Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
FÖSTUDAGUR
17. apríl 2009 — 91. tölublað — 9. árgangur
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Það er aldagömul aðferð að elda mat í leirpotti,“ segir Brynhildur Pálsdóttir hönnuður. „Hæg eldun fer vel með hráefnið því leirinn andar en hleypir ekki næringar-efnunum út. Þetta er því holl mat-reiðsluaðferð og maturinn kemur meyr og góður úr pottinum.“Íslenskur jarðleir hefur ekki verið mikið notaður sem hrá-efni. Brynhildur útskýrir að ein af ástæðum þess sé hve Ísland er ungt land og leirinn ekki eins meðfærilegur og til dæmis evr-ópskur jarðleir. „Íslenski leirinn er svolítil ótemja en Sigríður Erla var staðráðin í að nýta leirinn og hefur náð að temja hann Partaf hugsjó
Eldað í íslenskum leirBrynhildur Pálsdóttir og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir vöruhönnuðir reka hönnunarfyrirtækið Borðið.
Þær hönnuðu leirpott í samvinnu við Sigríði Erlu Guðmundsdóttur keramikhönnuð og eiganda Leir 7.
Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir hrærir í hvannarlambakjötsréttinum í leirpottinum góða sem hún hannaði ásamt Brynhildi Pálsdótt-
ur og Sigríði Erlu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
800-1000 g súpu-kjöt með beini eða beinlaust filet eða læri, helst Hvannarlamb frá Fagradal
2 laukar
1 íslensk gulrófa 4-5 íslenskar gulrætur2 meðalstór íslensk hnúðkál
3 lárviðarlauf 1 bolli bankabygg frá Eymundi í Vallanesilátið l
Grænmetið flysjað og brytjað gróft, hvítlauk-urinn skorinn í þunnar sneiðar. Hellið vatninu af bankabygginu og blandið kjöti og grænmeti vel saman við, kryddið með salti og pipar, lárviðarlaufi og þyrnunum af rós-marínstilknum.
Setjið í l i
LEIRPOTTSLAMB FRIÐRIKS VÍslenskt hvannarlamb með bankabyggi FYRIR 6
KJÚKLINGABAUNIR hafa ekkert með kjúkling að gera
eins og nafnið bendir til og eru í raun og veru ekki baunir heldur,
heldur fræ runna sem vex í Suður-Evrópu og Vestur-Asíu.
Næg ókeypis
bílastæði
við Perluna
Ódýrt og gott!
Súpubar 620 kr.
Salatbar 990 kr.Súpa og salatbar á aðeins 1.430 kr.~ NÝBAKAÐ BRAUÐ FYLGIR MEÐ SÚPU- OG SALATBAR. ~Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti á frábæru verði: Crépes, samlokur, pizzur og smurtbrauð. Eins er hægt að fá heimatilbúik
VEÐRIÐ Í DAG
Keypti búð
í kreppunni
Eysteinn Sigurðsson
lætur efnahagsástandið
í landinu ekki
aftra sér.
TÍMAMÓT 28
BRYNHILDUR PÁLSDÓTTIR OG
GUÐFINNA MJÖLL MAGNÚSDÓTTIR
Lambalæri í leirpotti
• matur • tíska
Í MIÐJU BLAÐSINS
Mennt er máttur
Tilvalið
í hádeginu
JÓN ATLI JÓNASSON
Djúpinu hrósað
í Skotlandi
Fékk fjórar stjörnur í Scotsman
FÓLK 46
MENNING Gunnar Eyjólfsson
fékk óvænta gjöf á dögunum
frá huldumanni sem hafði séð
leikverkið Hart í bak. Um var
að ræða einkennisbúning sem
Gunnar hyggst klæðast á síðustu
sex sýningum á verkinu. Gunnar
langar mikið að komast í sam-
band við þann sem gaf honum
búninginn.
Leikarinn hefur fengið mikil
viðbrögð við frammistöðu sinni í
hlutverki skipstjórans Jónatans
og hafði áður verið færð ein-
kennishúfa Jónasar Böðvarsson-
ar, sem var skipstjóri á Brúar-
fossi um árabil.
Leikritið Hart í bak, sem er
eftir hið ástsæla leikskáld Jökul
Jakobsson, hefur verið sýnt
fyrir troðfullu húsi yfir fjörutíu
sinnum á stóra sviði Þjóðleik-
hússins. Sagt er að jafnvel hörð-
ustu menn hafi fellt tár á sýning-
um verksins. - fgg / sjá síðu 36
Gunnar Eyjólfsson:
Fékk skipstjóra-
búning frá
huldumanni
GRÆTIR FULLORÐNA MENN Stórleikarinn Gunnar Eyjólfsson nær með frammistöðu sinni í Hart í bak að hreyfa við hörðustu
mönnum. Honum var á dögunum færð skipstjórahúfa Jónasar Böðvarssonar, sem stýrði Brúarfossi um árabil. Nú vill Gunnar
komast í samband við þann sem færði honum einkennisbúninginn sem hann klæðist á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Samkynhneigðir
mótmæla
Jónatan Garðarsson
segir alla vera örugga
á Eurovision í
Moskvu.
FÓLK 38
Viltu krónu, manni?
„Menn eiga ekki erfitt með að
velja í dag og mér segir svo hugur
að fáir sjái fram á að þeir velji
einhvern tíma krónu fram yfir
evru,“ skrifar Stefán Benediksson.
UMRÆÐAN 27
4 10
10
810
HÆGVIÐRI Í dag verður suðaust-
læg eða breytileg átt. Hálfskýjað
eða léttskýjað og hætt við þoku-
súld með ströndum sunnan og
vestan til. Hiti 5-12 stig.
VEÐUR 4
REYKJAVÍK Borgarráð vísaði tillögu
Ólafs F. Magnússonar, um að þeim
tilmælum yrði beint til frambjóð-
enda í prófkjörum fyrir síðustu
kosningar að þeir opni bókhald sitt,
til forsætisnefndar í gær.
Óskar Bergsson, formaður borg-
arráðs, segir að sér lítist vel á til-
löguna. Rökrétt sé að frambjóðend-
ur í prófkjörum opni bókhald sitt,
líkt og stjórnmálaflokkar hafa gert
undanfarið. „Það er rangt sem fram
hefur komið, að ég vilji ekki birta
fjárhagslegar upplýsingar úr mínu
prófkjöri.“
Hanna Birna Kristjánsdóttir
borgarstjóri segir mikilvægt að
fara yfir málið og skoða útfærslur,
verði af þessu. „Ég treysti því að
forsætisnefndin komist að farsælli
og skynsamlegri niðurstöðu.“
Svandís Svavarsdóttir Vinstri
grænum segir tillöguna góðra
gjalda verða. Allir ættu að vilja
hafa sem mest uppi á borðinu í þess-
um efnum. Dagur B. Eggertsson
Samfylkingunni segir að Samfylk-
ingin hafi barist fyrir breytingum
á lögum sem nái til prófkjörsfram-
bjóðenda. Ýmislegt þurfi að skoða,
svo sem útfærslu á birtingu aftur í
tímann. Sjálfur hafi hann ekki séð
tillöguna. - kóp
Vel tekið í tillögu Ólafs F. Magnússonar um að upplýsa um styrki:
Bókhald frambjóðenda opnað
ALÞINGI Engar breytingar verða
gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins
að sinni. Samkomulag náðist í gær-
kvöldi um að taka málið út af dag-
skrá Alþingis.
Þegar ljóst varð að sjálfstæðis-
menn voru reiðubúnir að koma í
veg fyrir samþykkt frumvarpsins
um breytingar á stjórnarskránni
með málþófi fram undir kjördag
sáu flutningsmenn sæng sína upp-
reidda. Ekki var um annað að ræða
en að draga frumvarpið til baka.
„Við höfðum fullnaðarsigur,“
sagði Arnbjörg Sveinsdóttir, þing-
flokksformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, í gærkvöldi. „Málið var lagt
fram í ágreiningi við okkur og tekið
út úr nefnd í ágreiningi við okkur
þannig að þetta er góð lausn.“
Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra segir niðurstöð-
una staðfesta að sjálfstæðismenn
gangi erinda sérhagsmuna en ekki
almannahagsmuna. „Þetta er ömur-
legur minnisvarði um átján ára
valdaferil Sjálfstæðisflokksins,“
sagði Jóhanna við Fréttablaðið í
gærkvöldi. Hún telur að þrátt fyrir
yfirlýsingar um annað hafi sjálf-
stæðismenn í raun aldrei viljað ná
samkomulagi um málið, þeir hafi
því ekki verið heiðarlegir í sam-
skiptum við aðra flokka.
Lúðvík Bergvinsson, þingflokks-
formaður Samfylkingarinnar og
formaður sérnefndar um stjórnar-
skrármál, segir að ekki hafi verið
hægt að halda þinginu áfram gang-
andi. „Með málþófi tókst Sjálfstæð-
isflokknum að koma í veg fyrir
lýðræðisumbætur og auðveldari
nálgun að Evrópusambandinu.“
Þingflokksformenn Framsókn-
ar og VG, Siv Friðleifsdóttir og
Jón Bjarnason taka í sama streng.
„Þessi ótti Sjálfstæðisflokksins við
þjóðaratkvæðagreiðslur er furðu-
legur. Flokknum virðist standa
veruleg ógn af þjóðinni og það segir
líklega eitthvað um samvisku hans,“
segir Jón.
Siv telur niðurstöðuna vera Sjálf-
stæðisflokknum til minnkunar en
álítur eigin flokk ekki skaðast þó
hann hafi orðið undir. „Þetta styrk-
ir okkur því þjóðin veit hvar okkar
hugur stendur.“
Sjálfstæðismenn lögðu í gær fram
breytingartillögu við auðlindagrein
frumvarpsins en stjórnarliðar töldu
hana aðeins til að drepa málinu á
dreif.
Samkomulag er um afgreiðslu
mála á þingfundi í dag. Meðal ann-
ars verða samþykkt frumvörp um
álverið í Helguvík og bann við kaup-
um á vændi. Þingsályktunartillaga
um íslenskt ákvæði í nýjum lofts-
lagssamningi og lög um eignaum-
sýslufélag daga hins vegar uppi.
Eignaumsýslufélaginu var ætlað
að taka yfir rekstur samfélagslega
mikilvægra fyrirtækja í miklum
fjárhagsvandræðum. Þingfundur
hefst klukkan hálf ellefu og er búist
við að honum ljúki síðdegis. Í dag
eru átta dagar til kosninga og eru
þess ekki dæmi að þing hafi starfað
svo nærri kjördegi. - bþs / sjá síðu 4
Stjórnarskránni ekki breytt
Sjálfstæðisflokkurinn hafði fullnaðarsigur í stjórnarskrármálinu. Það verður rætt í tvo tíma á þingfundi í
dag en svo tekið af dagskrá. Fylgismenn stjórnarskrárbreytinga lýsa vonbrigðum. Þingslit verða síðdegis.
Óvæntur sigur hjá Fram
Fram er einum
sigri frá því að
slá út Íslands- og
deildarmeistara
Hauka í N1 deild
karla í handbolta
ÍÞRÓTTIR 40