Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Blaðsíða 12
Leikur Keppnisskapið skín úr svipnum á þessum þátttakendum á bogfimi- móti í Paró, en annar þeirra mun raunar vera þekktur leikari í Bútan. Bútan – horfinn heimur í austri Eftir Ragnar Jónasson ragnarjonasson@simnet.is S hangri-La. Það er sá staður sem kemur helst upp í hugann þegar lent er á flugvellinum í Paró í Bútan. Shangri-La, staðurinn sem James Hilton skapaði í skáldsögunni Lost Horizon og birtist ljóslifandi á hvíta tjaldinu í samnefndri kvikmynd eftir Frank Capra á fjórða áratug síðustu aldar. Í hugum fjölmargra er Shangri-La samnefnari fyrir draum- kennt ríki í Himalajafjöllum og Bút- an fellur vel undir þá skilgreiningu. Einkavædd ferðaþjónusta Bútan er lítið land í austanverðum Himalajafjöllum í Suðaustur-Asíu, þar búa á milli sex og sjö hundruð þúsund manns og landið, sem liggur að Kína (Tíbet) og Indlandi er 47 þúsund ferkílómetrar að stærð. Bút- an er land sem fáir kunna skil á og enn færri hafa heimsótt, enda var landið lokað ferðamönnum fram til ársins 1974. Það er hins vegar óhætt að segja að landið sé ógleymanlegt hverjum þeim sem þangað kemur, en það er hins vegar erfitt að ákveða að skjótast þangað með stuttum fyr- irvara. Fjöldi ferðamanna hefur þó aukist jafnt og þétt undanfarin ár og í fyrra komu rúmlega tuttugu þús- und ferðamenn til landsins. Ferða- þjónustan er landinu mikilvæg, enda hefur Bútan verið talið eitt van- þróaðasta ríki heims, en íbúar byggja afkomu sína einkum á land- búnaði og skógrækt. Ríkisstjórnin í Bútan gerir þá kröfu að erlendir ferðamenn skipu- leggi ferðir til landsins í gegnum ferðaskrifstofu þar í landi og greiði fyrir þær fyrirfram. Að öðru leyti er búið að einkavæða ferðaþjónustuna og í Bútan starfa ótal ferðaskrif- stofur sem keppast um að skipu- leggja ferðir til landsins. Ferðamenn greiða fast gjald fyrir hvern dag sem dvalið er í landinu, að jafnaði um 200 Bandaríkjadali fyrir hvern ferða- mann á hefðbundnum ferðamanna- tíma, enda stefnan sú að fá eins mikl- ar tekjur af ferðaþjónustu og kostur er án þess að spilla náttúru landsins með of miklum fjölda ferðamanna. Tvöhundruð dalir er afar há upphæð miðað við meðallaun í landinu, en innifalið í verðinu er leiðsögn, gist- ing, matur og akstur á milli staða. „Þakka ykkur fyrir að velja Druk-Air“ Tilviljun ein réð því að konan mín, María Margrét Jóhannsdóttir, lagði það til í haust að við myndum heim- sækja Bútan og eftir því sem við kynntum okkur landið betur varð ekki aftur snúið. Árið 2008 er auk þess sögulegt ár fyrir íbúa Bútan, enda voru fyrstu lýðræðislegu kosn- ingarnar í landinu haldnar í mars síð- astliðnum, eftir að konungsveldi hafði verið við lýði í eina öld. Munu kosningarnar að mestu hafa farið friðsamlega fram. Við flugum til Bútan frá Kat- hmandu í Nepal í lok apríl og er flug- ferðin sjálf afar eftirminnileg, enda er flogið framhjá Himalajafjöllunum og farþegar fá meðal annars að sjá Everest, hæsta fjall heims, rétt utan við gluggann – að minnsta kosti þeir sem eru svo heppnir að næla sér í sæti vinstra megin í vélinni. Ekki er lendingin síðri, enda flugvallarstæðið í hinum ægifagra Paró-dal í vest- urhluta landsins. „Þakka ykkur fyrir að velja Druk Air,“ sagði flugfreyjan þegar komið var um borð, eins og við hefðum átt einhvern annan kost en að nýta okk- ur þjónustu ríkisflugfélagsins í Bút- an. Flugið gekk þó vel og máttum við raunar þakka fyrir að hafa fengið sæti um borð, en við höfðum neyðst til að breyta flugáætlun okkar frá Nepal með skömmum fyrirvara eftir að flugið til Bútan þann dag sem við áttum upphaflega bókað var fellt nið- ur. Ferðaskrifstofan okkar náði að koma okkur um borð í næstu vél en einhverjir ferðamenn sem höfðu áttu bókað flug sátu eflaust eftir með sárt ennið. Þegar komið var út af flugvellinum tók leiðsögumaðurinn á móti okkur, ásamt bílstjóra, og hann átti eftir að fylgja okkur frá morgni til kvölds alla dagana sem við dvöldum í land- inu. Leiðsögumaðurinn gerði sitt besta til þess að tryggja að við næð- um að skoða sem mest í heimsókn- inni, raunar var dagskráin stundum svo þétt að okkur þótti nóg um. Hann virtist hafa svo einlægan áhuga á því að kynna land og þjóð fyrir ferða- mönnum að við fengum nánast sam- viskubit í þau örfáu skipti þegar við báðum um að dagskránni yrði aðeins breytt og færri staðir heimsóttir. Annars þurftum við í sjálfu sér lít- ið að hafa fyrir lífinu í Bútan, leið- sögumaðurinn valdi áhugaverðustu staðina sem tími var til að skoða, valdi fyrir okkur veitingastaði í há- deginu og á kvöldin og var svo mætt- ur snemma á morgnana að hitta okk- ur í morgunmatnum. Málsverðirnir í Bútan, að morg- unmat undanskildum, voru hverjir öðrum líkir – hrísgrjón og soðið grænmeti var uppistaðan, ásamt kjöti. Við höfðum einnig heyrt getið um forvitnilegan drykk, hið svokall- aða smjörte. Við nefndum það við leiðsögumanninn okkar og hann gætti þess að leyfa okkur að prófa það áður en við fórum. Smjörte er töluvert þykkara og saltara en hefð- bundið te og ómissandi þáttur í upp- lifun ferðamanna af landi og þjóð. Við undruðumst það stundum að leiðsögumaðurinn hefði tök á að eyða öllum deginum með okkur, og það þó við værum bara að ferðast tvö sam- an, en ekki sem hluti af stærri hóp. Hann sagði okkur hins vegar frá því að ferðamannatímabilið í landinu væri tiltölulega stutt og því er eflaust gert ráð fyrir því að leiðsögumenn- irnir vinni allan daginn og fram á kvöld þegar sú vertíð stendur yfir. Heppilegast mun vera að heimsækja landið á vorin eða haustin, og er síð- arnefndi tíminn vinsælasti ferða- mannatíminn. Á baki fljúgandi tígrisdýrs Dagskráin hófst með ökuferð frá flugvellinum í Paró til höfuðborg- arinnar Thimpu. Ekið var um þrönga fjallvegi og minnti ferðin stundum einna helst á þverhnípta íslenska fjallvegi. Þar beita menn flautunni óspart þegar komið er fyrir horn, til þess að tryggja að ekki verði árekst- ur við bifreiðar sem koma úr gagn- stæðri átt. Landslagið minnti raunar að ýmsu leyti á Ísland, að minnsta kosti í þessum hluta landsins. Það er ekki það eina sem landsmenn eiga sameiginlegt með Íslandi, því landið býr yfir mikilli vatnsorku sem byrjað er að virkja, en þrátt fyrir það hefur stór hluti íbúanna reyndar hvorki að- Markaður Það kenndi ýmissa grasa á útimarkaðnum í Thimpu, vestrænar vörur í bland við asískar. Það var tilviljun sem réð því að hjónin Ragnar Jónasson og María Margrét Jóhannsdóttir ákváðu að heimsækja Bútan, sem Ragnar seg- ir ógleymanlegt hverjum þeim sem þangað kemur. 12 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.