Morgunblaðið - 11.01.2008, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
NÝLEG skýrsla hefur leitt í ljós að
slæmt ástand vega í Bretlandi orsak-
ar einn þriðja allra vélrænna bilana á
bílum í Bretlandi. Niðurstöður
skýrslunnar þykja slæmar því á sama
tíma og bensínverð vex stöðugt, þar
sem umtalsverð upphæð af bens-
ínlítranum fer í skatta, virðist svo
vera sem að viðhaldi á vegum sé
ábótavant en hluti af skattpeningnum
á einmitt að fara í vegagerð.
Sama könnun í Bandaríkjunum
sýndi að aðeins ein bilun af hverjum
átta stafaði af slæmum vegum og
mega bandarískir bílstjórar líklega
prísa sig sæla að þurfa ekki að aka
sínum mjúkfjaðrandi bílum á ómögu-
legum breskum vegum.
Skýrslan byggist á könnun á hálfri
milljón bíla sem gert var við á verk-
stæðum beggja vegna Atlantshafsins.
Þar kemur einnig fram að slæmir og
holóttir vegir valda auðveldlega tjóni
á dempurum, gormum, spyrnum og
fleiri hlutum í hjólabúnaði bíla.
Holur valda
einum þriðja
skemmda
Morgunblaðið/Júlíus
Holur Slæmir og holóttir vegir
valda auðveldlega tjóni á demp-
urum, gormum, spyrnum og fleiri
hlutum í hjólabúnaði bíla.
ÞRÁTT fyrir
samdrátt á
heimamarkaði
seldu þýsku bíla-
verksmiðjurnar
Mercedes-Benz
fleiri bíla á ný-
liðnu ári en
nokkru sinni fyrr,
eða 1,29 milljónir.
Þakkar fyrirtæk-
ið það að mestu
góðum móttökum
nýrra bíla í C-lín-
unni.
Um er að ræða
2% aukningu
miðað við árið
2006 en inni í töl-
unum eru einnig Maybach-límúsínur
og Smart-smábílarnir. Samdráttur
varð í sölu þeirra síðastnefndu upp á
10,3% en af þeim seldust 100.600
bílar á árinu.
Mestur vöxtur varð í sölu Merce-
des-Benz í Asíu og Kyrrahafslönd-
um, eða tæp 10%, en þar seldi fyr-
irtækið 143.000 bíla. Í vesturhluta
Evrópu, sem er enn stærsti mark-
aður þess, varð 1,4% sölusamdráttur
miðað við 2006, en þar seldust
778.000 bílar.
Í heildina seldust 3,2% fleiri Benz-
ar á heimsvísu í fyrra en árið 2006,
þar af 260.000 bílar af C-gerð.
25% aukning hjá Audi í Kína
Annar þýskur bílsmiður, Audi,
fagnaði góðum árangri í Kína á ný-
liðnu ári. Þangað seldi fyrirtækið
102.000 bíla árið 2007, eða 25% fleiri
en árið áður. Mest munaði um mikla
sölu A6-bílsins. Er Kína orðið
stærsti markaður Audi utan Þýska-
lands og áætlanir fyrirtækisins gera
ráð fyrir enn frekari aukningu í ár,
með því að styrkja sölukerfi sitt í
landinu og með tveimur nýjum bíl-
um, R8 og A5.
Sölumet
hjá Merce-
des-Benz
Söluvænn Tals-
menn Mercedes
Benz segja góða
sölu C-bíla fyr-
irtækisins ástæðu
sölumetsins.
Eftir Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
BMW–verksmiðjurnar þýsku
segjast hafa skotið keppinaut-
um í smíði lúxusbíla ref fyrir
rass á nýliðnu ári með því að
selja mun fleiri bíla, eða
1.500.678 eintök, sem er 9,2%
aukning frá árinu 2006 er
1.373.970 BMW–bílar voru af-
hentir kaupendum.
Af heildinni nam sala
BMW–bíla 1.276.793 eintök-
um sem er 7,7% aukning milli
ára. Í Mini–bílunum varð
18,5% aukning, af þeim seld-
ust 222.875 eintök, og sala
Rolls–Royce limúsína jókst
um 25,5% en af þeim seldust
1.010 bílar. Hefur sala RR–
bílanna aukist fjögur ár í röð
og er þetta í fyrsta sinn sem
yfir þúsund slíkir seljast á
einu ári.
BMW komst upp fyrir hinn
þýska keppinaut sinn Merce-
des–Benz, sem jók sölu sína
2007 um 2% í 1,29 milljónir
bíla.
„Enn á ný er BMW leiðandi framleiðandi gæðabíla hvað sölu varðar. Við er-
um bjartsýnir á að sitja einnig í efsta sæti árið 2008,“ segir sölu– og markaðs-
stjóri BMW, Stefan Krause.
BMW styrkti á nýliðnu ári stöðu sína í Bandaríkjunum, Vestur–Evrópu og
Asíu. Bandaríkin eru langstærsti einstaki markaður fyrirtækisins en þar seldi
BMW alls 335.840 bíla af öllum gerðum, eða 7,1% fleiri en árið áður. Hefur
BMW aldrei selt fleiri bíla þar í landi á einu ári. Og engir evrópskir bílar seldust
jafn vel í Bandaríkjunum árið 2007 og þeir sem bera BMW–merkið, eða 293.795
eintök.
37% af heildarbílasölu BMW voru bílar í 3–línunni, eða 555.219 eintök. Í öðru
sæti er 5–línan (230.845), þar sem innan við eins prósents samdráttur varð milli
ára, og í því þriðja BMW–1 línan (165.803). Samdráttur varð á heimamarkaði í
Þýskalandi, þar seldust 4,2% færri bílar en árið 2006. Meginskýringin er sögð
hækkun söluskatts úr 16% í 19% í janúar 2007. Þegar á þýska bílamarkaðinn í
heild er litið seldust 9,2% færri bílar þar í landi árið 2007, miðað við 2006.
BMW seldi flesta
lúxusbíla árið 2007
Lúxusbílar Bílaframleiðandinn BMW seldi
1.500.678 eintök lúxusbíla á síðasta ári sem
er 9,2% aukning frá árinu 2006.
Reuters
ÞÝSKI vörubíla- og rútuframleið-
andinn MAN hefur aukið hlut sinn
í sænska keppinautnum Scania.
Tilgangurinn er sagður sá að
stuðla að aukinni samvinnu bíl-
smiðjanna tveggja en kaupin
minna á að MAN hefur sóst eftir
samruna þeirra.
Talsmaður MAN segir að kaupin
endurspegli áhuga fyrirtækisins á
auknu samstarfi við Scania á sviði
vörubílaframleiðslu.
Með hlutafjárskiptum við stóran
fjárfesti jók MAN hlut sinn í
Scania úr 14,5% í 15,57% á síðasta
virkum degi fyrir jól. Keypti MAN
3,6 milljónir A-bréfa í Scania, en í
þeim er fólgið aukið atkvæðavægi,
og lét af hendi ígildi þeirra í B-
bréfum í staðinn. Fyrir kaupin átti
MAN 13,2% hlutafjár í Scania með
14,5% atkvæðavægi.
Ekki hefur verið látið uppi við
hvaða fjárfesti MAN skipti á
hlutafé, en samkvæmt skráningu í
sænsku kauphöllinni voru aðeins
sex fjárfestar með meira en 3,6
milljónir A-hluta í Scania í lok nóv-
ember sl. Þar á meðal Volkswa-
gen, AB fjárfestingafélagið og
Swedbank Robur.
Volkswagen á 20% hlutafjár í
Scania sem gefur 36,4% atkvæð-
isrétt, en þýska fólksbílaverk-
smiðjan er einnig stærsti hluthaf-
inn í MAN, með 29,9% hlutafjár.
MAN freistaði yfirtöku á Scania
í fyrra, bauð 10,3 milljarða evra
fyrir hlutaféð, en við hana hefði
orðið til stærsti vörubílaframleið-
andi Evrópu. Ráðamenn og eig-
endur Scania spyrntu við fótum og
höfnuðu þeim tilraunum.
Samkomulag náðist með fyr-
irtækjunum eftir yfirtökutilraunir
MAN að taka nokkurn tíma í að
róa málin niður en hörð og hat-
römm skeyti gengu á milli for-
svarsmanna fyrirtækjanna er á til-
raununum stóð. Eru þau sögð vera
að skoða hugsanlega fleti á sam-
runa sem einnig fæli í sér aðild
vörubíladeildar Volkswagen, sem
er stærsti hluthafi bæði í Scania og
MAN. Sérfræðingar í sænsku fjár-
málalífi sögðu í tilefni kaupanna
að þeim kæmi ekki á óvart þótt af
samruna Scania og MAN yrði „ein-
hvern tímann á árinu 2008“.
Man
eykur
hlut sinn
í Scania
Morgunblaðið/G.Rúnar
Man-vörubílar Sérfræðingar í sænsku fjármálalífi telja ekki ólíklegt að af
samruna Scania og MAN yrði einhvern tímann á árinu.
UPPLÝSINGAR O
is
ing Mjódd
Næsta námskeið hefst
11. janúar n.k.
Hyundai Santa Fe, árg. 2006, ek. 40 þús. km,
dráttarkúla, filmur, topplúga og fl.
Verð 2.690 þús. kr., áhv. 1.100 þús. kr.
Gott eintak af bíl!
MMC Galant ES V6, árg. 2003, ek. 61 þús. km,
200 Hö, 17" krómfelgur, leður og fl.
Stgr.tilboð 1.750 þús. kr. Verð 1.900 þús. kr.
Stórglæsilegur bíll!!
Porsche Cayenne Turbo, árg. 2003,
ek. 65 þús. km, fjarlægðarskynjarar, topp-
lúga, GPS og fl. Stgr.tilboð 7.390 þús. kr.
Verð 8.630 þús. kr. Gullfallegur bíll!!
Toyota Avensis W/G EXE, árg. 2006,
ek. 16 þús. km, filmur, leiðsögukerfi, leður
og fl. Verð 2. 990 þús. kr. Gullfallegur bíll!!
Peugeot 307 XR, árg. 2003, ek. 105 þús.
km. Verð 790 þús. kr., áhv. 711 þús. kr.
Fæst á yfirtöku+Sölulaun!!!
BMW X5 4,8 IS, árg. 2005, ek. 42 þús. km,
355 Hö, 20" felgur, tvöföld sóllúga og m.fl.
Stgr.tilboð 5.950 þús. kr. Verð 6.950 þús. kr.
Mazda 5, árg. 2006, ek. 36 þús. km.
Verð 1.990 þús, kr. áhv. 1.500 þús. kr.
Flott eintak af bíl!!
Dodge Nitro SXT 4X4, árg. 2007,
ek. 24 þús. km. Verð 3.790 þús. kr.
Glæsilegur bíll!!
Funahöfða 1 • Opið virka daga kl. 10:00-18:30 • Laugardaga kl. 12:00-16:00
M
bl
9
57
70
4
Ford F250 EXT 4X4, árg. 1999,
ek.136 þús. km, Dísel,
Verð 1.750 þús. kr. Glæsilegur bíll!!
VW Fox, árg. 2006, ek. 12 þús. km,
Verð 1.150 þús. kr., áhv. 960 þús. kr.
Sjón er sögu ríkari!!