Morgunblaðið - 11.01.2008, Síða 1
föstudagur 11. 1. 2008
bílar mbl.isbílar
Hinu árlega Dakar-ralli var skyndilega afĺýst af öryggisástæðum » 6
TÆKIN AFHJÚPUÐ
TOPPLIÐ FORMÚLUNNAR FRUMSÝNA KEPPNIS-
BÍLANA SEM TEFLT VERÐUR FRAM Í ÁR >> 4
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
Ódýrasti bíll í heimi hefur hugsanlega litið dags-
ins ljós. Bíllinn sem um ræðir nefnist Nano og
var afhjúpaður á bílasýningunni í Nýju-Delí í
gær, en eintakið kostar einungis um 2.500 dali
eða tæpar 160.000 krónur. Bíllinn, sem hefur
fengið viðurnefnið „alþýðubíllinn“ (The People’s
Car), er í eigu indverska fyrirtækisins Tata Gro-
up og er því spáð að hann muni valda straum-
hvörfum í samgöngumálum á Indlandi en þar eru
íbúar fleiri en milljarður.
Bílaáhugamenn og sérfræðingar um heim allan
hafa veitt bílnum mikla athygli og eru menn sér-
staklega forvitnir um nákvæmlega hverju sé
fórnað við framleiðslu á svo ódýrri bifreið. Tals-
menn Tata Group segja að sparnaðurinn felist í
mörgum þáttum en það er nokkuð ljóst að bíllinn
er strípaður hvers kyns aukabúnaði og flúri sem
þjónar ekki á beinan hátt meginþáttum ökutæk-
isins. Annars leggur fyrirtækið áherslu á að
halda öllum helstu framleiðsluupplýsingum
leyndum fyrir keppinautum. Þá er heldur ólíklegt
að bíllinn muni nokkurn tíma sjást hér á landi eða
annars staðar þar sem mengunarstaðlar og ör-
yggisreglugerðir meina honum væntanlega að-
gang.
Nano-bíllinn er líkur Smart-bifreið í útliti og er
með 624 rúmsentímetra vél sem afkastar 33 hest-
öflum. Bifreiðin er fernra dyra og fimm sæta og í
einföldustu útgáfunni er engin loftkæling, engar
rafstýrðar rúður og ekkert vökvastýri. Þó verður
boðið upp á tvær ögn dýrari útgáfur til viðbótar
þar sem aukin þægindi er að finna.
Nano-bíllinn er væntanlegur á markað síðar á
þessu ári og telja sérfræðingar úr bílaiðnaðinum
að hann muni hafa víðtæk áhrif á bílaframleiðslu
um heim allan.
Heimsins ódýrasta bifreið
Reuters
Alþýðubíll Indverska fyrirtækið Tata Group afhjúpaði í gær Nano-bílinn sem er sagður vera ódýrasti bíll í heimi en kaupverð hans er um 160.000 krónur.
Veruleg aukning hefur orðið á út-
flutningi mótorhjóla frá Kína. Fluttu
Kínverjar út 7,27 mótorhjól fyrstu 11
mánuði ársins sem er 22,84% aukn-
ing miðað við sama tímabil í fyrra, að
sögn samtaka kínverskra bifreiða-
framleiðenda. Á sama tíma jukust
tekjurnar af útflutningi þessum um
27,36% milli ára en þær námu 3,6
milljörðum dollara til nóvemberloka.
Fimm vinsælustu mótorhjólagerð-
irnar báru uppi 91,6% heildarút-
flutningsins, eða 6,66 milljónir hjóla.
Þar á meðal eru hjól með 125, 100 og
110 rúmsentímetra slagrými.
Samtök kínverskra bifreiðafram-
leiðenda áætla að heildarsala og
framleiðsla mótorhjóla nemi 25 millj-
ónum eintaka í ár og því fer tæpur
þriðjungur til útflutnings. Alls fram-
leiðir 91 fyrirtæki mótorhjól í Kína.
Stóraukinn
útflutningur á
mótorhjólum