Morgunblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 5
mönnum Fram og mátti þar sjá leik- menn úr öðrum Reykjavíkurliðum fagna. „Þetta var eins og í ævintýri. Við gátum ekki einu sinni myndað hinn hefðbundna hring okkar til að þakka FH-ingum fyrir leikinn. Áhorf- endur umkringdu okkur á svipstundu og gleði okkar og þeirra var ólýsan- leg. Af öllum þeim fjölmörgu úrslita- leikjum sem við háðum gegn FH er þessi sá efirminnilegasti,“ sagði Sig- urður. Sigurður sagði að viðureignir Fram og FH á þessum árum hafi verið magnaðar. „Liðin voru bæði vel mönnuð, en léku ólíkan handknatt- leik.“ Var ekki erfitt að ná upp stemmn- ingu gegn leikmönnum sem þið gjör- þekktuð? „Alls ekki, leikmenn FH voru vinir okkar, en um leið og flautað var til leiks voru þeir keppinautar. Leikir Fram og FH voru drengilega leiknir og það sást aldrei grófur leikur þegar liðin mættust.“ Fram varð aftur meistari 1963 og 1964. Það lýsir vel styrk Framliðsins á þessum árum, er Atli Steinarsson skrifaði um Framliðið eftir að það var búið að leggja FH að velli 1964, 27:20: „Liðið sýndi að það hefur eitt ís- lenskra liða yfir að ráða vel þjálfaðri „taktík“ sem er vænlegra vopn en kraftur, hraði og sterkbyggðir ein- staklingar, sem ekki vinna saman. Það var vel útfærð leikaðferð Fram sem færði sigurinn og dýrmæt stig. Húsið var þéttskipað áhorfendum er liðin gengu í salinn. Liðsmenn Fram virtust, er liðin gengu inn á völl- inn, ekki sigurstranglegir á móti hin- um sterklegu Hafnfirðingum. En það fór á annað veg.“ Framarar náðu ekki að verja Ís- landsmeistaratitil sinn, sem FH-ingar endurheimtu 1965 og hélt síðan 1966. „Það tók okkur fjögur ár að koma Fram niður á jörðina,“ sagði Birgir Björnsson, leikmaður og þjálfari FH- inga. Framarar og FH-ingar háðu harða rimmu um meistaratitlinn 1967 og fagnaði Fram þá sigri . Ingólfur fagnaði meistaratitli strax eftir að hann kom heim frá Svíþjóð og sagði hann oft á léttu nótunum – að Framarar hefðu ekki getað orðið meistarar án hans. Þess vegna hafi hann komið heim! Framliðið varð Íslandsmeistari 1968 með yfirburðum, FH 1969, Fram 1970, FH 1971 og Fram 1972. Frá meistaratitlinum 1972 urðu Framarar ekki Íslandsmeistarar á ný fyrr en 34 árum síðar, 2006. Þá undir stjórn Guðmundar Þórðar Guð- mundssonar, núverandi landsliðs- þjálfara. Þeir sem hafa áhuga að lesa nánar um hina hörðu baráttu Fram og FH á árunum 1961 til 1972 geta nælt sér í 100 ára afmælisrit Fram. Þar er sagt frá hinni mögnuðu baráttu undir leið- sögn Sigurðar Einarssonar. i verið harðir keppinautar inni á vellinum, en frábærir félagar utan vallar, nattleik karla, er sjö Íslandsmeistaratitlar unnust á ellefu árum Sigurganga FH stöðvuð Reykjavíkurmeistarar Fram 1961 og Íslandsmeistarar 1962. Aftari röð frá vinstri: Sigurður Einarsson, Tómas Tómasson, Ágúst Þór Oddgeirsson, Hilmar Ólafsson, fyrirliði, Karl G. Benediktsson, þjálfari og Ingólfur Óskarsson. Fremri röð: Jón Friðsteinsson, Sigurjón Þórarinsson, Þorgeir Lúðvíksson, Erlingur Kristjánsson og Guðjón Jónsson. Í HNOTSKURN »Viðureignir Fram og FH á ár-unum 1961 til 1972 voru geysi- lega spennandi. »Liðin mættust þá í 24 leikjumog fögnuðu þau bæði sigrum í tíu leikjum og fjórum sinnum varð jafntefli. »FH-ingar voru Íslandsmeist-arar fimm sinnum – 1961, 1965, 1966, 1969 og 1971. »Framarar urðu Íslandsmeist-arar sjö sinnum – 1962, 1963, 1964, 1967, 1968, 1970 og 1972. lið sem kann taktík, bæði í vörn og sókn. Fram er lið sem hugsar um heild og í öllu þessu eru liðsmenn Fram í sérflokki hérlendis. Það er engin tilviljun að Íslandsmeist- aratitillinn fellur þeim í skaut. Það er engin tilviljun að handknattleik- urinn á svo rík ítök í félaginu að félagið fagnar sigri í 1. flokki og 2. aldursflokki. Frá því sjónamiði séð þarf félagið ekki að kvíða framtíð- inni. En ósk okkar er sú að Fram gleymi ekki hlutverki sínu um leið og það hefur náð á toppinn, heldur haldi honum.“ okki MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 5 KARL G. Benediktsson var einn af lykilmönnum Framliðsins í hand- knattleik karla á „Gullárunum“ 1962 til 1972 sem leikmaður og þjálfari. Karl kom með nýjar hugmyndir og leikskipulag. „Karl er besti þjálfari sem ég hef haft,“ sagði Sigurður Ein- arsson, einn leikreyndasti leikmaður Fram frá upphafi – lék 313 leiki og varð sjö sinnum Íslandsmeistari. „Karl staðnaði aldrei – kom alltaf með nýjar og nýjar hugmyndir,“ sagði Sigurður. Eftir að Karl G. kom frá Bandaríkj- unum 1960, þar sem hann var í nokkra mánuði að kynna sér ýmisleg störf á vegum Íslenskra aðal- verktaka, tók hann að sér þjálfun Framliðsins á ný og hefst þá „Gull- tímabilið.“ Karl B. sagði að hann hafi oft verið að deila við FH-inga og þá sérstaklega Birgi Björnsson, vin sinn, um handknattleikinn. „Ég sagði við þá að það væri ekki rétt sem þeir væru að gera. Ég hélt því fram að öll lið yrðu að byggja upp leik sinn með ákveðin markmið – leika skipulagðan handknattleik, þar sem menn vinni saman, þannig að þeir myndu skapa tækifæri fyrir hvern annan. Það gengi ekki upp að einstaklings- framtakið réði algjörlega ríkjum – boðið væri upp á eintóm hlaup og svo skot. Þar með var boltanum kastað og ég varð að sýna fram á að það væri rétt sem ég var að segja. Ég hóf mína vinnu og hún tókst vel – við náðum að skapa sterka heild hjá Fram, þar sem leikin varð sterk vörn og skipulagður sóknarleikur, þar sem allir leikmenn höfðu hlutverk í framsókninni.“ Þegar Karl G. var spurður hvort það hafi ekki verið hans heppni að hann var með afburða leikmenn í her- búðum sínum er hann hóf Fram- sóknina, sagði hann og vitnaði í orð Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, er hann sagði þegar hann horfði á landsliðið leika í Laugardalshöllinni: „Þennan leik geta ekki leikið nema bráðgreindir menn – sem eru fljótir að hugsa.“ Þannig voru mínir menn – fljótir að sjá út veikleika mótherjans og leika á þann veikleika eins og þeir gátu. Strákarnir voru afburða handknatt- leiksmenn, eins og Ingólfur Óskars- son, Guðjón Jónsson. Já, og línu- strákarnir ungu Sigurður Einarsson, Tómas Tómasson og Erlingur Krist- jánsson, sem voru svo kvikir. Jón Friðsteinsson gaf þeim ekkert eftir á línunni og þá voru þeir Hilmar Ólafs- son og Ágúst Þór alltaf traustir.“ Karl sagði að hann hafi alltaf lagt áherslu á ýmislegar séræfingar. „Það er ekki nóg að senda menn inn á völl- inn og segja við þá: Nú spilið þið! Leikmenn verða aldrei góðir nema þeir spili þann handknattleik, sem þeir hafa verið að æfa. Allar grunnæf- ingar skipta því miklu í uppbyggingu á liðsheild. Það var okkar styrkur á þessum ár- um að lið okkar var meira og minna byggt upp á sama mannskapnum.“ Karl sagði að oft væri sagt að mað- ur komi í manns stað, þegar góðir leikmenn fara. „Margir skilja eftir sig það stór skörð, að þau verða aldrei fyllt. Það var geysilegur missir fyrir okkur þegar Ingólfur fór til Svíþjóðar 1964. Hann var búinn að leika mjög stórt hlutverk hjá okkur sem félagi og í allri uppbyggingu á leikkerfum. Eft- ir að hann fór voru menn lengi að átta sig á hlutunum – söknuðu hans. Það kom enginn í stað Ingólfs – maður með sama styrkleika. Því miður, þá tók enginn við hlutverki Ingólfs.“ Karl sagði að í hópinn sem varð fyrst Íslandsmeistari hafi síðan bæst afburðarleikmenn eins og Gunn- laugur Hjálmarsson, Sigurbergur Sigsteinsson, Björgvin Björgvinsson, Þorsteinn Björnsson og Axel Ax- elsson, svo einhverjir séu nefndir. Aðeins fyrir bráðgreinda menn ÞEGAR Ingólfur Óskarsson setti hið glæsilega markamet sitt í 1. deildarkeppninni sem leikin var í Hálogalandi 1963, skoraði hann 122 mörk í tíu leikjum, eða að meðaltali 12,2 mörk í leik sem er met sem verður seint slegið. Þetta keppn- istímabil setti Ingólfur glæsilegt markamet í einum leik er hann skoraði 20 mörk gegn ÍR-ingum, 48:24. Þess má geta að Ingólfur hélt meti sínu, 20 mörkunum í 19 ár, eða allt þar til Alfreð Gíslason bætti um betur 1982 er hann skoraði 21 mark í leik með KR gegn sínum gömlu fé- lögum úr KA í Laugardalshöllinni, 33:20 Alfreð var þá markahæstur með 109 mörk í 14 leikjum, sem er að meðaltali 7,8 mörk í leik. Ingólfur skoraði mörkin sín í þessum leikjum 1963 – Víkingur (8), FH (7), Þróttur (13), ÍR (12), KR (9), Víkingur (10), Þróttur (16), ÍR (20), KR (17) og FH (10). Ingólfur var einnig markakóng- ur 1964 en þá skoraði hann aðeins 85 mörk. Gunnlaugur Hjálmarsson var markakóngur 1966 er hann var kominn til liðs við Fram, skoraði 91 mark. Markamet Ingólfs FRAM varð fyrst íslenskra liða til að taka þátt í Evrópukeppni í hand- knattleik. Framarar tóku þátt í Evr- ópukeppni meistaraliða 1962 og voru mótherjar Fram danska meist- araliðið Skovbakken frá Árósum. Þá fór fram aðeins einn leikur í umferð og fékk Fram það hlutverk að sækja Danina heim. Þátttaka Fram þótti stórvirki á þessum árum og urðu leikmenn Fram að búa sig undir leikinn gegn Skovbakken í íþrótta- húsi Vals við Hlíðarenda og í íþrótta- húsinu á Keflavíkurflugvelli, en þeir leikvellir voru stærri en á Háloga- landi. Framarar voru svo sannarlega óheppnir að slá ekki Skovbakken út úr keppninni. Danirnir náðu að jafna, 24:24, þegar sjö sek. voru til leiksloka, með marki úr horni, og í framlengingu skoruðu þeir sig- urmarkið, 28:27, þegar 20 sek. voru til leiksloka. Leikur Fram vakti mikla athygli í Danmörku og fékk Framliðið mikið hrós í dönskum blöðum. Sagt var frá því að Danir ættu enga leikmenn sem jöfnuðust á við Guðjón Jónsson og Ingólf Óskarsson, sem skoruðu níu mörk hvor í leiknum. Þeir voru kallaðir Bi og Fy, eða litli og stóri – Bivognen og Fyrtarnet. Guðjón og Ingólfur skoruðu sín 9 mörkin hvor, Karl G. Benediktsson 4, Sigurður Einarsson 2, Ágúst Þór Oddgeirsson 2 og Erlingur Krist- jánsson eitt. „Litli og stóri“ fóru á kostum í Árósum KARL G. Benediktsson sagði að það mætti ekki gleyma tveimur mönnum sem unnu frábært starf í kringum Framliðið á „Gull- árunum“. „Sveinn H. Ragnarsson var liðs- stjóri Framliðsins og vann hann ómetanlegt starf við að halda allri umgjörð í kringum liðið þannig að öllum liði vel. Sveinn þekkti manna best hvernig átti að taka á öllum málum. Hann þekkti leikmennina afar vel, enda hafði hann þjálfað þá í yngri flokkum. Þegar Sveinn hætti tók Páll Jónsson við hlutverki hans og vann einnig stórkostlegt starf. Þegar við urðum meistarar 1972 kom liðið alltaf saman á heim- ili Páls og Maríu konu hans fyrir leiki þar sem boðið var upp á veit- ingar og menn fóru yfir leikinn.“ Sveinn og Páll unnu frá- bært starf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.