Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 11 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Talsverðs spennings er farið aðgæta um það hver hlýtur Man Asia bókmenntaverðlaunin, sem verða veitt í annað sinn í ár. Listi yfir tilnefningar hefur verið kunn- gjörður, og þykja sagnaskáld frá Filippseyjum koma sterk til leiks í þetta sinn. Á listanum er 21 verk hvaðanæva úr Asíu, sem ekki hafa komið út á ensku, en til- gangur verð- launanna er ein- mitt sá að opna augu Vestur- landabúa fyrir asískum bókmennt- um, þýða góðar bækur og gefa út á Vesturlöndum. Af tuttugu og einu skáldi eru fjögur frá Filippseyjum. Af þeim þykir Alfred A. Yuson reyndastur, en verkasafn hans telur 22 skáldsögur, ljóðabækur og rit- gerðir. Saga hans sem tilnefnd er heitir The Music Child í enskri þýðingu og segir frá amerískum blaðamanni sem lendir í sérstakri lífsreynslu á einni af syðstu eyjum Filippseyja. Indverjar eiga mörg góð skáld, og meðal rithöfunda þeirra sem tilnefndir eru má nefna Anjum Hasan með skáldsöguna Neti Neti og Abdullah Hussein með The Afghan Girl. Þriðji Indverjinn er Salma, fædd í eldfimu Tamil Nadu- héraði, tilnefnd fyrir Midnight Ta- les. Fyrsta ljóðabók hennar olli úlfa- þyt á hennar heimaslóðum og árið 2003 var hún ásamt þremur öðrum tamílskum skáldkonum kærð fyrir klámfengi og ofbeldishneigð í skáld- verkum sínum Kínverjum hefur fækkað á listan- um frá fyrra ári og eru nú bara þrír, en í fyrra, þegar verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn, féllu þau í skaut kínverska skáldinu Jiang Rong fyrir skáldsöguna Wolf Totem. Athygli vekur að engin verk arab- ískra og persneskra skálda eru til- nefnd í ár. Tilnefningalistinn sem birtur var nú í vikunni er „langi listinn“, en í október verður tilkynnt hverjar af þessum bókum komast á „stutta listann“, en verðlaunabókin verður valin af honum. Verðlaunin verða af- hent í Hong Kong í nóvember. Listann í heild er að finna á vefnum: manasianliteraryprize.org.    Bókafrétt eða ekkibókafrétt:Járnmaðurinn Robert Downey yngri hefur skilað Harper Collins bókaútgáfunni fyrirframgreiðslu sem hann fékk fyrir að rita æviminn- ingar sínar. Downey sem er þó ekki nema liðlega fertugur, var talinn hafa frá mörgu að segja, og fyrir tveimur árum, þegar tilkynnt var að bókin kæmi út á þessu ári, var sagt, að þar myndi kvik- myndaleikarinn kunni segja opin- skátt frá vel- gengni og vand- ræðum í lífi sínu. Downey átti um tíma við eiturlyfjafíkn að stríða, sem olli honum persónulegum erfið- leikum og kom glæstum leikferli hans í uppnám. Downey þykir með betri leikurum í Hollywood, og á sín- um tíma var hann tilnefndur til Ósk- arsverðlaunanna fyrir stjörnuleik í myndinni Chaplin, þar sem hann fór með aðalhlutverkið. Downey hefur sjálfsagt nóg við að vera þótt ekki setjist hann við skriftir í bráð; Járn- mennið hefur verið ein vinsælasta mynd ársins og um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á myndina Tropic Thunder, þar sem meðleik- arar hans eru Ben Stiller og Jack Black. BÆKUR Robert Downey jr. Alfred A. Yuson Salma Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Fáir komast yfir það að lesa allar þærbækur sem gefnar eru út hér á landi áári hverju og væntanlega langar engantil þess. Það er þó fyrst þegar menn átta sig hve mikið er gefið út af bókum í heim- inum sem þeim fallast hendur; samkvæmt tölum frá UNESCO koma út um 800.000 titlar í þeim tíu löndum sem gefa mest út, Bretlandi, Banda- ríkjunum, Kína, Þýskalandi, Japan, Spáni, Rúss- landi, Ítalíu, Frakklandi og Hollandi (á listanum, sem byggist reyndar að nokkru á heldur gömlum upplýsingum, er Ísland í 29. sæti. Til að nýta lestímann sem best er gott að leita til annarra, lesa tímarit sem fjalla um bækur, um- sagnir í dagblöðum og bloggsíður, en þó helst að hlusta á það sem almennir lesendur segja, enda meta þeir bækur ekki eftir bókmenntafræðileg- um dellukvörðum heldur eftir því eina sem skipt- ir máli: Var bókin skemmtileg eða ekki. Ekki hef ég tölu á þeim bókum sem fjalla um bækur og þá helst hvaða bækur maður á að lesa. Eitt dæmi um slíka bók er doðranturinn 1001 bók sem maður ætti að lesa fyrir andlátið. Hér er reyndar ekki verið að vísa í 1001 bók um það hvernig eigi að gera upp liðinn ævitíma og búa sig undir lokaferðina, heldur bækur sem vert sé að lesa um ævina, 1001 úrvalsbók, ef svo má segja. Það er vitanlega ákveðin skemmtun við að fletta slíkri bók og telja hvað maður er nú kominn langt (eða skammt) í menningarlegum þroska, en líka skemmtilegt að velta fyrir sér hvað vantar í slíka bók. Áberandi er til að mynda að þó talsvert sé af kvenrithöfundum í bókinni þá vantar sumar helstu konur í rithöfundastétt, til að mynda er Christinu Stead að engu getið (höfundur The Man Who Loved Children, meðal annars), sú stórmerkilega Ivy Compton-Burnett sést ekki heldur og ekkert eftir Floru Thompson, Edith Wharton (fyrst kvenna til að vinna Pulitzer- verðlaun fyrir The Age of Innocence), Beatrice Webb, Sigrid Undset og svo framvegis. Í raun má endalaust bæta við í slíkan lista sem þennan; hvar eru Carlo Collodi (höfundur Gosa), Robertson Davies (einn helsti rithöfundur Kan- ada), Damon Runyon, Orhan Pamuk, Thomas M. Disch, Eduardo Mendoza, T.E. Lawrence, J.B. Priestley, Raymond Carver, Lewis Wallace, Nah- gib Mahfouz, Zane Grey og svo má lengi, lengi telja. Kvarðinn sem beitt er liggur ekki fyrir í inn- gangi að bókinni og því ekki hægt að meta hvort allri þeir framúrskarandi höfundar sem hér er getið hafi dottið út á tæknilegu atriði, en víst að menningarsögulegt mikilvægi þeirra var mikið þó ekki séu þeir miklir rithöfundar. Nefni sem dæmi í því tilliti mergjaðan stíl Damons Runyons og mikil áhrif bóka hans um bísa í New York, merk- isritið Riders of the Purple Sage eftir Zane Grey sem skapaði erki-kúrekann, svipmyndir Edith Wharton af menningar- og hóglífi yfirstétta New York í upphafi 20. aldar og barnabækur Beatrice Webb sem fengu gríðarlega útbreiðslu (skrifaði sem Beatrice Potter). Vitanlega er til grúi rithöfunda sem ætti heima í slíkri bók og bækurnar þyrftu að vera mun fleiri en 1001, en það er líka gaman að sjá hverjir kom- ust þó inn. Mér er til að mynda spurn af hverju þurfum við að lesa sjö bækur eftir nasistann gamla Wyndham Lewis? Er ekki nóg að lesa The Apes of God og Tarr og láta þar við sitja? Mátti ekki skipta hinni drepleiðinlegu The Childermass út fyrir The Good Companions Priestleys (kom út um líkt leyti)? Af hverju eru níu (!) bækur eftir Graham Greene í bókinni? Er verið að hefna fyrir það að hann fékk aldrei Nóbelinn? Og að lokum: Hvers vegna eiga menn að eitra líf sitt með því að lesa níu bækur eftir Paul Auster og svo aðrar sjö eftir Don DeLillo? Er ekki betra að deyja áður en að því kemur? 1001 bók fyrir andlátið » Af hverju eru níu bækur eftir Graham Greene í bókinni? Er verið að hefna fyrir það að hann fékk aldrei Nóbelinn? Og að lok- um: Hvers vegna eiga menn að eitra líf sitt með því að lesa níu bækur eftir Paul Auster og svo aðrar sjö eftir Don DeLillo? ERINDI Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson olafurgudsteinn@gmail.com K aren Duve fæddist í Hamborg árið 1961. Hún vakti fyrst athygli árið 1995 með sagnasafninu Im tiefen Schnee ein stilles Heim (Þögult heimili í djúpum snjó). Árið 1999 kom skáldsögu frumraun hennar, Regenroman (Regnskáldsaga) út. Það var gegn- umbrotið og aflaði henni góðs orðstírs og ágætra tekna. Sama ár var gefið út sagnasafnið Keine Ahnung (Ekki hugmynd). Í Regenroman má finna tón sem er nokkuð gegnumgangandi í skáldverkum höfundarins, þótt af ólíkum toga séu. Þar má finna persónur sem á einhvern hátt eiga í erfiðleikum með væntingar og viðmið samfélagsins; sögur fullar af svartsýni, húmor, einmanaleika, ástarlífsflækjum og ofbeldi. Það hefir og farið það orð af Karen Duve að verk hennar dvelji dálítið við dekkri hliðarnar, án þess að það beinlínis ríði þeim á slig. Í skáldsögu núm- er tvö, Dies ist kein Liebeslied (Þetta er ekkert ástarlag), frá 2002, er moll-tónninn kannski eitt- hvað lágstemmdari. Á móti komu hispurslausar kynlífslýsingar í anda Houllebecq. Og eins og ber- sögla kynlífsbóka er oft siður varð bókin sú met- sölubók, þrátt fyrir blendnar viðtökur bókfróðra manna. Það er enda er löngu sannað að kynlíf og tabú-brot eru efniviður í bílfarmasölur. Árið 2005 kom út skáldsagan Die entführte Prinzessin (Brottnumda prinsessan, sem er, ólíkt fyrri verk- um, af lítt raunsæislegum toga, raunar barasta hrein fantasía með prinsi, prinssessu, dreka og til- heyrandi ævintýraheimi. Karen hefir einnig gefið út tvær barnabækur (2003 og 2006). Weihnachten mit Thomas Müller (Jól með Thomas Müller) og Thomas Müller und der Zirkusbär (Thomas Müller og sirkusbjörninn) sem og, í samfloti með Thies Völker, „lexikonin“ Lexikon berühmter Tiere og Lexikon berühmter Pflanzen. Í fyrrnefndu bókinni eru fræg dýr í að- alhlutverki; dýr líkt og hestur Don Kíkóta, Rós- inant og Keikó. Í þeirri síðarnefndu spila frægar plöntur höfuðrulluna; líkt og hrekkjavökugras- gerið. Þess má svo geta að dýr spila oft stóra (táknræna ef maður vill) rullu í bókum Karenar. Áður en ritstörf urðu aðalatvinna hennar vann hún m.a. fyrir sér sem leigubílstjóri. Og líkt og lesandi þessara lína getur gert sér í hugarlund byggist Taxi á þeirri reynslu sem hún varð sér þar úti um. Raunar innihalda hinar tvær skáldsög- urnar einnig ævisögulega drætti. Býr í kofa í garði foreldra sinna Hamborg 1984. Alex Herwig, kona tiltölulega ný- skriðin yfir tvítugsaldurinn, greinir frá stefnu- lausu lífi sínu sem einkennist af ákvarðana- og skuldbindingafælni. Hún hefir nýlega sagt skilið við starfsmenntun og er ekki á þeim buxunum, eins og mörg kynslóðasystkini hennar, að ganga menntaveginn. Hún býr ásamt bróður sínum í kofa í garði smáborgaralegra foreldra sinna. Hún rekur augun í auglýsingu þar sem óskað er eftir leigubílastýrum jafnt sem -stjórum og ræður sig sem slíka á næturvaktir, þess fullviss að frelsi, ævintýri og tækifæri til að standa á eigin fótum fylgi í kjölfarið. Raunin verður þó önnur: mann- hatur og lífsóánægja. Hún festist í lífsmynstri sem hún hafði hugsað sér til bráðabirgða og á það bæði við um starfið sem og þau sambönd sem hún lend- ir í. Á leigubílastöðinni lendir hún, sem meðlimur, í eins konar klíku leigubílstjóra sem samanstendur af „vildi-gjarnan-vera“ rithöfundur/listamaður, sýndarstúdentum, hálf-gáfumönnum uppfullum af „konu skyldi píska“ hugmyndum (sbr. Nietzsche) o.fl. aðilum, sem verða að teljast hálfgerðar mann- leysur. „Að lenda í“ er lykilorð hér því hún forðast það í lengstu lög að taka líf sitt í eigin hendur og er stöðugt í bið eftir einhverju. Í söguna blandast svo frásagnir af furðulegum ástarsamböndum við þrjá karlmenn (samtímis): Dietrich (sem vinnur með henni og tilheyrir klík- unni), Majewski (blaðamaður sem býr í sama húsi og hún og Dietrich) og hinn ofursmávaxna sál- fræðistúdent Marko, sem Alex ráðskast með kyn- ferðislega; sefur hjá honum þegar hún þarf að láta sér líða betur með sjálfa sig og líf sitt. Einkennast þessi sambönd fyrst og fremst af valdabaráttu. Þeir fyrstnefndu vilja hafa tögl og hagldir með það hvernig hún er; hvað hún les og klæðist auk kynferðislegrar valdabaráttu. Auðvit- að koma svo líka sögur úr samfélagslögunum fyr- ir, enda eru viðskiptavinirnir af ólíku sauðahúsi, þótt að miklu leyti til komi þeir af næturbrölts- kynstofninum og eftir því erfiðir, ölvaðir og kyn- ferðislega ófullnægðir. Engin persóna sögunar er beint hoppandi um af lífsgleði. Aukaréttir fyrir lesandann Þrátt fyrir að þessi 312 blaðsíðna skáldsaga sé raunsæislega jarðbundin og blátt áfram er bless- unarlega að finna ýmislegt sem lesandinn getur gert sér aukarétti úr. M.a. má lesa sitthvað sem flokka mætti sem almennar samfélagskröfur, bæði í gegnum ómeðvitaða mótgöngu Alex gegn algengum lífsmynstursstöðlum, sem felast í föstu starfi, menntun, krökkum, húsi, bíl o.s.frv. sem og í gegnum sögur af viðskiptavinunum. Valdpælingar eru einnig gegnumgangandi út bókina og kristallast í áðurnefndum samböndum, samskiptum við viðskiptavinina og starfsfélagana, sem og áhuga aðalpersónunnar á öpum og þjónar sá áhugi nokkurs konar mannskepnu-spegils- tilgangi í bókinni; undiroka eða vera undirokaður. En simpansi spilar einnig veigamikla rullu í loka- köflum sögunnar. Og eins og góðra bóka er siður skiptir það ekki stórkostlegu máli þótt sagan eigi sér stað á níunda áratugnum (tímabilið er 1984- 1990) í Þýskalandi. Flestir ættu að geta sam- samað sig við efnivið bókarinnar og það sem mað- ur gæti kallað dauðann í lífinu; að festast í ein- hverjum aðstæðum og spóla í hjólförunum af því að maður virðist ekki geta annað. Þetta mætti kalla þeim víðfeðmu orðum mannlegar kring- umstæður. Hér er marglaga skáldsaga á ferð sem ætti að geta vakið upp þanka um mannlega tilvist sem á það til að vera hálfvægðarlaus. Og er ekki leik- urinn til þess gerður? Festast eða ekki festast Þjóðverjinn Karen Duve er í hópi rithöfunda sem sótt hafa landið heim og komið fram á bók- menntahátíðinni í Reykjavík (árið 2005). Lýkur hér með Íslandshluta þessarar greinar. Hér verður fjallað um nýjustu bók höfundarins, skáldsöguna Taxi, er út kom fyrir skömmu hjá Eichborn. Karen Duve Það hefur farið það orð af skáldkonunni, að verk hennar dvelji við dekkri hliðarnar. Saga um mannlegar kringumstæður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.