Morgunblaðið - 19.06.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.2008, Blaðsíða 1
fimmtudagur 19. 6. 2008 viðskipti mbl.isviðskipti Una Steinsdóttir segir útibúin hluta af framtíðinni » 12 Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarfor- maður FL Group, ætlar ekki að bjóða sig fram til stjórnar á hluthafafundin félagsins í dag. Eiginkona hans, Ingibjörg Pálma- dóttir, kemur ný inn í stjórnina. Tillaga liggur fyrir hluthafa- fundi um að fækka stjórnarmönnum úr 7 í 5. Auk Jóns Ásgeirs ganga þeir Pálmi Har- aldsson og Hannes Smárason úr stjórninni. Af 66. grein hlutafélagalaga má draga þá ályktun að Jóni Ásgeiri sé ekki heimilt að sitja í stjórn eða vera framkvæmdastjóri í íslenskum fé- lögum eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi 5. júní síðastliðinn. Gildir það í þrjú ár frá uppkvaðningu dómsins. Fundur FL Group í dag er fyrsti hluthafafundur félags þar sem Jón Ásgeir situr í stjórn eftir niðurstöðu Hæstaréttar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur verið kannað á vegum Jóns Ásgeirs hvort svipuð lög gildi sérstaklega í Danmörku og Bret- landi. Mun það ekki vera samkvæmt fyrstu niðurstöðum. Því kemur til greina að færa mikilvæg félög, þar sem Jón Ásgeir vill formlega halda um stjórnartaumana, úr landi. Ekk- ert hefur enn verið ákveðið með það. Samkvæmt upplýsingum frá Lánstrausti er Jón Ásgeir stjórnar- maður í 22 félögum á Íslandi. Auk FL Group eru það félög eins og 365, Baugur Group, Styrkur, Stoðir, Hag- ar og ýmis fjárfestingarfélög. Fjöl- mörg fyrirtæki eru svo rekin undir þessum félögum bæði á Íslandi og er- lendis. Auk Ingibjargar Pálmadóttur munu þau Katrín Pétursdóttir, Þor- steinn M. Jónsson, Eiríkur S. Jó- hannesson og Árni Hauksson verða sjálfkjörin í stjórn. Jón Ásgeir úr stjórn FL  Ingibjörg Pálmadóttir ný í stjórn  Kanna flutning félaga úr landi Jón Ásgeir Jóhannesson BRASILÍUMENN geta unað sáttir við sitt þrátt fyrir að nokkuð sé liðið frá síðustu kjötkveðjuhátíð með tilheyrandi sambadansi. Nýlega fundust nýjar olíulindir undan strönd landsins og eru þær til viðbótar við hinn stóra olíu- fund sem varð í september í fyrra. Ef fram heldur sem horfir mun Brasilía því verða meðal stærstu olíuframleiðsluríkja innan skamms. » 4 AP Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is MJÖG fljótlega mun skýrast hvort og þá til hvaða aðgerða stjórnvöld ætla að grípa til að sporna gegn verulegum sam- drætti á fast- eignamarkaði, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur félags- og trygg- ingamálaráð- herra. Hún segir að hætta sé á því að of hröð kólnum á fasteignamarkaði muni magna upp efnahags- samdráttinn og grafa undan fjár- málastöðugleika. Þess vegna sé rík- isstjórnin að skoða til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til að sporna gegn þessu. Djúp lægð getur komið harkalega við íbúðareigendur „Ýmsir hafa spáð að framundan geti verið djúp lægð á fast- eignamarkaði. Slíkt ástand getur komið harkalega niður á íbúðar- kaupendum og íbúðareigendum og ég tel að við því verði að bregðast. Það mun skýrast mjög fljótlega hvort og til hvaða aðgerða verður gripið,“ segir Jóhanna en vill á þessu stigi ekki gefa upp dagsetn- ingu í þeim efnum. Hafa ber í huga að meiriháttar breytingar á hinu opinbera íbúða- lánakerfi þurfa að fara fyrir Al- þingi. Hins vegar geta stjórnvöld gripið til ýmissa aðgerða með reglugerðarbreytingum. Hugsanleg- ar aðgerðir að skýrast Jóhanna Sigurðardóttir FRÉTTASKÝRING Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is Ekki liggur fyrir á hvaða gengi Kaupþing mun yfirtaka Spron. Við- ræður hafa formlega verið í gangi frá 1. maí síðastliðnum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins bar nokkuð á milli þeirra aðila sem gæta hagsmuna Kaupþings annars vegar og hagsmuna Spron hins vegar í upphafi viðræðnanna. Í byrjun júní gengu hugmyndir for- svarsmanna Spron út á að gengið í viðskiptunum ætti að vera á bilinu 7 til 8. Til samanburðar var gengi Spron 3,8 við lokun Kauphallar Íslands í gær. Þetta töldu forsvarsmenn Kaup- þings allt of hátt verð. Síðan þá hafa menn verið að færa sig meira í átt að markaðsverðinu. Það er því útlit fyrir að sjónarmið Kaupþings verði ofan á í þeim slag enda benda margir á að samningsstaða Spron sé frekar veik. Hins vegar eru uppi þau sjónarmið að ekki sé óeðlilegt að greiða eitt- hvert álag ofan á markaðsverðið eins og gjarnan er gert þegar félög eru yf- irtekin. Er þá talað um 10 prósent. Líklegt er að niðurstaðan verði ná- lægt þeirri tölu. Hvorki Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri né Erlendur Hjalta- son, stjórnarformaður Spron og for- stjóri Exista, vildu staðfesta þessar tölur í samtali við Morgunblaðið. Er- lendur sagði góðan gang í viðræðun- um og eðlilega væri talað um verð þegar tvö félög sameinuðust. Hvorug- ur aðilinn hefði lagt af stað í þá veg- ferð með eitthvert ákveðið verð í huga. Erlendur sagði að nú væri verið að leysa úr ákveðnum praktískum at- riðum. Unnið væri að niðurstöðu sem fæli í sér verulegan ávinning fyrir báða aðila. Lokaniðurstaðan getur skipt sköpum fyrir marga fjárfesta í Spron sem skuldsettu sig til að kaupa hlutabréf í sparisjóðnum. Margir hafa tapað háum fjárhæðum á þeirri fjárfestingu. Kaupþing yfirtaki Spron á markaðsvirði Kaupþing vill yfirtaka Spron á markaðsvirði með álagi. Forsvarsmenn Spron höfðu hærra verð í huga í upphafi júní. Erlendur Hjaltason, stjórnarformað- ur Spron, er líka forstjóri Exista. Exista er stærsti hluthafinn í Kaupþingi með rúmlega 24 pró- senta hlut. Er- lendur er því bæði að gæta hags- muna hluthafa Spron og Kaupþings. Kaupþing á um 1,6% í Spron. Í hring Erlendur Hjaltason Hluti af 66. gr. hlutafélagalaga „Stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar skulu vera lögráða, fjár síns ráð- andi og mega ekki á síðustu þremur árum hafa í tengslum við atvinnu- rekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.