Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.2008, Side 11
Eftir Milan Kundera
Á
blaðsíðu 129 til 131 í
bókinni Frá einum
kastala til annars
segir frá tík. Hún
kemur frá ísköldum
héruðum Danmerkur
þar sem hún var vön að strjúka út í
skóg og haldast þar við langtímum
saman. Þegar hún kom með Céline
til Frakklands hætti hún að strjúka.
Síðan fékk hún krabbamein einn
daginn:
„… ég ætlaði að leggja hana útaf í
heyið… skömmu fyrir sólarupprás…
hún vildi ekki að ég legði hana út-
af… hún vildi það ekki… hún vildi
vera annars staðar… í kaldasta
hluta hússins og á steinunum… hún
lagði sig fallega útaf… hún byrjaði
að emja… þetta voru endalokin…
mér hafði verið sagt það, ég trúði því ekki… en það
var satt, hún sneri sér í átt að minningunum, í áttina
til uppruna síns, norðursins, Danmerkur, með trýnið í
norður, sneri í norður… tíkin var þannig trú upprun-
anum, trú skógunum sem hún hafði strokið út í, Kor-
sör, þarna uppfrá… líka trú þessu hræðilega erfiða
lífi… hún hafði engan áhuga á skógunum í Meudon…
hún dó eftir að hafa emjað tvisvar… eða þrisvar sinn-
um, ósköp lágt og settlega… án þess að kveina… ef
svo má segja… og í mjög fallegri stellingu, eins og á
fleygiferð, að strjúka… en liggjandi á hliðinni, alveg
búin að vera… með trýnið í áttina að skógunum þang-
að sem hún hafði strokið, þarna uppfrá, þaðan sem
hún hafði komið, þar sem hún hafði þjáðst… Guð einn
veit það!
Ó, ég hef oft mátt að horfa upp á þjáninguna…
hér… þar… alls staðar… en aldrei nærri því eins fal-
lega og þessa, svona látlausa… trygglynda… það sem
spillir fyrir dauðastríði mannanna er allt þetta tral-
lala… enda er maðurinn er alltaf á sviði… “
„Það sem spillir fyrir dauðastríði mannanna er allt
þetta trallala.“ Þvílík setning! Og „enda er maðurinn
er alltaf á sviði“… Hver man ekki eftir alls kyns öm-
urlegum en frægum leikaraskap með „hinstu orðin“
sem menn eiga að hafa sagt skömmu fyrir andlátið?
Þannig er það: jafnvel sárkvalinn er maðurinn stöðugt
að sviðsetja sjálfan sig. Jafnvel sá „látlausasti“, sá sem
hefur minnsta þörf fyrir að vekja athygli á sér, því það
er ekki alltaf þannig að maðurinn setji sjálfan sig alltaf
á svið. Hann setur sig ekki þangað sjálfur, hann er
settur þangað. Það eru örlög hans sem manns.
Og þetta „trallala“! Dauðinn ævinlega upplifaður
sem hetjulegur, eins og lokaatriðið í leikriti, eins og
niðurstaða baráttu. Ég les í dagblaði: í einhverri borg
er þúsundum rauðra blaðra sleppt upp í loftið til að
heiðra fólk sem hefur veikst eða látist úr eyðni! Ég
staðnæmist við þetta „til að heiðra“. Í minningu, til að
minnast, sem merki um sorg og samúð, já það skil ég
vel. En til að heiðra? Er eitthvað við þessa veiki sem
vert er að halda upp á eða dást að? Á þessi veiki ein-
hvern heiður skilinn? En þannig er það, og það vissi
Céline: „það sem spillir fyrir dauðastríði mannanna er
allt þetta trallala“.
Og ég hugsa enn einu sinni með mér: það er þessari
dapurlegu vitleysu að þakka að skáldsagnahöfund-
urinn Céline náði að átta sig á einum þætti í tilveru
mannsins sem enginn hafði komið auga á á undan hon-
um. Til dæmis þessu trallala mannsins (allra manna)
þegar hann er dauðvona.
Margir miklir höfundar af hans kynslóð horfðu eins
og hann upp á dauða, stríðsátök, hrylling, þjáningar og
útskúfun. En þeir upplifðu það handan landamæranna:
þeir voru í hópi hinna réttlátu, verðandi sigurvegara
eða fórnarlamba með geislabaug þess óréttlætis sem
þau höfðu orðið fyrir, í stuttu máli, dýrðarinnar megin.
„Trallalaið“ (siferðileg sjálfumgleði sem vill láta taka
eftir sér) var látlaust, sakleysislega, ósýnilega samofið
allri framkomu þeirra, þannig að þau gátu hvorki kom-
ið auga á það né nefnt það. En Céline var í tuttugu og
fimm ár meðal hinna fordæmdu og fyrirlitnu, sekur
meðal sekra. Allir í kringum hann áttu að þegja; hann
einn ljáði þessari einstöku tilvistarreynslu röddu:
reynslu af kringumstæðum sem gersneyddar voru öllu
trallala.
Þessi reynsla gerði honum kleift að sjá hégómann
ekki sem löst heldur sem eiginleika sem er samgróinn
manninum, sem fer aldrei frá honum, ekki einu sinni
meðan hann heyr dauðastríðið. Og á botni þessa rót-
gróna trallala mannsins gerði hún honum kleift að
koma auga á stórkostlega og óvænta fegurð þess þeg-
ar tík deyr.
Friðrik Rafnsson þýddi© 2008 MK
„Það er þessari dapurlegu vitleysu
að þakka að skáldsagnahöfundurinn
Céline náði að átta sig á einum þætti
í tilveru mannsins sem enginn hafði
komið auga á á undan honum,“ segir
greinarhöfundur. En hvað var það
sem Céline uppgötvaði?
Höfundur er skáldsagna- og ritgerða-
höfundur, tékkneskur að uppruna,
búsettur í Frakklandi. Allar skáldsög-
ur hans hafa komið út á íslensku, nú
síðast hans fyrsta bók, Brandarinn
(JPV 2007)
Céline „Margir miklir höfundar af hans kynslóð horfðu eins og hann upp á
dauða, stríðsátök, hrylling, þjáningar og útskúfun.“
Í HNOTSKURN
»Louis-Ferdinand Céline(1894-1961) var franskur
læknir og rithöfundur. Hann
starfaði sem læknir í fyrri
heimsstyrjöldinni en vann að
henni lokinni fyrir Þjóða-
bandalagið (undanfara Sam-
einuðu þjóðanna) víða um
heim, m.a. í Sviss, Englandi,
Kanada, Bandaríkjunum og á
Kúbu. Einnig rak hann um
skeið læknastofu í Mont-
martre-hverfinu í París.
»Meðfram læknastörfunumfékkst hann við skriftir
og sendi frá sér sína fyrstu
bók, Semmelweis, árið 1924,
en þekktustu bækur hans eru
Voyage au bout de la nuit
(Ferð á enda næturinnar,
1932) og Mort à crédit
(Dauði upp á krít, 1936). Cél-
ine þykir óumdeildur stíl-
snillingur og skarpskyggn og
meinhæðinn mannlífskönn-
uður í skáldverkum sínum en
hann var líka hatrammur
gyðingahatari og var á sín-
um tíma, ranglega að flestra
mati nú, sakaður um að vera
hallur undir nasista. Vegna
þess var hann sendur í út-
legð frá Frakklandi til Dan-
merkur í 18 mánuði á ár-
unum 1945-1947, en hlaut
uppreisn æru og sneri aftur
til heimalandsins árið 1951.
»Céline er almennt talinneinn merkasti höfundur
Frakka á 20. öld og hafði
mikil áhrif á franskar bók-
menntir og raunar heims-
bókmenntirnar á öldinni sem
leið. Skáldsögur hans mót-
uðu höfunda á borð við
Samuel Beckett, Sartre, Que-
neau, Genet, Le Clézio,
Robbe-Grillet og Barthes í
Frakklandi. Í Bandaríkjunum
átti hann sér fjölmarga aðdá-
endur og sporgöngumenn,
höfunda eins og Henry Mill-
er, Jack Kerouac, Joseph
Heller, Kurt Vonnegut, Willi-
am Burroughs og Allen Gins-
berg.
Dauðinn og allt þetta trallala
– Ferdinant Céline
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 11
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
Komin er út hjá bókaútgáfunniBjarti í kiljuformi skáldsagan
Piltur og stúlka eftir Jón Thorodd-
sen. Á þeirri ríflega hálfri annarri
öld sem liðin er síðan bókin kom
fyrst út hefur
hún líklega selst
í tugþúsundum
eintaka og les-
endurnir eru
orðnir margfalt
fleiri. Þessi róm-
antíska saga með
raunsæisblæ er
sprottin úr
rammíslenskum
veruleika og náðu persónur hennar
þvílíkum tökum á landsmönnum að
þær lifa sumar hverjar enn góðu
lífi í huga manna – hver þekkir
t.a.m. ekki Gróu á Leiti? Í sögunni
eru á áhrifaríkan hátt dregnar upp
andstæður sem síðar áttu eftir að
verða ríkjandi í íslenskum bók-
menntum langt fram eftir 20. öld:
sveitasælan og sollurinn. Sigríður
Rögnvaldsdóttir ritar formála.
Veröld hefur gefið út í kiljuírsku skáldsöguna Strákurinn
í röndóttu náttfötunum eftir John
Boyne og er þetta frumútgáfa á ís-
lensku. Bruno, sem er níu ára
þýskur drengur í síðari heimsstyrj-
öld, veit ekkert um helförina eða
grimmdarverk landa sinna erlendis.
Dag einn flytur fjölskyldan úr
notalegu húsi þeirra í Berlín og
upp í sveit þar sem hann hefur
engan til að leika
við.
Þar kynnist
hann Shmuel;
strák sem lifir
undarlegu lífi
handan girðingar
og klæðist þar að
auki röndóttum
náttfötum – eins
og allir aðrir hin-
um megin gadda-
vírsins. En vinátta Brunos og
Shmuels á eftir að draga dilk á eft-
ir sér og hafa ófyrirsjáanlegar af-
leiðingar.
Framleiðendur Harry Potter-
myndanna, kvikmyndafyrirtækið
Heyday, hefur nú lokið framleiðslu
á kvikmynd byggðri á bókinni og
verður hún frumsýnd fljótlega.
Áslaug Agnarsdóttir þýddi
Strákinn í röndóttu náttfötunum.
Út er komin ný glæpasaga hjáJPV sem gerist í Kína nú-
tímans en teygir anga sína aftur í
myrka fortíð. Í Jaðiauganu segir
frá Mei, ungri konu sem var á upp-
leið innan kínverska stjórnkerfisins
en fórnaði framanum fyrir sjálf-
stæðið og rekur nú einka-
spæjarastofu í
Beijing. Verk-
efnin eru ekkert
sérstaklega
spennandi – fyrr
en Chen frændi
biður hana að
hafa uppi á forn-
um dýrgrip sem
hvarf í menning-
arbyltingunni.
Er einhver að reyna að selja jaði-
augað á svarta markaðnum? Mei
fer á stúfana og með því að beita
innsæi sínu og klókindum tekst
henni að komast á slóðina sem
reynist liggja um veislusali og
dimm húsasund, spilabúllur og
glæsihótel – og mun nær hennar
eigin fjölskyldu en hana hafði órað
fyrir.
Höfundurinn, Diane Wei Liang,
fæddist 1966, árið sem menning-
arbyltingin hófst. Hún ólst upp í
vinnubúðum eins og söguhetja
hennar og yfirgaf Kína eftir að
hafa tekið þátt í stúdentamótmæl-
unum á Torgi hins himneska friðar.
Hér veitir hún innsýn í Kína nú-
tímans, flókið og heillandi samfélag
þar sem þungir og myrkir straum-
ar ólga undir litríku yfirborðinu og
dökk fortíðin er aldrei langt undan.
Karl Emil Gunnarsson þýddi.
BÓKMENNTIR
John Boyne
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
Einu undarlegasta máli í sögu íslenskrabókmennta er svo gott sem lokið.Rektor Háskóla Íslands hefur sentHannesi Hólmsteini Gissurarsyni pró-
fessor bréf þess efnis að hún telji staðfestingu
Hæstaréttar á því að Hannes hafi brotið gegn
höfundarrétti Halldórs Laxness áfall fyrir Há-
skóla Íslands. Rektor telur hins vegar ekki laga-
legar heimildir til þess að veita Hannesi áminn-
ingu. Málinu er því formlega lokið, nema hvað
Hannes hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að
hann ætli að gefa bókina út aftur endurskoðaða
og fara eftir þeim ábendingum og gagnrýni sem
komið hafa fram. „Ef ég hef á einhvern hátt rýrt
orðstír Háskóla Íslands, þá þykir mér það mjög
leitt og ætla að gera mitt besta til að bæta úr
því,“ sagði Hannes á mbl.is á fimmtudaginn.
En þótt málinu sé formlega lokið virðist enn
einhver þræsingur í loftinu. Vefritið Kistan leit-
aði álits rúmlega tuttugu háskólamanna um mál-
ið í vikunni. Viðbrögð háskólamannanna eru nán-
ast öll á einn veg, þeim þykir dómurinn eðlilegur
og að rektor eigi að bregðast við með ein-
hverjum hætti, til dæmis með áminningu eða
jafnvel brottrekstri prófessorsins úr stöðu sinni.
Gauti Kristmannsson, lektor í þýðingafræði við
Háskólann, tekur einna sterkast til orða um við-
brögð rektors: „[Hann á að] segja prófessornum
upp starfi, hann hefur þverbrotið grundvall-
arreglur þær sem háskólamönnum ber að starfa
eftir. Á þetta hefur HHG sjálfur bent í grein á
vefsíðu sinni að sé venjan að gera við háskóla er-
lendis.“
En það eru kannski ekki hin þungu orð sem
vekja mesta athygli í þessari óformlegu viðhorfs-
könnun Kistunnar heldur hálfkæringur og aula-
fyndni í garð hins dæmda manns eins og þessi
um viðbrögð rektors: „[Hann ætti að] kalla
Hannes til sín, veifa framan í hann vísifingri og
segja að svona nokkuð geri maður hvorki í HÍ
né hinum 99 skólunum. Fá honum síðan það
verkefni að gefa út óbreyttar allar ræður forseta
Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, frá upphafi.“
Það er hálfóhuggulegt að sjá fólk innan þess-
arar virðulegu stofnunar hlakka yfir óförum
starfsbróður síns með þessum hætti. En ef könn-
unin endurspeglar viðhorf akademíunnar til
málsins almennt þá er erfitt að sjá annað en að
rektor fái gusurnar yfir sig næstu daga.
Í Mannamáli á Stöð tvö sl. sunnudag kallaði
Einar Már Guðmundsson rithöfundur svo eftir
svörum Hannesar, Háskólans og Sjálfstæð-
isflokksins um það hver væri afstaða þeirra til
eignarréttarins. „Þetta vil ég sem borgari þessa
lands og höfundur minna bóka fá að vita eða get
ég búist við að hitta eigin verk undir nafni ann-
ars höfundar?“ Óformlega er málinu sennilega
ekki lokið.
Undir nafni annars höfundar
»En ef könnunin endurspeglar
viðhorf akademíunnar til
málsins almennt þá er erfitt að
sjá annað en að rektor fái gus-
urnar yfir sig næstu daga.
ERINDI