Morgunblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 7 Guðríður sagði að úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitlinn við Val 1976 hafi verið afar eftirminnilegur, er Valsstúlkurnar voru lagðar að velli mjög sannfærandi, 13:5. Kol- brún Jóhannsdóttir átti stórleik í markinu og Guðríður skoraði fjögur mörk í leiknum. „Ég var ekki í byrj- unarliðinu, en fékk tækifæri þegar Oddný Sigsteinsdóttir, þjálfari minn í yngri flokkunum, var tekin úr um- ferð. Það var nokkuð einkennilegt að leika gegn Val, því ég var þá að leika gegn vinkonum mömmu, sem hún lék með sem leikmaður Vals. Það varð stórkostlegt að fagna sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli,“ sagði Guðríður í viðtali við 100 ára afmæl- isrit Fram, sem kom út í gær. Dagblaðið Tíminn sagði í fyrir- sögn: „Íslandsmeistarar Vals skotnir á bólakaf …14 ára efnileg stúlka, Guðríður Guðjónsdóttir, í sviðsljós- inu – skoraði fjögur mörk fyrir Fram.“ Guðríður hóf að leika ung með með mörgum reyndum leikmönnum sem höfðu lengi verið í Framliðinu. „Það var gaman að koma í leik- mannahópinn, sem var skipaður mörgum kunnum handknattleiks- konum, sem áttu landsleiki að baki. Í hópnum voru Oddný Sigsteinsdóttir, Arnþrúður Karlsdóttir, Sylvía Hall- steinsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Kristín Orradóttir, Bára Einarsdótt- ir, Guðrún Sverrisdóttir, Steinunn Helgadóttir, Bergþóra Ásmunds- dóttir, Guðríður Halldórsdóttir, Jó- hanna Halldórsdóttir, Elín Hjör- leifsdóttir og Kolbrún Jóhanns- dóttir, svo einhverjar séu nefndar. Þetta eru allt stúlkur sem eru saman í saumaklúbbi í dag. Það eru forrétt- indi að fá að vera með þeim. Ég er yngsta stúlkan í klúbbnum.“ Guðríður sagði að það hafi ekki verið stórvægilegar breytingar á Framliðinu fyrstu árin. „Þær stúlkur sem komu á eftir mér voru Arna Steinsen, Sigrún Blomsterberg og Margrét Blöndal, sem koma inn í lið- ið 1979 og 1980 og voru síðan einnig með á seinna sigurtímabilinu 1984 til 1991.“ Hver var styrkur liðsins á þessum árum, þegar þið verðið Íslandsmeist- arar fimm ár í röð frá 1976, er þú verður fyrst Íslandsmeistari? „Það er einfalt mál. Við vorum langbestar. Hópurinn var fjölhæfur og vel æfð- ur. Við erum með góðar skyttur á þessum árum eins og Oddnýju, Arn- þrúði, Kristínu Orra og Helgu Magg, Jóhanna var á línunni og Kolla fór yfirleitt á kostum í markinu. Hún var geysilega öflug, þannig að stundum þorðu mótherjar okkar ekki að skjóta á markið. Gunna Sverris og Jenný Grétudóttir stóðu alltaf fyrir sínu. Hópurinn var mjög öflugur og við vorum ósigrandi – unnum tólf stórmót í röð á árunum 1978, 1979 og 1980, eða öll mót sem voru í boði – vorum Íslandsmeistarar innan- og utanhúss, Reykjavíkurmeistarar og bikarmeistarar,“ sagði Guðríður. Fram varð að sætta sig við annað sætið á Íslandsmótinu þrjú ár í röð, 1981 til 1983, en síðan komu sjö Ís- landsmeistaratitlar í röð – 1984 til 1990. Guðríður sagði að það hafi oft ver- ið gert grín að leikmönnum Fram, sem voru eldri en leikmenn í flestum öðrum liðum og margar orðnar mæður. „Það voru stórir barnahópar á eftir okkur á leikjum. Við þurftum að fá barnapíur í Framheimilið þeg- ar við æfðum. Við greiddum stúlkum úr yngri flokkunum laun fyrir að gæta baranna okkar á meðan við æfðum. Það var á 1984 til 1991 tíma- bilinu, en þá þjálfaði ég liðið einnig tvö keppnistímabil, þannig að það var nóg að gera. Það voru stundum sex til sjö börn í einu í pössun í Framhúsinu. Það var yfirleitt ekkert gefið eftir. Við vorum komnar á ferð- ina skömmu eftir að við eignuðumst börnin. Það var okkar heppni á sigurtíma- bilunum að þá léku stúlkur með Framliðinu sem höfðu mikinn metn- að. Við urðum Íslandsmeistarar þrettán sinnum á árunum 1974 til 1990 og tíu sinnum bikarmeistarar. Við unnum átta sinnum tvöfalt, bæði deild og bikar. Guðríður sagði að þegar stúlkurn- ar sem léku með hinu sigursæla liði 1984 til 1991 fóru að leggja skóna á hilluna – hver á fætur annarri, vökn- uðu Framarar við upp við að þeir voru ekki með nægilega fjölmennan hóp af stúlkum til að taka við. „Við urðum ekki Íslandsmeistarar eftir það, en fögnuðum sigri í bikarúr- slitaleikjum 1995 og 1999. Síðan kom mikil lægð, sem Fram er nú að loks- ins komin upp úr. Kvennaliðið sem heldur merki Fram á lofti á afmæl- isárinu er skemmtilegt. Leikmenn liðsins eiga mikla framtíð fyrir sér. Ég er þess fullviss að nú sé nýtt „Gulltímabil“ að hefjast hjá Fram,“ sagði Guðríður, sem hefur frá ýmsu öðru að segja í afmælisriti Fram. Meistarar Íslands- og bikarmeistarar Fram 1978 – þegar 12 meistaratitla tímabilið hófst. Aftari röð frá vinstri: Guðjón Jónsson, þjálfari, Guðrún Sverr- isdóttir, Jenný Magnúsdóttir, Bára Einarsdóttir, Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Kristín Orradóttir, Guðríður Guðjónsdóttir, Bergþóra Ásmundsdóttir, Guð- ríður Halldórsdóttir, Steinunn Helgadóttir og Jón Friðsteinsson, liðsstjóri. Fremri röð: Jóhanna Halldórsdóttir, Kolbrún Jóhannsdóttir, Helga Magn- úsdóttir, Oddný Sigsteinsdóttir, Þorbjörg Albertsdóttir, Elín Hjörleifsdóttir og Sylvía Hallsteinsdóttir. Fengu barnapíur GUÐRÍÐUR Guðjónsdóttir var aðeins 14 ára þegar hún hóf að leika með meistaraflokki Fram í handknattleik kvenna og fagnaði Íslandsmeistara- titli 1976. Guðríður er dóttir Guðjóns Jónssonar, landsliðsmanns í hand- knattleik og knattspyrnu, sem var í „Gullliði“ Fram á árunum 1962–1972, og Sigríðar Sigurðardóttur, fyrrverandi fyrirliða íslenska landsliðsins og margfalds Íslandsmeistara með Val. Sigríður var fysta konan sem var út- nefnd íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna, 1964. Guðríður Guðjónsdóttir fagnaði 13 Íslandsmeistaratitlum og 11 bikarmeistaratitlum KNATTSPYRNA KARLAR Íslandsmeistarar (18): 1913, 1914, 1915, 1916, 1917, 1918, 1921, 1922, 1923, 1925, 1939, 1946, 1967, 1962, 1972, 1986, 1988, 1990. Bikarmeistarar (7): 1970, 1973, 1979, 1980, 1985, 1987, 1989. Íslandsmeistarar innanhúss (6): 1975, 1987, 1988, 1990, 1991, 2002. Meistarakeppni KSÍ (6): 1971, 1974, 1981, 1985, 1986, 1989. Reykjavíkurmeistarar (24): 1915, 1917, 1919, 1921, 1922, 1947, 1949, 1950, 1957, 1961, 1964, 1970, 1971, 1972, 1973, 1977, 1983, 1985, 1986, 1992, 1993, 1998, 2003, 2006. Reykjavíkurmeistarar innanhúss (8): 1974, 1975, 1977, 1978, 1980, 1985, 1986, 1989. KONUR Íslandsmeistarrar innanhúss (1): 1974. Reykjavíkurmeistari innanhúss (3): 1974, 1977, 1978. HANDKNATTLEIKUR KONUR Íslandsmeistarar (19): 1950, 1951, 1952, 1953, 1954, 1970, 1974, 1976, 1977, 1978, 1979, 1980, 1984, 1985, 1986, 1987, 1988, 1989, 1990. Íslandsmeistarar utanhúss (10): 1949, 1950, 1973, 1974, 1977, 1978, 1979, 1980, 1981, 1982.  Hætt var að keppa utanhúss 1983. Bikarmeistarar (12): 1978, 1979, 1980, 1982, 1984, 1985, 1986, 1990, 1991, 1995, 1999. Reykjavíkurmeistarar (13): 1951, 1952, 1973, 1975, 1976, 1977, 1978, 1979, 1980, 1982, 1984, 1987, 1988.  Ekki hefur verið keppt um Reykjavík- urmeistaratitil frá því upp úr 1990. KARLAR Íslandsmeistarar (9): 1950, 1962, 1963, 1964, 1967, 1968, 1970, 1972, 2006. Íslandsmeistarar utanhúss (2): 1950, 1980. Bikarmeistarar (1): 2000. Reykjavíkurmeistarar (9): 1960, 1961, 1963, 1964, 1966, 1967, 1970, 1973, 1974. KÖRFUKNATTLEIKUR KARLAR Bikarmeistarar (1): 1982. Reykjavíkurmeistarar (1): 1981. ÞEIR þrír þjálfarar sem störfuðu mest með meistaraflokki karla á Gulltímabilinu 1961 til 1972 og þjálfuðu yngri flokka, Karl G. Benediktsson, Hilmar Ólafsson og Sveinn H. Ragnarsson, tóku aldrei laun fyrir störf sín við þjálfun og liðsstjórn. Aftur á móti voru „laun“ þeirra tekin til hliðar og notuð til að styrkja unga Framara til að fara til Norðurlanda á þjálfaranám- skeið. Þáðu aldrei laun óskar Víkingum til hamingju með 100 ára afmælið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.