Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Blaðsíða 1
Laugardagur 26. 7. 2008 81. árg. lesbók MARAÞONHLAUP UNGT FÓLK, FJÖLBREYTT VERKEFNI OG METNAÐUR ÞÓRIR SNÆR KVIKMYNDAMÓGÚLL Í ZIK ZAK » 4 Ragnar Jónasson fann sitt Shangri-La í landi smjörtesins, Bútan » 12 holar@simnet.is SÖNN SAKAMÁL fróðleikur og gamansögur SPENNA - nýtt tímarit Stelkur í fífusundi Vatnslitamynd eftir Höskuld Björnsson sem þótti einstakur fuglamálari. Vibeke Nørgaard Nielsen skrifar um Höskuld. » 8 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Klisjur verða til með einum eðaöðrum hætti. Fyrst verðaþær eins og tildursleg skreytilist í máli manna. Svo bregður við, að því fleiri sem taka sér skrautið í munn, verður mál manna ofhlaðið einskærum stælum og jafnvel merkingarlaust. Á einn eða annan hátt! Hvað þýðir það eiginlega? Og af hverju er flottara að segja það en til dæmis: „einhvern veginn“? Og hátt- ur? Má ekki stundum skipta honum út fyrir „veg“, „máta“ og jafnvel kven- kynið: „lund“. Á einn eða annan hátt hljómar þetta vissulega upphafnara en „einhvern veginn“, en þegar stíf- pressaðir pólitíkusar sitja fastir með einum eða öðrum hætti, er hætt við því að einn eða annar kjósandi þeirra missi tiltrú á boðskapinn. Kannski að þetta sé allt saman ein stór klisja. Af óviðráðanlegum orsök- um vekur fyrri hluti þess- arar setningar ævinlega upp í mér mikla forvitni. Hvað gerðist? Maður nokkur segir þá ótrúlegu sögu í Morg- unblaðinu fyrr á þessu ári að „… af óviðráðanlegum or- sökum urðum við að gista næturlangt í Kantonborg.“ Mér er ókunnugt um hverj- ar þessar óviðráðanlegu or- sakir voru, en hefði viljað vita það og jafnvel hvort það reyndist gott eða slæmt að gista í Kantonborg. „Af óvið- ráðanlegum orsökum er sjónvarpslaust á Vesturlandi.“ Hverju er verið að leyna mig? Bilun? Batteríið búið? „Þið eigið að segja mér satt,“ sagði Gutti, og ég trúi því að oft megi satt mun sjaldnar kyrrt liggja en sagt er. Hitt er svo annað mál, að með ein- um eða öðrum hætti atvikaðist það svo að af tiltölulega viðráðanlegum orsökum féll nafn Guðna Tómas- sonar, höfundar greinarinnar Innan- húss, niður, í síðustu Lesbók. Af háttalagi sem af óviðráðanlegum orsök- um er oft viðráðanlegt á einn eða annan hátt Klisjur „Nei, við erum ekki klisjur!“ Klisja!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.