Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 3 lesbók Eftir Val Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Þ egar stígið er inn í Gljúfra- stein, heimili nóbelsskálds- ins Halldórs Laxness, er manni þegar í stað afhent- ur iPod sem er kyrfilega merktur bankanum Glitni. Það er eins og mig minni að fjölskylda skáldsins hafi af- hent Gljúfrastein þjóðinni að gjöf og því spyr ég afgreiðslustúlkuna að hvaða leyti Glitnir tengist nóbelsskáldinu. Skrifaði hann ekki bók sem hét Íslandsklukkan, eða var það Ís- landbankinn? Afgreiðslustúlkan svarar því að Glitnir hafi gefið safninu iPodana. En eins og einn ævisöguritari Laxness orðaði það, þá er hádegisverðurinn aldrei ókeypis. Eitthvað hef- ur Glitnir talið sig vera að fá út úr viðskiptum þessum. Líklega snýr skáldið sér við í gröfinni ef hann fær spurnir af því að hver sá sem heim- sæki heimili hans sé afhent auglýsing frá banka. Það er ekki síður sorglegt að aðkoma Glitnis að heimilinu er á engan hátt nauðsyn- leg til þess að reka safnið. Þessir iPodar kosta ekki nema nokkra tugi þúsunda samanlagt, bankinn er þannig búinn að stimpla sig inn í þjóðararfinn fyrir slikk. Halldór Laxness er látinn og því ekki spurð- ur álits þegar ævistarf hans er selt í auglýs- ingaskyni. Ég hef því miður ekki komið á Þór- bergssetur í Hala í Suðursveit, en ég vona þó að arfleifð hans sé ekki einnig notuð til þess að auglýsa einhvern bankann. Aðrir núlifandi listamenn hafa þó með fúsum og frjálsum vilja selt list sína hinum ýmsu fyrirtækjum, ýmist með því að semja fyrir þá ný verk eða leyfa þeim afnot af gömlum. List gegn stríði En skiptir þetta allt saman einhverju máli? Er ekki alveg sama hvað listamönnum finnst hvort eð er? Dæmin sýna annað. Varðandi helstu deilu- mál samtímans hafa listamennirnir einmitt lát- ið til sín taka svo um munar. Listamenn af ýmsum toga, jafnt hérlendis sem erlendis, hafa átt stóran þátt í að snúa almenningsálitinu gegn Íraksstríðinu. Sem dæmi má nefna lög eins og „Let’s Impeach the President“ með gamla brýninu Neil Young, eða „When the President Talks to God“ með nýliðunum í Bright Eyes, eða kvikmyndir eins og Rendi- tion eða In the Valley of Elah. Listamenn áttu einnig ríkan þátt í að snúa almenningsálitinu gegn Víetnamstríðinu á sínum tíma með slag- orðum eins og „Give Peace a Chance“, og lík- lega er það að miklu leyti skáldum hippakyn- slóðarinnar að þakka að stríðinu loksins lauk. Listamenn hippatímabilsins áttu einnig ríkan þátt í að beina sjónum manna að umhverf- isvernd, og áttu þátt í að koma henni inn í al- menna umræðu þar sem hún hefur verið síðan. Náttúran hefur einmitt löngum verið lista- mönnum hugleikin, líklega alveg síðan í róm- antíkinni á 19. öld ef ekki lengur, Jónas Hall- grímsson orti jú um fegurð náttúrunnar og síðar skrifaði Halldór Laxness grein sem bar nafnið „Hernaðurinn Gegn Landinu“. Sungið fyrir umhverfið Það er ekki síður á okkar tímum sem lista- menn hafa látið til sín taka á þessum vettvangi. Listamenn hérlendis hafa undanfarið barist ötullega gegn Kárahnjúkavirkjun, og þó að virkjunin hafi eigi að síður risið hafa þeir vissulega átt sinni þátt í umræðunni. Hinn 28. júní þessa árs héldu Björk og Sigur Rós ókeypis stórtónleika til að vekja athygli á um- hversvernd. Er það ekki í fyrsta skiptið, því að hinn 7. janúar 2006 komu Björk og Sigur Rós einnig fram á stórtónleikum í Laugardalshöll fyrir sama málstað undir yfirskriftinni „Ertu að verða náttúrulaus?“ Einnig komu fram Da- mien Rice, Damon Albarn, Egó, Hjálmar og fleiri, ásamt listamönnum úr öðrum geirum, svo sem Roni Horn, Andra Snæ og Gjörn- ingaklúbbnum. Er þetta eitt helsta dæmið sem af er öldinni hérlendis um að listamenn sam- eini krafta sína og nýti þá athygli sem þeir allajafna fá til að vekja athygli á einhverjum málstað. Sá hængur var hinsvegar á að kvöldið áður hafði Toyota haldið tónleika á sama stað þar sem fram komu einnig Hjálmar ásamt Mínus, Bang Gang og Brain Police. Var málstaður fyrri tónleikanna hinsvegar að vekja athygli á nýrri smábifreið frá Toyota. Endalok pönksins Sumir urðu til þess að rugla þessum tveimur tónleikum saman, enda tímasetning Toyota varla tilviljun ein. Nýlega tókst svo Toyota að koma vörumerki sínu á einn helsta listamann þjóðarinnar, þó með fullu samþykki hans. Það verður stöðugt erfiðara að taka mark á lista- mönnum ef þeir eru eina mínútuna að segjast tjá sínar dýpstu tilfinningar og þá næstu að reyna að selja manni japanska fólksbíla. Megas er áhrifamikill listamaður. Toyota telur hann nógu áhrifamikinn til þess að telja fólki trú um að kaupa bíla sína. Og aðrir lista- menn fylgja fordæmi hans líka, svo líklega má tala um margföldunaráhrif. Óttarr Proppé og hljómsveit hans Rass voru um skeið með pólitískustu listamönnum þjóð- arinnar, nokkurskonar póstmódernískir Ut- angarðsmenn fyrir nýja öld. Nýlega endur- samdi Óttarr lag sitt „Burt með kvótann“, og seldi það símafyrirtækinu Tali. Hið nýja slag- orð er: „Skítt með kerfið“. Þegar þetta er not- að til að reyna að fá fólk til að kaupa símaá- skrift má með vissu segja að pönkið sé dautt. Aftur til miðalda? Í þeirri umræðu sem spratt upp í kjölfar Toyota-auglýsingarinnar héldu sumir því fram að „þetta hefur alltaf verið svona“, og sögðu að listin hafi ávallt verið söluvara og þannig lítið frábrugðin öðrum vörum. Þetta er ekki alls- kostar rétt. Í raun þurfum við að fara um 500 ár aftur í tímann til þess að finna tímabil þar sem listin var flokkuð með öðrum varningi. Í Evrópu á miðöldum voru listamenn ým- iskonar iðulega taldir til handverksmanna. Voru þeir mikils eða lítils metnir eftir því hvort handverk þeirra var gott eða slæmt. Engum datt hinsvegar í hug að þeir ættu að hafa ein- hverja sérstaka skoðun á þjóðfélagsmálum, þó að líklega væri hægt að finna eitt og annað til að gagnrýna í samfélagsgerð þeirri sem ríkti á miðöldum. Enda voru flest verk listamanna þeirra tíma til þess gerð að dásama konunga og klerka. En með endurreisninni og enn fremur með upplýsingunni breyttist hlutverk listamanns- ins, samfara því að konungarnir og klerkarnir misstu alræðisvald sitt yfir hugmyndum fólks. Listamenn töldu sig oftast vera að miðla ein- hverskonar sannleik. Og hinir fremstu þeirra voru og hlaðnir lofi og kallaðir snillingar. Síðasti séns Á sama tíma og aftur er farið að deila um hvort að Guð skapaði heiminn á sex dögum eða ekki er aftur farið að velta því fyrir sér hvort að list- in þjóni í raun einhverjum tilgangi fram yfir aðrar vörur. Fyrir nokkrum árum hefði sú spurning þótt nánast kjánaleg, svo augljóst væri að hún skipti máli. En þessa dagana virð- ast fæstir reiðubúnir til þess að verja hana frá ágangi markaðsaflanna, síst af öllu listamenn- irnir sjálfir sem vilja ólmir komast í auglýs- ingatekjur og vinna jafnvel margir hjá auglýs- ingastofum á daginn. Það er þó gott að vita að sumir reyna að beita listinni til þess að bjarga umhverfi sínu eða þá almenningi í Írak. En brátt fer að líða að því að það er ekki lengur nóg að spyrja hvort listin geti bjargað heiminum, heldur verði maður að spyrja hvort hún geti bjargað sjálfri sér. Því það þjóðfélag sem sér ekki leng- ur muninn á auglýsingum og list er ekki þjóð- félag sem á glæsta framtíð fyrir höndum. Getur listin bjargað sjálfri sér? Listamenn hafa oft beitt sér fyrir hina ýmsu málstaði og haft mikil áhrif. Upp á síðkastið hefur þó orðið æ algengara að þeir noti áhrif sín til að auglýsa vörur í staðinn. Er enn hægt að ætlast til þess að listin hafi eitthvað að segja, eða er hún bara söluvara eins og allt annað. »Nýlega endursamdi Óttarr Proppé lag sitt „Burt með kvót- ann“, og seldi það símafyrirtækinu Tali. Hið nýja slagorð er: „Skítt með kerfið“. Þegar þetta er notað til að reyna að fá fólk til að kaupa símaáskrift má með vissu segja að pönkið sé dautt. Björk Listamenn hérlendis hafa undanfarið barist ötullega gegn Kárahnjúkavirkjun, og þó að virkjunin hafi eigi að síður risið hafa þeir vissulega átt sinni þátt í umræðunni. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Megas orti vísu á nýlegri plötu sem margir tóku sem kaldhæðni, en líklega var honum dauðans alvara. Kvað hann þar rímu sem gæti ef til vill orðið eftirmæli íslenskrar menningar: Ég hef ekki á menningunni mætur, sagði hann; hún mætti sleppa því að fara á fætur og bara selja sig einsog hún er – í bælinu allsber uns hún breytist í rottuholu í gróinni tóft en það er vissulega ekki við hana sjálfa að sakast heldur þá sem malla þessa menningarsótt. Eftirmæli íslenskrar menningar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.