Morgunblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Á árunum 1910 og 1911 var vaknaður mikill áhugi fyrir knattspyrnu meðal nemenda Menntaskólans í Reykjavík. Nokkrir skóla- pilta kepptu eitt sinn við Fram, en seinna gengu þeir flestir til liðs við Framara og unnu marga frækna sigra undir merkjum Fram. Árið 1911 er merkilegt í sögu íþrótta- lífsins hér á landi. Þá héldu ungmenna- félögin íþróttamót sitt í sambandi við hátíð- arhöld í minningu aldarafmælis Jóns Sigurðssonar og var það í rauninni fyrsta íþróttamót Íslands. Fram ákvað að taka þátt í mótinu og keppa við Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR. Þótti mönnum að Framarar tefldu djarft því að KR-liðið var skipað fullorðnum mönnum, en þeir sem voru í kappliði Fram voru allir yngri en 18 ára. Kapplið Fram var þannig skipað að Gunn- ar H. Kvaran stóð milli stanganna. Bakverð- ir voru Arreboe Clausen og Ágúst Ármann. Miðverðir Sigurður Lárusson, Axel Thor- steinsson og Magnús Björnsson. Fram- herjar voru Karl Magnússon, Gunnar Hall- dórsson, Friðþjófur Thorsteinsson, Pétur J. Hoffmann Magnússon og Hinrik Thor- arensen. Af keppendum urðu síðan einn prestur, tveir læknar, einn rithöfundur, einn stýri- maður og hinir verslunar- og bankamenn. Af keppendum voru 8 nemendur í MR og hinn níundi, Friðþjófur, taldist þá utan- skólanemandi. Aðeins Arreboe og Pétur voru ekki við skólann riðnir. Kappleikurinn fór fram á Melavellinum klukkan níu að kvöldi 20. júní og sá Ólafur Rósenkranz leikfimikennari um dómgæsl- una. Það var auðfundið hjá þeim sem mættu á völlinn að mikill meiri hluti áhorfenda var á bandi Framara í leiknum. Mun það hafa ráð- ið miklu að hálfþroskaðir unglingar voru að keppa við fullorðna menn, en auk þess þóttu sumir Framarar leika betur en áður hafði sést hér á landi. Framarar sóttu að mestu að marki KR allan leikinn og fögnuðu sigri, 2:1. Frið- þjófur skoraði bæði mörk þeirra. Leikmenn Fram fengu heiðursskjal að verðlaunum og auk þess fengu leikmenn heiðurspeninga. Þessi kappleikur hafði mikil og víðtæk áhrif. Allt frá þessum leik hefur knattspyrna verið iðkuð íþrótta mest á Íslandi – varð þjóðaríþrótt Íslendinga. Leikurinn markaði tímamót í sögu íþróttanna á Íslandi. Strákar úr MR í aðalhlutverkum UM vorið 1908 komu nokkrir drengir í Reykjavík saman til þess að ræða um að stofna nýtt fótbolta- félag. Drengirnir áttu flestir heima í miðbænum – á Suðurgötunni og við Tjörnina. Elstur þeirra var Ar- reboe Clausen, 15 ára. Þann 1. maí 1908 samþykktu drengirnir að stofna félagið, nafn var því ekki gefið að sinni en félagið var kallað Kári. Lög voru ekki samin en bráðabirgðareglur voru samþykkt- ar. Vegna þess að ekki er til nein skrifuð skýrsla um stofnun félags- ins er ekki hægt að segja með fullri vissu hverjir voru stofnendur þess. Þeir menn sem hér á eftir verða nefndir munu flestir vera stofnend- ur en ekki er þó fullvíst að þeir séu það allir. Þeir eru álitnir vera hinir fyrstu sem mynduðu félagið en auk þess voru einhverjir fleiri sem snemma gerðust félagsmenn og hafa ef til vill verið stofnendur. Stofnendaskrá: Nöfn stofnenda og störf þeirra síðar: Arreboe Clausen, verslunarmaður Bjarni Matthíasson, verslunarmaður Bogi Ólafsson, gullsmiður Franz Andersen, bankaritari Guðjón Arngrímsson, verkstjóri Gunnar Halldórsson, verslunarmaður Gunnar Hjörleifsson (Kvaran), stórkaupmaður Haukur Jensen (Thors), framkvæmdastjóri Herluf Clausen, kaupmaður Kristján Albertsson, rithöfundur Óskar Árnason, rakari Pétur J. Hoffmann Magnússon, bankaritari Pétur Sigurðsson, magister Tómas Hallgrímsson, bankaritari Tryggvi Magnússon, verslunarstjóri Hin raunverulega saga félagsins hefst þann 15. mars 1909 en þá var haldinn fyrsti fundur sem bókuð skýrsla er til um og frá þeim tíma má rekja sögu félagsins óslitið. Þessi fundur var haldinn í Aðal- stræti 16. Kosin var nefnd til að semja lög og samþykkt að félagið skyldi heita Kári en margir voru ekki ánægðir með nafnið. Þá var kosin stjórn til aðalfundar sem var boðaður í júní. Pétur J. Hoffmann var kosinn formaður, Arreboe Clau- sen ritari, hann var elstur – 15 ára, og Pétur Sigurðsson féhirðir. Pétur var þá í 1. bekk Mennta- skólans, aðeins 13 ára. Hann var síðan um langt skeið einn helsti starfsmaður Fram og vann mikið starf fyrir íslenskar íþróttir. Meðal annars var hann í sjö ár í stjórn Íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Félagið fékk formlega nafnið Fram á aðalfundi í Bárunni, húsi sem stóð á eyrinni við Tjörnina þar sem Ráðhús Reykjavíkur stendur í dag, 13. júní 1909. Fjárhagur fé- lagsins var þannig að tekjur á árinu höfðu verið 16 krónur og þrír aurar, gjöld 11 krónur og 70 aurar. Fundir Fram voru yfirleitt haldnir fyrstu árin að Suðurgötu 4, þar sem Gunn- ar Halldórsson bjó. Strákarnir í Fram æfðu á ýmsum stöðum í Kvosinni við Tjörnina, við Menntaskólann, bak við Dómkirkj- una og á Suðurgötunni enda bíla- umferð ekki mikil í þá daga. Þá var byrjað að æfa vestur á Melum, fyrir sunnan kirkjugarðinn við Suður- götu. Pétur Sigurðsson, síðar Mennta- skólaritari, sagði þannig frá aðdrag- andanum að stofnum Fram í 50 ára afmælisblaði félagsins: „Það hefur víst löngu tíðkast hér í bæ að strákar í ákveðnum bæj- arhverfum og á líku reki héldu hóp og léku sér saman. Þeir voru að jafnaði baldnir og fyrirferðarmiklir. Fullorðna fólkið kallaði þá götu- stráka. Til eins slíks hóps má rekja stofnum Knattspyrnufélagsins Fram. Þessir strákar áttu flestir heima í miðbænum og í grennd við hann. Þó að miðbærinn sé enn í öllu verulega með sama sniði sem þá, er þó að einu leyti mikil breyting orð- in. Þá var íbúð í hverju húsi að kalla og margir krakkar uxu þar upp. Við þennan miðbæjarkjarna bættust svo ýmsir skólafélagar úr næstu hverfum. Á þessum árum, þ.e. fram að fyrri heimsstyrjöld, mátti heita að bærinn væri einn samfelldur leik- völlur.“ Kristján Albertsson, einn af stofnendum Fram, sagði eitt sinn um félagsmenn Fram á árunum frá 1908 – og eru þau orð enn í fullu gildi: ,,Framarar voru yfirleitt glæsilegir menn á velli og mjög vin- sælir í bænum á þessum árum“. Frá Kvosinni til Úlfarsárdals Upp úr 1930 hafði Fram fært sig um set í bænum, frá svæðinu í kringum Tjörnina – upp á Grett- isgötu og Njálsgötu og þar í kring. Árið 1933 var ráðinn sérstakur þjálfari til Fram í fyrsta skipti, norski bókarinn Reidar Sörensen, og þá gerðist Guðmundur „Ásti“ Magnússon áhaldavörður félagsins – sá um bolta og búninga. Fram dreymdi lengi um að eign- ast eigið félagssvæði – knattspyrnu- völl og félagsheimili. Þá voru allar æfingar haldnar á Melavellinum, sem var skipt niður á milli félaga til æfinga og keppni. Fram fékk aðstöðu í grjótnámu í Skipholti, fyrir neðan klettana við Sjómannaskólann. Í febrúarmánuði hófust framkvæmdir við að gera knattspyrnuvöll og var það verk að mestu unnið í sjálfboðavinnu. Völl- urinn var vígður 20. ágúst 1945 og þar með hófst nýr kapítuli í sögu Fram, sem varð fyrsta félagið í Reykjavík til að flytja æfingar á eigið svæði. Vallarhúsið var upp- haflega gamalt „Kanadahús“ frá hernum. Framarar fóru að stunda hand- knattleik upp úr 1940 og hand- knattleiksnefnd Fram var stofnuð 1948. Skíðanefnd Fram var endurvakin 1945 en skíðaíþróttin var fyrst stunduð innan félagsins 1938. Úr Skipholtinu flutti Fram bæki- stöðvar sínar í Safamýrina, þar sem gras- og malarvöllur voru formlega vígðir 27. ágúst 1972 og 1975 flutti félagið undir eigið þak á nýjan leik en fram að því hafði Álftamýrar- skólinn staðið Fram opinn fyrir fé- lagsstarfsemi en þá fékk Fram íþróttahús Álftamýrarskólans til af- nota. Körfuknattleiks- og blakdeildir voru stofnaðar en störfuðu ekki lengi. Glæsilegur skíðaskáli var byggður í Eldborgargili á Bláfjalla- svæðinu og vígður 1990 og hlaut nafnið Eldborg. Nýtt glæsilegt íþróttahús í Safa- mýrinni var tekið í notkun 1995 og síðan glæsileg félagsaðstaða 2006. Framarar hafa einnig fengið fram- tíðarsvæði í Úlfarsárdal og er upp- bygging á svæðinu þegar hafin og æfingar yngri flokka í knattspyrnu, handknattleik og Taekwondo. Sex íþróttadeildir eru nú starfræktar hjá Fram – knattspyrnudeild, hand- knattleiksdeild, skíðadeild, almenn- ingsíþróttadeild og Taekwondo- deild. Kristján Albertsson, rithöfundur og einn af stofnendum Fram, hafði þessi orð um félagsmenn Fram á árunum frá 1908 sem eru enn í fullu gildi: ,,Glæsilegir menn á velli og mjög vinsælir í bænum“ Sigurliðið Hér má sjá vaska sveina úr Fram sem lögðu Fótboltafélagið (KR) í fyrsta opinbera knattspyrnuleiknum á Íslandi 1911. Frá vinstri: Pétur J. H. Magnússon, Sigurður Ó. Lárusson, Karl G. Magnússon, Arreboe Clausen, Friðþjófur Thorsteinsson, Axel Thorsteinsson, Gunnar H. Kvaran, Gunnar Halldórsson, Ágúst Ármann, Hinrik Thorarensen og Magnús Björnsson. UM vorið 1908 komu nokkrir drengir í Reykjavík saman til þess að ræða um að stofna nýtt fótbolta- félag. Drengirnir áttu flestir heima í miðbænum – á Suðurgötunni og við Tjörnina. Elstur þeirra var Ar- reboe Clausen, 15 ára. Þann 1. maí 1908 samþykktu drengirnir að stofna félagið, nafn var því ekki gefið að sinni en félagið var kallað Kári. Lög voru ekki samin en bráðabirgðareglur voru sam- þykktar. ÞAÐ var oft fjör á fundum hjá Fram á fyrstu árunum, enda fé- lagsmenn ungir og kappsfullir. Einn félagsmaður, sem fremur þótti vilja beita tungunni en fót- unum, var ásakaður um að vilja breyta Fram í málfundafélag. Það varð að hafa dyraverði á fundum, sem voru eins konar lögregluþjón- ar, sem áttu að stilla til friðar og jafnvel kasta óhlýðnum fé- lagsmönnum út úr fundarherberg- inu. Þriðja grein úr fyrstu lögum Fram sýnir að ekki hefur alltaf ver- ið friðsamt á fundum félagsins. „Hver sá félagsmaður, sem ekki hlýðir formanni félagsins á fund- um, skal rækur af fundi. Hlýði hann ekki formanni við þriðju skipun hans, skal hann rækur úr félaginu, ef fundurinn samþykkir.“ Útkastarar voru á fundum LENGI vel fóru fundir Fram fram á Suðurgötu 4, þar sem Gunnar Hall- dórsson bjó. Voru fundir haldnir þar þar til 16. maí 1910, að fyrsti fund- urinn var í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg 9, í skjóli Péturs Sig- urðssonar. Þessi fundarstaður var ekki valinn vegna þriðju grein- arinnar – og tilvalið væri að læsa þá inni, sem voru ekki til friðs á fund- um. Fundir Fram voru haldnir þar um hríð. Fundað í Hegn- ingarhúsinu ÞAÐ var enginn íþróttavöllur til í Reykjavík þegar Fram var stofnað. Félagið sótti um leyfi hjá bæj- arstjórn til þess að mega hafa æf- ingar á Melunum og var það veitt 1. maí 1910. Þá var samþykkt á fé- lagsfundi, með fjórum atkvæðum gegn fjórum! að félagsmenn skyldu vinna í þegnskylduvinnu við að ryðja leikvöllinn á Melunum. Þegnskyldu- vinna FYRSTI knötturinn sem Fram eignaðist var kostaður af Boga Ólafssyni, einum af stofnendum Fram. Hann átti peninga á bók og bauðst til að lána félaginu andvirði boltans. Eftir að boltinn var kominn í hús kom upp tillaga um að kaupa fótbol- tapumpu. „Þá bauðst ég til þess að blása út boltann, hvenær sem væri, og þar með kom tillagan um pumpukaupin aldrei til atkvæða,“ sagði Pétur J. Hoffmann Magnússon sem var þá formaður Fram. Þess má geta til gamans að fyrsti boltinn Pétur keypti kostaði 95 aura – í Breiðfjörðverslunni í Aðalstræti, sem var hér um bil allt sparifé hans. Formaðurinn sá um að blása í boltann Knattspyrnufélagið Fram 100 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.