Morgunblaðið - 25.04.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.04.2008, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ bílar Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Renault-samsteypan franska er orðin þriðji stærsti bílaframleiðandi heims með kaupum á hlut í rússnesku bíl- smiðjunni Actovaz og eignarhaldi sínu á Nissan. Einungis General Mot- ors (GM) og Toyota eru stærri. Sam- keppnisstofnun Evrópusambandsins (ESB) samþykkti í síðustu viku kaup- in á Avtovaz, sem m.a. framleiðir Lada. Renault, Nissan og Avtovaz munu sín á milli smíða rúmlega sjö milljónir bíla í ár. Avtotaz er stærsti bílafram- leiðandi Rússlands og með afkasta- getu upp á rúma milljón bíla á ári. Sala fyrirtækisins í fyrra nam um 700.000 bílum á heimamarkaði og 180.000 bíla seldi það til annarra landa, aðallega fyrrverandi ríkja Sov- étríkjanna. Sín á milli seldu Renault og Nissan 6,16 milljónir bíla í fyrra en auk GM og Toyota seldu aðeins tvö fyrirtæki fleiri bíla, Ford og Volkswagen. Þrátt fyrir aukna erfiðleika í bílaframleiðslu vegna efnahagslegra þrenginga og hækkandi bensínverðs gerir forstjóri Renault, Carlos Ghosn, ráð fyrir að bílasala Renault-Nissan aukist um 10% í ár. Kapphlaupi lokið Fyrstu þrjá mánuðina 2008 jókst fólks- og sendibílasala Renault-sam- steypunnar um 6,5% miðað við sama tímabil í fyrra. Þar af jókst sala Ren- ault-bíla um 4,7%, Dacia-bíla um 37% en sala Renault Samsung dróst sam- an um 9%. Inni í þessum tölum er ekki sala Nissan. Renault kaupir 25% hlut í rúss- nesku bílsmiðjunni og einn hlut til við- bótar. Eignarhlutnum fylgir neitun- arvald í öllum málum félagsins. Tilgangurinn með kaupunum er að dreifa kröftunum víðar en í Vestur– Evrópu – bílasala dróst þar saman um 6% í fyrra – og sækja inn á nýja vaxandi markaði, eins og í Rússlandi. Talið er að um 2,5 milljónir bíla seljist í Rússlandi í ár og að sú tala muni fara hækkandi á næstu árum. Þannig áætlar Renault að þar seljist 3,5 til 4,0 milljónir bíla árlega um miðjan næsta áratug. Með kaupum Renault á hlutnum í Avtotaz lauk löngu kapphlaupi er- lendra fjárfesta um þennan stærsta bílaframleiðanda Rússlands. Lada í endurnýjun lífdaga Franski bílsmiðurinn borgar millj- arð dollara við gildistöku samningsins og 166 milljónir dollara árið 2010, ef árangur af samstarfinu verður í sam- ræmi við áætlanir og væntingar. Markaðsvirði Avtotaz er talið vera fimm milljarðar dollara um þessar mundir. Í nýrri fimm manna fram- kvæmdastjórn fyrirtækisins verða fjórir fulltrúar Renault og í stjórn fé- lagsins verða þrír af 12 fulltrúum franskir. Renault hefur heitið því að blása nýju lífi í Lada-bílana og yngja bílalín- una upp með því að leggja bílsmiðj- unum til nýja framleiðslutækni, gír- kassa og mótora. Með því er vonast til að Lada endurheimti fyrri stöðu í Rússlandi en hún hefur farið halloka fyrir innfluttum bílum. Gera áætlanir ráð fyrir að smíði bílsins verði um leið stóraukin og gangi allar áætlanir um söluaukningu eftir verði 1,5 milljónir Lada smíðaðar árið 2014. Reuters Renault Laguna Með kaupum á hlut í rússnesku bílsmiðjunni Actovaz og eignarhaldi sínu á Nissan er Renault-samsteypan franska orðin þriðji stærsti bílaframleiðandi heims. Renault-sam- steypan þriðji stærsti bíl- smiður heims Morgunblaðið/Þorkell Endurnýjun lífdaga Renault hefur heitið því að blása nýju lífi í Lada- bílana og yngja bílalínuna upp með því að leggja bílsmiðjunum til nýja framleiðslutækni, gírkassa og mótora. Ducati er það stóð til boða fyrir 23 árum. „Sjálfur hjóla ég á Ducati, 180 hest- afla, og hef því fleiri hestöfl á kíló en ég nyti á 1.001 hestafls Bugatti,“ segir Piech. Sérfræðingar í bílaiðnaði segja að fjár- málakreppa og efnahagssamdráttur – og miklar verðhækkanir á eldsneyti – hafi leitt til aukins áhuga fyrir mótorhjólum. Það þykir þó ekki enn hafa sýnt sig í auk- inni sölu þeirra. Volkswagen í mótorhjólin? VW Mótorhjól frá Volkswag- en munu hugsanlega þjóta á vegum í náinni framtíð. MÓTORHJÓL með Volkswagen- merkinu á gætu átt eftir að sjást á vegum úti því þýski bílaframleiðandinn er með áform um að kaupa upp fyrirtæki í mót- orhjólasmíði, að sögn stjórnarformanns- ins Ferdinands Piechs. „Ég hef áhuga á litlu og verðmætu mótorhjólafyrirtæki,“ segir Piech í sam- tali við þýska vikuritið Stern. Hnykkir hann á með að segjast sjá eftir að hafa ekki keypt ítölsku mótorhjólasmiðjuna Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.