Morgunblaðið - 19.06.2008, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.06.2008, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2008 7 stærsta flugfélag á sínu sviði í heim- inum, og biði upp á „heildarlausn í flugrekstri“. Hver sá sem hafi áhuga á að bjóða upp á flugþjónustu þurfi ekki að leita annað en til Avion. Fé- lagið sá um leigu flugvéla með áhöfn, þjálfun áhafnar, viðhald, tryggingar og allt annað er máli skiptir nema sölu farseðla. Fréttir af Avion Group á árinu 2005 og megnið af árinu 2006 sögðu einna helst frá kaupum félagsins á ýmsum fyrirtækjum víða um heim, auk kaupanna á Eimskipafélaginu að sjálfsögðu. Áhersla var lögð á mikla veltuaukningu og aukinn hagnað Avion Group. Félagið var jafnt að auka umsvif sín á flugmark- aði og í tengslum við skipasiglingar. Félagið keypti ferðaskrifstofur og flugfélög og viðhaldsfyrirtæki og endurnýjaði flugflotann. Í tengslum við skipaflutningana munaði mest um kaup á frystigeymslufyr- irtækjum í Hollandi, á Bretlandi, þ.e. kaupin á Innovate, og í Kanada. Inn á milli frétta af gífurlegri aukningu á umsvifum Avion Group á árunum 2005 og 2006 bárust fréttir af því að félagið hefði verið verð- launað í útlöndum fyrir að vera með- al þeirra allra framsæknustu í heimi á sínu sviði og fyrir að sýna mjög metnaðarfulla frammistöðu. Óhjá- kvæmilegt er annað en að efast um gildi slíkra viðurkenninga þegar haft er í huga hvert framhaldið var hjá Avion Group. Breytt stefna Mikið gekk á í janúar 2006 þegar Avion Group var skráð á Aðallista Kauphallar Íslands. Gríðarleg eft- irspurn var eftir hlutabréfum í félag- inu og hækkaði gengi þeirra mikið. Þannig var gengi bréfanna í fyrstu viðskiptunum til að mynda tæplega 30% hærra en útboðsgengi þeirra hafði verið. Sagði Magnús Þor- steinsson, stjórnarformaður Avion Group, af þessu tilefni að viðbrögðin sýndu greinilega að starfsfólk og stjórnendur Avion Group væru að gera eitthvað rétt, og því yrði haldið áfram. Hafa ber í huga að allar frétt- ir af félaginu höfðu fram að þessum tíma verið á mjög jákvæðum nótum. Nokkurn skugga fór af bera yfir Avion er líða tók á árið 2006. Þegar sex mánaða uppgjör félagsins var birt í lok júní 2006 kom í ljós að sam- stæðan hafði tapað um 72 milljónum dollara á tímabilinu frá nóvember 2005 til apríl 2006. Sagði Magnús Þorsteinsson að afkoman væri í takt við „væntingar“. Greiningardeildir bankanna voru hins vegar á annarri skoðun. Magnús greindi einnig frá því þegar uppgjörið var kynnt, að fé- lagið ætti í alvarlegum viðræðum við þriðja aðila um sölu á 51% hlutafjár í dótturfélaginu Avion Aircraft Trad- ing. Einnig var greint frá því að árs- reikningur dótturfélagsins Excel Airways Group hefði verið leiðréttur fyrir fjárhagsárið 2005 þar sem við- skiptalegir hagsmunir félagsins af ákveðnum samningi hefðu ekki verið þeir sem haldið var. Það var því farið að halla undan fæti varðandi hinar stórtæku hug- myndir um flutninga í lofti, á láði og legi strax á miðju ári 2006, einungis einu ári eftir að Avion keypti Eim- skipafélagið af Burðarási, eða um svipað leyti og kaupin á Innovate áttu sér stað. Enda liðu ekki margir mánuðir þar til stefnunni var al- gjörlega breytt og áhersla var lögð á Eimskipafélagið. Ekki var lengur ætlunin að bjóða upp á heildarlausn í flutningum, heldur einbeita sér að flutningastarfsemi á sjó. Hinar stór- tæku hugmyndir frá kaupunum á Eimskipafélaginu höfðu því verið lagðar til hliðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg siglingar til og frá Íslandi að mestu verið í höndum erlendra þjóða. Hjól verslunar og viðskipta hafi í kjölfarið farið að snúast örar en fyrr. Félagið átti því þátt í að auka efnalega hagsæld hér á landi. » Það var því farið að halla undan fæti varð-andi hinar stórtæku hugmyndir um flutninga í lofti, á láði og legi strax á miðju ári 2006, ein- ungis einu ári eftir að Avion keypti Eimskipa- félagið af Burðarási, eða um svipað leyti og kaupin á Innovate áttu sér stað. Enda liðu ekki margir mánuðir þar til stefnunni var algjörlega breytt og áhersla var lögð á Eimskipafélagið.         2  %  & @<; )    " 7  A# 6 B C  # A % : !      5   & -    %  33 3 & &    &   A 6  3 "  % @  #! 3 - & #  -   0   %   5 6%    & "  & )  D# # 0/   ?& #    & -  F3     0 "!  7 3 ; %**  3  A #  " #  #   ! -  -  5 GH %   # 33   9      = B E   )/ 7  #  0   (#%  3 ! 6 ,  % 3 &  #  )   %  A %  &   G  -  ! 6 & A #  & % 2% 3 3 = & "  6 6%  6  9  I" "  J C  3"  B 2  0#   #   F3 = & , " )3 & ,9 6%  <" 4 "3 3 2% 3 -#  A #   2% 3 -# / - <"  A 4# " 9   % % " 5 /  2% 3 -  )/  " %# 2% 35 -  ; )  )  ";  3  K"    # %   2% 3  =   & <" < L   C  , 6 5 " 96%  2% 3 "3# & F& B )9  & F& F3 = & &  %6%  9#; :6 '3" )%# %   %    & < < M    6 6%  6  9 # ( L" & F B ?  0 " < %09 2 & F  6  %  % # / D E"  "   - % /  " %# 2% 3 -  <" 4 "3 #  ! - % #* 2% 3 3 = & "  6 6%  6  9 ; '%3> 5 2  0# #   2  6  9 # , %# & ,9 6% 5 )%#  , " )3 F3 = & !   6 6%  6  9  K" F3 = & F  : & : "   6  9 # &#    #  F3 = &   3 - I" 3 5 I  :  # / - 0 K" 3   6  9 # I" !6  A  2% 3 3 6 6%  6  9 # < I" )"  & F F3 ! &   %# 6  9 # 8L L C %3 ) L <"  # 7 * 2% 3 - $  Viðburðarík saga óskabarns Hf. Eimskipafélag Íslands, eða „óskabarn þjóð- arinnar“ eins og félagið var allt frá stofnun árið 1914 gjarnan kallað, er án efa með merkari fyr- irtækjum hér á landi. Eimskipafélagið var stofnað sem þjóðþrifafélag, sem þýddi að því var ætlað að gera gagn en ekki skapa eigendum sínum sér- stakan fjárhagslegan gróða. Vegna þessa fékk Eimskipafélagið á fyrstu áratugunum framlög úr ríkissjóði þegar reksturinn gekk ekki upp og einnig skattfríðindi. Þeim afsalaði félagið sér árið 1956. Áhugi meðal almennings á Eimskipafélaginu var gríðarlegur strax frá byrjun. Þannig voru til að mynda um 16% þjóðarinnar hluthafar í félag- inu árið 1917 að lokinni hlutafjársöfnun sem þá fór fram. Það myndi svara til þess að um 50 þús- und manns væru hluthafar í einhverju íslensku fé- lagi í dag miðað við fólksfjölda. Eignarhaldið á Eimskipafélaginu breyttist mik- ið í september árið 2003 í tengslum við einhverjar mestu hrókeringar í íslensku athafnalífi fyrr og síðar. Landsbankinn og tengdir aðilar náðu þá yf- irráðum yfir félaginu. Kjölfestuhlutur í Lands- bankanum var þá kominn í hendurnar á feðg- unum Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor, ásamt viðskiptafélaga þeirra Magnúsi Þorsteins- syni. Fram að haustinu 2003 höfðu breytingar á eign- arhaldi á hlutabréfum í Eimskipafélaginu ekki verið stórvægilegar, þó svo að nokkur barátta hafi verið um bréfin á köflum á þeim tæpu 90 ár- um sem þá voru liðin frá stofnun félagsins. Mestu breytingarnar höfðu þó verið þegar Sambandið svokallaða ásældist hlutabréf félagins í upphafi sjötta áratugar síðustu aldar. Þá voru einnig nokkrar breytingar í upphafi áttunda áratugarins þegar nýir eigendur komu inn í hluthafahópinn og á miðjum níunda áratugnum þegar ríkið seldi Sjóvátryggingafélaginu 5% hlut sinn í félaginu, sem þótti koma nokkuð á óvart á þeim tíma. Það var reyndar sama ár og skipafélagið Hafskip var tekið til gjaldþrotaskipta, þ.e. árið 1985. Breytingarnar byrja Breytingarnar á Eimskipafélaginu urðu miklar í kjölfar hrókeringanna í athafnalífinu í september 2003. Hinir nýju eigendur Eimskipafélagsins ákváðu rúmum mánuði eftir að félagið komst í þeirra hendur að skipta því í tvö félög, annars vegar flutningaarminn Eimskip og hins vegar fjárfestingaarminn Burðarás, sem tók yfir sjáv- arútvegsfyrirtækin innan samstæðunnar í félaginu Brimi ehf. Þá var einnig ákveðið að flytja starf- semina úr hinu þekkta húsi félagsins í Póst- hússtræti í Reykjavík, þar sem höfuðstöðvarnar höfðu verið nánast frá upphafi. Í janúar árið 2004 var sjávarútvegsarmur Eim- skipafélagsins seldur og í mars sama ár var nafni Hf. Eimskipafélagi Íslands breytt í Burðarás hf. Dótturfélagið Eimskip fékk þá nafnið Eimskipa- félag Íslands. Aftur til fortíðar Í lok maí árið 2005 keypti eignarhaldsfélagið Avion Group, sem Magnús Þorsteinsson var stærsti hluthafinn í, Eimskipafélagið af Burðarási. Segja má að Eimskipafélagið hafi þá horfið af sjónarsviðinu, að minnsta kosti í þeirri mynd sem það hafði verið frá stofnun rúmum 90 árum fyrr. Félagið varð hluti af stærri heild, sem gekk undir heitinu „himinn og haf“ meðal stærstu eigenda og stjórnenda Avion Group. Eimskipafélagið átti að verða hluti af heildarlausn í flutningum, í lofti, í láði og legi. Áður en Avion keypti Eimskipafélagið hafði fé- lagið fjárfest í ýmsum fyrirtækjum víða um heim. Eftir kaupin jukust þær fjárfestingar hins vegar til muna og veltan þar með. Rúmu ári eftir að Avion keypti Eimskipafélagið hafði Avion hins vegar selt stóran hluta af öðrum eignum sínum og var Eimskipafélagið þá orðið langstærsti hlutinn af starfsemi Avion með hlið- sjón af veltu. Í nóvember 2006 var svo ákveðið að breyta nafni Avion Group í Hf. Eimskipafélag Ís- lands. Því er hægt að segja að rúmu ári eftir að Eim- skipafélagið hvarf af sjónarsviðinu í sinni upp- runalegu mynd, með kaupum Avion á því í maí 2005, þá hafi félagið birst aftur þegar Avion var breytt Hf. Eimskipafélag Íslands. Þá var því í raun á vissan hátt aftur snúið til fortíðar. Morgunblaðið/Jim Smart Merkið Gamla merki Eimskipafélagsins var lengi áberandi á höfuðstöðvunum við Reykjavíkurhöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.