Morgunblaðið - 19.06.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf                                                           !"               Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, net- fang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Björgvin Guðmundsson, frétta- stjóri, bjorgvin@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. LJÓST má telja að ráða- menn Eimskips hafi í upphafi ekki litið vanda dótturfélagsins Innovate jafn al- varlegum augum og nú, að sögn Sindra Sindra- sonar, stjórnar- formanns félagsins. Félag í meiri- hlutaeigu Sindra, Otec Investment, keypti í lok mars hlutabréf í Eim- skip að virði 70 milljóna króna, en vitneskja um málið lá þá þegar fyrir stjórn félagsins. Sama dag var einn- ig tilkynnt um kaup Guðmundar Davíðssonar, forstjóra Eimskips á Íslandi, fyrir um 20 milljónir króna. Sindri segir upplýsingarnar ekki hafa haft áhrif á kaupin, þau hafi verið eðlileg hreyfing á markaði. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af fjárfestingunni. Málið sé auðvitað áfall, en félagið sé traust og verði það áfram. Eimskip mun afskrifa um níu milljarða króna vegna Innno- vate. Fjármálaeftirlitið hefur tekið mál- ið til skoðunar, að sögn Írisar Bjark- ar Hreinsdóttur, upplýsingafulltrúa FME. Hún segir þó of snemmt að greina frekar frá málavöxtum. Kauphöllin hefur einnig sent spurningar um málið til Eimskips. „Kjarni málsins er hvort fyrirtæk- inu hafi verið heimilt að þegja yfir þessu máli frá því í febrúar,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri kaup- hallarinnar. Að sögn Þórðar starfar kauphöllin með FME eftir því sem eftirlitið óskar hverju sinni, en framgangur rannsóknar sé alfarið undir verk- stjórn FME. Reynt verður að ljúka málinu af hálfu kauphallarinnar í þessum mánuði, en beðið verði svara frá Eimskip áður en málsatvik verði metin. halldorath@mbl.is Engin áhrif á 90 milljóna viðskipti Mál Eimskips til skoðunar hjá FME Vandinn alvarlegri en talið í upphafi Sindri Sindrason FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is FJÖLMIÐLAFYRIRTÆKIÐ 365 hf. tilkynnti í gær að stjórn þess muni leggja til við hluthafafund um mánaðarmótin að félagið verði af- skráð úr kauphöllinni. Í tilkynning- unni kemur fram að 85% hluthafa fé- lagsins hafi þegar samþykkt af- skráninguna og því er ljóst að 365 verður ekki skráð félag öllu lengur. Þar með verður 365 áttunda félag- ið sem óskar eftir afskráningu úr kauphöllinni það sem af er ári. Gangi samruni Kaupþings og Spron eftir verða þau níu. Á sama tímabili hefur einungis eitt fyrirtæki verið skráð. Hvað veldur? Eðlilegt er að velta vöngum yfir því hvað veldur þessum mörgu afskrán- ingum. Horfur í efnahagslífinu eru vissulega ekki bjartar en það á við víðar en hér á landi. Í löndunum í kringum okkur hefur afskráningum lítið fjölgað á milli ára, a.m.k. í Bret- landi og Svíþjóð. Því má ætla að flóttinn úr kauphöllinni sé ekki bein afleiðing efnahagsaðstæðna, nema þá að úthaldsleysi fjárfesta valdi flóttanum líkt og rætt hefur verið. Því má leiða líkur að því að ástæð- urnar séu að einhverju leyti aðrar. Þá má velta vöngum um hvort þau fyrirtæki sem hafa óskað eftir af- skráningu, fyrir utan þau sem hafa verið afskráð vegna samruna, hafi átt eitthvert erindi í kauphöllina. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að stærð þarf alls ekki að skipta máli. Í kauphöllum heimsins er aragrúi smáfyrirtækja skráð sem mörg hver pluma sig vel og hafa mik- ið gagn af skráningunni. Úr dagsljósinu Nokkur þeirra fyrirtækja sem nú hafa ákveðið að yfirgefa kauphöllina hafa átt í erfiðleikum og voru jafnvel lent í þeim áður en þau voru skráð. Ætla má að tilgangur skráningar hafi í einhverjum tilvikum einfald- lega verið sá að afla ódýrs fjár. En hvað vinnst með afskráningu? Eins og einn viðmælenda Morgun- blaðsins orðaði það: „Það eina sem fyrirtækin hafa upp úr því að fara út er að þau losna við dagsljósið og geta sleikt sárin.“ Þó ber að hafa í huga að töluverður kostnaður fylgir því að vera skráð fyrirtæki auk þess sem upplýsingaskylda getur reynst mörgum óþægileg. Flótti úr kauphöllinni # $          %   &    '##(  '##( Í HNOTSKURN » Þau sjö fyrirtæki sem þeg-ar hafa óskað eftir af- skráningu eru: FL Group, Flaga, Icelandic Group, OMX, Skipti, Tryggingamiðstöðin og Vinnslustöðin. » Á fyrri helmingi ársins2007 var ekkert fyrirtæki afskráð í kauphöllinni.  Sjö fyrirtæki hafa óskað eftir afskráningu úr kauphöllinni það sem af er árinu  365 bætist brátt í hóp þeirra og líklegt má telja að Spron fari sömu leið BRÚ II Venture Capital, fjárfest- ingarsjóður í eigu Straums og nokk- urra lífeyrissjóða, auk annarra, hef- ur keypt hlut í Voice Commerce Group, bresku upplýsingatæknifyr- irtæki sem sérhæfir sig í þróun lausna fyrir greiðslumiðlun á netinu og netviðskipti með farsíma. VCG var stofnað árið 2005 og hef- ur m.a. þróað veflausnina Engage, sem styður sýndarsamfélög á net- inu. Jafnframt á fyrirtækið dótt- urfélagið VoicePay, sem veitir þjón- ustu sem nýtir raddauðkennistækni til að tryggja greiðsluöryggi á net- inu. Brú II Venture Capital verður einn stærsti hluthafi fyrirtækisins og mun Gísli Hjálmtýsson, fram- kvæmdastjóri Thule Investments, taka sæti í stjórn VCG, en Thule annast rekstur og umsýslu Brú II Venture Capital. bjarni@mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar Stjórnarmaður Gísli Hjálmtýsson mun taka sæti í stjórn VCG. Brú II fjár- festir í Bretlandi INNFLUTNINGUR Kínverja frá Íslandi á fyrstu þremur mánuðum ársins nam samtals um 6,6 millj- ónum dala og jókst hann um tæp 2% á milli ára. Þetta kemur fram í frétt kínversku fréttastofunnar Xinhua. Þar segir jafnframt að í mars hafi útflutningur héðan til Kína numið um 2,5 milljónum dala en í sama mánuði í fyrra tæpum 2,4 milljónum dala. Nemur aukningin á milli ára í mars því um 6,2%. Heildarútflutningur til Kína árið 2007 nam 35,6 milljónum dala. sverrirth@mbl.is Útflutningur til Kína eykst NASDAQ OMX Group, móð- urfélag kauphallarinnar á Íslandi, kynnti í gær vísitölur afleiðu- viðskipta með losunarheimildir á koltvísýringi og mun það vera fyrsta vísitala sinnar tegundar í heiminum. Um er að ræða tólf vísitölur með mismunandi áherslum, en und- irliggjandi eru viðskipti með los- unarheimildir byggðar á reglum Evrópusambandsins og á reglum Kyoto-samningsins, en í tilkynningu segir að viðskipti með losunarheim- ildir á öðrum grunni geti verið tekin inn í vísitölurnar þegar nægilega mik- il viðskipti eru komin með heimildirnar. Bob Greifeld, forstjóri Nasdaq OMX segir að vísitölurnar muni auðvelda viðskipti með losunarheimildir og einfalda fólki að meta stöðu á markaði með losunarheimildir. bjarni@mbl.is Fyrsta losunarvísitalan Kolanáma Mikið magn koltvísýr- ings verður til við brennslu kola. Reuters ís -húsið S: 566 6000 Netverslun ishusid.is Var heitt í fyrra? Vertu undirbúinn fyrir sumarið. -Loftkæling -Viftur -Uppgufunarkælar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.