Morgunblaðið - 24.07.2008, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
viðskipti/athafnalíf
Eftir Snorra Jakobsson
sjakobs@mbl.is
V
iðskiptavild hefur auk-
ist gríðarmikið í efna-
hagsreikningum ís-
lenskra fyrirtækja á
síðustu árum. Stefán
Svavarsson endurskoðandi segir að
það séu sterkar vísbendingar um að
stjórnendur fari ekki að leikregl-
unum ef taprekstur er á fyrirtæk-
inu og menn haldi inni einhverri
viðskiptavild í bókunum. Ágúst
Heimir Ólafsson, yfirmaður fjár-
málaráðgjafar Deloitte, segir að
væntanlega muni vera verulegar
afskriftir á viðskiptavild á næstu 2
árum.
Samfara útrás íslenskra fyr-
irtækja hefur vægi svokallaðrar
viðskiptavildar aukist mikið. En
hvað er viðskiptavild? Viðskiptavild
er í raun afgangsstærð sem verður
til við kaup á félagi eða samruna.
Viðskiptavild er óefnisleg eign sem
fyrirtæki hefur keypt og er vitni
um hæfi fyrirtækis til að ávaxta sig
betur en gengur og gerist meðal
fyrirtækja í sömu atvinnugrein.
Það sem felst í skilgreiningunni
er að viðskiptavild er aðeins í fyr-
irtækjum sem ávaxta sig betur en
gerist og gengur meðal sambæri-
legra fyrirtækja, framtíðarhagn-
aður fyrirtækisins verður því að
vera umfram almenna ávöxtun.
Svokölluð viðskiptavild er yfir
helmingur eigna sumra fyrirtækja í
Kauphöll Íslands. Fyrirtæki sem
hafa mikla viðskiptavild eru því
undir miklum þrýstingi að sýna
fram á mun meiri arðsemi og hagn-
að en fyrirtæki í sama rekstri.
Viðskiptavild mikil
Viðskiptablað Morgunblaðsins
skoðaði ársreikninga nokkurra fyr-
irtækja í Kauphöllinni og tók sér-
staklega út rekstrarfélög en við-
skiptavild er hátt hlutfall
heildareigna meðal rekstrarfélaga.
Þau félög sem skoðuð voru eru Öss-
ur, Marel, Bakkavör, Eimskip og
Atorka en öll félögin eiga það sam-
eiginlegt að hlutfall viðskiptavildar
af heildareignum er hátt. Hæst er
hlutfallið hjá Össuri og Bakkavör
þar sem viðskiptavild er rúmlega
53% heildareigna. Lægst er það hjá
Atorku 16,3%.
Í þessum fimm félögum hefur
viðskiptavild farið úr 33 milljörðum
í lok árs 2004 upp í 227 milljarða á
fyrsta ársfjórðungi 2008. Þessi þró-
un er líklega ekkert einsdæmi fyrir
félög í Kauphöllinni.
Fara ekki að leikreglum?
Í skýringartöflu hér á síðunni má
sjá spár greiningardeildar Glitnis
og Kaupþings um afkomu félag-
anna. Þremur af fimm félögum er
spáð tapi og neikvæðri arðsemi á
þessu ári. „Það er þversögn í því að
halda viðskiptavildinni óhreyfðri í
bókhaldinu ef reksturinn sem henni
tengist er í núlli, í tapi eða með lít-
illi arðsemi,“ segir Stefán Svav-
arsson endurskoðandi. „Það eru
sterkar vísbendingar um það að
stjórnendur hafi ekki farið að leik-
reglum ef það er taprekstur á fyr-
irtækinu og menn halda inni ein-
hverri viðskiptavild í bókunum af
því að þeir vilja ekki afskrifa við-
skiptavildina í gegnum reksturinn.“
Afskriftir í niðursveiflu
Stjórnendur fyrirtækja sem vilja
spila eftir leikreglunum virðast því
neyðast til að afskrifa viðskiptavild
ef fyrirtæki þeirra skilar lítilli arð-
semi eða tapi. Þetta þýðir að slæmt
uppgjör verður enn verra. „Núna,
þegar niðursveifla verður er ekkert
greiðsluflæði sem stendur undir
viðskiptavildinni svo að væntanlega
ættu að vera verulegar afskriftir á
viðskiptavild á næstu 2 árum,“ seg-
ir Ágúst Heimir Ólafsson, yfirmað-
ur fjármálaráðgjafar Deloitte.
Hundruð milljarða
Þau félög sem hafa mesta við-
skiptavild af framangreindum fé-
Slæm uppgjör gætu orð
Félög í Kauphöllinni gætu neyðst til að
afskrifa tugi milljarða af viðskiptavild
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@mbl.is
VIÐ höfum ferðast mikið, og þegar börnin
eru með í för er oft erfitt að vera á hótelher-
bergjum, svo við fórum að leita að öðrum
leiðum,“ segir Ragnar Fjalar Sævarsson, sem
ásamt konu sinni, Sesselíu Birgisdóttur,
stofnaði íbúðaleiguna Red Apple Apartments
nú í vor. „Við reyndum að finna íbúðir á net-
inu og rákum okkur á að það var hreint ekk-
ert auðvelt. Við ákváðum því að skapa
ramma utan um þessa hugmynd, þar sem fólk
getur leitað, bókað og greitt fyrir íbúðina á
nokkrum mínútum og allt á einum stað.“
Red Apple Apartments býður nú íbúðir til
leigu í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Á
næstunni bætast við Stokkhólmur, Osló og
Helsinki, vonandi seinni hlutann í ágúst, og
að sögn Ragnars er hugmyndin að færa sig
svo sunnar í álfuna.
„Viðtökurnar hafa verið frábærar og við
höfum fengið viðskiptavini frá yfir tuttugu
löndum úr öllum heimshornum, Ástralíu,
Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og víðar.
Það hefur greinilega verið ávöntun á þessu
sviði þar sem fólk hefur ákveðna tryggingu
fyrir þjónustu og gæðum.“
Búa innan um innfædda
Margir kjósa heldur að vera í íbúð en á hót-
elherbergi erlendis, en að sögn Ragnars er
fólk gjarnan að leita eftir meira sjálfstæði,
auknu rými og eldunaraðstöðu. Þá er algengt
að nokkur pör leigi saman íbúð. Síðast en
ekki síst leita til Red Apple fyrirtæki og fólk í
viðskiptaerindum. Fólk sem ferðast saman,
vill sitt sérherbergi en getur nýtt íbúðina sem
vinnuaðstöðu.
Um þrjú þjónustustig er að ræða, allt frá
íbúðum þar sem gestirnir sjá sjálfir um sín
þrif, eldamennsku og annað slíkt, yfir í þjón-
ustu á við hótel þar sem öll þrif, móttaka og
jafnvel sundlaug eru innifalin. Verðskráin
miðast fyrst og fremst við hótelin, en Ragnar
segir íbúðirnar jafnan ódýrari og stundum þó
nokkuð ódýrari. Umhverfið og aðstæðurnar
eru líka allt aðrar.
„Ólíkt því sem gengur og gerist á hótelum
er fólk þarna inni í íbúðahverfum sem gerir
því kleift að búa eins og innfæddir, versla við
kaupmanninn á horninu og fleira í þeim dúr.“
Algjörlega hreyfanleg á netinu
Ragnar og Sesselía reka Red Apple Ap-
artments frá Lundi í Svíþjóð, en stofnun fyr-
irtækisins var hluti af praktísku meist-
aranámi Ragnars í frumkvöðlafræðum þar í
borg. Red Apple er hins vegar skráð á Ís-
landi, en fyrirtækið er alfarið rekið á netinu.
„Við höfðum ákveðið að stofna fyrirtæki og
settum því viss skilyrði. Eitt þeirra var að við
gætum verið algjörlega hreyfanleg. Við velt-
um því nokkuð fyrir okkur hvar fyrirtækið
ætti að vera staðsett, í Danmörku, Svíþjóð, á
Íslandi eða Írlandi, þar sem er mjög hagstætt
skattaumhverfi. En svo vildum við borga að-
eins til baka og ákváðum að skrá fyrirtækið
heima á Íslandi.“
Auk íbúðaleigunnar heldur Red Apple úti
bloggsíðum fyrir borgirnar, þar sem sagt er
frá helstu viðburðum og alls konar dægra-
dvöl svo eitthvað sé nefnt.
„Þetta er mikil vinna alla daga, öll kvöld og
allar helgar. En við höfum fengið fram-
úrskarandi viðbrögð frá fólki sem gerir þetta
skemmtilegt,“ segir Ragnar.
Kjósa íbúð fram yfir hótelherbergi
Stofnað í vor Sesselja Birgisdóttir og Ragnar Fjalar Sævarsson stofnuðu íbúðaleiguna Red
Apple Apartments síðastliðið vor, og bjóða nú íbúðir til leigu í Reykjavík og Kaupmannahöfn.
http://www.redappleapartments.com/
http://redapplereykjavik.wordpress.com/
http://redapplecopenhagen.wordpress.com/
Hvað er viðskiptavild?
Viðskiptavild er óefnisleg eign sem
einungis verður til við samruna fé-
laga. Viðskiptavild er stundum köll-
uð yfirverð. Yfirverð er útreiknuð
stærð sem er afleiðing kaupverðs
að frádregnum þeim eignum sem
eru innan félagsins.
Hvað er virðisrýrnunarpróf?
Samkvæmt alþjóðlegum reiknings-
skilastaðli (IAS 36) skal gera virð-
isrýrnunarpróf á viðskiptavild eigi
sjaldnar en á 12 mánaða fresti.
Prófið verðmetur viðskiptavildina
með því að nota áætlað framtíðar-
sjóðstreymi félags; ef verðmatið er
hærra en bókfært virði eignarinnar
skal bókfært virði standa óbreytt í
bókum félagsins, hinsvegar ef verð-
matið reynist lægra en bókfært
virði skal færa niður bókfært virði
sem því nemur.
Meðhöndlun viðskiptavildar í
ársreikningum
Viðskiptavild er meðhöndluð líkt og
aðrar langtímaeignir að því und-
anskildu að þær eru ekki afskrifaðar
yfir ákveðinn árafjölda. Við-
skiptavild er eign með óskilgreindan
líftíma.
S&S