Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Bókari óskast Tískuhús ZikZak óskar eftir að ráða bókara. Starfsmaðurinn sér um bókhald ZikZak, allar afstemmingar og undirbúning fyrir endurskoð- un. Einnig sér starfsmaðurinn um launa- útreikninga, uppgjör, vsk, og tilfallandi störf á skrifstofu. Góð kunnátta í bókhaldi nauðsynleg. Starfshlutfall er 50%. Unnið er með Navison bókhaldskerfi. Góðir samstarfs- og samskipta- hæfileikar eru mikilvægir og einnig frumkvæði í starfi. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknir sendist á Berglindi Ásgeirsdóttur, zikzakberglind@simnet.is Staða við meinafræðideild Staða við meinafræðideild Sjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% afleysingarstöðu í 8 mánuði. Staðan veitist frá 1. apríl nk. eða eftir samkomulagi. Starfið felst í undirbúningi og vinnslu vefja- sýna til smásjárskoðunar. Umsækjendur skulu hafa menntun í lífeindafræði, líffræði eða sambærilega mennt- un og er reynsla af vinnu við meinafræði æskileg. Lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, samskiptahæfileika og enskukunnáttu. Næsti yfirmaður er yfirlæknir meinafræði- deildar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Nánari upplýsingar veitir Guðlaug Ísaksdóttir forstöðulífeindafræðingur í síma 463 0234 eða tölvupósti gulla@fsa.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. mars . Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað, á þar til gerðum eyðu- blöðum sem fást á skrifstofu sjúkrahússins eða www.fsa.is, til Starfsmannaþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri, Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri eða á netfang bjarnij@fsa.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf við FSA er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins. FSA er reyklaus vinnustaður. Bakari óskast Björnsbakarí - vesturbæ óskar eftir að ráða bakara til starfa. Æskilegt er að viðkomandi hafi fjölbreytta reynslu og létta lund. Allar upplýsingar gefur Steinþór Jónsson, framkvæmdastjóri í síma 663 2268 eða á netfanginu: steinthorj@hotmail.com Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar fyrirspurnir. Grindavíkurbær óskar að ráða iðnmenntaðan aðila á byggingasviði eða aðila með sambærilega menntun til starfa á skipulags- og byggingarsviði sveitarfélags- ins. Um er að ræða framtíðarstarf með 100% starfshlutfalli. Helstu verkefni eru yfirferð byggingarleyfis- teikninga og séruppdrátta, úttektir, uppfærsla á byggingarstigum, útgáfa byggingarleyfa, graftrarleyfa, fokheldisvottorða og umsagnir vegna rekstrarleyfa. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu á skipulags- og byggingarlögum og byggingarreglugerð og annarri löggjöf á sviði byggingarmála. Lipurð í mannlegum sam- skiptum er mikilsverður eiginleiki. Umsóknarfrestur er til 7. mars 2008, umsóknum ber að skila á bæjarskrifstofu Grindavíkur Víkurbraut 62, 240 Grindavík. Nánari upplýsingar veitir Ingvar Þ. Gunnlaugs- son forstöðumaður Tæknideildar á bygg@grindavik.is og síma 420 1100 UMBROT Nánari upplýsingar fást hjá Ingu Huld Hermóðsdóttur, starfsmannastjóra í síma 515 5500 eða í tölvupósti ingahuld@birtingur.is – www.birtingur.is DV óskar eftir umbrotsmanni. Góð þekking á Adobe InDesign og gott auga fyrir útlitshönnun er nauðsynleg. Reynsla í Photoshop og Illustrator er æskileg. Allt árið 2007 voru fluttar út vörur fyrir 302,8 milljarða króna en inn fyrir 390,7 milljarða króna fob (422,9 milljarða króna cif), að því er kemur fram á vefsíðu Hagstofu Íslands. Óhagstæð vöruskipti Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob-verð- mæti, sem nam 87,9 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 155,7 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfn- uðurinn var því tæpum 67,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. Í desembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 25,5 milljarða króna og inn fyrir 34,8 milljarða króna fob (37,7 milljarða króna cif). Vöruskiptin í desember, reiknuð á fob-verðmæti, voru því óhagstæð um 9,3 milljarða króna. Í desember 2006 voru vöru- skiptin óhagstæð um tæpa 20,2 milljarða króna á sama gengi. Útflutningur Allt árið 2007 var heildarverðmæti vöruútflutnings 64,2 millj- örðum eða 26,9% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 42% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 4,4% (5,4 milljörðum) meira en á sama tíma árið áður. Stærstu liðir útfluttra sjávarafurða voru fryst fiskflök, ferskur fiskur og saltaður og/eða þurrkaður fiskur. Útflutningur á frystum flök- um jókst en á móti kom samdráttur í útflutningi á frystum heil- um fiski. Útfluttar iðnaðarvörur voru 39% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 29,7% (27,2 milljörðum) meira en árið áð- ur. Ál vó þyngst í útflutningi iðnaðarvöru. Aukningu útfluttra iðnaðarvara má helst rekja til aukins útflutnings á áli. Sala á skipum og flugvélum jókst umtalsvert á árinu. Innflutningur Árið 2007 var heildarverðmæti vöruinnflutnings 3,5 millj- örðum eða tæpu 1% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áð- ur. Stærstu liðir innflutnings 2007 voru hrá- og rekstrarvara með 26,2% hlutdeild, fjárfestingarvara með 22,0% hlutdeild og flutningatæki með 20,3% hlutdeild. Af einstökum liðum varð mestur samdráttur, í krónum talið, í innflutningi á flutninga- tækjum 13,3%, aðallega flugvélum 46,1% (18,1 milljarður) og fjárfestingavöru 9,4% (8,9 milljarðar) en á móti kom aukning í innflutningi á hrá- og rekstrarvöru 7,4% (7,0 milljarðar), neysluvöru 11,8% (6,5 milljarðar) og mat- og drykkjarvöru 13,5% (3,1 milljarður). Morgunblaðið/ÞÖK Álframleiðsla Ál vó þyngst í útflutningi iðnaðarvöru í fyrra. Vöruskiptin við útlönd í fyrra Sigur vannst í tveimur málum sem SFR rak fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur, segir í fréttatilkynningu frá BSRB. „Annars vegar var um að ræða biðlaunamál sem höfðað var gegn Hjartavernd og hins vegar mál gegn ríkinu um endurkröfu á ofgreiddum launum til félagsmanns SFR.“ Biðlaunagreiðslur Í fréttatilkynningunni kemur fram að biðlaunamálið hafi snúist um það hvort Hjartavernd falli undir ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins um biðlauna- greiðslur til starfsmanna sem ráðnir voru til starfa fyrir 1996. „Stefnanda var sagt upp störfum með þriggja mánaða uppsagnarfresti vorið 2005 og þegar ráðningu hans lauk var starf hans lagt niður.“ Ekki ofgreidd laun Hitt málið varðaði starfsmann skattstjórans í Reykjanes- umdæmi sem átti í 20% hlutaveikindum en var vinnufær 80%, segir ennfremur í fréttatilkynningunni. „Hlutaveikindi stefnanda drógust á langinn og gleymdist að færa inn lokadagsetningu í samræmi við áunninn veik- indarétt. Mistökin uppgötvuðust ekki fyrr en sex mánuðum eftir að 273 daga veikindaréttur starfsmannsins hafði runnið út. Ákvað skattstjórinn að endurkrefja stefnanda um þriggja mánaða ofgreiðslu. Niðurstaða dómsins var sú að stefnandi hefði verið í góðri trú um að útreikningar á laununum hefðu verið réttir og því ekki hægt að kenna honum um að hafa tekið við ofgreiddum launum.“ Morgunblaðið/Ómar Dæmt starfs- mönnum í hag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.