Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 5 kynntar. Þessu játar Þórir og bætir við: „Við töpuðum frekar snemma þannig að við vorum dálítið mikið á barnum.“ Í kjölfarið hefur Rúnar farið í álíka sigurgöngu með mynd sína „Smá- fugla“ og Þórir segist vænta myndar í fullri lengd frá bæði honum og Benedikt Erlingssyni, sem einnig hefur leikstýrt fyrir þá stuttmynd, áður en langt um líður. Enn styttra er þó í lengri myndir frá öðrum stuttmyndaleikstjórum fyrirtæk- isins. „Óskar Þór Axelsson, sem við gerðum „Misty Mountain“ með, er að skrifa Svartur á leik fyrir okkur og mun leikstýra henni, handrit sem við eigum með Filmus. Svo erum við að vinna aðra mynd með Árna Jóns- syni, sem er þekktur undir nafninu Árni súri, en við gerðum jólasvein- astuttmynd með honum í fyrra, Ör- stutt jól, sem var í rauninni bara kynningarmyndbrot fyrir löngu myndina. Það er gamaldags hroll- vekja sem Ottó Geir Borg og Ómar Hauksson skrifuðu og fjallar um ís- lensku jólasveinana.“ Að byggja upp frá grunni „Hugmyndafræðin gengur út á að vinna langtímaplan með leik- stjórum, langtímasamstarf þar sem byggt er upp frá grunni,“ segir Þórir og bætir við: „Þannig er eðlilegt framhald að reyna að færa okkur yf- ir í að gera „alþjóðlegar“ myndir, stærri myndir fyrir alþjóðamarkað, eins og með The Good Heart. En við viljum líka vera heima og gera ís- lenskar myndir fyrir íslenskan markað, það mun alltaf vera hryggj- arstykki fyrirtækisins. Hugmyndin er að nýta alla þessa hæfileika sem eru heima og reyna samt að keppa við alþjóðamarkað, en það er nátt- úrlega fáránlega mikið af hæfi- leikum heima á Íslandi.“ Og um- hverfið hefur breyst mikið síðan þeir byrjuðu. „Hollywood hefur breyst svo mikið að það er ekkert því til fyr- irstöðu núna að búa til Hollywood- myndir, það hefði verið hlegið að manni þá fyrir slíka drauma. Heim- urinn hefur minnkað og stúdíóin kaupa meira tilbúnar myndir. The Good Heart er bara hægt að selja til stóru kvikmyndaveranna, þau taka enga áhættu með því, heldur bíða bara eftir að þú gerir bíómyndina, áhættan er okkar. En ef myndin er góð þá selur maður hana.“ Hugmyndafræði fyrirtækisins hefur þó breyst nokkuð eftir að Ottó Geir Borg kom þangað sem þróun- arstjóri, en að auki eru Hlín Jóhann- esdóttir og Grímar Jónsson meðeig- endur og samstarfsmenn þeirra Skúla og Þóris. Árið 2006 bættust svo þeir Þórður Kolbeinsson og Kristinn Vilbergsson í eigendahóp- inn. „Við tókum þá stefnu þegar Ottó kom til Zik Zak að fara bæði meira í barnaefni og aðlaganir á bókum. Við höfum kannski verið meira í avant garde-myndum sem hafa skilað okk- ur hellingi af verðlaunum en kannski ekki beint peningnum sem við þurf- um til að halda þessu gangandi. Þannig verður meiri áhersla á efni sem er þarna úti og er gott og ferskt og við höfum verið dálítið grimmir í að kaupa bækur,“ segir Þórir og nefnir Skipið og Svartur á leik eftir Stefán Mána, Hníf Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð og Öðruvísi daga eftir Guðrúnu Helgadóttur. Og úr smiðju Guðrúnar kemur svo fyrsta útspil fyrirtækisins í sjónvarps- þáttagerð. „Við erum að þróa Jón Odd og Jón Bjarna sem sjónvarps- seríu. Ottó og Gunnar Guðmunds, sem gerði Astrópíu með honum, eru að skrifa. Við ætlum að gera nú- tímaútgáfu. Við vorum að skoða bækurnar aftur, þær henta frábær- lega í sjónvarpsform því hver kafli er eiginlega bara skets frá a til ö, með upphafi, miðju og endi. Þannig að við erum svolítið að finna bestu sögurnar til að byrja með og finna einhvern heilsteypta sögu fyrir fyrstu seríuna og erum vonandi að fara í tökur eftir ár.“ Snillingurinn Fincher og hinn vafasami Michael Bay Þórir segir 2008 stefna í að verða eitt stærsta árið í sögu Zik Zak. „Stuttmynd Rúnars Rúnarssonar keppti um gullpálmann í Cannes í maí og hefur að undanförnu unnið hver verðlaunin á fætur öðrum. Skrapp út Sólveigar Anspach verð- ur frumsýnd á Íslandi 8. ágúst. Tök- um á The Good Heart lauk í júlí og tökum á Brimi Árna Óla Ásgeirs- sonar lauk í maí. Tökur á Baldri eft- ir Róbert Douglas eru áætlaðar í haust og einnig tökur á Gauragangi Ólafs Hauks Símonarsonar, sem Gunnar Guðmundsson leikstýrir.“ Þá hefur Zik Zak líka hægt og ró- lega verið að fikra sig meira yfir í heimildarmyndir og er með þrjár slíkar í vinnslu, en hafði áður verið meðframleiðendi tveggja slíkra. En hvað varð til þess að Þórir endaði í kvikmyndabransanum? Hann kennir föður sínum um, en hann er Sigurjón Sighvatsson kvik- myndamógúll sem rak meðal annars kvikmyndafyrirtækið Propaganda Films, sem var leiðandi á sviði tón- listarmyndbanda þegar Þórir var þar vikapiltur á táningsaldri. „Ég var hlaupatík þarna í mörg ár og þarna hitti maður leikstjóra sem eru ansi stórir í dag, eins og David Finc- her, Michael Bay, Spike Jonze, An- toine Fuqua og Dominic Senna. Og þarna breyttist maður smám saman í einhvern bíónörd, sem var alls ekk- ert ætlunin.“ Fincher var stóra stjarnan í músíkvídeóheiminum þegar þetta var og gerði fræg myndbönd á borð við „Janie’s Got a Gun“ (Aerosmith) og „Express Yo- urself“ (Madonna). En það andaði köldu á milli hans og Bay. „Við snobbuðum mikið fyrir Fincher, okkur fannst Bay svo mikill „ripp- off“-listamaður. Einn mánuðinn gerði Fincher „Janie’s Got a Gun“ og næsta mánuð kom Bay með eitt- hvað alveg eins. Þetta var mikil samkeppni þarna á milli, vægast sagt – og þeir voru ekkert mikið að tala saman.“ En þessir tímar eru löngu liðnir. „Þessi myndbönd voru svo stór, kostuðu milljónir dollara á þessum tíma. En þetta er nátt- úrlega löngu búið, netið drap það. En Propaganda var með mjög fjöl- breytt verkefni og lagði áherslu á að vinna með ungu og efnilegu fólki sem hafði svipaðan metnað og eig- endurnir. Sem er nákvæmlega það sem við erum að reyna að gera hjá Zik Zak.“ Morgunblaðið/Golli Framtíðin þá Leikstjórar Villiljóss þegar myndin var frumsýnd. Einar Þór Gunnlaugsson, Ragnar Bragason, Ásgrímur Sverrisson og Dagur Kári. Ingu Lísu Middleton vantar á myndina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.