Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Landgræðsla ríkisins Verkefnastjóri Landgræðsla gegn loftslagsbreytingum Landgræðsla ríkisins óskar eftir hugmynda- ríkum og reyndum starfsmanni til að undirbúa og stýra verkefnum á sviði landgræðslu Starfssvið:  Áætlanagerð, stjórn og stefnumörkun á verkefnum á sviði landgræðslu, m.a. vegna kolefnisbindingar.  Samskipti við stofnanir, fyrirtæki, samtök og einstaklinga. Menntunar- og hæfniskröfur:  Framhaldsnám á sviði landgræðslu, land- búnaðar, skógræktar eða skyldum greinum.  Reynsla af verkefnastjórnun, áætlanagerð og upplýsingamiðlun.  Góð samskiptahæfni, færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, áræðni, vandvirkni og metnaður til að ná árangri í starfi.  Gott vald á íslensku og ensku. Færni í öðrum tungumálum æskileg.  Þekking á landfræðilegum upplýsingakerfum æskileg. Aðsetur: Starfsaðstaða er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Launakjör: Samkvæmt kjarasamningi ríkisins. Nánari upplýsingar: Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri, netfang: gudmundur.halldorsson@land.is Sími: 488-3000. Óskað er eftir því að verkefna- stjóri geti hafið fullt starf sem fyrst. Umsóknarfrestur: Umsóknarfrestur er til 5. mars 2008. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil og öðrum upplýsingum sem umsækjandi vill koma á framfæri, berist til Sveins Runólfssonar, landgræðslustjóra, Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella, eða á netfangið gudmundur.halldorsson@land.is Hótel Búðir Óskum eftir starfsfólki. Ekki yngra en 18 ára. Gestamóttaka Óskum eftir móttökustjóra, góð tölvu- og tungumálakunnátta, ásamt samviskusemi og lipurð í mannlegum samskiptum nauðsynleg. Reynsla og/eða menntun í ferðamálafræðum æskileg. Herbergisþernur Einungis þrifalegt og duglegt fólk kemur til greina. Eldhús Aðstoð í eldhúsi. Snyrtimennska , áhugi á matargerð og einhver reynsla skilyrði. Þjónn Óskum eftir faglærðum þjóni með góða þekkingu á matargerð og vínum, tungumála- kunnátta, skipulags- og stjórnunarhæfni nauðsynleg. Framleiðslufólk Óskum eftir faglærðum þjóni og/eða mann- eskju með reynslu. Tungumálakunnátta, lipurð í mannlegum samskiptum, skipulags- og stjórnunarhæfni nauðsynleg. Aðstoðarfólk í sal Starfsreynsla, snyrtimennska, tungumála- kunnátta og lipurð í mannlegum samskiptum nauðsynleg. Skriflegar umsóknir sendist: Hótel Búðir Búðir 356 Snæfellsbæ Netfang: budir@budir.is Framkvæmdastjóri þróunarsviðs Tryggingastofnun óskar að ráða í starf framkvæmdastjóra þróunarsviðs. Meginviðfangsefni sviðsins er að fylgja eftir stefnumörkun stofnunarinnar og halda utan um rannsóknir, greiningarvinnu og þróunarverkefni. Gæða- og upplýsingaöryggismál falla undir sviðið. Ytra eftirlit og sérstakt þróunarverkefni í rafrænni stjórnsýslu eru einnig vistuð á sviðinu. Framkvæmdastjóri þróunarsviðs er staðgengill forstjóra og ber ábyrgð á starfsemi sviðsins gagn- vart honum. Menntunar- og hæfniskröfur:  Háskólamenntun sem nýtist í starfi.  Reynsla og þekking sem nýtist í starfi.  Frumkvæði.  Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.  Færni í mannlegum samskiptum og reynsla af mannaforráðum.  Reynsla af verkefnastjórnun og áætlanagerð.  Metnaður til þess að ná árangri í starfi.  Gott vald á íslenskri tungu og góð tölvukunnátta.  Gott vald á norðurlandatungumáli og ensku, töluðu sem rituðu máli. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri og Guðjón Skúlason, starfs- mannastjóri, sími 560 4400. Senda má upplýsingar rafrænt eða í pósti til starfsmannaþjónustu Tryggingastofnunar, Laugavegi 114, 150 Reykjavík, tölvupóstfang starf@tr.is. Umsóknarfrestur er til 9. mars 2008. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Stefna Tryggingastofnunar er að vera öflug og traust stofnun, ákvarða og greiða réttar tryggingabætur, veita gagnlegar upplýsingar og ráðgjöf til viðskiptavina og annast eftirlit með málefnum sem TR eru falin samkvæmt lögum á faglegan, öruggan og hagkvæman hátt. Upplýsingar um Tryggingastofnun má finna á heimasíðu: http://www.tr.is Forsvarsmenn Capacent hafa skrifað undir samning um kaup á Institut for Karriereudvikling (IKU) í Danmörku, að því er segir á vefsíðu fyrirtækisins. Aukið þjónustuframboð IKU er eitt af leiðandi fyrirtækjum í Danmörku á mannauðssviði og sinnir þjónustu á sviði ráðninga og starfsþróunar. Kaupandinn er Capacent í Danmörku sem er systurfélag Capacent á Íslandi. Starfsmenn IKU eru um 60 og höfuðstöðvar félagsins eru í Kaupmannahöfn, en skrifstofur víða um Danmörku. Félagið hefur verið í örum vexti undanfarin ár og tvöfaldast á liðnum tveimur árum. Með þessum kaupum hefur þjónustuframboð Capacent verið aukið töluvert í Danmörku og félagið hefur náð verulegri stærð á danska markaðinum. Tekjur IKU á liðnu ári voru um 700 milljónir króna. Afkoma félagsins er góð og viðskiptavinahópur félagsins traustur. Núverandi stjórnendur IKU munu áfram stýra félaginu og verða hluthafar í Capacent í Danmörku. Starfsmenn Capacent eru orðnir alls um 340, um 220 í Danmörku og um 120 á Íslandi. Heildarvelta samstæðunnar árið 2008 er áætluð um rúmir fimm milljarðar króna. Þjónusta á þremur sviðum Capacent veitir þjónustu á þremur sviðum; stjórnunar- og upplýsingatækniaráðgjöf, markaðsrannsóknum og ráðningum. IKU er fjórða félagið sem Capacent kaupir í Danmörku, en hin þrjú voru KPMG Ráðgjöf, Logistik Gruppen og Epinion, en þau eru öll nú rekin undir merkj- um Capacent. IKU verður fyrst um sinn rekið undir eigin nafni, þó vísað verði í Capacent-samstæðuna. Á vefsíðu Capacent kemur fram að Skúli Gunnsteinns- son, forstjóri Capacent-samstæðunnar, hafi sagt að kaupin á IKU séu ákaflega mikilvæg fyrir félagið, þar sem nú fyrst væri þjónustuframboðið í Danmörku í takt við Capa- cent-módelið. „Skúli sagði að samningaferlið hefði verið langt og strangt, en góður hugur hefði verið í mönnum og allir lagst á eitt til að klára kaupin.“ Að því er fram kemur á vefsíðunni sagði Skúli að að- stæður á mörkuðum hefðu ekki sett strik í reikninginn og megi það að miklu leyti þakka stöðugum tekjugrunni IKU. „Kaupverðið er trúnaðarmál, en greitt er fyrir hlutabréf í IKU með reiðufé, útgáfu nýrra hluta í Capacent í Dan- mörku og lánsfé. Glitnir aðstoðað við kaupin og fjármagn- aði þau að hluta. Skúli segir að lokum að verið sé að vinna að því að styrkja eiginfjárgrunn félagsins til að efla það og styrkja í frekari útrás. Verið sé að skoða frekari kaup- tækifæri í Danmörku, einnig ný tækifæri í Svíþjóð og Þýskalandi. Skúli sagði félagið reiðubúið til að mæta sveiflum í hagkerfinu og taldi auk þess mikilvægt að styrkja grunninn með því að taka þátt í viðskiptaumhverfi sem væri að sumu leyti stöðugra en hérlendis, t.d. á Norðurlöndum og í Norður-Evrópu.“ Capacent kaupir IKU Í nýútkominni norrænni skýrslu er fjallað um hvernig skipu- lag vinnutíma hefur mismunandi félagsleg áhrif. Frá þessu er skýrt á vefsíðu Vinnueftirlitsins. Langur vinnudagur tengdist minna jafnvægi milli vinnu og einkalífs og verri líðanar hjá konum. Slík tengsl voru ekki eins skýr hjá körlum. Óhefðbundinn vinnutími hafði almennt nei- kvæð áhrif á jafnvægi milli vinnu og annarra þátta, en geta starfsmanns til að stjórna nokkru um vinnutíma tengdist betra jafnvægi og betri líðan. Þó að sveigjanleiki sé almennt til góðs fylgir honum oft önnur ábyrgð og aðrar skyldur sem starfsmenn þurfa að bregðast við til þess að mæta sínum per- sónulegum þörfum. Til að bæta vinnuumhverfi er mikilvægt að huga að því hvernig vinnutími er skipulagður m.t.t þeirra starfsmanna sem þar vinna. Skýrsla þessi er tilraun til að setja á einn stað nokkuð af þeirri þekkingu sem til er á þessu sviði. Morgunblaðið/Þorkell Skipulag vinnutíma og félagslegar afleiðingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.