Morgunblaðið - 25.02.2008, Page 1

Morgunblaðið - 25.02.2008, Page 1
mánudagur 25. 2. 2008 íþróttir mbl.isíþróttir Ramos vann fyrsta titilinn með Tottenham Hotspur >> 8 FROSTIÐ BEIT EKKI Á BERG HITAR UPP MEÐ ÞVÍ AÐ MOKA KASTSVÆÐIÐ OG SETTI ÍSLANDSMET Í FROSTINU Í FINNLANDI >> 2 Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is „Ég var með ákvæði í mínum samningi um að þegar ég hefði verið 15 sinnum í byrjunarliði yrði samið að nýju og það er kom- ið af stað. Ég vonast eftir því að það verði í höfn innan tveggja vikna,“ sagði Eggert við Morg- unblaðið í gær en hann hefur full- an hug á að leika áfram með fé- laginu. „Já, mér líður vel hérna og svo er ég kornungur og þess vegna liggur mér ekkert á að velta öðru fyrir mér. Það er gott að vera hjá Hearts og Edinborg er fín borg. Ég hef góðan félagsskap því við Haraldur búum saman hérna,“ sagði Eggert en Haraldur Björnsson, markvörður 21-árs landsliðs Íslands, leikur með vara- og unglingaliði Hearts og hefur af og til verið í aðalliðs- hópnum í vetur Get ekki eignað mér sigur- markið gegn Motherwell Eggert átti stóran þátt í óvænt- um útisigri Hearts á Motherwell í skosku úrvalsdeildinni á laugar- daginn, 1:0. Eftir snögga sókn fékk hann boltann á miðjum vall- arhelmingi Motherwell og skaut að marki af 25 metra færi. Varn- armaður Motherwell teygði sig í boltann og af honum fór hann yfir markvörðinn og í netið. „Það var sætt að sjá á eftir boltanum í markið en ég get víst ekki eignað mér markið, það var sjálfsmark. En sigurinn var geysilega mikilvægur því við stefnum á að komast í hóp sex efstu liðanna sem spila innbyrðis í síðustu umferðum deildarinnar. Annars var ekki hægt að spila neinn fótbolta í Motherwell, völl- urinn var eitt drullusvað og þetta var því bara einn stór bardagi,“ sagði Eggert Gunnþór Jónsson, sem lék allan leikinn á miðjunni hjá Hearts. Eggert semur við Hearts EGGERT Gunnþór Jónsson, Esk- firðingurinn ungi sem leikur með skoska knattspyrnuliðinu Hearts, er í viðræðum við félagið um nýjan samning. Eggert, sem er 19 ára, hefur verið í röðum Edinborg- arliðsins í hálft þriðja ár og vann sér í vetur fast sæti í byrjunarlið- inu.  Nítján ára fastamaður í liðinu  Líður vel hjá Hearts og liggur ekkert á að velta öðru fyrir sér  Átti heiðurinn af sigurmarkinu gegn Motherwell ENSKA knattspyrnufélagið West Ham, með Íslendinga við stjórnvölinn, hefur mikinn hug á að fá Hólmar Örn Eyjólfs- son, varnarmanninn efnilega úr HK, í sínar raðir. Hólmar dvaldi hjá félaginu við æfingar í síðustu viku og stóð sig það vel að Alan Curbishley knatt- spyrnustjóri hefur gefið til kynna að hann vilji fá hann í sinn hóp. Hólmar staðfesti þetta við Morg- unblaðið í gær en sagði að formlegar viðræður væru ekki farnar af stað. „Mér leist mjög vel á mig hjá West Ham og það er vissulega spennandi kostur að fara þangað,“ sagði Hólmar. West Ham hefur ekki sett sig í samband við forráðamenn HK enn sem komið er. Hólmar er 17 ára en hefur verið í byrjunarliði 21-árs landsliðsins í síð- ustu leikjum og þá spilaði hann bæði með U19 ára og U17 ára landsliðunum á síðasta ári. Hólmar lék 12 leiki með HK í úrvalsdeildinni síðasta sumar, alla í byrjunarliði. West Ham með augastað á Hólmari RAGNAR Óskarsson, handknattleiks- maður hjá Nimes í Frakklandi, slasaðist á ný á hné í leik liðsins gegn Sélestat í fyrrakvöld. Ekki náðist í Ragnar í gær en netmiðillinn Handzone skýrði frá þessu og þar kom fram að talin væri mikil hætta á að Ragnar myndi ekki leika meira á þessu tímabili. Sagt er að Ragnar eigi eftir að fara í ítarlegri rannsókn á hnénu og þá komi betur í ljós hversu alvarleg meiðslin eru. Ragnar hefur verið einn albesti leik- maðurinn í Frakklandi í vetur, eins og mörg undanfarin ár. Hann er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar, hefur skorað tæp 8 mörk að meðaltali í leik fyrir Nimes í vetur, og samkvæmt einkunnagjöf Handzone er hann næst- besti leikmaðurinn í deildinni. Ragnar meiddist líka á hné í leik með Nimes í byrjun desember. Þá var óttast að krossband væri slitið, rétt eins og gerðist fyrir fimm árum þegar hann missti úr heilt tímabil í Frakklandi. Svo var ekki en Ragnar gat fyrir vikið ekki leikið með íslenska landsliðinu á EM. Aftur til Dunkerque? Handzone segir ennfremur að und- anfarið hafi verið umræða í gangi um að Ragnar væri á leiðinni aftur til Dunker- que, þar sem hann hóf feril sinn í franska handboltanum á sínum tíma. Dunkerque er í fjórða sæti deildarinnar en Nimes er í 6. sætinu og hefur liðið ekki staðið undir væntingum í vetur þó að Ragnar hafi átt mjög gott tímabil. Ragnar Ósk- arsson aftur meiddur á hné Bikarmeistarar Kvennalið Grindavíkur og karlalið Snæfells urðu í gær bikarmeistarar í körfuknattleik en bæði lið unnu titilinn í fyrsta skipti. »4-5 Árvakur/Frikki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.