Morgunblaðið - 24.07.2008, Side 1

Morgunblaðið - 24.07.2008, Side 1
fimmtudagur 24. 7. 2008 viðskipti mbl.is viðskipti Það er dásamlegt þegar fjölskylda getur unnið samhent saman » 8 Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is VERÐMÆTI BYR sparisjóðs nem- ur 58,2 milljörðum króna samkvæmt mati Capacent, sem lagt hefur verið fyrir stjórn sparisjóðsins. Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnar- formaður Byrs, segist vera ágætlega sáttur við þetta verðmat. Ýmis fyr- irtæki séu metin lægra en markaðs- virði og öfugt. Að öðru leyti vill hann lítið tjá sig um matið og segir það verða til umræðu á fundi stofnfjár- eigenda í haust. Áætlað er að halda fundinn 27. ágúst nk. Verðmatið miðast við rekstur BYRs fyrstu þrjá mánuði þessa árs og stöðuna eins og hún var 31. mars sl. Síðan þá hefur verðmæti fjár- málafyrirtækja lækkað mikið. Í undirbúningi er að breyta BYR í hlutafélag. Til umræðu er hversu stór eignarhlutur stofnfjáreigenda verður og hve stóran hlut sjálfseign- arstofnun BYRs eignast. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu stofnfjáreigendur eiga um 90% í BYR en sjálfseignarstofnunin ráða yfir 10% hlutafjár. Gangi þetta eftir munu stofnfjár- eigendur eignast að andvirði 52 milljarða króna en 6 milljarðar króna falla sjálfeignarstofnuninni í skaut. Er þá miðað við verðmat Capacent. Miðað við viðskipti með stofnfjár- bréf BYR undanfarið er markaðs- verðmæti sparisjóðsins rétt undir 43 milljörðum króna og því töluvert undir mati Capacent. Gengið í síð- ustu viðskiptum með stofnfjárbréf var 1,25 samkvæmt MP banka. Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðs- stjóri BYRS, segir þetta gengi það lægsta sem sést hafi í langan tíma. Gengi stofnfjárbréfa hafi undanfarið rokkað á milli 1,3 og 1,7. Sé miðað við gengið 1,7 er markaðsvirði BYRs tæpir 58 milljarðar króna. Verðmat Byrs 58 milljarðar Stofnfjáreigendur eignast 90% í BYR hlutafélagi og sjálfseignarstofnun 10% ÞEIM hefur fjölgað undanfarið sem fara í verslun IKEA í Garðabæ til að fá sér kjötbollur í hádegismat, en maturinn í matsal IKEA þykir afar góður og ekki spillir fyrir að hann er afar ódýr. Þegar herðir að í efnahagsmálum er því ekki undarlegt að Íslendingar, sem þurfa nú að halda fastar um budduna, leggi leið sína í sænskættað eldhús verslunarinnar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kreppukjötbollur BANDARÍSKI tölvuleikjafram- leiðandinn Zynga, sem framleiðir fría tölvuleiki fyrir samfélagssíður á borð við Facebook, MySpace og Bebo, hefur nú fengið liðsstyrk í formi sjóðsins Kleiner Perkins Cau- field & Buyers. Hefur sjóðurinn ásamt smærri fjárfestum, lagt um 29 milljónir dala, jafnvirði um 2,3 milljarða króna í fyrirtækið. Í Wall Street Journal er fjárfest- ingin talin merkileg, þar sem sjóð- urinn sem lagði fé í bæði Google og Amazon meðan vefirnir voru að slíta barnsskónum, hefur hingað til forðast að leggja fé í samfélagslega vefi. Talsmenn sjóðsins hafa hins vegar trú á Zynga, sem þeir segja að hafi fundið lykilinn að því að framleiða leiki sem eru bæði ávana- bindandi og með hraða útbreiðslu á vefnum. sigrunrosa@mbl.is Veðja á tekjur af fríum tölvu- leikjum ÚRVALSVÍSITALAN í Kaup- höllinni á Íslandi hækkaði um 1,1% í gær og var lokagildi hennar 4.159 stig. Mest hækkun varð á hlutabréf- um Teymis, 6%, og þá hækkuðu bréf Eikar Banka um 2,4%. Hluta- bréf íslensku viðskiptabankanna þriggja hækkuðu í gær, í Kaup- þingi um 1,5%, Landsbankanum 1,1% og Glitni 0,9%. Bréf tveggja félaga lækkuðu í gær, í Atorku um 0,7% og Føroya Bank um 0,3%. gretar@mbl.is Hækkun í Kauphöllinni Byr sparisjóður tók til starfa í apríl 2006 við samruna Spari- sjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Í nóvember 2007 var samruninn við Sparisjóðs Kópavogs formfestur. Fjórði sparisjóðurinn bættist við í apr- íl á þessu ári þegar Sparisjóður Norðlendinga, SPNOR, bættist í hópinn. Byr hagnaðist um 7,9 milljarða króna á árinu 2007. Fjórir sparisjóðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.