Morgunblaðið - 23.05.2008, Page 7

Morgunblaðið - 23.05.2008, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 7 bílar Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is SEXTÍU ár eru í haust frá því Citroën Deux Chevaux (2CV) bíllinn leit fyrst dags- ins ljós á götum Frakklands, en lands- mönnum leist ekki of vel á gripinn í fyrstu. Jafnframt eru 18 ár frá því síðasti bíllinn af um fimm milljónum smíðuðum rann af framleiðslulínunni. Vegna tímamótanna hefur verið opnuð sýning í vísindasafninu í París (Cité des Sciences) sem tileinkuð er afmæli „braggans“, eins og bíllinn hefur löngum verið uppnefndur á Ís- landi. Þar eru smíðiseintök frá ýmsum tíma, allt frá meinlætislega gráum bíl frá 1948 upp í „Charleston“- stælbílinn frá níunda áratugnum. Fyrir augu ber hvernig bíllinn hefur þróast og breyst í áranna rás þó að ytri línur hafi í aðalatriðum haldið sér. Einnig er gerð grein fyrir ýms- um nýjungum sem Citroën hefur fundið upp um dagana. Þar má sjá strigasætin gömlu sem kippa mátti úr bílnum í lautarferðum svo vel færi um menn úti í nátt- úrunni. Líka langa bensínfetilinn sem var í fyrstu módelunum svo bændur gætu ekið bílnum í trékloss- unum sem þeir klæddust jafnan. Setjast má upp í bíl og finna hina miklu færslulengd sem var í fjöðrun 2CV-bílsins en sú útfærsla kom sér vel á ferðalögum á misjafnlega vel viðhöldnum sveitavegum. Traustur og bilar sjaldan Meðal hönnunarforsendna bragg- ans var að hann væri „lítill fjögurra sæta bíll er gæti ekið yfir plægðan akur með eggjakörfu í aftursætinu án þess að neitt þeirra brotnaði“. Upphaflega var hann hugsaður sem ódýrt farartæki fyrir efnalítið dreif- býlisfólk með sæti fyrir fjóra. Í sýningarskránni segir að með uppsetningunni sé pínulítill og tæknilega framúrstefnulegur bíll er þjónaði kynslóðum notenda heiðr- aður. Blaðið Le Monde segir sýn- inguna „tilfinningalega lofgjörð“. Blaðið sagði einnig: „Allt annað en að dást að bílnum er erfitt, miðað við þá þjónustu sem hann innti af hendi og þær minningar sem honum tengj- ast.“ Allir núlifandi Frakkar á miðjum aldri og eldri eiga minningar tengdar 2CV-bílnum. Hann reyndist traustur og bilaði sjaldan, var ódýr í rekstri. Segja má að hann hafi enst vel því vart líður sá dagur að maður sjái ekki „bragga“ á ferð. Einkum þó úti á landi, í sveitum, t.a.m. á Bret- aníuskaganum þar sem hann þjónar ennþá eigendum sínum – yfirleitt öldruðu bændafólki – vel. Á eftirstríðsárunum komu fram litlir fólksbílar sem áttu eftir að verða nokkurs konar þjóðartákn og ná miklum vinsældum. Jafnvel langt út fyrir landsteina viðkomandi ríkja. Ítalir fengu Fiat 500, Þjóðverjar bjölluna frá Volkswagen, Bretar mínibílinn frá Austin og Frakkar framdrifna „tvíhófinn“ eins og marg- ir nefna 2CV-bílinn. Þar er óbeint skírskotað til þess að framan af var hann knúinn tveggja strokka, 375 rúmsentimetra og níu hestafla loft- kældum mótor. Stöðutákn víða um heim Langlífi Citroën-bílsins er annálað og einungis bjallan stenst honum snúning í þeim efnum. Báðir bílarnir voru fundnir upp fyrir seinna stríðið. Fyrstu 2CV-bílarnir, sem Citroën nefndi reyndar TPV, voru tilbúnir til að fara á markað sumarið 1939. Citroën greip hins vegar til þess ráðs að eyðileggja nær alla bílana hundrað sem tilbúnir voru svo að þeir féllu ekki í hendur innrásarherja nasista. Nokkrir voru faldir á sveita- bæjum og í geymsluskúrum. Komu fyrstu bílarnir af þessari földu frum- smíð ekki fram í dagsljósið fyrr en árið 1968. Þrír TPV-bílar í mjög góðu ásig- komulagi fundust árið 1998 undir heyi í hlöðu við gamla æfingabraut Citroën við Ferté-Vidame í héraðinu Eure-et-Loir. Vöktu þeir mikla at- hygli á fornbílasýningu í París sama ár. Þegar 2CV-bíllinn birtist svo í sýn- ingargluggum bílasala í París 14. október 1948 og fór þar með á al- mennan markað var hann ögn nú- tímalegri en frumsmíðin. Bíla- blaðamönnum þótti hann þó gamaldags og hálfúreltur og almenn- ingur hafði í fyrstu efasemdir um bíl- inn. En ekki leið á löngu þar til al- menningur tók ástfóstri við braggann vegna einfaldleikans. Áður en varði var fimm ára biðlisti eftir bílnum. Á sjöunda áratugnum og síðar þjónaði 2CV-bíllinn eigendum sínum í öllum löndum Evrópu og í Suður– Ameríku. Og hann var í lykilhlut- verki í margri kvikmyndinni, þar á meðal í Bond-myndinni „For Your Eyes Only“ frá árinu 1981 og í „Apocalypse Now“. Að því kom að franski fátæklingabíllinn varð að stöðutákni víða um heim. Jafnvel á Íslandi. Framdrifni tvíhófinn Langlífi Citroen „braggans“ er annálað og aðeins bjallan stenst honum snúning. Citroën-bragginn sextugur NISSAN X-TRAIL ELEGANCE ÁRG. '06 ek. 32 þús. km., sjálfssk., leður, rafm. í sætum, krókur, spoiler, v+s dekk á felgum. Uppl. í síma 864 3801. MMC ÁRG. '04 EK. 62 ÞÚS. KM, 1800 ÞÚS. Góður bíll, fjórhjóladrifinn á heilsárs- dekkjum, sjálfskiptur með cruise control. Verð 1800 þús., áhv. 1600 þús., afb. ca 35 þús. á mán. Uppl. Viggó s. 662 4472. KAWASAKI KXF 250, 2007, ekið 40 tíma, nýr stimpill. Mjög flott hjól. Upplýsingar gefur Ottó í síma 823 5368. Jeppar TOYOTA RAV4, ÁRG. 2003, ekinn 83 þús km, beinsk. fimm dyra. Vetrardekk fylgja, vel með farinn bíll. Verð 1.290 þús. Uppls. í s: 692 2010. SPARIBAUKUR, SUZUKI JIMNY ´99, ek. 120 þ. km. Mjög góður og vel með far- inn, stórlækkað verð, ekinn 120.000 km, fjórhjóladrif, hátt og lágt drif, er á grind, rafdrifnar rúður, samlæsingar, ný tíma- reim, bremsur nýlegar, nýir spindlar, nýjar framhjólalegur, ABS, höfuðpúðar að aft- an, líknarbelgir, loftkæling, reyklaust ökutæki. S. 895 1961. LAND ROVER FREELANDER, árg ´03, ekinn 81.000 km. Fæst á 290.000.- og yfirtöku á láni frá Lýsingu kr. 1.036.000.- afborgun pr. mán. 20.000.- Upplýsingar í síma 896 3362. Bílar óskast YFIRTAKA Á ERLENDU LÁNI ÓSKAST! Óska eftir rúmgóðum jeppa eða skutbíl með góðum stgr. afslætti gegn yfirtöku á erl. láni + allt að 1 mkr í pening. Upplýsingar sendist á jeppioskast@btinternet.com Húsbílar VANDAÐUR ECONOLINE HÚSBÍLL Ford E350 XL árg. ´98, 5.4 L bensín, ssk, ek. 75000 míl., vel búinn. Innfl. 2004. Hár toppur, filmur, gasmiðst. og fl. Verð 2,7 mil. Uppl. í síma 692 3420. Hópbílar FORD TRANSIT Ford Transit 19 farþ. rúta, árg. 2005, ekin 55 þús. km, verð 3,5 millj. Góður bíll. Uppl. í síma 869-0678. Bílasmáauglýsingar 569 1100 Bílar Smáauglýsingar sími 569 1100 Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.