Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.2008, Side 12
Á Hugvísindaþingi sem fer fram í Háskóla Íslands eftir hádegi dagana
4. og 5. apríl er sagt frá rannsóknum á ýmsum sviðum hugvísinda.
Fyrirlestrunum er skipað saman í málstofur þar sem rætt er um tengd
eða skyld efni. Í einni málstofunni, sem ber heitið „Íslenskan öll?“, er
nokkurs konar uppskeruhátíð rannsóknaverkefnisins Tilbrigði í setn-
ingagerð. Það verkefni fékk svonefndan Öndvegisstyrk úr Rann-
sóknasjóði fyrir árin 2005-2007 og Höskuldur Þráinsson, prófessor við
Háskóla Íslands, hefur stýrt því. Í þessari grein er verkefninu lýst og
nefnd dæmi um niðurstöður. Í framhaldinu er síðan spurt hvort ís-
lenska sé að líða undir lok: Er íslenskan bráðum öll?
Eftir Höskuld Þráinsson
hoski@hi.is
Þ
ví er oft haldið
fram að íslenska
sé „einsleitt mál“
og þá er átt við
að hér á landi sé
minni mállýsk-
umunur en víðast
annars staðar.
Flestir kannast þó við að Norðlend-
ingar tala ekki nákvæmlega eins og
Sunnlendingar né heldur Vestfirð-
ingar eins og Austfirðingar. En þeg-
ar rætt er um staðbundinn mál-
farsmun á Íslandi er oftast átt við
framburð (t.d. harðmæli annars veg-
ar og linmæli hins vegar) eða þá til-
brigði í orðafari (t.d. kók í bauk eða
dós). Íslenskar framburðarmál-
lýskur voru kannaðar í tveim ít-
arlegum rannsóknum á sl. öld, fyrst
af Birni Guðfinnssyni upp úr 1940 og
síðan af Kristjáni Árnasyni og Hösk-
uldi Þráinssyni 40 árum síðar. Rann-
sóknir á staðbundnum orðaforða
standa líka á gömlum merg hér á
landi, t.d. rannsóknir á vegum Orða-
bókar Háskólans. Þessar rannsóknir
þóttu renna stoðum undir þá kenn-
ingu að minni mállýskumunur væri á
Íslandi en í flestum nágrannalönd-
unum.
Í öðrum löndum beindust mál-
lýskurannsóknir líka upphaflega að
framburði og orðaforða og náðu yf-
irleitt ekki til setningagerðar fyrr en
á síðustu árum eða áratugum.
Ástæðan er ekki síst sú að það er
mun erfiðara að rannsaka tilbrigði í
setningagerð en framburði og orða-
forða. Á undanförnum árum hafa
hins vegar farið af stað rann-
sóknaverkefni á Norðurlöndum sem
miða að því að kanna tilbrigði í nor-
rænni setningagerð og íslenska til-
brigðaverkefnið er liður í þeim rann-
sóknum. Ætlunin var að „kortleggja
tilbrigði í íslenskri setningagerð
(með nokkrum samanburði við fær-
eysku), gera grein fyrir dreifingu
þeirra og skýra þau“, eins og það var
orðað í markmiðslýsingu. Að verk-
efninu loknu ætti þá að vera hægt að
svara þeirri spurningu hvort ís-
Íslenskan öll?
Er íslenskan að líða undir lok? Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að sumar breytingar á málinu breiðast hratt út, aðrar á lengri tíma.
lenska sé einsleitt mál að því er
varðar setningagerð.
Tilgangur mállýskurannsókna
En hver er þá tilgangurinn með því
að rannsaka mállýskur almennt eða
tilbrigði í setningagerð sérstaklega?
Honum má lýsa á eftirfarandi hátt:
– Fræðimenn vilja fá að vita
hvernig tungumálið er í raun og
veru, þ.e. hvernig fólk talar. Er mál-
ið mismunandi eftir landshlutum,
kyni, aldri eða öðrum félagshópum?
Er raunveruleikinn í samræmi við
það sem handbækurnar segja?
– Hvernig verður málfarsmunur
til? Hvernig breytast tungumál og af
hverju?
Fyrra atriðið má kalla lýsandi
markmið. Málfræðingar vilja lýsa
málinu eins vel og kostur er, vita
hver einkenni þess eru og hvernig
það er talað. Það getur m.a.s. haft
hagnýtt gildi í sambandi við gerð
kennsluefnis og handbóka. Síðara
atriðið er fræðilegs eðlis því málvís-
indamenn vilja sífellt öðlast betri
skilning á viðfangsefni sínu, rétt eins
og eðlisfræðingar, jarðfræðingar
eða félagsfræðingar. Samanburður á
skyldum málum og mállýskum getur
sýnt okkur hvernig málbreytingar
gerast og um leið varpað ljósi á eðli
mannlegs máls.
Umfang og aðferðir
Tilbrigðaverkefnisins
Í verkefnisstjórn voru, auk verkefn-
isstjóra, þau Eiríkur Rögnvaldsson
(HÍ), Sigríður Sigurjónsdóttir (HÍ),
» Aftur á móti benti
forkönnunin til þess
að um talsverðan ald-
ursbundinn mun væri að
ræða í ýmsum tilvikum.
Tilbrigðaverkefnið
sjálft hefur staðfest
þetta að verulegu leyti.
12 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók