Morgunblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Pétur J. Hoffmann Magnússon: 1908-1910, 1913-14, 1915-17. Arreboe Clausen: 1910, 1911-1913, 1917-1919. Gunnar Halldórsson: 1910. Gunnar Thorsteinsson: 1914-1915 Friðþjófur Thorsteinsson: 1919-1920, 1935. Tryggvi Magnússon: 1920-1928. Stefán A. Pálsson: 1928-1929. Ólafur K. Þorvarðarson: 1029-1935. Lúðvík Þorgeirsson: 1935-1937. Guðmundur Halldórsson: 1937-1938, 1946-1947. Jón Magnússon: 1938-1939, 1960-1961. Ragnar Lárusson: 1939-1942. Ólafur Halldórsson: 1942-1943. Þráinn Sigurðsson: 1943-1946, 1947-1948. Jón Þórðarson: 1948-1949, 1964-1965. Gunnar Nielsen: 1949-1950, 1952-1953. Guðni Magnússon: 1950-1951. Sigurbergur Elísson: 1951-1952. Sigurður Halldórsson 1953-1954. Jörundur Þorsteinsson: 1954-1955. Haraldur Steinþórsson: 1955-1960. Sigurður E. Jónsson: 1961-1964. Jón Þorláksson: 1965-1972. Alfreð Þorsteinsson: 1972-1976, 1989-1994. Steinn Guðmundsson: 1976-1978. Hilmar Guðlaugsson: 1978-1986. Birgir Lúðvíksson: 1986-1989. Sveinn Andri Sveinsson: 1994-2000 Guðmundur B. Ólafsson: 2000-2007. Steinar Þór Guðgeirsson: 2007– Formenn Fram 1908–2008 Stefán A. er bróðir Gísla og Júlíusar. Þeir bræður voru Íslandsmeistarar með Fram. Mágar þeirra voru Jón Sigurðsson slökkviliðsstjóri og Pét- ur Sigurðsson, sem voru í Íslands- meistaraliði Fram 1925 ásamt Páli, Júlíusi og fleiri meistaraliðum. Þegar Fram var endurreist voru leikmenn Fram-liðsins aðeins 16 til 18 ára Jón Sigursson skrifaði um þetta tímabil í afmælisblað Fram: „Ég vil sérstaklega vekja athygli á starfi nokkurra. Guðmundur Hall- dórsson æfði í 1. flokki af kostgæfni og óvenjulegum áhuga og mun á sumrum hafa eytt nær öllum sínum frístundum í þarfir félagsins. Kjart- an Þorvarðarson var sjúkur mestan hluta þess tíma er hann var í stjórn, en þrátt fyrir það tók hann þátt í stjórnarstörfum, enda voru stjórnar- fundir haldnir við sjúkrabeð hans. Ólafur, bróðir hans, beindi starfs- orku sinni aðallega að æfingu yngri flokkanna. Þótt Stefán hyrfi frá for- mennsku 1929 starfaði hann áfram af miklum áhuga fyrir félagið. Pétur Sigurðsson átti ekki sæti í stjórn félagsins á þessum árum en hann var ætíð reiðubúinn að vinna fyrir það þegar þess var þörf og ósk- að. Haukur Thors studdi félagið rækilega á þessum árum, eins og oft fyrr og síðar. Þessir menn ásamt ýmsum fleirum áttu hvað mestan þátt í endurreisn félagsins á mestu þrengingartímum þess. Hefðu þeir gefist upp 1928 þá hefðu lífsdagar fé- lagsins verið taldir. Félagsmenn hafa aldrei þakkað þessum mönnum störf þeirra í þágu félagsins sem skyldi, og nú eiga menn erfitt með að gera sér í huga- lund hvaða afrek var unnið á þessum árum. Meðan félagið barðist fyrir til- veru sinnu urðu kappliðsmenn fyrir aðkasti almennings, sem aldrei hefði tekið með silkihönskum á móti þeim er tapar, og lengi gengu þeir til leiks fullvissir um að engin leið lá til að sigra, en ákveðnir að berjast til hinstu mínútu og tapa heiðarlega. Hið rétti íþróttaandi lifði meðal fé- lagsmanna, og ekki leið á löngu þangað til að árangur fór að sjást. Kappliðunum fór að ganga betur, það birti yfir öllu félagsstarfinu, og að lokum kom félagið sterkt út úr eldrauninni.“ Í bókinni Fram í 80 ár segir frá því að strákafélög hafi haldið lífinu í Fram og voru það til dæmis Vonin, sem var á Njálsgötunni og æfðu strákarnir, 8 til 12 ára, við Sundhöll- ina. Þar í hópi var Sæmundur Gísla- son, sem átti eftir að verða þrefaldur Íslandsmeistari með Fram, og vest- ur í bæ, við bæjardyr KR var Örin staðsett á Ljósvallagötunni og neðst á Ásvallagötunni. Formaður var Haraldur Stein- þórsson, sem síðar varð formaður Fram, og í sveit hans voru Carl Bergmann, bræðurnir Magnús og Sigurður Ágústssynir, Kristján Friðsteinsson, Haraldur Árnason og Lárus Hallbjörnsson, svo einhverjir strákar séu nefndir. Strákarnir í þessum félögum héldu tryggð við Fram og meira en það, tilvist þeirra átti stóran þátt í að halda lífinu í Fram á erfiðasta skeið- inu, þar sem þeir mynduðu uppistöð- una í yngri flokkunum sem héldu alltaf áfram keppni á meðan meist- araflokkurinn var að þoka sér upp úr lægðinni. Hetjulegt afrek unnið í endurreisn Fram 1928 Gáfust ekki upp ÞEGAR aðalfundur Fram var haldinn í Iðnó 1928 gerðust þau tíðindi að enginn úr stjórn félagsins mætti. Tryggvi Magnússon formaður var stadd- ur í Frakklandi og ekki spurðist til annarra. Það má segja að Guðmundur Halldórsson, sem síðar varð formaður Fram, hafi verið aðalhvatamaðurinn að endurreisn félagsins og keypti hann bolta, því að félagið hafði ekki átt peninga fyrir honum. Á aðalfundinum voru reikningar aldrei lagðir fram og félagatalið var glatað ásamt fundagerðabók. Kjörin var ný stjórn og var Stefán A. Pálsson valinn formaður í „endurreisnarstjórninni“ og með hon- um í stjórn voru Guðmundur, sem var gjaldkeri, Ólafur K. Þorvarðarson, ritari, Sigurður Halldórsson og Lúðvík Þorgeirsson, meðstjórnendur. Lúð- vík, sem síðan var kunnur verslunarmaður í Lúllabúð, var aðeins 18 ára þegar hann tók sæti í stjórninni. FRAMARAR útnefndu í gærkvöldi, í 100 ára afmælishófi Fram í Gull- hömrum í Grafarholti, þrjá nýja heiðursfélaga. Það eru þeir Guð- mundur Jónsson, fyrrverandi knattspyrnuþjálfari, sem vann geysilegt öflugt starf við þjálfun alla aldrursflokka félagsins um margra ára skeið og sá jafnframt um félagsheimili Fram við Skip- holt. Halldór B. Jónsson, sem var for- maður knattspyrnudeildar Fram á hinu sigursæla Ásgeirstímabili og síðan varaformaður Knattspyrnu- sambands Íslands; og Sigurður J. Svavarsson, sem hefur verið ötull starfsmaður Fram í gegnum tíðina. Núlifandi heiðursfélagar Fram eru ellefu, en fyrir voru eftirtaldir (fyrir aftan nöfn þeirra eru ártölin, sem þeir voru útnefndir): Alfreð Þorsteinsson .................. 1998 Anný Ástráðsdóttir ................... 2003 Birgir Lúðvíksson ..................... 2003 Halldór G. Lúðvíksson .............. 1998 Hannes Þ. Sigurðsson............... 1998 Karl Guðmundsson.................... 2003 Steinn Guðmundsson ................ 2003 Sveinn H. Ragnarsson .............. 1998 Hátt í 600 manns voru í afmæl- ishófinu og var þar frumflutt nýtt Framlag. Framarar blása í dag til veislu á félagssvæði sínu í Safamýri í dag. Öllum Frömurum verður boðið upp á kaffi og veitingar frá kl. 13.30 til 16. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Heiðursfélagar Guðmundur Jónsson, Halldór B. Jónsson, Sigurður J. Svavarsson, nýir heiðursfélagar Fram, ásamt Steinari Guðgeirssyni, formanni Fram. Þrír nýir heiðurs- félagar EIRÍKUR Jónsson, húsa- og list- málari, sem varð margfaldur Ís- landsmeistari með Fram í knatt- spyrnu á „Gullárunum“ – lék stöðu útherja – hannaði Fram-merkið 1936. Eiríkur, sem varð síðar heið- ursfélagi hjá Fram, átti heima á Laugavegi 43 og voru dætur hans, Ingibjörg og Helga, í fyrsta keppnisliði Fram í kvennaflokki árið 1944 og þá var Helga fyrsta konan til að taka sæti í aðalstjórn Fram, undir formennsku Þráins Sigurðssonar 1945-1946. Helga giftist Magnúsi Ágústssyni, sem varð Íslandsmeistari í knattspyrnu með Fram 1946 og 1947, en bræð- ur hans Högni, Íslandsmeistari 1939, og Sigurður, Íslandsmeistari 1946, voru einnig afburða knatt- spyrnumenn. Sonur Eiríks, Jón, lék knatt- spyrnu í yngri flokkum Fram og var í fyrsta 4. flokki Fram árið 1939, sem fagnaði sigri á Reykja- víkurmóti. Valgerður, Vala, dóttir Eiríks, lék handknattleik með Fram. Hún giftist Erni Hallsteinssyni, marg- földum Íslandsmeistara með FH og landsliðsmanni. Eiríkur var mikill fagmaður og sá hann um húsamálun fyrir Reykjavíkurborg. Í frístundum lagði hann rækt við listmálun, enda mjög drátthagur eins og merki Fram sýnir. Málverk eftir hann eru eftirsótt í dag á málver- kauppboðum. Þess má geta að Eiríkur var meistari Ríkarðs Jónssonar þegar hann kom frá Akranesi í mál- aranám til Reykjavíkur og varð Ís- landsmeistari með Fram 1947. Eiríkur hannaði Fram-merkið FRAMARAR gerðu sér strax grein fyrir því að knattspyrnan væri harður leikur og leikmenn ættu á hættu að meiðast í kapp- leikjum. Til þess að leikmenn Fram biðu ekki fjárhagslegt tjón, er þeir meiddust í kappleik, var stofnaður slysasjóður hjá Fram 1933. Það var Sigurður Hall- dórsson miðframvörður sem lagði fram sparisjóðsbók með álitlegri fjárupphæð til að stofna sjóðinn. Á aðalfundi Fram þetta ár safn- aðist töluverð fé og gaf Haukur Thors stærstu upphæðina í sjóð- inn. Framarar stofnuðu slysasjóð ÞRÍR Framarar hafa verið útnefnd- ir íþróttamenn Reykjavíkur í hófi að Höfða síðan útnefningar hófust 1979.  Marteinn Geirsson, fyrirliði Fram og landsliðsins í knattspyrnu, var útnefndur 1981.  Pétur Ormslev, fyrirliði Fram og landsliðsmaður í knattspyrnu, var útnefndur 1987.  Guðríður Guðjónsdóttir, fyrirliði Fram og landsliðskona í hand- knattleik, var útnefnd 1995. Þrír Framarar íþróttamenn Reykjavíkur Knattspyrnufélagið Fram 100 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.