga í samband.
Fremstur garifunskra tónlistarmanna var
Andy Palacio, snjall lagasmiður og söngvari og
óþreytandi við að kynna garifunska menningu.
Hann var því öllum harmdauði er hann lést
skyndilega um miðjan janúar síðastliðinn lið-
lega fimmtugur að aldri. Síðasta plata hans,
Wátina, var með bestu plötum þjóðlegrar tón-
listar sem kom út á síðasta ári.
Andy Palacio fæddist í litlu fiskimannaþorpi
skammt frá landamærunum að Gvatemala. Fað-
ir hans hafði dálæti á enskum dægurlögum sem
títt voru spiluð í útvarpi enda Belís / Breska
Hondúras ensk nýlenda og eina landið í Mið-
Ameríku þar sem enska er ríkjandi tungumál.
Vildi verða reggístjarna
Palacio litli sýndi snemma mikla tónlistargáfu,
lærði á munnhörpu hjá föður sínum og kenndi
sjálfum sér á gítar – sagði svo frá að hann hefði
langað til að verða reggístjarna eins og Bob
Marley.
Þegar Andy Palacio var átján ára gamall
fluttist hann til Belísborgar, höfuðborgarinnar,
og lærði til kennara, en hann vann fyrir sér
sem kennari eða við önnur opinber störf með-
fram tónlistariðkan. Hann lýsti því svo í viðtali
á síðasta ári að honum hefði sviðið svo hve
menning garifuna stóð halloka að hann hóf bar-
áttu fyrir því að tunga þeirra, garifuna, myndi
ekki glatast og eins að menningunni yrði sýnd-
ur sómi, en þess má geta að í heimabæ hans
var bannað að tala garifuna í barnaskólanum –
öll kennsla og allar samræður fóru fram á
ensku þótt enska hafi aldrei verið notuð al-
mennt í þorpinu.
Hugljómun
Í upphafi níunda áratugar síðustu aldar segist
hann svo hafa fengið hugljómun þegar hann
heyrði í hljómsveit Pen Kayetano, sem var
brautryðjandi í puntarokki – segist hafa
skyndilega áttað sig á því að ná mætti til garif-
unskra unglinga með því að blanda svo saman
poppi og þjóðlegri tónlist. Í viðtali við vefsetrið
Afropop Worldwide í janúar á síðasta ári lýsti
hann því svo að hann hafi verið orðinn úrkula
vonar um að hægt væri að endurreisa garif-
unska menningu, hún hlyti út af að deyja vegna
áhugaleysis ungs fólks um uppruna sinn.
Á næstu árum, 1984-86, lagði Palacio því
reggí og popp á hilluna og hófst handa við að
skapa nýjan tónlistarstíl og 1987 gerði hann
fyrstu eiginlegu upptökurnar í almennilegu
hljóðveri. Það dugði og ágætlega til þess að
syngja dægurlög á garifuna og enn betur þegar
þau dægurlög urðu vinsæl í heimahéraði Pala-
cios og ekki bara þar heldur og um gervallt
Belís þegar Palacio sló í gegn um miðjan ní-
unda áratuginn.
Ekki var bara að Andy Palacio söng á garif-
una í bland við enskuna, heldur fléttaði hann
líka saman vestrænu rokki og poppi og tónlist-
arhefðum úr heimahéraði sínu með góðum ár-
angri – gekk þannig á undan með góðu for-
dæmi.
Honum varð svo ágengt í baráttu sinni fyrir
varðveislu menningarhefðar garifuna að menn-
ingarstofnun Sameinuðu þjóðanna beitti sér
fyrir varðveislu hennar og í framhaldi af því
varð Andy Palacio sérlegur útsendari mennta-
málaráðuneytis Belís og síðar friðarsendiboði
UNESCO
Þjóðleg og nútímaleg í senn
Síðasta platan sem hann náði að ljúka við,
Wátina, er áþekk því öðru sem ég hef heyrt
með honum, fjörug taktföst hálfrafmögnuð tón-
list – þjóðleg og nútímaleg í senn og afrískari
en flest önnur mið-amerísk tónlist. Platan var
tekin upp í fjögurra mánaða lotu á ströndinni
skammt frá æskuslóðum Palacios og að henni
komu tónlistarmenn frá fjórum löndum í Mið-
Ameríku: Belís, Hondúras, Mexíkó og Gvate-
mala. Henni var vel tekið og fékk meðal annars
verðlaun BBC3 og Womex-verðlaunin, en hvor
tveggja verðlaunin eru sérstaklega ætluð þjóð-
legri tónlist.
Í upphafi þessa árs veiktist Andy Palacio
fyrirvaralaust og svo hastarlega að hann varð
nánast bráðkvaddur, en hann hafði ekki kennt
sér meins fram að því.
Grifunsk menningarhetja
Belís heitir land eitt í Mið-Ameríku sem áður
kallaðist Breska Hondúras. Það byggja fjölmörg
þjóðarbrot, fólk úr ýmsum áttum, sannkölluð
menningardeigla, sem skilar sér í tónlistinni.
Mér þykir líklegt að fáir þekki til belískrar tón-
listar nema þá sem hráefni í breikbít og hiphop;
til að mynda upptökur The Professionals og
kannski þekkja einhverjir magnaða hljómsveit
Lord Rhaburn.
Hugsjónamaður Belíski söngvarinn Andy Palacio sem lést í byrjun árs.