Morgunblaðið - 23.05.2008, Page 2

Morgunblaðið - 23.05.2008, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ bílar Audi A4 | Hvað segja hinir? Á vefsíðu bresku sjónvarpstöðv- arinnar Channel 4 getur að líta ítarlega dóma um flesta nýja bíla. Þar hlýtur nýr Audi A4 góða dóma eða fjórar af fimm stjörn- um í heildareinkunn. Segir þar meðal annars: „Nýi A4 er mynd- arlegur og klár.“ Þá skorar bíll- inn hátt í öllum þáttum hvort sem um ræðir öryggi, gæði, akst- urseiginleika, þægindi eða end- ursölu. Channel 4 Þýska tímaritið Auto Motor und Sport geymir á vefsíðu sinni dóm um nýjan Audi A4 með 1,8 lítra vél. Þar er bílnum gefnar þrjár stjörnur af fimm mögulegum. „Óvenjulega mikil þróunarvinna hefur verið lögð í nýjan Audi A4,“ segir í dómnum. Þá segir grein- arhöfundur að markmið framleið- andanna sé augljóst en það sé að bjóða upp á besta lúxusbílinn í millistærðarflokki. Auto Motor und Sport Nýi Audi A4 fær prýðilega einkunn frá danska tímaritinu Bilmagasinet sem lesa má á vefsíðu ritsins. Þar fær bíllinn fimm af sex mögulegum stjörnum og segir í dómnum að bíll- inn sé „ekki gallalaus en sam- anlagðir kostir A4 eru miklir.“ Í greininni er bílnum sérstaklega hrósað fyrir þægindi og útlit og segir greinarhöfundur að bíllinn sé í rauninni mun fallegri í veru- leikanum heldur en á myndum. Bilmagasinet Nýverið kynnti Hekla nýj-ustu útgáfu Audi A4-bílsins, skömmu eftir aðhinn nýi og gullfallegi A5 hafði stigið fram á sjónarsviðið. Svo virðist sem hann hafi fengið talsvert af fegurðinni lánað frá A5- bílnum, er í raun sláandi líkur. Reyndar ætlar kynning Audi á nýj- um bílum engan endi að taka, en á næsta ári verður Q5, litli bróðir jeppans Q7, hleypt af færibönd- unum og ekki talið ólíklegt að Audi trappi sig síðan niður og kynni Q3 og að lokum Q1. Þá gerast jeppar að öllum líkindum ekki minni. Hin klassíska lína fólksbíla Audi, A3, A4, A6 og A8, fær þó áfram að blómstra og nýjar kynslóðir þeirra stíga stöðugt fram á sviðið og sú minnsta bætist væntanlega í fjöl- skylduna á þarnæsta ári, nefnilega A1. Núna í maí mun A4 Avant, langbakur (station), verða kynntur í Þýskalandi og S4, kraftaútfærsla A4, í desember. Það verða vænt- anlega fáir óánægðir með nýja kynslóð Audi A4, þá áttundu í röð- inni, en í sem fæstum orðum er hann lúxusbíll af minni gerðinni. Á undanförnum árum hefur Audi staðið fyrir mikil gæði og aksturs- ánægju en fyrir það þarf að borga. Spræk vél Bíllinn sem prufaður var er með 1,8 lítra túrbóvél og skilar 160 hestöflum í framhjólin. Þessi vél dugar bílnum mjög vel og er spræk, á að skila honum á upp- gefnum 8,6 sekúndum í hundraðið, en í prufuakstri með einn farþega var hann reyndar mældur á 8,0 sekúndum. Þó gerðist lítið fyrstu sekúnduna, það gætir talsverðs „turbolag“ þegar bíllinn er botn- aður, en eftir það er vinnslan feiki- góð. Hröðunin er mjög þétt og jöfn allt upp í dónalegar hraðatölur, alltaf skemmtileg hraðaaukning. Audi A4 er líka í boði með 3,2 lítra 265 hestafla bensínvél og 2 lítra 143 hestafla og 2,7 lítra 190 hest- afla díselvélum. Verðið er frá 4,2 milljónum fyrir beinskiptan 1,8 bensínbíl upp í 7,3 milljónir fyrir 3,2 lítra bensínbílinn sem einungis kemur með tiptronic-sjálfskiptingu. Prufubíllinn var sjálfskiptur og kostar kr. 4.560.000 hrár en í hann var búið að troða feikimiklu af aukahlutum og var þá verð hans komið í kr. 6.345.000. Fágun ein- kennir A4 að ytra sem innra útliti. Hann er þónokkuð breyttur í ytra útliti frá forveranum og kippir tals- vert í kynið við BMW 3-línuna, sér í lagi að aftan. En gullfallegur er hann, reyndar eins og aðrar gerðir Audi um þessar mundir. Nefið, eða fremsti hluti bílsins, er nokkuð sér- stakt með útstandandi vindkljúf sem sækir útlit og vafalaust virkni til Formúlu 1-bíla. Eintóm akstursánægja Ekki þarf lengi að aka hinum nýja Audi A4 áður en hann er orð- inn mikill vinur ökumanns. Hann steinliggur og líður hljóðlaust um götur borgarinnar og langar að fara um hana mun hraðar en lögin leyfa. Bíllinn er sérlega vel hljóð- einangraður og veghljóð nánast ekkert. Ekki skemmdi reyndar fyr- ir að njóta í leiðinni Bang & Oluf- sen-hljóðkerfisins, sem er auka- búnaður og inniheldur 14 hátalara. Það má leggja mikið á A4 og beygjur á talsverðri ferð vefjast ekki fyrir honum. Fjöðrun bílsins er alveg einstök, en hann étur hreinlega allar misfellur og erf- iðustu hraðahindranir. Frábær sætin fara einkar vel með ökumann og það síðasta sem mann dreymir um að gera er að enda ökutúrinn, slík er ánægjan. Eitt kom þó að- eins á óvart, en stýrið er nokkuð stíft og sker sig aðeins úr akstri á A6- og A8-bílum Audi. Þó er það mjög nákvæmt og venst vel. Mikill tæknibúnaður er innifalinn í hinum nýja A4. Audi Drive Select-kerfið tryggir kvika og fullkomna stjórn yfir bílnum og er þannig skynvætt að það lærir á ökumanninn. Audi Side Assist- og Audi Line Assist- kerfin tryggja öruggari og ánægju- legri akstur. Af einum lúxusnum enn má nefna að sætin eru loft- kæld. Audi A4 er hlaðinn útbúnaði og þægindum. Þar mætti til dæmis nefna 6,5 tommu litaskjá þar sem stjórna má öllum stillingum í bíln- um, sem eru fjöldamargar. Hiti í framsætum, leðurklætt aðgerða- stýri, loftfrískunarkerfi, rafstýrð handbremsa, regnskynjari á rúðu- þurrkum, ESP-stöðugleikastýring, hraðastillir, 10 hátalara hljóðkerfi og margt fleira er staðalbúnaður í Audi A4 en er það ekki í flestum öðrum bílum. Öllu er afar hag- anlega komið fyrir og innréttingin í heild sérlega falleg. Þá kemur hann „standard“ á 16 tommu fal- legum álfelgum. Einn af þeim aukahlutum sem voru í prufubíln- um var fjarlægðarskynjari að framan og aftan og mikið var ég feginn þegar ég fann takkann þar sem hægt er að aftengja þennan búnað sem mér leiðist mjög og tel næsta óþarfan fyrir óblinda. Auk þess slekkur hann á útvarpinu sem mér fannst ansi pirrandi. Verra var þó að aftengja varð búnaðinn í hvert skipti sem bíllinn var ræstur. Það kemur skemmtilega á óvart að opna farangursrýmið, en það er merkilega stórt í bíl í þessum stærðarflokki og gerir hann hæfan til lengri ferðalaga. Í ferðalögum þarf líka að vera gott rými fyrir aftursætisfarþega og er það mjög viðunandi fyrir fullorðna. Þarna hefur verið gerð mikil bragarbót frá forveranum, en lenging bílsins milli kynslóða hefur greinilega öll farið í að rýmka til fyrir aftursæt- isfarþega. Hörð samkeppni Audi A4 á sína helstu keppinauta í BMW 3- og Mercedes C-línunni, bílum á sama verðbili, álíka vel búnum og með álíka marga val- kosti er kemur að vélbúnaði. Bíla- blaðamenn um allan heim keppast við að mæra alla þessa bíla og sitt sýnist hverjum um hver þeirra ber höfuðið hæst. Ekki skal hér fella dóm um slíkt, en ef undirritaður var Audi-aðdáandi fyrir prufuakst- ur þessa nýja A4, þá hefur ekkert slegið á þá aðdáun. Hér er stór- kostlegur bíll á ferð, nokkuð dýr en hverrar krónu virði. Lítill lúxusbíll Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Lúxusbíll Framhluti bílsins er nokkuð sérstakur að sjá með útstandandi vindkljúf. Vél: 1,8 lítra, 4 strokka með túrbínu Hestöfl: 160 Hröðun: 8,6 sek. í 100 km hraða Hámarkshraði: 218 km Lengd: 4.703 mm Breidd: 1.826 mm Hæð: 1.427 mm Þyngd: 1.410 kg Eyðsla: 7,4 l í blönduðum akstri Útblástur: 179 CO2 (g/km) Verð: 4.560.000 kr Umboð: Hekla Audi A4 REYNSLUAKSTUR Audi A4 Finnur Orri Thorlacius Innrýmið Bíllinn er sérlega vel hljóðeinangraður og veghljóð nánast ekkert. Aðgengi Búnaði er afar haganlega komið fyrir í fallegri innréttinginu. Afturendinn Útlit afturendans kipp- ir talsvert í kynið við BMW 3-línuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.