Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 44 12 49 02 .2 00 8 - Lifið heil www.lyfja.is Hlutverk Lyfju er að stuðla að góðri heilsu og vellíðan. Frá upphafi hefur Lyfja verið brautryðjandi í lækkun lyfjaverðs og boðið upp á ýmsar nýjungar í faglegri þjónustu. Fyrirtækið rekur apótek og heilsubúðir víðs vegar um landið ásamt því að starfrækja lyfjaskömmtun til einstaklinga og stofnana. Hjá fyrirtækinu starfa um 300 manns. Lykillinn að árangri er starfsfólkið okkar og því höfum við það að markmiði að fá hæft fólk til liðs við okkur, skapa eftirsóknarverða vinnustaði þar sem góður starfsandi ríkir og að starfsfólk fái tækifæri til að öðlast faglegan og persónulegan þroska í starfi. Einkunnarorð okkar eru áreiðanleiki, umhyggja og metnaður. Við leitum að sjálfstæðu, skipulögðu og metnaðar- fullu starfsfólki sem hefur áhuga á að ganga til liðs við framsækið og spennandi fyrirtæki. Lyfja leitar að metnaðarfullum og sjálfstæðum lyfjafræðingi í stöðu lyfsöluleyfishafa í Lyfju Egilsstöðum. Starfs- og ábyrgðarsvið Í starfinu felst m.a. að bera faglega ábyrgð á rekstri lyfjabúðarinnar og útibúa, annast daglegan rekstur og umsýslu og sjá til þess að unnið sé samkvæmt lögum og reglugerðum um lyfsöluleyfi. Undir Lyfju Egilsstöðum eru lyfjaútibú á Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði og Höfn. Um er að ræða spennandi starf og tækifæri fyrir metnaðarfullan lyfjafræðing. Í boði er stjórnunarstarf hjá leiðandi fyrirtæki, sem hentar metnaðarfullum einstaklingi sem vill ná árangri í starfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í maí 2008. Menntun og hæfniskröfur Háskólapróf í lyfjafræði og gilt starfsleyfi. Stjórnunarhæfileikar, rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Áreiðanleiki, metnaður og skipulögð vinnubrögð. Í boði er krefjandi og spennandi starf, flutningsstyrkur, gott húsnæði á hagstæðum kjörum, samkeppnishæf laun og skemmtilegur vinnustaður í vaxandi bæjarfélagi. Til greina kemur að ráða í starfið tímabundið í 2-5 ár. Nánari upplýsingar veitir Hallur Guðjónsson, í starfsmannahaldi í síma 530-3800. Umsóknir sendist á netfangið hallur@lyfja.is og er umsóknarfrestur til 10. mars 2008. Lyfja Egilsstöðum Lyfsöluleyfishafi Skráð atvinnuleysi í janúar 2008 var 1% eða að meðaltali 1.545 manns, sem eru 188 fleiri en í desember sl. eða um 14% aukn- ing. Atvinnuleysi er um 22% minna en á sama tíma fyrir ári þegar það var 1,3%. Atvinnuleysi eykst á höfuðborgarsvæðinu um 12% og er 0,7% en 0,6% í desember. Á landsbyggðinni eykst atvinnuleysi meira eða um 16% og er 1,5% en 1,2% í desember. Atvinnuleysi karla eykst og er 0,8% en var 0,6% í desember. Atvinnuleysi kvenna eykst minna og mælist 1,2% en var 1,1% í desember. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Nóg vinna Skráð atvinnuleysi í janúar 2008 var 1% . 1% atvinnu- leysi í janúar Stjórn BHM samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 14. febrúar eftirfarandi ályktun, segir í fréttatilkynningu á vef- síðu samtakanna: „Stjórn Bandalags háskólamanna gerir alvarlegar athuga- semdir við kröfur Samtaka atvinnulífsins á hendur rík- isstjórninni í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum markaði. Þar er þess krafist að hið opinbera fylgi sömu launastefnu og SA hefur sett fram gagnvart sínum viðsemj- endum. Ríki og sveitarfélög hafa ekki komið að mótun þeirr- ar stefnu, hvað þá samtök opinberra starfsmanna, og dæma- laust ósvífið að ætlast til þess að kjör opinberra starfsmanna verði ákveðin af öðrum en þeim sem um þau eiga að semja. Stéttarfélög Bandalags háskólamanna eru með sjálfstæðan samningsrétt og munu að sjálfsögðu standa fast á þeim rétti. Launakannanir hafa ítrekað sýnt fram á að laun hjá hinu op- inbera eru 20-30% lægri en á almennum markaði og úr því þarf að bæta. Stjórn BHM minnir einnig á að í stefnuyfirlýsingu núver- andi ríkisstjórnar er kveðið á um að dregið skuli úr kyn- bundnum launamun og að sérstaklega verði hugað að því að bæta kjör kvennastétta. Til að ná þessum markmiðum þarf verulegar leiðréttingar á kjörum stórra hópa hjá hinu op- inbera.“ Ályktun stjórnar BHM Efling – stéttarfélag mun í ár sem fyrr bjóða félagsmönnum upp á aðstoð við gerð skattframtala. Þetta segir í fréttatilkynningu á vefsíðu félagsins. Félagsmenn geta pantað tíma í síma 510 7500. Gert er ráð fyrir einföldum framtölum, en ef um flóknari framtöl er að ræða svo sem um kaup og sölu eigna þarf að tilgreina það sérstaklega. Aðstoðin við skattframtölin miðast við fé- lagsmenn og maka þeirra. Geta skal fjölda skattframtala þegar tími er pantaður. Á skrifstofu Eflingar má fá allar nán- ari upplýsingar um viðtalstíma og gögn sem hafa þarf með- ferðis í viðtalið. Hægt er að panta viðtal á eftirtöldum dög- um. Laugardaginn 8. mars, sunnudaginn 9. mars, mánudaginn 10. mars, þriðjudaginn 11. mars og miðvikudag- inn 12. mars. Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu félagsins og bóka sig sem fyrst. Það eru starfsmenn Lögmannsstofu Atla Gíslasonar sem leiðbeina fólki í gegnum skattafrumskóginn eins og fyrr. Aðstoð við gerð skattframtala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.